Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 9 á vettvangi dagsins Sand-og malartekja í Gljúfurholtsá í Olfusi. Brúarframkvæmdir við Laxá í Leirársveit hjá Vogatungu Vegagerö og veiðivötn eftir Einar Hannesson Vegagerð og veiðivötn Verklegar framkvæmdir af ýmsu tagi snerta veiðivötn og hafa áhrif á umhverfi fisks. Vegalagning og brúarsmíð kemur þar m.a. við sögu, sem stundum leiðir til veiðirýrnunar, og getur í sumum tilvik- um breytt veiðiaðstöðu einstakra jarða. í grein þessari er leitast við að varpa ljósi á þetta mál, Sem virðist oftast verða útundan þegar unthverfismál eru til umræðu hér á iandi. Saga vegagerðar stutt Vegalagning með því sniði, sem líkist því sem er í dag, á aðeins öld að baki hér á landi. Allt fram að þeim tíma var aðeins um reiðgötur og troðninga að ræða. Yfir árnar höfðu menn farið á vaði, en á stórfljótum var ferja, bátur eða kláfferja eða sundriðið var yfir árnar. Við stærstu ár landsins voru margir ferjustaðir, er nefndust lögferjur, þar sem skylt var að flytja ferðalanga yfir vötnin. Bylting í vegagerð Bókstaflega allt, sem gert hefur verið. í eiginlegri vegagerð og brúarsmíði í strjálbýli hér á landi, er því á tímabilinu, sem hófst skömmu fyrir aldamótin sein- ustu, og til þessa dags. Mestur hluti þessara framkvæmda hefur verið unninn seinustu 50 árin. Sérstaklega komst skriður á undirbúning varanlegrar vega- gerðar þegar stórvirkar vélar; jarðýtur, skurðgröfur og flutningatæki komu til sögunnar hér á landi á heimsstyrjaldarár- unum seinustu. Frá þeim tíma hefur hveft stórvirkið af öðru verið unnið í vegalagningu og brúarsmíð, er náði hámarki með tengingu hringvegarins 1972. Jafnframt má segja, að röskun að ráði gagnvart veiðivötnum hafi komið alvarlega til, eftir að farið var að nota stórvirku tækin við vegagerðina. Enda þótt víða hafi orðið röskun á veiðivatni vegna vegalagningar eða brú- arsmíði, er líklegt að menn hafi lengi vel ekki talið ástæðu til að kvarta sérstaklega út af þessu vegna þesá að flestir fögnuðu svo að fá bættar samgöngur, að annað hvarf í skuggann. En það er fyrst á seinni árum, sérstaklega eftir að veiðivötn urðu verðmeiri og skilningur manna á náttúruvernd jókst verulega, að farið var að gefa þessu málefni meiri gaum en áður. Þó er því ekki að neita, að misbrestur hefur orðið á þessu sviði. Kannski má segja, að það sem farið hafði úrskeiðis, hafi ekki verið meira en við mátti búast, miðað við umfang vegaframkvæmda í landinu seinustu ára- tugi. Víst er, að yfirvöld vegamála hafa á seinni árum haft þessa hluti meira inn í myndinni en áður og reynt að hafa sem best samband við hagsmunaaðila við veiðivötnin við undirbúning og fram- kvæmd vegalagningar. Lagaákvæði um vatnsvernd Rétt þykir að kynna helstu atriði laga, sem sérstaklega varða viðfangsefnið: Vegagerð og veiðivötn. Lögin eru: Vatnalög (1923), Lax- ogsilungsveiðilög (1970), Vegalög (1963) og Náttúru- verndarlög (1971). Fyrst skal vikið að Vatnalögum, en þau geyma ákaflega mikilvæg ákvæði um vatnavernd. Þar segir m.a. „vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið“. Óheimilt er sbr. lögin, nema sérstök heimild eða lagaleyfi sé til þess, að breyta vatnsbotni, straum'stefnu eða vatnsmagni, hvort sem það verður að fullu og öllu eða um ákveðinn tíma, svo og að hækka eða Jækka vatnsborð. Lax- og silungsveiðilögin niæla svo fyrir, að sé stífla eða önnur mannvirki gerð í veiðivatni, sem tálma fiskför í vatninu, skal þeim er gera lætur, skylt að gera fiskveg í vatninu eða meðfram þvi, til þess að fiskur geti átt jafngreiða för um það og áður. Honum er skylt að halda fiskveginum við. í Vegalögum frá 1963 segir m.a. „Hver landeigandi er skyldur til að láta af hendi land það, er þarf undir vegi eða til breytingar eða breikkunar eða við- halds vegum, svo og leyfa, að efni til vega sé tekið í landi hans, hvort heldur er grjót, möl eða önnur jarðefni, enda komi fullar bætur fyrir. Bætur fyrir jarðrask og eignarnám á óyrktu landi skulu því aðeins greiddar, að þeirra sé krafist og álitið verði, að landeigandi hafi beðið skaða við það“. Nokkru seinna er í Lögunum: „Skaðabóta er af vegagerð eða vegaviðhaldi leiðir, skal krefjast innan ársfrá því, erverk það var unnið, sem skaðanum olli, ella fellur réttur til