Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
Áramótaávarp Steingríms Hermannssonar, forsætisrádherra:
„FRAMTÍDIN ER RJÖRT EF
VEL ER A MALUM HALDffi”
■ Islendingar,
Árið sem er að líða hefur verið
viðburðaríkt, bæði á innlendum og er-
lendum vettvangi.
Innanlands hefur verið gripið til rót-
tækra aðgerða til -þess að rétta við
þjóðarskútuna eftir vaxandi slagsíðu
undanfarinna ára. Það veit ég að allir
íslendingar vilja að takist, þótt skiptar
skoðanir muni vera um leiðir.
Á erlendum vettvangi hafa þeir hlutir
gerst, sem geta ráðið örlögum
mannkyns.
Við stöndum því ekki aðeins á venju-
legum áramótum, helduráóvenjualvar-
legum tímamótum. Rík ástæða er því til
að staldra við, líta yfir farinn veg og
athuga vel hvar við erum stödd og hvert
við stefnum.
En það er ekki nóg að líta á eitt ár eða
jafnvel tvö, því;
„Án fræðslu þess liðna sést ei hvað er
nýtt“.
Það er ævintýri líkast, hve íslenska
þjóðin hefur á skömmum tíma byggt
upp velferðarþjóðfélag með einhverjum
bestu lífskjörum, sem þekkjast í víðri
veröld. Þessi þróun hefur verið stórstíg-
ust síöustu áratugina. Framfarasóknin
til lands og sjávar hófst þó af töluverðum
krafti um og eftir aldamótin. Einnig er
ákaflega athyglisvert, hve miklu var
afrekað í fátæktinni fyrir síðustu heims-
styrjöld, þegar kreppan mikla gekk yfir
heiminn. Þá var mörgu Grettistakinu
lyft. Vegir voru lagðir, skólar byggðir,
grundvöllur lagður að stóriðju í sjávarút-
vegi, svo fátt eitt sé nefnt. Þess njótum
við nú. Það er á þeim grunni, sem
efnahagur þjóðarinnar hefur tekið gífur-
legum framförum undanfarna fjóra ára-
tugi. Á þeim tíma hefur auður þjóðfé-
lagsins líklega um það bil þrefaldast.
Síóasta áratug jókst þjóðarframleiðslan
jafn mikið á ári að meðaltali og í Japan,
og í engu öðru landi meira. Um þetta
bera Ijósan vott eignir og lífskjör ein-
staklinga og fjölskyldna, og ekki síður
sameiginleg þjónusta í heilsugæslu,
mcnntun, samgöngum, og þannig mætti
lengi telja.
ævum til lands og sjávar og atorku
einstaklinganna.
En þessu lífskjarakapphlaupi hafa
fylgt ýmsir alvarlegir vaxtaverkir. Sann-
ast hefur, að mikið vill meira. Flest
undanfarin ár höfum við íslendingar eytt
umfram efni. Það hefur þó ekki komið
mjög að sök, því að þjóðarframleiðslan,
einkum sjávaraflinn, hefur jafnt og þétt
aukist og því unnt að greiða skuldirnar.
Að þessu leyti stöndum við nú áreið-
anlega á krossgötum. Auðlindunum eru
takmörk sett og þær auðlindir, sem við
höfum fyrst og fremst nýtt til lands og
sjávar, eru að öllum líkindum fullnýttar.
Lífskjarakapphlaupið hefur einnig
haft mikil og oft skaðleg áhrif á mannlíf-
ið sjálft. Nokkur atriði vil ég nefna.
Ég er ekki í nokkrum vafa um, að
aukna notkun ftkniefna og eiturlyfja má
rekja til þeirrar streitu og þreytu, sem
fylgir kapphlaupinu við verðbólguna og
eftir stöðugt auknum veraldlegum
gæðum. Það er mikið rétt í því sem
Einar Benediktsson segir í hinu mikla
kvæði Einræður Starkaðar:
„Geðið ber ugg, þegar gengið er hátt,
gleðin er heilust og dýpst við það
smáa“.
