Tíminn - 06.01.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1984, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1984 fréttir Mikio tjón á Akranesi í sjóganginum í gærmorgun ELLEFU TONNfl BAT- UR FLAUT A GÖTUNNI í ÖLLU FLÓÐINU ■ „Átakið hefur komið nákvæmlega á millivegginn milli míns húss og Útgerð- arfélags Vesturlands; það var bíll inná gólfinu og það tók hann og spýtti honum út um vegginn og henti honum upp á timburstafla sem var þar hinumegin, svona 12 metra frá. Og þar situr hann baraþ sagði Birgir Hannesson eigandi Vélaleigu Birgis Hannessonar á Akra- nesi en hús vélaleigunnar eyðilagðist í sjóganginum í gærmorgun. „begar ég leit þarna niðureftir um kl. 7.00 í morgun var allt í lagi með húsið en síðan hefur þetta farið í einu skotinu um níuleytið. Húsið er alveg ónýtt og vörubíll og fleiri tæki. Flóðið var það mikið að 11 tonna bátur sem stóð bak við húsið hjá mér flaut á götunni um 30 metra í burtu". Birgir sagði að mesta tjónið hefði líklega verið hjá Fiskverkunarstöð Birgis Jónssonar, en það hús hrundi til grunna; á Bifreiðaverkstæði Guðjóns og Ólafs, en þar brotnaði veggur sjávarmeginn og sjór flaut inn og skemmdi bíla og vélalager; og svo hjá honum sjálfum. Þá uröu skeinmdir víðar. á húsum við Ægisbraut og Vesturgötu. GSH ■ Ellefu tonna bátur, sem stóð uppi á þurru landi, barst með öldurótinu upp á veg um 30 metra vegalengd og-þegar flóðið stóð sem hæst flaut hann þar. _ rímamynd Árni Árnason. ■ í briminu og sjógangnum á Akra- nesi í gærmorgun brotnaði skarð í varnargarðinn í höfninni. Til hægri á myndinni er olíutankur sem dxldaöist þegar öldurnar skullu á honum. - Tímamyndir Árni Árnason. ■ Bifreiðaverkstæði Guðjóns og Olafs á Akrafiesi varð ilia úti í sjógangnum á Akranesi í Gærmorgun. Veggur sem snéri að sjónum brotnaði niður og sjór flæddi inn í húsið og olli m.a. skemmdum á bflum sem þar voru inni tækjum á verkstæðinu og lager. - Tímamynd Ámi Árnason. Flugleiðir og Arnar- flug fá grænt Ijós á starf semina í Nígeríu ■ „Við hötðum samband við okkar menn í morgun, og þá reiknuðu þeir með að hcfja flug á nýjan leik urn hádegið í dag." sagði Sæmundur Guð- vinsson fréttafulltrúi Flugleiða er Tím- inn spurði hann í eftirmiðdaginn í gær hvað væri að frétta af Flugleiðamönnum í Nígeríu. Sæmundur sagði að hljóðið í starfs- mönnunum hefði verið ágætt og að skiptiáhöfn hefði lagt af stað áleiðis til Nígeríu í gær, og að flestir þeirra sem þar eru nú væru væntanlegir heim nú um helgina. í sama streng tók Halldór Sigurðsson hjá Arna'rflugi, en hann upplýstiTtmann í gær að þá um morguninn hefðu Arnar- flugsmenn fengið telex frá Nígeríu og samkvæmt því væri allt óbreytt, hvað varðar flugsamning Arnarflugs við Ní- geríumenn. Halldór sagði að í dag færu tveir Islendingar á vegum Arnarflugs áleiðis til Nígeríu. til frckari undirbún- ings. - AB. Áætlunarbifreid valt á Þrengsla- vegamótum: Farþegarnir átta sluppu allir ómeiddir ■ Áætlunarbifreið frá Sérleyfisbílum Selfoss valt á hliðina á Þrengsla- vegamótum á Hellisheið í gærmorgun. 8 farþegar voru í bílnum og sluppu þeir allir ómeiddir. Bifreiðin sjálf skemmdist einnig lítið. Að sögn l’óris Jónssonar hjá Sérleyfis- bílum Selfoss höfðu komið það snarpar vindhviöur áður en þetta gerðist að bílstjóinn hafði stöðvað bifreiðina þegar óhappið varð. Bifreiðin valt og rann út af veginum og cr þvf mildi að ekki fór verr en raun var á. -GSH. Illa horfir með atvinnu á Þórshöfn: Togarinn fer í mánaðarviðgerð út til Noregs — vegna galla sem komið hefur fram í gír skipsins ■ Á Þórshöfn hefur starfsfólk frysti- hússins, um 60 manns, enga vinnu haft síðan fyrir jól. Reiknað er með vinnu næstu viku, en síðan búist við að lítill eða enginn afli berist á land næstu vikur þar á eftir, þar sem togari þeirra Þórs- hafnarmanna þarf að fara í viðgerð til Noregs. Að sögn Ingu Þorsteinsdóttur á skrif- stofu hreppsins fór að bera töluvert á atvinnuleysi strax í byrjún desember- mánaðar. Fyrri hluta mánaðarins kom- ust um 50 manns á atvinnuleysisskrá, þar af um 40 konur. Skráning náði svo hámarki 23. desember, þegar um 60 manns voru skráðir og litlar breytingar hafa orðið síðan. Að sögn Páls Árnasonar hjá útgerðar- félagi N-Þing. Varvon á togaranum inn í gærkvöldi, þar sem þá var að skella á snarvitlaust veður. Togarinn var með um 60-65 tonn af fiski, sem búist er við að dugi til vinnslu næstu viku. Togarinn á hins vegar að vera kominn út til Noregs þann 11. til viðgerðar á galla sem komið hefur fram í gír milli rafals og aðalvélar. Páll telur mikla vinnu að lagfæra þessa bilun, þannig að það kæmi honum ekki á óvart þótt mánuður geti liðið þar til togarinn kemur næst inn til löndunar. Viðgerð á gírnum var framkvæmd í slippstöðinni á Akureyri s.l. vor undir stjórn Norðmannanna og tók þá 15 daga, en entist ekki, að sögn Páls. Þórshafnarbátar hafa ekki komist á sjó vegna veðurs síðan fyrir jól, og komast ekki nema að bregði til betri tíðar. Má því búast við atvinnuleysi í frystihúsi staðarinsfrá miðjum janúarog nokkuð fram í febrúarmánuð. -HEI Tveir menn handteknir: Grunaðir um akst ur undir áhrifum frá amfetamíni ■ Tveir menn voru handteknir aðfara- nótt miðvikudags grunaðir um akstur undir áhrifum amfetamíns. Fíkniefna- lögreglan yfirheyrði mennina á miðviku- dagsmorgun en þeim var síðan sleppt. Að sögn Gísla Björnssonar deildar- stjóra fíkniefnadeildarinnar hafa þessir menn orðið áður uppvísir að neyslu amfetamíns. Blóðsýni úr mönnunum voru send á rannsóknarstofu Háksólans. - GSH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.