Tíminn - 06.01.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1984, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árnl Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Rltstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Engin þjóð má gleyma fortíð sinni ■ Þannig fórust forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, orð í ávarpi sínu til þjóðarinnar á nýársdag, og forsetinn sagði síðan: „Af fortíðinni má draga mikinn lærdóm til aukinnar visku og allar þjóðir eru hverju sinni niðurstaða þess sem á undan er gengið í sögu þeirra. Það er mikið ævintýri hvernig íslensk þjóð hefur vaxið og dafnað á fjórum áratugum. Þégar lýðveldið var stofnað voru íslendingar rétt 126 þúsund en eru nú rúmlega 238 þúsund. Þeim hefur fjölgað um 112 þúsund manns, sem ganga jafnt og þétt til liðs við að reka þþjóðarbúið eftir því sem tíminn rennur sitt skeið. Og fjölgar enn til farsældar. Á fjörutíu árum höfum við orðið vitni að vaxandi hagsæld og velmegun, stórir byggðakjarnar hafa risið um allt land, virkjanir og verksmiðjur hafa verið reistar, húsakostur og tæknivæðing í sveitum er tii þeirrar fyrirmyndar að athygli vekur. Við höfum eignast flota og fiskiver, iðnaður hefur blómgast. Síðast en ekki síst ber að minnast þess sem hefur áunnist við að græða sjálft landið. Aldrei megum við tapa sýn af því mikilvæga samstarfi þegnanna í vantrú á að hvergi sé neitt jákvætt í sjónmáli. Okkur ber alla tíð að nota hvert eitt aukahandarvik til að hlú að þessu gjöfula landi. Allt sem gróðursett er og gert af bjartsýni og trú á landið kemur til góða þegar fram líða stundir. Öll þau ár sem upplýstur hugur og gjörv hönd hafa starfað saman í þessu landi höfum við lagst á eitt um að gera landið byggilegra og líf fólksins sem í því býr svo viðunanlegt sem raun ber vitni. Þrekvirki okkar hefur verið að gera hér allt úr garði sem hér byggju milljónir en ekki 240 þúsund manns er standa hér undir sjálfstæðum þjóðarbúskap. Við eigum allt, íslendingar, sem velmegunarþjóðir erlendis hafa skapað sér - ef ekki nokkuð meira. Fámenni okkar gerir það að við þekkjum svo til öll hvert til annars, vitum um ættir hver annars og vitum um kjör nágrannans. Kjör okkar allra sem heildar er okkur sameiginlegt hagsmunamál. Við búum við þau gæði umfram flestar þjóðir, að samstaða okkar er slík, að á íslandi fær helst enginn að deyja einn, né heldur að fæðast til þjóðfélagsins aleinn og umkomulaus. Við erum stundum ósköp gleymin á þennan munað, sem þó gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum á líðandi stundu. Til þessa nýja árs göngum við nú fram með eigum okkar og menningu í handraðanum. Með íslenska menningu okkar í veganesti ásamt nokkrum veraldarauði, leggjum við á nýjan bratta. Við érum í þessu landi sérhver einstaklingur arftaki alls þess sem unnið hefur verið til að skapa þjóðarheild. Við eldri höfum lagt þar hönd á plóg, þeir sem yngri eru grípi handtakið og rétti það að nýjum þjóðfélagsþegnum. Þetta handtak er ávallt gefið með trú á framtíðina. Annars væri það ekki til.