Tíminn - 04.01.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.01.1984, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 4______________________________________itirom á vettvangi dagsins Ryðvarnarskálinn lengir ryðvarnarábyrgðina upp í 6 ár: Hafa ryðvarið frá upp- hafi um 26 þúsund bíla ■ Ryðvarnarskálinn hefur ákveðið, að fenginni reynslu, að lengjá ryðvarnar- ábyrgð sína upp í 6 ár fyrir allar tegundir nýrra bifreiða nú frá áramótum. Ryðvörn bifreiða hjá Ryðvarnarskál- anum hófst vorið 1977 og í september það ár buðu þeir fram þá nýjung að veita 5 ára ryðvarnarábyrgð með þeim skilyrð- um að koma með bílinn í þvott' og endurryðvörn á 18 mánaða fresti. Sú reynsla sem fengist hefur á þessum tíma er góð og alls hafa verið ryðvarð.ir hjá skálanum á þessum tíma tæplega 26 þúsund bifreiðar þar af um 19 þúsund nýjar bifreiðar. 1 ryðvarnarábyrgð eru nú um 3300 bifreiðar, hjá Ryðvarnarskálanum. -FRI Midnæturs sýningar á Skvaldri ■ Ákveðið hefur verið að hafa nokkrar miðnætursýningar á gaman- leiknum Skvaldri í bjóðleikhúsinu, auk hinna hefðbundnu sýninga, Er þetta gert, að sögn forsvarsmanna Pjöðleikhússins, til að koma til móts við hina fjölmörgu nátthrafna sem reynslan sýnir að vilja gjarnan fara í leikhúsið og skemmta sér, þegar þeir eiga að vera farnir að sofa fyrir löngu. Skvaldur hcíur verið sýnt í Þjóð- leikhúsinu í haust og segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu að lítið lát sé á aðsókn enda gagnrýnendur og áhorfendur á cinu máli um að hér sé farið að kostum. Skvaldur, eða Noiscs Off, er eftir breska rithöfundinn Michael Fra- yn og var verkið valið besti gaman- leikur á Bretlandi árið 1982. Leikstjóri Skvaldurs er Jill Brook Árnason, en leikéndur eru: Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Sig- ríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, SigurðurSigurjóns- son, Tinna Guðlaugsdóttir Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttír og Þórhallur Sig- urðsson. Fyrsta miðnætursýningin í l’jóð- leikhúsinu á Skvaldri verður laugar- dagskvöldið 7. janúar kl. 23.30. - GSH. Ellefu fengu riddara- kross ■ Forseti Íslands sæmdi eftirtalda ell- efu íslendinga riddarakrossi hinnar ís- lensku fákaorðu nú um ármótin: Finnboga G. Lárusson, bónda á Laug- arbrekku í Breiðuvíkurhreppi, Frú, Fri- ede Bricm, Reykjavík,Guðmund Inga Kristjánsson, bónda á Kirkjubóli í Ön- undarfirði, Jón Gunnarsson, fv. skrif- stofustjóra í Reykjavík, Konráð Gísla- son, sjómann í Bíludal, Frú Magneu Þorkelsdóttur, biskupsfrú í Reykjavík, Margeir Jónsson, útgerðarmann í Kefla- vík, Frú Rósu Ingólfsdóttur, fv. utanrík- isráðherrafrú í Reykjavík, sr. Sigurð Guðmundsson, vígslubiskup á Gren- jaðarstað í S.-Þing., Sigurð Óla Ólafs- son, fv. alþingismann á Selfossi, og Sigurkarl Ó. Stefánsson, fv. kennara í Reykjavík. Ennfremur hlutu stighækkun - stór- riddarakross: Albert Guðmundsson, ráðherra og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. ■ Formaður dómnefndar, Guðni Pálsson, afhendir þeim Finni Björgvinssyni og Hilmari Þór Björnssyni 1. verðlaunin. Tímamynd Árni Sæberg Verðlaunum úthlutað í hugmyndasamkeppni Húsnæðisstofnunnar: „MIKIL VONBRIGÐIHVE ÞÁTTTAKA VAR DRÆM“ - sagði Guðni Pálsson formaður dómnefndar. 