Tíminn - 04.01.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.01.1984, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Framtíðin ■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lauk áramótagrein sinni, sem birtist hér í blaðinu á gamlársdag með þessum orðum: „Stefnt er að því, að verðbólga í lok næsta árs verði komin niður fyrir 10 af hundraði. Ég sé ekki ástæðu til að efast um, að það megi takast, ef skynsemi er látin ráða í launasamning- um og verðlagsmálum. Þá er jafnframt traustur grundvöllur fenginn að nýrri sókn til bættra lífskjara. Tímabært er því að huga að lengri framtíð, meta stöðu okkar vandlega, auðlind- irnar og þá möguleika, sem framundan eru. Nýlega var hér á ferð amerískur vísindamaður, dr. Gerald O. Barney, sem veitti forstöðu umfangsmiklu starfi, sem framkvæmt var í forsetatíð Jimmy Carters. Leitast var við að spá um þróun efnahagsmála í heiminum fram til ársins 2000. Gott tækifæri gafst til að ræða við dr. Barney um slíkar spár. Reyndar hafa mörg slík verk verið unnin. Niðurstaðan hefur nánast alltaf oröið sú sama: Horfur hafa verið taldar alvarlegar, aðeins mismunandi mikið. Ef ekki er á fjölmörg- um sviðum snúið við blaði hið fyrsta og lifnaðarháttum breytt., er spáð, að fjólksfjölgun verði mjög mikil, mengun, gífurleg gróðureyðing, vatnsskortur, orkuskortur og vaxandi hungur hinna fátæku. Erfiðleikar undanfarinna ára hljóta einnig að vekja með okkur Islendingum ýmsar knýjandi spurningar um framtíðar- horfur. Þrátt fyrir mikla fjárfestingu á undanförnum árum, hefur ekki tekist að skapa þá fjölbreytni og festu í efnahagslífi, sem nauðsynleg er. Margt bendir til þess, að skammtíma sjónarmið hafi ráðið um of, en ekki verið hugað nægilega vel að breytingum til lengri tíma litið á ýmsum grundvallarþáttum þjóðlífsins, bæði hvað varðar innlendar aðstæður og þær, sem ráðast á alþjóðavettvangi. Framundan felast vafalaust ýmsar hættur fyrir okkur en einnig tækifæri til að bæta stöðu okkar, um leið og við getum lagt þekkingu og reynslu af mörkum til að aðstoða lakar settar þjóðir í erfiðleikum þeirra. Dr. Barney taldi stöðu okkar íslendinga óvenju góða. Landrými er mikið, umhverfi lítið mengað, gróðureyðingu má auðveldlega snúa við, mikilvægustu auðlindirnar eru endurnýjanlegar og sumar ennþá lítið nýttar. Menntun og þekking þjóðarinnar er á háu stigi og getur orðið undirstaða háþróaðs iðnaðar. Nauðsynlegt er að hefja hið fyrsta athugun á eigin framtíðarhorfum. Því hef ég lagt til við ríkisstjórnina, að það verði gert á næstu tveimur árum. Þaðerekki vandalaust verk. Til þess verður að kveðja alla þá, sem gerst þékkja til mála á hverju sviði. Framtíðarþróun má ekki byggjast á tilviljun eða handahófi, heldur á vel athuguðu og undirbúnu máli. Á sumum sviðum kann að vera, að þekkingu skorti. Sérstak- lega er mikilvægt að hún sé traust í grundvallarþáttum eins og í sjávarútvegi, sem eflaust um langan aldur mun verða ein meginstoð efnahagslífsins. Athyglisvert viðtal við ungan líffræðing, sem birtist í einu dagblaði bæjarins nýlega, vekur til umhugsunar um, hvort í fiskifræðinni sé byggt á nógu haldgóðri þekkingu. Raunar á hið sama við um nýjar og álitlegar framleiðslugreinar eins og fiskeldi og loðdýrarækt, sem þegar eru hafnar og lofa mjög góðu, en verða að byggjast á þekkingu og vandvirkni. Um leið og slík framtíðarathugun leiðir í ljós kostina, sem við eigum, og þeir eru metnir, þarf að draga fram veikleikana og vekja athygli á því, hvernig úr þeim verður bætt. Það er kaldhæðni örlaganna, að samfara gífurlegri tækni- þróun stendur heimurinn nú á alvarlegri tímamótum en oft áður. Næstu árin geta ráðið því, hvort tortíming eða farsæld er framundan. Mennirnir hafa næga þekkingu til þess að snúa við blaðinu og tryggja mannkyni öllu farsæla framtíð. Til þess þarf að vísu framsýni og stórhug. Við íslendingar eru litlir í þessari heimsmynd, en við erum óumdeilanlega þátttakendur og okkur ber skylda til þess að leggja okkar af mörkum til að vel megi fara. Við skulum byrja í eigin garði -, uppræta illgresið og gróðursetja fyrir framtíðina.