Tíminn - 06.01.1984, Qupperneq 18

Tíminn - 06.01.1984, Qupperneq 18
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 fréttir Kvikmyndir Grenivík: SNJÚFIÓÐIÐ túk med sér um 13 SfMA-OG RAFMAGNSSTAURA — ,,Óskaplegt ástand ef eitthvað meira hefði komið fyrir” ■ „Umdæmisstjórinn á Akureyri sagði mér í morgun, að eins fljótt og mögulegt sé verði komið upp talstöð eða einhvers- konar bílasíma hér á símstöðinni, þannig að alltaf verði hxgt að hafa samband hingað í þorpið þótt síminn bili. Þetta var algert ófremdarástand hér í gær- kvöldi þegar allt var ófært, snjóflóð lokaði veginum, rafmagnslaust í sveit- inni og símasambandslaust og því ekkert hægt að ná hingað eða héðan. Það hefði því verið óskaplegt ástand ef eitthvaö hefði komið fyrir, slys eða því um líkt“, sagði Vigdís Kjartansdóttir, símstöðvar- stjóri á Grenivík í samtali í gær. Vigdís lenti í miklu brasi í fyrrakvöld, að ekki sé meira sagt. Símasambands- leysið uppgötvaðist þegar ekki var hægt að ná í Rafveituna eftir að rafmagnið fór af um áttaleytið um kvöldið. Fyrst hugðist hún reyna beina línu af stöðinni til Akureyrar, sem þá kom í Ijós að var biluð. Síðar um kvöldið náði hún til Friðriks á Finnastöðum, sem á litla FR-talstöð og gegn um hana kom hann boðum um sambandsleysi síma og rafmagns. „Til að ná sambandi við viðgerðar- menn sá ég svo ekki önnur ráð en að fara á traktor niður að bát sem kom að landi um eittleytið um nóttina og ná þar til Akureyrar gegn um Siglufjarðarradíó. Þá fékk ég skýringu á því hvað um var að vera. Það hafði fallið snjóflóð sem tók með sér lOsímastaura og 3 rafmagns- staura", sagði Vigdt's. Bráðabirgðavið- gerð var svo lokið seinnipartinn um nóttina. Snjóflóðið reyndist 6 metra þykkt og um 400 metra breytt á veginum og við símalínuna. Tók allan daginn í gær að ryðja. Þar sem flóðið féll á veginn er þverhnýpi niður í sjó. Sagði Vigdís mikið lán að enginn varð fyrir flóðinu, því rétt áður hefðu verið þarna menn á bíl og snjósleðum. Vetrarnámskeid í Danmörku fyrir ungt fólk ■ Ungu fólki - 14 til 18 ára - frá Grænlandi, Færeyjum, íslandi ogNoregi býðst nú í janúar að taka þátt í 3ja vikna vetrarnámskeiði í Danmörku. Gestgjaf- ar eru nemendur og kennarar frá: Vam- drup - Bustrup - Sid-Vest-Jylland og Asserbohus Efterskoie. Námskeiðið byrjar 9. janúar n.k. Þáttökugjald er 610 Dkr. á viku, en þrem íslendingum gefst þó kostur á fríu þátttökugjaldi. Allir verða að greiða ferðakostnað til og frá Danmörku. Dagskráin er fjölbreytt. Fyrsta vikan verður notuð til rútuferða um Dan- mörku. Önnur og þriðja vikan verða notaðar til bóklegrar kennslu fyrir há- degi, en eftir hádegi býðst að velja milli grcina, t.d. íþrótta, ferðalaga, eða ým- isskonar námskeiða. Einnig cr séð fyrir skipulagðri dagskrá um kvöld og helgar. Nánari upplýsingar gefur Ásdís Ásgeirs- dóttir, síma 53589 eftir kl. 18.00. M i n n i ngarguðs- þjónusta í Hall- grímskirkjunni — ítilefni ÍOO ára afmælis félagsstarfs templara á íslandi ■ Við messu í Hallgrímskirkju næsta sunnudag, 8. janúar, verður þess minnst að félagsstarf templara á Islandi á 100 ára afmæli 10. þessa mánaðar. Þingstúka Reykjavíkur gengst fyrir þeirri minn- ingu. Séra Ragnar Fjalar Lárusson pre- dikar en auk þess verður flutt ávarp frá Þingstúkunni. Félagsskapur Góðtemplara hcfur í 100 ár haft forustu í bindindismálum íslendinga. Enn standa templarar fremstir í boðun þeirrar lifsstefnu sem hafnar vímuefnum. I haráttunni gegn fíkniefnunum óska þeir víðtækrar sam- vinnu og finnst að á því sviði sé.tilefni þjóðarsamstöðu og þjóðarvakningar. Því erunt við að vona að þessi