Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H hedd Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 'ígf C^abriel ■ó "pHÖGGDEYFAR 1 U QJvarahlutir .SS481 Ritstjorn86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Þriðjudagtir 3. janúar 1984 Óstýrlátur flugeldur olli bruna á fjórðu hæð ■ Óstýrilátur flugeldur olli bruna í þvottaherbergi á 4 hæð (fjölbýlishúsi við Seljabraut í Reykjavik, rétt eftir miðnætti á nýjársnótt. Flugeldurinn hafði tekið mið á stjörnurnar þegar hann breytti skyndilega um stcfnu og fór í gegn um tvöfalt gler á glugga í þvotta- hcrbcrginu. Skotstjórinn sá á eftir flug- eidinum inn um gluggann og lét hann íbúa hússins vita. Slökkviliðið var kvatt til og slökkti það eldinn á skammri stundu. Eldurinn hafði náð að iæsa sig í föt og þvottavél og olli talsverðum sótskemmdum. -GSH Bifreið lenti ofan í Rauðalæk ■ Bifreið lcnti ofan í Rauða- læk, við Suðurlandsveg, um hádegisbilið í gær. Kona og barn voru í bílnum en sakaði hvorugt. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli rann bíllinn út af veginum vegna hálku, rétt við bruna yfir Rauðalæk. Bíllinn valt ofan í lækinn og lenti þar á hjólunum. ís var á læknum og dró hann hcldur úr fallinu. Barnið var bundið í stól og mun það hafa forðað því frá meiðslum. -GSH Blaöburöar 'börn óskast Háaleitisbraut Tjarnarból Granaskjól Sörlaskjól Lundabrekka, Kópavogi. ■ Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins að Háuhlíð 12. (Tímamyndir Sverrir.) Bruni íHáuhlfð 12, húsi Þorvaldar Guömundssonar f Síld og fisk: TflUÐ AD KVIKNAÐ HAFI í ÚT FRÁ UÓSASKREYT- INGII Á JÓLATRÉ — fernt flutt á slysadeild ■ Fólk úr næstu húsum kom til aðstoðar í slökkvistarfinu. ■ Eldur kom upp i húsinu að Háuhlíð 12 um kl. 22 í fyrrakvöld og er slökkviliðið kom á staðinn var heimilisfólkið komið út úr húsinu en það stendur skammt frá slökkvistöðinni. Reykkafarar voru strax sendir inn í húsið og var þá töluverður eldur í kringum jólatré á hæðinni svo og í gardínum en greiðlega gekk að ráða niðurlögum hans. Aðsögn Rannsóknariögreglunn- ar er talið að kviknað hafi í út frá Ijósaskreytingu á jólatrénu. Húsið er í eigu Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk og var fernt í húsinu er eldurinn kom upp, auk Porvaldar, kona hans, dóttir og dótturdóttir. Það var allt flutt á slysadeild og liggur Þorvaldur nú á Landspítalanum enda mun hann hafa . brennst nokkuð í andliti og höndum en hin sluppu ómeidd. Talsvert tjón varð af eldi og reyk í íbúðinni en þar eru til staðar rnörg listaverk enda er Þorvaldur og kona hans miklir listaverkasafnarar. -FRI Álviðræður í vikulokin: RÆTT UM HUGSANUGA VERDIRYGGINGU ORKUNNAR ■ Álviðræðufundur samninga- nefndar um stóriðju og fulltrúa Alusuisse verður hér í Reykjavík nú á fimmtudag og föstudag, þann 5. og 6. janúar. Á þeim fundi fara fram við- ræður á grundvelli þeirra gagna sem báðir aðiiar hafa lagt fram um orkuverð, en eins og greint var frá í Tímanum eftir að síðasti viðræðufundur fór fram, þá náð- ist ekki fullt samkomulag um réttmæti þeirra orkuverðsupp- lýsinga sem lagðar voru fram á þeim fundi. Ragnar Halldórs- son, forstjóri ISAL upplýsti Tímann um að orkuverðsupplýs- ingum sem lagðar voru fram á fundinum í byrjun desember sl. hefði borið saman í um 80% tilvika en um 20% hefði þurft að skoða betur, og m.a. yrði nú , farið yfir þær upplýsingar á nýjan leik, og viðbótarupplýs- ingar þeim tengdum. Þá mun verða rætt nú á fundin- um á fimmtudag og föstudag um hugsanlega verðtryggingu ork- unnar og auk þess munu sérstak- ir starfshópar starfa að athugun á skattlagningarkerfinu. -AB dropar Hermálafull- trúinn á Háteigsvegi ■ Fólk er misjafnlega hrifnæmt, eins og best kemur fram á því hvað það tekur langan tíma í að fagna nýju ári. Þannig heyrðu Dropar af ein- um sérstaklega hrifnæmum á lláteigsveginum í gær, velryk- ugum eftir áramótin, sem gekk hús úr húsi og spurðist fyrir um hvort hermálafulltrúinn byggi þar. íbúar götunnar könnuðust ekki við slíkan heiðursmann í sínum röðum enda einn og hálfur sólarhringur iiðinn frá sjáifum áramótunum, og stríðsæsingur samfara flug- eldaskothríð löngu slokknað- ur. Fór svo að lokum að íbúun- um leiddist þófið og kölluðu til verði laga og réttar, sem fljót- lega komust að samkomulagi við manninn um að fresta leit- inni að hermálafulltrúanum fram að næstu áramótum. Davíð treysti Tímanum best ■ Dropar eru á því að traust borgarstjóra vors, Davíðs Oddssonar á Timanum sé fylli- lega verðskuldað. Traust hans á blaðinu lýsir sér í ýmsum dæmum, en það nýjasta af þeim vettvangi er sending frá borgarstjóranum til Tímans nú nýverið, þar sem hann sendi ritstjórninni bréf sem honum hafði borist frá Þjóðverja nokkrum búsettum í Suðvest- ur-Afríku. Bréfið er bón til borgarstjórans, þess efnis að hann útvegi nú Þýskaranum, sem nefnist Hermann Burk- hard íslenskan pennavin sem sé þeim eiginleikum gæddur og vera skemmtilegur fjöl- skyldufaðir, bóndi eða verslun- armaður, náttúruunnandi, frí- merkjasafnari, frístundamálari og áhugaljósmyndari. Segist Hermann ekki vera nasisti, og þar með eru Dropar með skýr- ingu á reiðum höndum, hvers vegna Davíð borgarstjóri send- ir bónarbréf Hermanns áfram til Tímans en ekki til Moggans, sem er jú „hans blað“. Davíð veit sem er, að það eru engir nasistar í röðum Tímalesenda. Krummi.. . ... sér að ekki hefði verið vanþörf á hermálafulltrúa á flugeldaskytturnar í Breiðholt- inu...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.