Með fleiri tómstundum þurfa menn
betri aðstöðu til heilbrigðra athafna. Ég
er sannfærður um, að fátt er betri
fjárfesting fyrir framtíðina en að skapa
æsku þessa lands og reyndar öllum
körlum og konum aðstöðu til þess að fá
útrás fyrir sína orku í íþróttum, útivist
og öðrum heilnæmum leikjum og at-
höfnum.
Vafalaust má einnig rekja mikla
eyðslu til áhrifa frá verðbólgunni. Raun-
ar er það skiljanlegt, að menn vildu nota
fé sitt sem fyrst, þegar verðbólga var
mikil og fjármagnið fékkst ekki tryggt
gegn rýrnun. Sá tími er hins vegar sem
betur fer liðinn. Verðbólga er orðin brot
af því sem var, og sparifé er vel
verðtryggt. Mikil eyðsla enn veldur því
undrun og áhyggjum.
Er hagur almennings þrátt fyrir allt
svo góður, það færi betur, eða er verð-
bólguhugsunarhátturinn enn um of ráð-
andi? Því miðurer líklega hið síðara rétt.
Umsvifamikill kaupmaður sagði mér
nýlega, að ekkert lát væri á sölu, en flest
væri keypt á lánskjörum. Hann kvað
hjns vegar vanskil viðskiptavina hafa
margfaldast og skiptu nú milljónum hjá
honum einum. Þetta er illt ogdregur dilk
•á eftir sér. Væntanlega mun reynslan
kenna mönnum ráðdeild á ný, en sá skóli
er oft erfiður.
Ég get heldur ekki varist þeirri
hugsun, að spennan í þjóðfélaginu hafi
aukið á deilur á milli þéttbýlis og dreif-
býlis. Menn sem gera verður kröfu til að
tali af ábyrgð, virðast t.d. teija það leysa
efnahagsvanda þjóðarinnar að hætta
sem mest framleiðslu landbúnaðar-
afurða í okkar eigin landi. Eflaust má fá
landbúnaðarafurðir, sem eru stórlega
niðurgreiddar og offramleiddar erlendis,
á lægra verði en hér, a.m.k. tímabundið.
En það er aðeins falskur stundargróði.
Aðrar þjóðir leggja á það áherslu að
vernda framleiðslu sína á grundvallar-
þörfum þjóðfélagsins. Hollar og góðar
landbúnaðarafurðir eru þar fremstar í
flokki. Sú þjóð er ekki sjálfstæð, síst af
öllu eyþjóð, sem ekki nýtir gróðurlendi
sitt til framleiðslu. Auk þess hafa þús-
undir manna atvinnu af landbúnaði og
hann skapar jafnvægi bæði í búsetu og
mannlífi. Bændamenningin hefurogver-
ið einn hornsteinn íslenskrar menningar.
Án landbúnaðar væri þjóðin fátæk.
Hitt er svo annað mál, að gera verður
þær kröfur til landbúnaðarins sem annar-
ra atvinnugreina, að gætt sé hagsýni og
framleiðslan aðlöguð þörfum þjóðarinn-
ar. Á því sviði hefur reyndar mikið
áunnist, fyrst og fremst fyrir aðgerðir
bænda sjálfra.
Af sama toga virðast mér hávær
mótmæli við aðstoð við fámenn byggðar-
lög, þegar um tímabundna erfiðleika,
t.d. í útgerð, er að ræða, jafnvel þótt
atvinnuleysi og flótti blasi að öðrum
kosti við íbúum staðarins. Það gleymist
fljótt hve mikinn auð fjölmargir slíkir
staðir hafa fært í þjóðarbúið, þótt smáii
séu. Staðreyndin er einnig sú, að þau eru
orðin æði mörg sjávarþorpin, sem fengið
hafa aðstoð vegna tímabundinna erfið-
leika en mala nú á ný gull fyrir þjóðar-
heildina.
