Tíminn - 06.01.1984, Side 4

Tíminn - 06.01.1984, Side 4
■ Smábatarnir voru margir hverjir meira og minna marðir eftir barninginn í stórgrýtinu. Hér eru menn aö huga aö skemmdum. Sandgerðishöfn: ■ „Veðrið var alveg brjálað og sjógangurinn hreint rosalegur. Við ætluðum okkur að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að skipið slitnaði frá, en það var ómögulegt. Sjórinn dundi á því hvað eftir annað og þar fyrir utan var svo hált alls staðar um borð að það hefði verið óðs manns æði að ætla sér að gera eitthvað úti á dekki, það var hvergi hægt að fóta sig. Við biðum því lags og hlupum upp eftir bryggjunni og hringdum eftir hjálp í hafnar- skúrnum. Eftir á sé ég að við vorum hundaheppnir að komast þessa leið klakklaust; fá ekki á okkur ólag og skolast út í sjó,“ sagði Pálmi Jónsson, háseti á togaranum Sjávarborg frá Sand- gerði, sem slitnaði frá bryggju í Sandgerðishöfn í gær, og rak undan veðrinu og rótinu yfír í grýttan varnargarð, sem er í hinum enda hafnarinnar, önd- vert við viðlegubryggjuna. Pálmi var á vakt um borð í skipinu ásamt öðrum háseta, Gísla Harðarsyni, í fyrrinótt. Þeir vöknuðu upp við óveðrið um klukkan fimm í gærmorgun. Þá þegar voru landfestar farnar að slitna og auðséð hvað verða vildi. „Trossurnar slitnuðu eins og tvinnaspottar í offsan- um. Og áður en við komumst frá og skipið losnaði alveg frá voru að minnsta kosti þrír bátar, sem lágu fyrir utan okkur, búnir að losna,“ sagði Pálmi. Hann sagði að þeir hefðu verið að minnsta kosti hálftíma um borð áður en þeir lögðu í hann upp bryggjuna og sóttu hjálp. Fljótlega eftir það hefði skipið slitnað alveg frá og síðan hefði það verið hálftíma á reki áður en það rak upp í grjótgarðinn. Aðspurður um skemmdirsagði Pálnti, að þær væru að líkindum óvcrulegar. Þó væri Ijóst að eitthvað hefði brotnað upp úr skrúfunni og að slíngubretti hefðu eitthvað skpkkst. Taldi hann að skipið myndi komast út á eigin spilum og vélarafli á flóðinu í gærkvöldi. Honum varð þó ekki að von sinni, því tilraunii þar að lútandi mistókust. -Sjó. ■ Gísli og Pálmi, hásetar á Sjávarborginni, sváfu um borð í skipinu.þegar veörið skall á,og vöknuðu við ósköpin. ■ Skipverjar og björgunarmcnn voru að leggja á ráðin um hvernig skipinu yrði best bjargað þegar Tímamenn fóru um borð í gær. Skuturinn á Sjávarborginni liggur upp við grjótið - enda mun skrúfa skipsins nokkuð skemrnd. ■ Hægt var að ganga þurrum fótum upp í Sjávarborgina, sem er með nýjustu togurum tlotans - gekk lengi undir nafninu Flakkarinn. „VORUM HUNDHEPPNIR AÐ FA EHKIÁ OKKUR OLflG OG SKOLAST ÚT í SIÓ“ * — sagði Pálmi Jónsson,annar hásetanna um borð í Sjávarborginni, sem slitnaði f rá bryggju og rak upp í grýttan varnargarðinn K I t L

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.