“ Þ.P. skrifað og skrafað Pólitískir gedklofar ■ „Meðferðin á Orwell er dæmigerð fyrir þá einstreng- ingslegu tvískiptingu sem margt hægri sinnað fólk beitir á veröldina í kringum sig“. Þessi setning er úr grein sem Össur Skarphéðinsson skrifar í grein í Þjóðviljann, sem birtist 29. des. s.l. Þar er allaballinn yfirsig hneykslað- ur vegna þeirrar „meðferðar" sem sósíalistinn George Orwell hefur orðið fyrir, sem sé að einhverjir aðrir en hjartahreinir sósíalistar af allaballasortinni og þar með gáfaðir, og upplýstir mannvinir, skuli leyfa sér að taka undir með Orwell er hann beitir snilligáfu sinni og innsæi til að gagnrýna alræðisæði marx-lenínista. Greinarhöfundur hafði sig mjög í frammi um árabil sem leiðtogi 'vinstri krakkanna í súpergaggó og skrifaði um hugðarefni sín í Þjóðviljann. Grein sína stílar hann frá Bretlandi og er nú orðinn svo forframaður í pólitíkinni, að hann hrærir saman í sömu naglasúpuna einhverju sem hann kallar sósíalisma Orwells, trotskyisma, anar- kisma og breska Verkamannaflokknum. Þetta kallar hann ekki póli- tískan geðklofa heldur rök- réttan þankagang. Og pipar- inn út á góðgætið er að þeir íslendingar sem kalla sig sósíalista (les allaballa) fylli þennan hóp. Grein Össurar er stutt og margt er þar skarplega skoðað. I spænsku borgara- styrjöldinni barðist Orwell við hlið anarkista og trotsky- ista og þar fékk hann and- styggð á kommúnistum. Það hefur löngum verið ein af grófustu sögufölsunum vinstrisinna að á Spáni hafi aðeins barist. kommar og fylgifiskár þeirra gegn falang- ísku uppreisnarmönnunum. Sósíaldemókratar er þar hvergi nefndir fremur en hverjir stóðu að spænsku lýð- ræðisstjórninni sem upp- reisnin beindist gegn. Grein- arhöfundur húkir enn við þetta heygarðshorn falsar- anna. Það má hvergi nefna sósíaldemókrata á nafn eða þá flokka sem kenndu sig við verkalýð en afneituðu forystuhlutverki sovéska Kommúnistaflokksins. Orwell var krati Á Spáni kynntist Orwell handaverkum kommúnista og þankagangi þeirra. Össur skrifar réttilega að Orwell' liafi lærst að gera ekki greinarmun á kommúnisma Stalíns og fasisma Hitlers og Sósíalismi Orwells og 1984 Georg Orweli >.'r uteð:)t«r>sfcr :i AýMirfísUt < ffnktuui hs vcvum 'vn&x táijiafti tlænugerðiroj tua;n fynr binu ••éis'irö;: i'.tsk.T VwjÁHvma se«i áidrci ÍK'fu; bygg*} nukið ;i mntxikkujit hoíðum cr- fMmsa S ttnti:«isknur..J fíjiksins l iiif.dinu: xSintfut ií: <'rtvoít séf v. ítki öfð;n tóiu. Iiann'lði ös: t:;:fáíst tuðlie jun MvediMt ftv' ðkí.mii á Stiáí!!. s.írðis: þar »»».-; suSÍfá'Spiini sktffttíh hsjiti fwmi : itnéíftntl:.. vi'g hof tM vfásumit'jja htuuuj t't t.j iriitsins siinnf&bíÍir uir. :ir;r;t yrsi.iliinijns . Fr;i .þv; hvikviát twmi sd.il'éi,: s»;:r iuii b.mn «f;:r ;<ð skr.f.i ti-.'iU in.