Með þessum orðum á ég ekki við, að
illa rekin fyrirtæki, hvort sem er til lands
eða sjávar, megi ekki stöðvast. Þau
hljóta að stöðvast og aðrir að taka við
rekstrinum, sem betur geta gert. Slík
fyrirtæki verða ekki rekin á kostnað
heildarinnar.
En þjóðina má ekki kljúfa í fylkingar.
Á því höfum við íslendingar ekki efni.
Hver hlekkurinn er öðrum ómissandi.
Við erum ein þjóð og höfum miklar
skyldur hvert gagnvart öðru.
Ef til vill má rekja slíkar deilur til þess
að þjóðerniskenndin er ekki eins sterk
nú og áður var, og þjóðleg fræði ekki
eins í hávegum höfð m.a. í skólum
landsins. Ég efast um að annað hlutverk
skólanna sé mikilvægara en að tengja
nemendur sem best landi sínu og þjóð.
Þjóðerniskenndin er ekki í tísku nú,
eins og fyrr. Þó er það líklega sú
tilfinning, sem tengir þjóðina best saman
og tryggir sjálfstæði hennar því eins og
Grímur Thomsen segir:
„Sá er bestur sálargróður,
sem að vex í skauti móður,
en rótarslitinn visnar vísir,
þó vökvist hlýrri morgundögg“.
Allt ber þetta að sama brunni. Bæði
af efnahagslegum og mannlegum ástæð-
um er nauðsynlegt að ná traustum tökum
á grundvallarforsendum heilbrigðs
þjóðlífs.
Þessi vandamál eru innlend. Lausn
þeirra er í okkar cigin hendi og í raun
óafsakanlegt, ef við fáum ekki við þau
ráðið. Þó er ekki sama hvernig það er
gert.
I þeim tímabundnu erfiðleikunt, sem
við eigum við að stríða nú, hljóta kjör
einstaklinga að skerðast, og ýmiss konar
sameiginleg þjónusta að dragast saman
um skeið. Annað er blekking. Mikilvæg-
ast er, að þessum byrðum sé dreift
þannig, að þeir beri, sem borið geta.
Mér er ljóst, að þetta er ekki í fyrsta
sinn, sem minnst er á breiðu bökin.
Eflaust er það einnig rétt, að oft hefur
mistekist að dreifa byrðunum réttlát-
lega. Engu að síður er krafan réttmæt og'
að því verður að stefna.
I þessu sambandi vil ég minna á
grundvallarforsendu okkar þjóðfélags
um öryggi öllum til handa. Við viljum
ekki, að menn líði skort eða þurfi af
efnahagsátæðum að kvíða elli eða sjúk-
leika. Sjálfsagt er að leita leiða til að
veita sömu eða betri þjónustu með
minni tilkostnaði, en aldrei má missa
sjónar af þessu grundvallaratriði.
Á alþjóðlegum vettvangi hafa hins
vegar hrannast upp óveðursský, sem
ekki er á okkar valdi einna að stöðva.
Eftir tuttugu ára kjarnorkukapphlaup
virðist svo sem stórveldin hafi misst
taumhald á framleiðslu gjöreyðingar-
vopna. Friðurinn byggist á hræðslu við
tortímingu. Friður í skjóli ótta er ekki
góður friður. Mannkynið þarf frið og
frelsi frá ótta og ánauð.
Stöðug umræða um gjöreyðingu veld-
ur vonleysi um framtíðina, ekki síst hjá
þeim yngri, sem sjá fram á fleiri ár í
skjóli óttans. Rótleysi og kæruleysi
fylgir.
Við íslendingar leyfum hvorki kjarn-
orkuvopn né eldflaugar á íslensku landi.
Við höfum á alþjóðlegum vettvangi lagt
áherslu á gagnkvæma afvopnun. En við
þurfum þó enn að herða róðurinn og
leggja þyngra lóð á vogarskál friðar án
ótta. Við krefjumst þess að viðræður
hefjist á ný án tafar, stórveldin komi sér
saman um öruggt eftirlit, stöðvi jafn-
framt framleiðslu gjöreyðingarvopna og
eyði þeim, sem nú eru til. Um slíka
stefnu, án öfga en með festu, getum við
íslendingar sameinast. Þá mun verða
eftir okkar rödd tekið, þótt smáir séum.