1. verðlaun hlutu arkrtektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Pór Björnsson ■ Verðlaunum hefur verið úthlutað í hugmyndasamkeppni Húsnæðisstofn- unar ríkisins sem efnt var til á síðasta ári í því markmiði að leita eftir nýjum hugmyndum um vinnu og snyrtirými í íbúðum. Fór úthlutunin fram f húsa- kynnum Byggingarþjónustunnar að Hallveigastíg en þar verður sýning á tillögunum fram til 13. jan. n ,k. Formaður dómnefndar gerði grein fyrir samkeppninni og sagði hann að alls hefðu borist 7 tillögur en hug- myndasamkeppnin var opin öllum ís- lendingum. „Það urðu mikil vonbrigði fyrir dóm- nefndina hve þátttaka var dræm, sér- staklega vegna þess að samkeppnin var opin öllum landsmönnum og hve lítið var um feskar hugmyndir í þeim tillögum sem bárust. Einnig olli það vonbrigðum að engin tilllaga tók tillit til fatlaðra", sagði Guðni Pálsson arkitekt sem var formaður dómnefnd- ar. Guðni greindi síðan frá verðlauna- höfum en 1. verðlaun hlutu arkitekt- arnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnssor. en þau námu 60 þúsund krónum. í umsögn dómnefndar um tillögu þeirra Finns og Hilmars segir m.art- „Öll framsetning tillögunnar er til ■ Þeir Hilmar og Finnur við tillögu sína sem hlaut 1. verðlaun. fyrirmyndar, skýr og fagmannlega unnin. Innréttinguna má stækka og minnka að vild. Innréttinguna má staðsetja nánast hvar sem er þar sem hún krefst engra veggja. Tillaga höfundar að snyrtirými bygg- ist á u-formuðum kjarna sem er mjög skemmtileg hugmynd og gefur fleirum kost á að nýta aðstöðuna samtímis án árekstra. Kjarni í þvottaaðstöðu er goður og vinnuborð gott. Hinsvegar er staðsetn- ing kjarna ósannfærandi þar sem þvottarými nýtist mjög illa“... Önnur verðlaun, 35 þúsund kr., hlaut Kjartan Á. Kjartansson hús- gagnaarkitekt vegna skemmtilegra hugmynda um uppdeilingu á eldhúsi og snyrtirými. Þriðju verðlaun, 20 þúsund kr., hlutu arkitektarnir Helga Gunnars- dóttfr, Jón Þórisson og Ragnheiður Ragnarsdóttir vegna vel hannaðs rýmis. -FRI ■ Philippe Moreau verslunarfulltrúi franska sendiráðsins afhendir Kára Elíassyni farseðilinn til Frakklands. Með á myndinni er Guðjón Sigurðsson, deildarstjóri Búsáhaldadeild Sambandsins. Skídadeild KR fékk boð frá Búsáhaldadeild Sambandsins: Skíðamanni boðið í náms- og þjálfunar- ferð til Frakklands ■ Fyrir skömmu barst skíðadeild KR boð frá Búsáhaldadeild Sambandsins. um að tilnefna þátttakanda í 4 vikna náms- og þjálfunarferð til Frakklands í boði franska viðskiptaráðuneytisins og fyrir- tækisins Trappeur sem framleiðir skíða- skó með sama nafn^en ástæður boðsins eru stóraukin sala á Trappeur skíðaskóm til íslands. Ungurogefnilegurskíðaþjálfari, Kári Elíasson var valinn til fararinnar og heldur hann utan nú í ársbyrjun en námskeiðið hefst þann 9. jan. í Chamon- ix og þaðan verður svo haldið vítt og breitt um frönsku Alpana. Stjórn skíðadeildar KR vill þakka aðstandendum þessa námskeiðs og sér- staklega Búsáhaldadeild fyrir boðið og bindur skíðadeildin miklar vonir við starf Kára að þjálfunar og kennslumál- um í framtíðinni. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.