Tíminn - 06.01.1984, Page 7
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984
7
Hann sparar bensínið!
■ Þar sem bensínið er orðið
svo dýrt kom það af sjálfu sér að
sniðugir náungar reyndu að fínna
upp einhverja bensínsparnaðar-
leið. Þetta mjög svo frumlega
farartæki varð til úr cinni slíkri
sparnaðartilraun.
Þetta er Philip Barnes, bóndi
í Cambridgeshire í Englandi, á
heintasmíðuðum vagni, sem
hann ætlaði að láta smáhestinn
Pally draga. Eftir að Philip hafði
gert nokkrar tilraunir við smíði
vagnsins, fann hann það út, að
bestur árangur náðist með því að
láta Paily hlaupa á nokkurs kon-
ar rcnnibraut, sem knúði hjóiin
áfram. Hraðinn var um 20 km. á
klukkustund, og farartækið vakti
óskipta aðdáun vegfaranda.
„Þetta er bara ágætur hraði,
miðað við að farartækið gengur
aðeins fyrir einu hestafli", sagði
Philip, sem er 45 ára gamail, og
fyrir utan það að stunda búskap-
inn, hefur hann mjög ganian af
smíðum og tilraunum með vélar.
- Það kemur sér oft vel í sveitinni
að geta bjargað sér með viðgerð-
ir og annað slíkt, sagði hann
ánægður, þegar fréttamaður
dáðist að sparneytna farartækinu
hans.
„Einstaklingar geta hagnýtt
sé þessi námskeið á ýmsart hátt.
Sem dæmi má taka iðnaðarmann
sem hefur áhuga á sölustörfum í
sínu fagi, þá getur hann sótt
námskeið í sölumennsku hjá
okkur. Annað dæmi er að hjá
okkur hafa verið tveir einstakl-
ingar á námskeiði í rekstarhag-
fræði en báðir hyggja á að fara
út í eigin atvinnurekstur. Þá er
þetta einnig hentugt nám fyrir
húsmæður sem hafa kannski ein-
hverja menntun en hafa
séð um heimili frá því að þeirri
menntun lauk og eru kannsKi
farnar að ryðga í þeim efnum.
Þær geta þá rifjað hana upp á
námskeiðum hjá okkur og þann-
ig mætti lengi telja“,sagði Helgi.
Hann sagði að nám hjá þeim
væri fyrst og fremst hagnýts
eðlis, það er þeir sem sæktu
námskeiðin ættu að geta yfirfært
þá þekkingusem þeir öðluðust
yfir á þá hluti sém þeir væru að
gera.
„Við reynum að byggja upp
námskeiðin hjá okkur eftir því
sem þörfin er mest út í þjóðfélag-
inu. Sem dæmi má nefna að við
leggjum áherslu á ýmis rit-
vinnslunámskeið en þörfin fyrir
þau er stöðugt að aukast eftir
því sem tölvunotkun hérlendis
verður algengari“,sagði hann.
Þá kom fram í máli hans að
þeir fylgdu eftir því námi sem
þeir byðu upp á með því að
kynna atvinnurekendum þau
námsskírteini sem þeir gæfu út
og hvað í þeim fælist.Annað væri
svo að boðið væri upp á nám-
skeið í atvinnuleit, það er fólki
væri leiðbeint um hvernig best
væri fyrir það að bera sig að
þegar það leitaði vinnu og vissi
Helgi ekki til að slíkt væri á
boðstólum annarsstaðar.
Starfsnám Verslunarskólans
er þannig uppbyggt nú að um
nám er að ræða eina önn í
einu, haust-og vorönn og hefst
innritun á vorönn í skólanum nú
í næstu viku.