minning- arguðsþjónusta á sunnudaginn vcrði vel sótt. Þetta aldarafmæli Góðtemplara- reglunnar á Islandi verður að sjálfsögðu tilcfni upprifjunar sögunnar og umræðu um stöðu bindindishreyfingar og stcfn- um í þeim málum sem hana varðar. Þessi orð eru skrifuð í þeim tilgangi einum að minna á mcssuna á sunnudag- inn í þeirri von að fólk skilji og finni að ástæða er að koma saman að þakka 100 ára starf bindindishreyfingar og stilla saman hugi sína vcgna þess sem fram- undan er. Öll tökum við afstöðu í trú, von og kærleika. Halldór Kristjánsson þingtemplar Lodnutonnid á 900 krónur ■ Verð á hverju tonni loðnu vcrður 900 krónur það scm eftir lifir yfirstand- andi loðnuvertíðar. Yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins tók ákvörðun þessa efnis með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda. Fulltrúar loðnukaup- enda mótmæltu verðinu. Rétt er hins vegar að taka fram aö loðnuverðið er uppsegjanlegt frá og með næstu mánaða- mótum. Loðnuvcrðið er miðað við 8% fitu- innihald og 16% fitufrítt þurrefni. Breyt- ist verðið um 77 kr. til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1 % sem fituinnihald breytist frá viðmiðun. Jafnframt breytist verðið um 82 kr. til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem þurrefnis- magn breytist frá viðmiðun. Ennfremur grciða loðnukaupendur tvær krónur fyrir hvert tonn til Loðnuncfndar. -Kás ■ Jónhanna Leópoldsdóttir á Vegamótum. Aðeins tveir við skiptavinir illveðursdaginn ■ „Menn eru orðnir svo veðurspakir hér um slóðir að þeir eru bara ekkert á ferli í brjáluðu veðri. Ætli að það hafi ekki kontið tveir viðskiptavinir í kaup- félagið í dag. Menn eru orðnir svo reynslunni ríkari síðan í fyrra og skilja svo vel veðurspána, að t.d. mjólkurbíl- stjórinn hér á svæðinu sagði okkur strax í gærkvöldi að hann kæmi ekkert í dag, því það yröi vitlaust veður“, sagði Jó- hanna Leópoldsdóttir, útibússtjóri á Vegamótum, er við ræddum við hana í fyrrakvöld og spurðum m.a. hvort snjó- hraktir menn hefðu ekki leitað skjóls á Vegamótum. Jóhanna sagði töluvert hafa verið um rafmagnstruflanir á svæðinu þennan dag og símatruflanir í sumum sveitum. Hún kvað nú mjög mikinn snjó kominn í Staðarsveit. Engann snjóbíl eða annan slíkan útbúnað kvað Jóhanna tú ísveit- inni, og því vonandi að veikindi eða slys komi ekki upp á meðan svona viðrar. -HEI SALUR 1 Jólamyndin 1983 Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei 5EAM CONNEmr JAMESBONDPO? Hinn raunverulegi James Bond er mættur aftur tll leiks I hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grín í há- marki. Spectra með erkióvininn Blofeld verður að stöðva, og hver getur það nema James Bond. Eng- in Bond mynd hefur slegið eins rækilega i gegn við opnun I Banda- rikjunum eins og Never say never again. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, * lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin í Dolby Sterlo. Sýnd kl. 3,5.30, 9 og 11.25 Hækkað verð. SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú alfrægasta grínmynd’ sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega lif Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathl Kaa. Sýnd kl. 3,5 og 7. Sá sigarar sem þorir (Who dares wins) Frábær og jafnframt hörkuspenn- andi stórmynd. Aðalhlutverk: Lewis Collins og Judy Davis. Sýnd kl.9og11.25 SALUR 3 a La Traviata Sýndkl.7 Seven Sýnd kl. 5,9.05 og 11. Dvergarnir Hin frábæra Walt Disney mynd Sýnd kl. 3. SALUR4 Zorroog hýrasverðið Sýnd kl. 3,5 og11. Herra mamma Sýnd kl. 7 og 9.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.