skaðabóta niður". Þessi ákvæði voru einnig í eldri gerð vegalaga frá 1933. Um skaðabætur og framkvæmd þeirra er frekar fjallað í lögunum og þar er þess getið, að bætur megi ákveða með sam- komulagi aðila. Náist það ekki, skuli ákveðá þær með mati. Við gjörð þess skuli taka tillit til árlegs afraksturs af landi því, er um ræðir. Þá skuli athuga vandlega allt það, er geti haft áhrif á verðmæti þess, er meta skuli. Sérstak- lega skuli taka tillit til þéss, ef ætla má, að land hækki í verði við vegagerðina. Að lokum um lagaákvæði, skal vikið að Náttúruverndarlögunum frá .1971. „Tilgangur þeirra er að stuðla að sam- skiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist aö óþörfu líf eða iand, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft", segir í upphafi laganna. í 17. grein er tekið fram, að um jarðefni til vega skuli fara eftir vegalögum, en þau ákvæði eru rakin hér að framan. Röskun í veiðivötnum Röskun í veiðivötnum vegna vega- lagningar getur verið með ýmsu móti. Hér á eftir verður fjallað um það helsta af þessu tagi. Fyrirhleðslur, sem gerðar eru í ám og vötnum vegna vegagerðar, geta rýrt lífsskilyrði fisks og sömuleiðis land- þurrkun. Brúarsmíð er undir sömu sök seld. Mikil uppfylling er stundum gerð til að stytta sjálfa brúna, cn slík tilhögun er oftast framkvæmd á ósasvæðum straumvatna þar sem sjávarfalla gætir, sem kunnugt er. Vegalagning mcð þessu sniði hefur orðið æ algengafi á seinni árum, enda keppt að því að stytta leiðir, með því að fara yfir víkur, voga og jafnvel firði. Borgarfjarðarbrúin er Ijós vottur um þctta og einnig má benda á vcginn um ósasvæði vatna í botni Ön- undarfjarðar á Vestfjörðum. Þá er stórt vcrkefni í bígerð þar sem er brúin yfir Ölfusá, hjá Óseyrarncsi og Hrauni. Því mannvirki mun væntanlega verða hrint í framkvæmd á næstu árum. Afdrifaríkast í vegagerð fyrir lífsskil- yrði fisks er að sjálfsögðu þegar rcnnsli eða legi straumvatns er breytt: það er flutt úr farvegi sínum í nýjan eða tvær eða fleiri kvíslar vatnsins eru felldar í einn farveg. Svipuðu máli gcgnir- um farveg sem er þrengdur til muna. Þá er sand- og malarnám í veiðivatni ekki síður skaðvænlegt fyrir lífríki vatnsins, eins og eðlilegt er. Þess er dæmi, að ós úr stöðuvatni hafi verið dýpkaður til þess að lækka vatns- borð og auðvelda með því vegalagningu meðfram stöðuvatninu. Lækkun vatns- borðs rýrir skilyrði fisks í vatninu, og veldur tjóni á hrygningar- og uppeldis- stöðvum silungsog getur jafnvel cyðilagt með öllu hrygningarstöðvar í vatninu, ef lækkun vatnsborðs er veruleg. Auk þcss, sem nefnt hefur verið, gctur vegalagningar gætt í veiðiaöstöðu cinstakra jarða, eins og þegar vatns- rcnnsli cr breytt. Þá getur framkvæmdin valdið tímabundinni truflun í veiðiskap, þó að jafnaði sé sjalfsagt reynt að haga vinnu þannig að ekki rekist á þessir hagsmunir. Vegagerðin í Önundarfirði Fyrr var getið um vegalagninguna um ósasvæði ánna í botni Önundarfjarðar. Þar hefur verið unnin glæsileg fram- kvæmd í vegagcrð, jafnvel má telja hana listræna. Við undirbúning og vegagerð- ina sjálfa hafði Vegagcrðin fullt samráð við heimamenn, áð því er greinarhöf- undi hefur verið tjáð. En á þessu máli er einnig önnur hlið, þ.e. sem snýr að jörðum, sem liggja að svæðinu, sitt frá hvorurn bakka. Mcstur hluti vegarins í Önundarfirði er uppfylling og brúin sett sem næst nyrðri bakkanum. Með þeirri tilhögun er öll vciðiaðstaðan við brúna í landi jarðarinnar, sem landið á, en áin að þessu leyti öll flutt úr landi hinnar jarðarinnar. Nú er það svo, að brýr og önnur vegamannvirki cru í eigu Vegagerðar ríkisins. Þeirri tillögu var lfeygt hér á árum áður, að öll veiði af mannvirkjum vegagerðar yrði bönnuð. Slík tillaga hefur ekki náð fram að ganga. Sjálfsagt þykir sumum sanngjarnt, þegar svo hagar til, sem áður var greint frá í Önundarfirði, að straumvatn er flutt úr landi einnar jarðar í land annarrar, að það yrðið friðað svæöi fyrir allri veiði. Einar Hannesson ■ Nýja brúin yfir Laxá í Leirársveit hjá Vogatungu. Myndin er tekin af gömlu brúnni. (Ijósmyndir: Einar Hannesson) ■ Brúin og vegurinn yfir leirusvæði í Önundarfirði, skammt innan við Holtsodda. Fjær sést að kirkjustaðnum í Holti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.