„Hvað framtíðina varðar þá
er hugsunin sú að þetta nám geti
orðið liður í að menn geti tekið
verslunarskólapróf, námskeiðin
verði áfangi til þess.en þessar
hugmyndir á eftir að móta betur"
sagði Helgi.
erlent yfirlit
■ Reagan hefur að mestu látið Shamir ráða ferðinni
r
Israel stendur í vegi þess
að friður náist í Líbanon
Um það vitna loftárásirnar síðustu daga
SÉRA Jessc Jackson, sem kepp-
ir að því að verða frambjóðandi
demókrata í forsetakosningun-
um í Bandaríkjunum í haust,
hefur án efa bætt stöðu sína með
för sinni til Damaskus, cn þar
fékk hann leystan úr haldi
bandaríska flugmanninn, sem
varskotinn niðuroghandtekinn,
þegar • bandarískar flugvélar
gerðu loftárásir á sýrlenzkar
stöðvar í Líbanon fyrir nokkru.
Jackson var bæði hvattur til
þess af bandarísku stjórninni og
Reagan forseta að fara ekki
þessa för. Hún myndi ekki bera
árangur og verða pólitískt
óheppileg fyrir Bandaríkin.
Jackson lct þessi mótmæli ekki
breyta áætlun sinni. Hann þarf
ekki að sjá eftir því nú.
Jackson kom heim eins og
sigurvegari. Honum var vel tekiö
í Damaskus, en mcst var þó um
vert. að hann fékk flugmanninn
leystan úr haldi og kom með
hann heim með sér.
Það breytir ekki, að þetta er
mikill ávinningur fyrir Jackson,
að hann er blökkumaður og
flugmaöurinn einnig blökku-
maður. Ef til vill hafa Sýrlend-
ingar látið þá njóta þess og talið
að það gæti orðið gagnlcgt fyrir
þá í áróðrinum. Ef Jackson hefði
ekki ráðizt í þetta ferðalag, þrátt
fyrir mótmæli Reagans og stjórn-
arinnar, væri flugmaðurinn enn
fangi Sýrlendinga, því að þeir
höfðu ekkert sinnt kröfum
Bandaríkjastjórnar um að láta
hann lausan.
Jackson lét ckki aðeins vel yfir
ferðinni við heimkomuna, held-
ur taldi hana sýna að það gæti
leitt til betri árangurs að tala við
andstæðingana en að varpa á þá
sprengjum. Friðsamleg lausn
væri bezt og hana bæri að reyna
til þrautar. Hann hvatti því til
þess, að þeir hittust Reagan og
Assad, forseti Sýrlands og
reyndu að finna lausn á styrjöld-
inni í Líbanon. Það væri engan
veginn útilokað, að samkomulag
gæti tekizt. A.m.k. ætti ekki að
láta þetta óreynt.
Reagan taldi scr ckki annað
fært en að taka þessu jákvætt.
Hann lýsti yfir því, að hann væri
reiðubúinn til að ræða við Assad.
ÞAÐ KOM strax hljóð úr öðru
horni, þegar það kvisaðist að
Erá fundi Arafats og Muharaks
Resigan væri tilbúinn að ræða við
Assad.
ísraelsstjórn brást þannig við,
að hún lét gera harðar loftárásir
á stöðvar Sýrlcndinga í Líbanon.
í árásum þessum féllu um 100
manns, mest konur og börn, en
miklu fleiri særðust. Þetta cru
einna mannskæðustu loftárásir,
sem hafa verið gerðar í Líbanon.
Arásirnar náðu ckki aðeins til
hernaðarlegra stööva, heldur
stöðva, þar sem óbreyttirborgar-
ar bjuggu.
Fréttaskýrendum kemur yfir-
leitt saman um, að þessar árásir
ísraelsmanna muni draga úr
líkum á samkomulagi í Líþanon.
Ekki aöeins Sýrlendingar, held-
ur miklu fremurýmsirskæruliða-
hópar, muni hér vilja gjalda líku
líkt. þótt það verði ekki gert í
formi loftárása. Svokallaðfriðar-
gæzluliö Bandaríkjanna í Beirut
er tvímælalaust í aukinni hættu.
