Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Óiafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriöason, Guömundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. Ljosmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guöný Jónsdóttir Ritstjórn skritstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verö i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Árið 1984 ■ I áramótagrein Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sem birtist hér í blaðinu á gamlaársdag, rifjaði hann upp þann árangur, sem hafði náðst af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og væri meðal annars fólg- inn í því, að verðbólgan hafði lækkað úr 130% í 20%. Steingrímur Hermannsson vék síðan að horfum á árinu 1984 og sagði m.a.: „Pótt mikill árangur hafi náðst er björninn ekki unninn. Verðbólgan hefur hjaðnað mjög mikið en er þó of mikil enn. Vextir og fjármagnskostnaður er enn hár. Viðureignin við verðbólguna heldur því áfram á næsta ári. Ætla má þó, að sú viðureign verði auðveldari en verið hefur undanfarna mánuði. Flestir áhrifavaldar verðbólgunnar eru að hverfa, og hún ætti því að hjaðna jafnt og þétt, ef ekki koma nýir hvatar. Meðal annars er ekki gert ráð fyrir hækkun á verði opinberrar þjónustu á næsta ári. Að vísu eru alvarleg hættumerki. Erfiðleikar fara enn vaxandi í sjávarútvegi, og Ijóst er því, að þjóðartekjur munu lækka þriðja árið í röð. Af þessari ástæðu hefur ríkisstjórnin ekki talið fært að gera ráð fyrir svo föstu gengi á næsta ári sem verið hefur undanfarna mánuði. Útflutningsatvinnuveg irnir, einkum fisk- vinnslan, munu eiga erfitt með að þola slíkt við minni afla og lakari afkomu. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið, að gengi skuli ekki breytast á árinu um meira en 5 af hundraði hið mesta. Það er djörf ákvörðun og setur efnahagslífinu fastan ramma. Ríkisstjórnin vill einnig í lengstu lög forðast að auka skuldir þjóðarinnar erlendis. Þær eru þegar orðnar yfir 60 af hundraði þjóðartekna og því hættulega miklar. Með þessu er efnahagslífinu einnig sniðinn þröngur stakkur. Vera má, að erfitt reynist að halda þetta markmið, einkum ef atvinnuástand verður erfitt vegna erfiðleika í sjávarútvegi. Með tilliti til þess mikla árangurs, sem þegar hefur náðst, telja stjórnarflokkarnir hins vegar rétt að létta af ýmsum þeim hömlum, sem settar voru með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Jafn- framt eru ekki lögboðnar frekari hækkanir launa.eins og var 1. júní og 1. október sl. Samningar um kaup og kjör verða á ábyrgð launþega og vinnuveitenda. Ríkisstjórnin mun ekki hafa af þeim bein afskipti, nema þar sem hún er aðili að samningum. Með minnkandi þjóðartekjum er svigrúm á næsta ári til launahækkana ákaflega lítið, og reyndar ekkert til almennra kjarabóta. Miðað við það að gengi breytist ekki um meira en 5 af hundraði, telur ríkisstjórnin þó unnt að gera ráð fyrir, að laun hækki að meðaltali um 4 af hundraði. Þannig yrðu verðhækkanir, sem af gengissigi stafa, að mestu bættar. Eg hef jafnframt lýst þeirri skoðun minni, og vil ítreka hana nú, að þetta svigrúm verði notað til þess að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Það veldur vonbrigðum, að svo virðist sem forrystumenn bæði launþega og atvinnurekenda hafi gefist upp við að leita leiða til þess að bæta lægstu launin án þess að almenn launahækkun fylgi. Mér er Ijóst, að þetta er allerfitt dæmi. Hins vegar eru fá dæmi svo erfið, að þau verði ekki leyst, ef vilji er fyrir hendi. Spár þess efnis, að harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum mundu leiða til atvinnuleysis, hafa ekki ræst. Hins vegar er veruleg hætta á að stórum minni þorskafli og erfiðleikar í sjávarútvegi verði hættulegir atvinnuöryggi víða um land. Þetta hefur reyndar þegar komið fram á nokkrum stöðum. Gegn atvinnuleysi verður að sporna með öllum ráðum. Mikilvægast er vafalaust hvernig tekst að reka sjávarútveginn. Þarf í því sambandi bæði að hafa í huga afkomu útgerðarinnar og atvinnu á sjó og í landi.