íu i>£ fra ;itsahrí twí- siúkur ái betkium v.n i niíðinni kiföitm meö i-fiiuí-fu oj- sf sit víB ftægustu' f.wsk sflis. m*. ot lif jifeíri tftir Oswatt jiw snni h«ifi tsrck.ir hráfntuí >ánj; við s.,'S:<it; isn'.t;ii:'.: liii á ‘ipjiii k«i:«fci! ffjtui eitusíf; Jiifrðiiium fn'wt stweifcu ififnnimusnvi .;(• hafði ;I hs»nun! um tyrlr mfinrvakoitigu fiímim tíÍK'if aila nð sfVi.m. (Vft;i rvt'.ini,: i'iu' i 'xVúafranám: s.m; íícfcsfct- gjj»;i tt.silir.'kaðiaf nlþy-ðu <ig hiRsvtjjSK tui jsiyjksðif. ú {jtf Iwtsi ‘ sem aífui'fið bsgjiM' úmuiiiiskejMi- una. <li Oiss'tii gei.v þf! ckki fseintsi ntjii á k.,i;nn;Ciiiis;ii:i ’sm- litA f'm.isn'.n ilillírs fia M«vs» ðfifiis, ,fhsfUthisl > vnfkiiR! Kifis uti.s: r;i |»t. I’ríifl Fyríf s..ti fc!íi.:suui Orwclis i l:f.in;f:i tili þ.ió nú ;:k>::i ffus.i sfsisa fljá siikui :i;irs: h.ryrí mðnnum «ð r.tks Ónvt'Si srianai- nSn!:. fjftg*: pS': Stpp ••&•: h«st» tkmð-ii! .<•> I. ni :.'i.i;tfiv,::I s::t ú; þ..'.ssufl' ia'.lli Iwl'. h;i.-.fi yj .fi. i x - ■ iafÍSIttHin t:þ(l ð fcsitiwi :>jf UÍMSt. f’tss.i Iwfui lika :< t«;<Ofh. Fytit irpum unisuji Hiti;: þt.miig hffgf. sirv><:ðir sMdsntjr i Há sköiufciini tttúki Ofweii tít að tf- !">ii':. i'.lv.KÍf, •,:>>.., ■ Bðk l.jrwflls, IVkL aefiftt I !lt- mXvþjððfil.nií JTftmtiðuf ijifmr um, {v> vr þw* ðráitfiigauicjj MAðrcir'M} að i ;uir< Ve'.iui- íivrðf.if é;u uú uptá .ifi.igai itfeyf'::!S.:<f ' iir-l ;i Slf::><:. seif: liafí: ekx! iK>kku; ItupnyjuJíifVirdíktts scnísi við Sos-úifúiín. Sijstahsm'. þes.s;i fulk.v ei eíiimifí riar.fRÍgerð' ur fyrir ysskilisma Otwcffvr þnð hsjnrir <ir. fonkrmir þ;» sn'tnu srm ðrfcitíáhyfttngir: híór srkið i Aúiiur fivns'þu, rn sseinir sr.mi irui <S :->st ;<ð þv< sð k<;«l> fríds jintég.r;.. tóf >;rkúm.i;ðír*.'ð': iv-mt.aöo 'i sshi'aiismr. se>» fciðt: ekkí fii saianieys eiimeChs cimiM stéisai, Off et' fiyrjr -.'bbiaii af Grwxe Orwefl OrtSttft-. -.i.llt;, •■knf>.ió;::a ..-ffii o.ö Anlm.-if f .irio koni út:■■■„... i ineit sn ria íf: r.ef ég yciiö rutnnhrrður: ::m að cytúiejíejris r.otn.ðr.unrtat <ir.dmsaifiiti.ru fiirms; srisi?.iisktt■; hreyfiuf.ar“ héðínsson skrífar Mússolínis. Og svo dáist hann að því hve góður sósía- listi Orwell hafi verið. Þetta eru engin ný sann- indi. Orweil var krati. En í þessari furðugrein er einhver óttalegur vandræðagangur að viðurkenna þetta, enda þarf að sýna fram á að rithöf- undurinn snjalli hafi í raun og veru verið sama sinnis og allaballar. Er röksemdafærsl- an eitthvað svipuð og þegar greinarhöfundur ásakar hægri sinnaða stúdenta fyrir að ætla að brúka Orwell sem „amerískan stuðningsmann McCarthys." George Orwell skrifaði „Animal Farm“ gegn því auglýsingaskrumi aldarinnar, að alræði kommúnismans væri það dýrðarríki sem áhangendur hans vildu vera láta. Þarna var gengið hrein- lega til verks og vífilengju- laust. Bókin „1984“ var skrifuð sem hrollvekjandi framtíðar- sýn um alræðið. Þar er varað við að lýðræðið er brothætt og að hið almáttuga og alsjá- andi RIKI nái fullkomnum tökum á þegnunum sem lúta verði forsjá og vilja Stóra bróður í einu og öllu. Innan breska Verka- mannaflokksins voru á dögum Orwells, eins og síðar, einstrengingslegir vin- strisinnar, sem til dæmis gældu við hugmyndir og stefnu hins mikla brautryðj- anda í hernaðarstefnu So- vétríkjanna og skipuleggj- anda Rauða hersins. Þá er sá löngu liðni Karl Marx ein öndvegisforsjá þeirra. Það var gegn þessum hópum sem Orwell beindi spjóti sínu í framtíðarhrollvekjunni. Og við skulum ekki gleyma að rithöfundurinn gerði ekki - mikinn greinarmun á öfga- stefnum við hvað svo sent þær kenndu sig. Stóri bróðir bíður víða færis. Dásömuðu það sem Orwell fordæmdi George Orwell dó árið 1950. Hrjáður af basli og sjúkdómum skrifaði hann öndvegisverk sem tæpast var veitt verðskulduð athygli. Hann sá glöggt í gegnum lygaþvætting kommúnista, sem miður gefnir rithöfundar og áróðursskrumarar keppt- ust við að lofsyngja og léðu „alræði öreiganna" allt það lið sem þeir máttu og lögðust af alefli gegn því fallvalta lýðræði sem þjóðir í vestan- verðri Evrópu og í Norður- Ameríku höfðu fórnað miklu lil að varðveita. Þegar árið 1938 kom út bókin „Homage to Catalon- ia“. Þar flettir Orwell ofan af gjörræði kommúnista á Spáni. 