Israelsstjórn gerir sér Ijóst. að
ef viðræður færu frani milli
Reagans og Assads myndi það
vera fyrsta krafa Assads, að rift
yrði samningnum milli stjórna
Israels og Líbanons, sem geröur
var á síðastliónu sumri um
brottflutnirrg fsraelshers frá Lí-
banon. Þetta væri eðlileg krafa
af hálfu Sýrlendinga, því að
þessi samningur skerðir mjög
sjálfslæði Líbanons og gcrir Lí-
banon að hálfgerðu leppríki Isra-
els. Undir slíkum kringumstæð-
um vilja Sýrlendingarekki draga
hcr sinn frá Líbanon.
Umræddar loftárásir ísraels-
hers eru ný staðfesting þess, að
Ísraelsstjóín er það fjarri skapi,
að friður komist á í Líbanon
undir núverandi kringumstæð-
um. Markmið iicnnar er cfalítið,
að hún vill iáia koma til stríðsá-
taka viö Sýrlendinga og hrekja
þá burtu frá Líbanon með beinni
og óbeinni aðstoð Bandaríkj-
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjori, skrifar
anna. Þegar því marki er náð,
vill hún semja á þeim grundvelli,
aö Líbanon vcröi leppríki Isra-
els.
ÍSRAELSSTJÓRN hefur unniö
markvisst að því að undanförnu,
að teyma Reagan forseta og
ráðunauta hans út í slíkt ævin-
týri, Um skeið virtist henni ætla
aö vcrða vel ágengt, þegar
Bandaríkjastjórn lét gera loft-
árásir á stöðvar Sýrlendinga í
Líbanon. Þetta sætti hins vegar
svo harðri gagnrýni í Banda-
ríkjunum, að Reagan fann að
hann þurfti aö hugsa sig betur
um.
Nokkur breyting varð á af-
stöðu hans, þegar sá óvænti at-
burður gcrðist, að Yasser Arafat
ræddi við Mubarak, forseta
Egyptalands. Þar gat opnast sá
mögulciki, að bæöi Jordaníu-
stjórn og lciðtogar Palestínu-
manna yröu lúsir til að ræða um
framtíð vesturbakkans svo-
ncfnda á grundvclli tillagna, sem
Reagan hafði gert fyrir rúmu ári.
Israelsstjórn brást hérenn hart
við. Hún lýsti algerri undrun
sinni og andúö, 'þcgar Reagan
fór lofsorðum um fund þeirra
Arafats og Mubaraks.
Bandaríkjastjórn hefur haldið
þannig á málum í Líbanonsdeil-
unni, að hún hefur komiö sér í
klípu, sem hún á illmögulegt aö
losa sig úr. Hún lætur ísraels-
stjórn að mestu ráða ferð sinni,
en reynir þó öðru hvoru að koma
sér í mjúkinn hjá Aröbum.
Sjálf virðist Bandaríkjastjórn
ekki hafa neina ákveðna stefnu.
heldur sveifíast til og frá. Hættan
er sú, að Israelsstjórn ráði því
mestu að lokum og Bandaríkin
leiðist út í stríð í Líbanon, þótt
Bandaríkjastjórn sé því í raun
mótfallin og bandaríska þjóðin
enn meira. Reagan hefur ekki
sömu festu til að bera og Eisen-
hovver, þegarhann rak ísraelsher
heim frá Suezskurðinum 1956.
Ef Réagan ræki ísraelsher frá
Líbanon á sama hátt, eru allar
horfur á, að Líbanon-deilan væri
leyst. Arabaríkin myndu þá
knýja Sýrlendinga til að draga
her sinn til baka og Líbanir
fengu þá einir að ráða ráðum
sínum eins og fyrst eftir heims-
styrjöldina síðari en þá var mikill
blómatími í Líbanon.