Tíminn - 06.01.1984, Blaðsíða 1
Dagskrá rlkisf|ölmiðlanna — Sjá bls. 13
FJOLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Föstudagur 6. janúar 1984
5. tölublað 68. árgangur
Sidumúla 15-Postholf 370 Reykjavik-Rrtstjorn 86300-Augtysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Sandgerðingar urðu fyrir miklu tjóni af völdum óveðursins:
„BÍLUNN HREINLEGA SÓP-
AÐIST ÚT AF BRYGGJUNNT’
— segir Svavar Ingibergsson, vörubifreiöastjóri, sem var hætt kominn í Sandgeröishöfn
■ Sandgerðingar
urðu fyrir gífurlegu
tjóni af völdum óveð-
ursins sem gekk yfir
landið sunnan- og vest-
anvert í gær. Stór-
streymt var og á floðinu
árla morguns gerði
mikið öldurót við höfn-
ina. Bátar losnuðu frá
og rak upp í stórgrýti,
meðal annars um 400
tonna skuttogari, Sjáv-
arborg GK, en hún er
talin furðanlega lítið
skemmd. Minni bátar
fóru ver og talið er að
þrír þilfarsbátar, um og
yfir 10 tonn, séu ónýtir.
Aðrir bátar, stærri og
smærri, löskuðust
meira og minna.
Til marks um ofsann má geta
þess að vörubíll, milli 6og7 tonn
að þyngd, sem ekið var út á
viðlegubryggjuna í því augna-
miði að draga smábáta úr stór-
grýtinu í hafnarkróknum og út
að bryggjunni, sópaðist út í sjó
með einu ólaginu með ökumann
innanborðs: „Það auðvitað
hvarflaði að mér að þetta væri
mitt síðasta en ég reyndi að
bægja þeirri hugsun frá mér. Ég
áttaði mig strax á því að það
þýddi hvorki að opna hurð né
glugga fyrr en nokkur sjór væri
kominn inn í bíiinn. Það leið um
það bil hálf mínúta, sem mér
fannst heillangur tími, áður en
ég gat opnað glugga og komist
út. Síðan svamlaði ég upp að
bryggjunni þar sem félagar mínir
náðu mér upp köldum og
kröktum,“ sagði ökumaðurinn,
Svavar ' Ingibergsson, þegar
Tímamenn hittu hann á sjúkra-
húsinu í Keflavík í gær. Svavari
varð furðanlega lítið meint af
volkinu og bjóst hann við að
komast heim af sjúkrahúsinu um
eða eftir helgi, þó að auðvitað
hefði hann ekki alveg verið bú-
inn að ná sér í gær.
Þá má nefna að smábíll, Aust-
in Mini, fauk út í sjó. Stórgrýti,
sem hlaðið er við utanverða
viðlegubryggjuna, skolaðist
marga metra upp á land og olli
talsverðum spjöllum á bryggju-
plötunni.
Það verður að teljast mesta
ntildi að ekki fór ver. Margir
lögðu sig í hættu við að bjarga
verðmætum, og víst er að ýmsir
lögðu á tæpasta vað. —Sjó.
■ Svavar var hinn brattasti þegar hann var
heimsóttur á sjúkrahúsið í Keflavík í gær.
„Hér fæ ég svo góða umönnun að ég er búinn
að ná mér ótrúlega þótt auðvitað sé ég slappur
ennþá“,sagði hann.
Tímamynd: Róbert
Sjá viðtöl ábls. 4 og 5
Akranes:
■ Gífurlegt eignatjón varð á
Akranesi í gærmorgun þegar
mikið brim og sjógangur á stór-
straumsfjöru skemmdu nær öll
mannvirki við Ægisgötu og
Vesturgötu. Við þessar götur
eru aðallega fyrirtæki og m.a.
lögðust nokkur hús í rúst eins og
fiskverkunarstöð Birgis Jónsson-
ar og Vélaleiga Birgis Hannes-
sonar.
Veðurhæð var ekki sérstak-
lega mikil í gærmorgun en sjór-
inn stóð hátt og brim var sérstak-
lega mikið. Höfnin á Akranesi
er frekar illa varin fyrir svona
miklum sjógangi.
f sjóganginum kom m.a.
skarð í varnarvegg í höfninni,
útveggur á Bifreiðaverkstæði
Guðjóns og Ólafs hrundi niður
þannig að sjór flæddi inn í húsið
og olli skemmdum á bílum og
innbúi. Einnig gróf undan olíu-
tönkum við höfnina, og
skemmdir urður miklar víðar,
m.a. á húsi Haraldar Böðvarsson-
ar Co. Þá flæddi inn í kjallara á
nærliggjandi húsum og bílar og
verkfæri urðu fyrir skemmdum.
Sjá nánar bls. 2-3.
■ Rústir af fiskverkun Birgirs
Jónssonar á Akranesi, sem gífur-
legt brim braut niður og gjörs-
eyðilagði í gærmorgun.
- Stefán Lárus.
Ottö N.
GIFURLEGT EIGNATJON
BROTSJÓA
fjOllunum
-kom til
hafnar á
miðnætti
í gærkveldi
■ Ottó N. Þorláksson flagg-
skip togaraflota Bæjarútgerðar
Reykjavíkur fékk á sig brotsjó
þar sem han var staddur á
svokölluðum „Fjöllum" suð-
vestur af Reykjanesvita.
Brotnuðu rúður í brú skipsins
og einnig skemmdust ýntis tæki
um borð, „en sem betur fer
urðu cngin slys á mönnum",
sagði Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri BÚR, í samtali við
Tímann í gær.
Annar togari frá BÚR,
Snorri Sturluson, var staddur
á svipuðunt slóðum og Ottó N.
Þorláksson og fylgdi honum til
hafnar til öryggis af eitthvað
kæmi upp á. Kom togarinn til
hafnur í Reykjavík á tólfta
tímanum í gærkveldi, og var
þegar tekið til við að kanna
skemmdir, en ekki lág fyrir í
gærkveldi hvcrsu tjónið hefði
orðið mikið.
- Kás.
1300 BfDA
EFTIR FLUGI
INNANLANDS
■ Fram á kvöld í gærkvöidi
vonuðust ntenn hjá Flugleiðum
eftir að geta fiutt einhverja af
þcim um 1.300 farþegum scnt
bíða cftir flugi víðaum land,
en það tókst ekki. Raunar var
búið að ákveða tvær fcrðir á
Akureyri um sexlcytið - þar
sbm farþegar bíða í einar sex
vélar - og síðan á Húsavík og
Sauðárkrók, en þá varð skyndi-
lega allt ófært aftur í Reykjavík
vcgna hálku á flugbrautum.
Síðasta athugun var svo kl.
átta í gærkvöldi og var þá enn
óbreytt í Reykjvík og orðið
ófært á Akurcyri líka, svo öllu
flugi var þá aflýst.
Seinkanir urðu einnig í milli-
landaflugi félagsins. Um 150
farþegar frá Kanaríeyjum urðu
að gista á hóteli í London í
fyrrinótt og komu því tvær
vélar heim frá London í gær.
Þær fóru síðan til Luxemborg-
ar, Kaupmannahafnar, Ósló-
ar, Gautaborgar og Glaskow
eftir hádegi í gær. Einnig fór
vél síðdegis til New York.
-HEL
œmmmmmm