“ Steingrímur Hermannsson vék að því, að atvinnuleysishætta gæti orðið á vissum stöðum og þyrfti að taka slík mál til sérstakrar meðferðar. Þannig muni verða nauðsynlegt að taka á vandamál- um, þegar þau komi upp, svo að þjóðin komist sem bezt yfir þá tímabundnu erfiðleika, sem við sé að stríða nú. Þ.Þ. skrifað og skrafað ■ Um áramót líta foringjar stjórnmálaflokkanna yfir far- inn veg og skyggnast jafn- framt fram á veginn og fer boðskapur þeirra og sjón- armið gjarnan eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnar- andstöðu hverju sinni. Hér fara á eftir glefsur úr ára- mótaboðskap nokkurra stjórnmálaforingja og eru kaflamir valdir úr greinum þeirra, þar sem þeir fjalla aðallega um launa- og efna- hagsmál. Sjálfstæðisflokk- urinn beygir sig ekki fyrir óraun- hæfum samning- um Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins segir m.a. í áramótagrein sinni: „Launamálin hafa verið erfiðasta verkefni ríkisstjórn- arinnar fram til þessa. Lög- binding kjarasamninga um nokkurra mánaða skeið var óumflýjanlegur neyðarkost- ur. í reynd var ekki um að ræða ágreining milli stjórn- málaflokkanna um nauðsyn kjaraskerðingar til þess að færa fjármagn yfir til atvinnu- lífsins. Hitt hefur valdið deil- um hversu langt átti að ganga. Reynslan hefur sýnt, að þessar aðgerðir voru nauðsynlegar. Allarhrakspár um minnkandi iðnaðarfram- leiðslu af þessum sökum hafa fallið á prófi reynslunnar. Reikningslegur kaupmátt- ur hefur vitaskuld skerst. Vonir voru við það bundnar, að unnt yrði að halda svipuðu lífskjarastigi næsta ár eins og nú er. Aflabrestur og minnk- andi þjóðartekjur gera út um þessar vonir. Möguleikar til launabreytinga ráðast af launa- og gengisforsendum fjárlaganna. Verði farið út fyrir þau mörk hlýtur póli- tískt upplausnarástand að sigla í kjölfarið. Sjálfstæðis- flokkurinn getur að minnsta kosti ekki beygt sig undir það, að aðilar vinnumarkað- arins brjóti stjórnarstefnuna á bak aftur. Það er með öðrum orðum ekki unnt að semja upp á gengislækkun. Ef daglegt gengissig hefst á nýjan leik verður trauðla komið í veg fyrir vísitölu- bindingu kaupgjalds til lang- frama. Þá hefst gamalkunnur hringdans í kringum vísitöl- una á ný og draumurinn um efnahagslegt jafnvægi er úr sögunni. Sannleikurinn er sá, að á næsta ári þurfum við enn að jafna niður tapi. Allt tal um að skipta upp ágóða er út í hött. í þessu sambandi er rétt að hafa það í huga, að stöð- ugt gengi er í reynd miklu öruggari kaupmáttartrygging en meingallaður verðbólgu- magnari vísitölukerfisins. Aðilar vinnumarkaðarin's ættu því að taka höndum saman við ríkisstjórnina í viðleitni hennar til þess að halda genginu stöðugu. Langvarandi stjómarkreppa eða kosningar myndu ekki bæta lífskjörin eða styrkja atvinnulífið eins og sakir standa. Þvert á móti myndi slík pólitísk upplausn enn auka á vandræði þjóðarinn- ar. Vegna aflabrestsereinsýnt að við þurfum á næsta ári að horfast í augu við eitthvert avinnuleysi. Það er böl, sem við unum ekki til langframa. Fyrir þá sök er nú mikilvæg- ast, að ríkisstjórnin kalli að- ila vinnumarkaðarins til sam- starfs í atvinnumálanefnd er fjalli um atvinnuuppbygg- ingu, skipulag og stjórnun atvinnumála og fjárfestingar. ■ Þorsteinn Pálsson. Það væri launafólkinu meira virði en gagnslaus launa- hækkun er leiddi til nýrrar verðbólguskriðu og pólitískr- ar upplausnar í landinu. Erfiðleikarnir verða ekki yfirstignir, nema mcð sam- .stilltu átaki. Ef aðilar vinnumarkaðar- ins eru ásáttir með að halda vinnufrið á þessum grund- velli má ræða opinberar til- færslur í þágu launafólks til viðbótar þeim ákvörðunum í skattamálum, sem þegar hafa verið teknar í þeim tilgangi. Eina raunhæfa leiðin til þess að treysta stöðu þeirra, sem við kröppust kjör búa, er í gegnum skatta og trygginga- kerfið.