Þótt skuggi kjarnorkunnar hvíli
stærstur yfir heimsbyggðinni nú, eru
aðrir daglegir erfiðleikar mannkyns
margir. Stöðugt berast fréttir af styrjöld-
um, hryðjuverkum, náttúruhamförum
og hungri. Okkar erfiðleikar eru litlir í
samanburði við það. Á þessu hafa ís-
lendingar skilning, eins og glöggt kom
fram í söfnun kirkjunnar nú fyrir jólin,
en ótrúlegt er það, að á þessum tíma
tækninnar, þegar við á norðurhveli jarð-
ar búum við allsnægtir, líður stór hluti
íbúa heimsins af vaxandi hungursneyð.
Um þessa öfugþróun virðast þjóðirnar
furðu skeytingarlausar. Fræðimenn spá
því þó, að framundan séu stórum meiri
erfiðleikar vegna mikillar fólksfjölgun-
ar, þverrandi auðlinda og enn vaxandi
hungurs hinna fátækari, ef ekki er þegar
snúið við blaði, lifnaðarháttum breytt og
horfið af braut eyðslu og sóunar.
Hver er staða okkar íslendinga í slíkri
heimsmynd? Hvernig getum við tryggt
okkar framtíð sem best? Hvernig getum
við lagt okkar af mörkum til þess að
draga úr þeim erfiðleikum, sem virðast
blasa við heiminum?' Þetta eru stórar
spurningar og þeim verður að svara.
Allar áætlanir munu reynast mark-
lausar skýjaborgir og hrynja ef grund-
völlurinn er ekki traustur. Það hefur
reynsla undanfarinna ára kennt okkur
svo ekki verður um deilt. Því verður það
að vera okkar fyrsta markmið að eyða
verðbólgunni og treysta undirstöður
efnahagslífsins. Þetta er nú á góðri leið
með að takast og skal takast til hlítar.
Við íslendingar deilum um margt. Við
deilum um stefnur, um málefni og um
menn, við deilum um hagsmuni einstakl-
inga og stétta. Já, við deilum líklega um
flest. Um leið og við viðuckennum að
svo mun það vera, skulum við jafnframt
hugleiða, að slík barátta, ef hún keyrir
úr hófi fram, getur verið hættuleg þjóð-
arhag. Öll viljum við heill þjóðarinnar,
heildarinnar. Ættjarðarástina eigum við
saman, um það deilum við ekki.
Ég skora á íslendinga að sameinast
um að kveða niður verðbólgudrauginn.
I raun er þetta allt afrakstur af auð-
Auglýsing til skattgreiðenda Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt eru gjalddagar tekjuskatts og eignarskatts tíu á ári hverju þ.e. fyrsti dagur hvers mánaðar nema janúar og júlí. Dráttarvexti skal greiða af gjaldfall- inni skuld sé skattur ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga. Gilda sömu reglur um greiðslu annarra þinggjalda. Af tæknilegum ástæðum hefur til þessa ekki verið unnt að miða dráttarvaxtaútreikning við stöðu gjaldenda um hver mánaðamót. Hefur því í framkvæmd verið miðað við stöðuna 10. dag hvers mánaðar sbr. auglýsingu ráðuneytisins dags. 27. apríl 1982. Dráttarvextir hafa því í reynd verið reiknaðir 10 dögum seinna en lög kveða á um. Er nú stefnt að því að stytta þennan frest eins og kostur er. Geta gjaldendur því framvegis búist við að dráttarvextír verði reiknaðir þegar eftir að mánuður er liðinn frá gjalddaga. Þá er sérstök athygli vakin á því að launagreið- endum ber að skila því fé sem haldið er eftir af kaupi launþega innan sex daga frá útborgunar- degi launa. Fjármálaráðuneytið, 27. desember 1983.