1945 kom „Animal Farm“ út og „1984“ árið 1949, Líklega hefur Össur Skarphéðinsson ekki verið fæddur þá. En það er ekki mergurinn málsins. í marga áratugi eftir að kratinn Ge- orge Orwell skrifaði sínar bækur þjónuðu margir koll- egar hans undir alræðið af fúsum og frjálsum vilja, og það málgagn sem pilturinn kýs að skrifa í, var skrifað og stjórnað af loftungum um það þrælabúðaveldi og hern- aðarmaskínu sem hin só- síalska hugsjón bauð þeim. Varla var til Ijótara orð en krati í þeirra munni og þeir dásömuðu allt sem Orwell fordæmdi. Nú þykjast ailaballar held- ur betur lausir undan sóvéska klafanum, og eru nú farnir að stela sósíaldemókratískum rithöfundum og gera þeirra málstað að sínum. En hvers konar hugmynda- fræði býr að baki svona hátta- lagi? Á sama tíma og Orwell er tekinn inn í Alþýðubanda- lagið, að honum forspurðum að sjálfsögðu, birtast annað veifið í málgagninu kiígju- vekjandi smjaðursgreinarufn stjórnmálamenn og rithöf- unda, að vísu nokkuð kom- inna til ára sinna, sem varið hafa lífi sínu til að halda bæði fyrir augu og eyru þegar hugsanir Orwells og gagnrýni bar fyrir. Hverjir skyldu hafa túlkað stjónarmið Orwells betur í gegn um tíðina, Tíminn Al- þýðublaðið, Morgunblaðið eða Þjóðviljinn? Ég er krati Með þessum höfundastuldi er Össur Skarphéðinsson að gefa í skyn að Alþýðubanda- lagið sé flokkur sem helst má líkja við miðjumenn í Verka- mannaflokknum breska. Hann hefur grein sína á þessum orðum: „George Orwell er meðal enskra sósíalista í miklum hávegum enda fáir jafn dæmigerðir og hann fyrir hinn sérstæða enska sósía- lisma sem aldrei hefur byggt jafn mikið á marxískum hefð- um en því meir á réttlætis- kennd fólksins í landinu“. Síðan er margstaglast á því að rithöfundurinn hafi talið sjálfan sig sósíalista og jafnt og þétt reynt að koma því inn hjá auðtrúa og fávís- um lesendum Þjóðviljans, að þama hafi allaballi verið á ferð. Marx gamla er afneitað á penan hátt og síðar er vikið að því að æskilegt sé að koma á fót virkum, lýðræðislegum sósíalisma, sem leiðir ekki til varanlegs einræðis einnar stéttar. Guð láti gott á vita. En af hverju segir Össur Skarphéðinsson ekki einfald- lega: Ég er krati. Það eru gleðileg sinna- skipti þegar harðlífissósíalist- um tekst að losa sig úr hnapp- heldunni og losna við þá þrúgandi hugmyndafræði sem marx-lenínisminn iegg- ur á þá. En geðslegra væri að ganga hreinna til verks, Það er ósmekklegt að taka Orwell inn í Alþýðubandalagið. Nær er að ganga til liðs við hann. Og það er ekki nóg að afneita kommúnisma og So- vétríkjunum í orði en fylgja síðan í blindni hernaðar- stefnu þeirra og og taka undir nær allar kröfur þeirra í utanríkismálum og vegsama marxíska leppa þeirra hvar sem er í heiminum og gera þeirra málstað að sínum. Ef alþýðubandalagsmenn gætu látið af gegndarlausum hatursáróðri sínum gegn vestrænum lýðræðisríkjum gætu þeir kannski með sanni sagt: Við erum kratar eins og George Orwell. En marxískur stéttabaráttuflokkur hefur ekki leyfi til að gleypa hugs- ■ uðinn með húð og hári. Síst ef hann hefur aldrei löngun til að afneita fortíð sinni og skefjalausri baráttu fyrir al- ræði öreiganna. -O.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.