“ Tilraun sem mistekst Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins skrifar: „Ríkisstjórnin hefur birt stefnu sína fyrir næsta ár. Hún ætlar að halda áfram að skerða lífskjörin því kaupið má aðcins hækka um 2-4% allt næsta ár. Þannig gerir ríkisstjórnin ráð fyrir því að ellilífeyrir og tekjutrygging (nú 7.018 kr. á mánuði) hækki á næsta ári öllu um 281 krónu - tvö hundruð áttatíu og eina krónu! Launafólk getur ekki þolað slíka kjara- skerðingu áfram. Það hlýtur að beita samtakamætti sínum til þess að krefjast réttarsíns, leiðréttingar á kaupráninu. Ríkisstjórnin ætlar launa- fólki skertan hlut til þess að verðbólgunni verði haldið niðri. Hún ber því við að verðbólgan hafi verið mörg 'nundruð prósent þegar síð- asta ríkisstjórn fór frá. Stað- reyndin er sú að frá maí 1982 til maí 1983 hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 86.6%. Síðustu 12 mánuði hefur verðbólgan aukist um 77.3% miðað við desember í fyrra. Verðbólguhraðinn er mun minni nú, en launamenn hafa borgað allan samdrátt verðbólgu. Frá upphafi til loka þessa árs hefur verðlag hækkað um 77.3% meðan laun hafa aðeins hækkað um 32.7% á öllu árinu. Það verð- ur því ekki gengið lengra á hlut launamanna. Þeir geta ekki tekið við frekari kjara- skerðingu. Ríkisstjórninni dugir í þeim efnum ekki að bera við aflasamdrætti þeim sem nú er spáð, því kaup- lækkunin er þegar orðin margföld á við það sem nem- ur samdrætti þjóðarfram- leiðslunnar. Nú er komið að öðrum að borga - milliliðum og slíkum aðilum sem hefur verið hlíft gjörsamlega í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ennfremur er rétt að benda á - án þess að í slíku felist nokkur hótun - að land- inu hefur aldrei verið stjórn- að gegn verkalýðshreyfing- unni. Það hefur oft verið reynt, en hefur ævinlega mis- tekist. Þær tilraunir hafa hins vegar orðið þjóðinni dýrar. ■ Svavar Gestsson. Tilraun núverandi ríkis- stjórnar mun einnig mistak- ast - ekki vegna illvilja í garð ríkisstjómarinnar í verkalýðs- samtökunum heldur vegna þess að launamenn geta ekki látið bjóða sér áframhald kjaraskerðingarinnar á næsta ári. Skuldakortin sem fólk hefur nú í höndum um ára- mótin duga skammt; það kemur að skuldadögunum." Kaupskerðing verður æ sárari Kjartan Jóhannsson for- maður Alþýðuflokksins segir m.a.: „Fram til þessa hafa efna- hagsaðgerðir ríkisstjörnar- innar verið fólgnar í því að lækka kaupmátt launa og lög- bjóða óbreytt kaup meðan verðbólgan hélt áfram og verðlag á opinberri þjónustu hækkaði sérstaklega. Kaup- geta launa er fyrir bragðið um þessar mundir u.þ.b. fjórð- ungi minni en að jafnaði á sl. ári. Slíka kjaraskerðingu geta menn þolað um sinn margir hverjir, en aðrir þó mjög illa. En. til langframa getur launafólk ekki þolað slíka þróun, enda verður kaupskerðingin nú æ sárari með hverri vikunni sem líður, einkum meðal hinna verst settu. Sá árangur í vprðbólgumálum, sem menn þó eygja um þessar mundir, kann að verða að engu vegna þess að nú eru óbærilegar þrautir lagðar á mörg heimili í landinu. Og þynging skatt- byrðinnar þrýstir á um það að hagur manna sé réttur með öðrurri hætti. Við þessar aðstæður er ógnvekjandi að ríkisstjórnin skuli í ofanálag stefna að áframhaldandi rýrnun á kaupmætti launa á árinu 1984 samkvæmt þeirri forskrift sem hún hefur kynnt fyrir