Tíminn - 04.01.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.01.1984, Blaðsíða 5
Lög um fatlaða tóku gildi um áramót: TÖLF NYJAR STOFNANIR HEFJA REK$T- UR SAMKVÆMT FJARLÖGUM KSSA ARS — Framkvæmdum ekki haldið áfram við vidbyggingu Oskjuhlíðarskóla og allt óráðið um framkvæmdir við Greiningarstöd ríkisins ■ Lög um fatlaða gengu í gildi þann 1. þessa mánaðar, en þessi lög gerðu m.a. ráð fyrir eflingu Framkvæmdasjóðs fatlaðra, stórframkvæmdum við Greiningarstöð ríkisins, og áframhald ýmissa annarra nýframkvæmda. Nú er ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum við Greiningarstöð ríkisins samkvæmt fjárlögum þessa árs, og m.a. vegna þess snéri Tíminn sér til Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra og spurði hann hvort það væri ekki ljóst að lögin um fatlaða væru þverbrotin um land allt, því á skorti fjármagn til þess að hrinda þeim í framkvæmd. „Sem betur fer þá passar það ekki, en hitt er annað mál að lögin náttúrlega gerðu ráð fyrir mikilli eflingu Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra og í sambandi við þau ákvæði laganna, þá er gert ráð fyrir stórframkvæmd við Greiningarstöð ríkisins, sem ekki er komin til fram- kvæmda og kemur ekki til framkvæmda á þessu ári, því samkvæmt ákvæðum laganna þá er sérstök nefnd að endur- skoða og gera tillögur um Greiningar- stöð ríkisins. Þær tillögur munu svo, þegar þær eru tilbúnar, verða lagðar fyrir félagsmálanefnd og fjárveitinga- nefnd á Alþingi til ákvörðunar um hvernig og hvenær eigi að leggja í það mannvirki að reisa Greiningarstöð ríkis- ins. Með tilliti til þessa, og þess efnahags- ástands sem var, þá var tekin sú ákvörð- un við gerð fjárlaga að reikna ekki með. þeirri framkvæmd í ár, en ég lagði hins vegar áherslu á að þær nýframkvæmdir sem þegar voru komnar af stað og voru greinilega komnar á það framkvæmda- stig að þær gætu hafið rekstur á árinu 1984 að þær kæmust inn á fjárlög. Þess vegna voru 12 nýjar stofnanir settar inn á fjárlög með rekstrarfé fyrir árið í ár og að mínu mati var það mjög þýðingar- mikill áfangi að fá það fram að þessar nýju stofnanir geta hafið rekstur nú á þessu ári, um leið og lögin taka gildi." Aðspurður um hvaða stofnanir þetta væru, sagði félagsmálaráðherra: „Þær eru víðsvegar um landið, bæði heimili fyrir fatlaða, verndaðir vinnustaðir og fleira. Þetta er nýtt sambýli fyrir fatlaða á Akranesi, þjónustumiðstöð á Isafirði, sambýli á Siglufirði, sumardvöl og skammtímavistun á Egilsá í Skagafirði, verndaður vinnustaður í Vestmanna- eyjum, sambýli í Víðihlíð í Reykjavík skammtímavistun í Víðihlíð í Reykja- vík, verndaður vinnustaður á Akureyri verndaður vinnustaður í Kópavogi, skammtímadagvistun í Keflavík og sam- býli í Kópavogi. Þetta eru allt nýjar stofnanir og auðvitað er þetta mikið átak“. Félagsmálaráðherra sagði að nýjar framkvæmdir í ár yrðu ekki aðrar, eða a.m.k. mjög takmarkaðar. Þaðmyndi svo aftur bitna á stærstu framkvæmdinni sem hefði verið hafin sl. haust, en það er viðbygging við Öskuhlíðarskólann. Sagðist ráðherra gera ráð fyrir því að þeirri framkvæmd yrði að fresta í ár, til þess að aðrar smærri framkvæmdir sem strax kæmust í gagnið, fengju forgang". Alexander sagðist vera að ganga frá skipun stjórnarnefndar samkvæmt lög- unum, sem fer með yfirstjórn málefna fatlaðra. Þessi nefnd á meðal annars að gera ráðstafanir varðandi þjónustu allra opinberra aðila, að þær væru samræntdar og þess háttar. Samtök fatlaðra, Land- samband þroskahjálp og Öryrkjabanda- lag Islands tilnefna fulltrúa í nefndina og einnig menntamálaráðuneytið og heil- brigðisráðuneytið. Formanninn tilnefnir félagsmálaráðherra og verður hann Sig- urfinnur Sigurðsson á Selfossi og vara- formaður verður Theodór A. Jónsson hjá Sjálfsbjörg. - AB. framhaldi mi ræóur heppni þin Fyrir hundrað krónur á mánuði gerist þú þátttakandi í happdrætti þar sem tæpar 56 milljónir króna verða greiddar í vinninga — til yfir nítjánþúsund vinningshafa. Verður þú einn hinna heppnu? Vertu með frá byijtm - við drögum þann 10. janúar. Happdrætti StBS ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.