það ár. Þessi oftrú á launaskerðingu sem efna- hagsstjórntæki er bæði órétt- lát og stórvarasöm. í stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar bar tvö heit einna hæst. Annars vegar að reka ríkisbúskapinn halla- laust og hins vegar að auka ekki erlendar skuldir. Nú liggur Ijóst fyrir að hvorugt þessara heita verður efnt. Fjárlögin voru afgreidd með halla skömmu fyrir jól. Og í lánsfjáráætlun kemur fram að hugmyndin er ekki að lækka erlendar skuldir á ár- inu 1984, hvað þá að þær standi í stað, heldur er aug- ljóst samkvæmt þeim áætlun- um að erlendar skuldir munu aukast um a.m.k. tvö þúsund milljónir króna á árinu 1984." Vandinn fluttur frá hagkerfinu inn á heimilin Guðrún Agnarsdóttir formaður þingflokks Kvennalista svarar spurningu Morguriblaðsins, um hvort hún telji að það takist á næsta ári að halda áfram á sömu braut í baráttunni gegn verð- bólgunni: „Þær aðgerðir, sem ríkis- stjórnin hefur helst beitt gegn verðbólgunni, þ.e. að halda niðri launum fólks, hafa skil- að tilætluðum árangri. Þess er þó ekki að vænta, að frekari aðgerðir af sama tagi skili meiri árangri. Ýmislegt bendir til þess að verðbólga geti farið aftur vaxandi á næsta ári. Sá halli, sem verð- ur á fjárlögum næsta árs, hlýtur að leiða til versnandi skuldastöðu ríkisins, sem er í sjálfu sér verðbólguhvetj- andi. Einnig er vandséð, að komist verði hjá talsverðri fiskverðshækkun og tilsvar- andi gengislækkun á næsta ári. Sú hætta, sem þannig skapast á aukinni verðbólgu er áhyggjuefni vegna þess hve launafólk er miklu verr við því búið að taka frekari áföllum eftir þær efnahagsað- gerðir sem það het'ur þegar 1 þurft að þola. Ríkisstjórnin getur því ekki og má ekki ganga lengra í því að rýra kaupmátt almennings. Líka er vert að minnast þess, að þótt nokkur akkur sé í því að ná niður verðbólgu og snyrta talnadæmi hagsýslunnar er varasamt að beita til þess of harkalegum aðgerðum, sem einungis flytja vandann til í þjóðfélaginu frá hagkerfinu inn á heimilin.“ Vona að stjórnin haldi ekki áfram á einhliða kjararánsbraut Guðmundur Einarsson formaður þingflokks Banda- lags jafnaðarmanna svarar sömu spurningu: „Lykillinn að lausn þessara mála er samráð. Sá hluti verðbólguvandans sem að launamálum snýr verðurekki leystur ncma í samvinnu þeirra aðila, sem um eiga að fjalla. Það er ekki vænlegt til árangurs þegar ríkisstjórn slær málsaðila utanundir með blautum sjóvettling, og segir þeim að hunzkast út í horn! Það er heldur ekki vænlegt til árangurs að ríkisstjórn taki einarða afstöðu með öðrum málsaðilanum, geri málflutn- ing hans að sínum og öfugt, þegar hún loks hleypir þeim á vettvang. Það er víðs fjarri sannleik- ánum að undirrót efnahags- óreiðu okkar sé launamál. Ef ríkisstjórn heldur til streitu þeirri stefnu sinni að láta launafólk halda verðbólg- unni niðri verða örugglega hörð átök á vinnumarkaði innan 12-18 mánaða, ef dæma má af reynslu undan- farinna tveggja áratuga. Á meðan launþegar halda niðri í sér andanum verður ríkisstjórnin að gera raun- verulegar efnahagsaðgerðir, sem eru m.a. aðgerðir í at- vinnumálum, en að þeim verður vikið í svörunum. hér á eftir. I stuttu máli er svar mitt við spurningunni það að ég tel ólíklegt að ríkisstjórninni takist að halda áfram á þeirri braut sem hún hefur valið sér í verðbólgumálum, vegna þess að hún hefur þar ekki boðið upp á neinar raunveru- legar aðgerðir til langtíma- lækningar. Launþegar munu ekki una þessu til lengdar. Ég vil bæta því við að síðustu, að ég vona, að stjórnin haldi ekki áfram á þessari ejnhliða kjararánsbraut, heldur geri einhverja þá hluti, sem að gagrti mættu koma fyrir okk- ur sjálf og börnin okkar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.