“ Róið íslendingar Forseti Islands sagði ennfremur í nýársávarpi sínu: „Róið Islendingar - nú er lag - “ sagði Jón Sigurðsson, þegar hann sendi löndum sínum boð fyrir hundrað árum um að vel mætti í þeim heyrast í þeirra eigin sjálfstæðisbaráttu. Flonum og þeim sem hann blés þá anda í brjost eigum við að þakka hver við erum. Róið nú íslendingar til að halda giftu okkar í samstöðu þótt gefi á bátinn. Róið nú ennfremur í samfélagi þjóða til að mál okkar heyrist um víða veröld til austurs sem til vesturs. Boðskapur okkar til heimsins hlýtur að vera friðarboðskapur. Við íslendingar erum stolt þjóð. Við vitum að við ráðum okkur sjálf, og fáum ráðið við okkar mál, ef við fáum aðeins að ganga til leiks í samfélagi þjóðanna með tryggingu fyrir heimsfriði. Þá verður okkar lífið enn betra þegar fram líða stundir á eylandi okkar norður í höfum, sem okkur hefur tekist að virkja til að hýsa betra mannlíf en nokkru sinni áður hefur þekkst í þessu landi.“ Þ.Þ. skrifad og skrafað Vardar engan um stjórnar- andstöðuna? ■ Um áramótin líta menn yfir farinn veg og reyna að skyggnast fram í framtíðina. Magnús Bjarnfreðsson leit yfir sviðið í íslenskum stjórn- málum um áramót í vikulegri DV grein sinni. Stjórnarsam- starfið virðist traust, en verk- efnin eru mikil og ekki óeðli- legt að átök kunni að verða um einhver atriði, en undir styrkri forystu á að vera hægt að mæta erfiðleikum og vinna bug á þeim. Greinarhöfundur fer nokkrúm orðum um stjórn- arflokkána og telur að ný forysta í Sjálfstæðisflokknum eigi eftir að sýna hvað í henni býr og komi ekki í Ijós fyrr en síðar hvort eining næst innan flokksjns eftir þær stymping- ar sem þar hafa verið síðustu árin. Framsóknarflokkurinn nýtur styrkrar forystu en Magnús telur að bág staða hans í þéttbýlinú, höfuðborg- inni og nágrenni, kunni að verða honum fjötur um fót er fram í sækir ef flokknum tekst ekki að ná góðri fótfestu meðal þess helmings þjóðar- innar sem byggir þéttbýlis- kjördæmin tvö. En það cr svipleysi stjórn- arandstöðunnar sem vekur hvað mesta undrun. Þar kem- ur ekkert frani ncma nei- kvætt japl og hún lætur sig staðreyndir efnahagslífsins engu skipta en einbeitir sér að sérþörfum. Magnús skrifar: „Það er kannski talandi tákn um stjórnarandstöðuna að í einu besta áramóta- skaupi sem sjónvarpið hefur sýnt frá upphafi var henni ekki lagt eitt einasta orð í munn. Engan virtist neitt varða um orð hennar eða, gerðir á þessu síðasta kvöldi ársins. Sannast mála er líka að staða hennar er ákaflega veik hvað sem líður málefn- um og skoðunum. Alþýðubandalagið er lang- sterkasta afl stjórnarand- stöðunnar. Samt held ég að þar séu býsna erfiðir tímar. Innan flokksins togast margt á. Ég er ekki frá því að hugmyndafræðin sjálf eigi í vök að verjast. Á meðan flokkurinn var langa hríð utan stjórnar safnaði hann að sér öllum óánægjuhópum þjóðfélagsins. Sósíalskri hug- myndafræði var veifað fram- an í þá og sagt að alit yrði í lagi aðeins ef flokkurinn fengi valdaaðstöðu. Svo fékk hann hana ogþá dugði bara ekki hugmyndafræðin. Ýmis kapítalísk sjónarmið skutu upp kollinum í gerðum flokksins, óánægjuhóparnir urðu óánægðir áfram og leituðu jafnvel annað. Ör-, væntingafull tilraun var gerð á síðasta landsfundi til þess að sætta öll öflin, meðal ann- ars með því að riðla flokks- skipulaginu, en ég efast um að það breyti nokkru. Tengslin við verkalýðshreyf- inguna.hafa líka látið á sjá, jafnvel rofnað í vissum tilvik- um. Flokkurinn er ófær orð- inn um að vera málsvari hinna verst settu í þjóðfélag- iriu, það lendir í hlut ríkis- stjórnar, sem hann hamast á móti, að reyna að þoka mál- um þar áleiðis. Hann er að verða flokkur hinnar rauðu millistéttar, en ekki snauðs verkalýðs. Alþýðuflokkurinn hefur ekki borið sitt barr eftir klofninginn við síðustu kosn- ingar, enda varla von á því. Líklega hefur hann gert ör- lagaríka vitleysu með því að lenda utan ríkisstjórnar. Þar hefði hann getað þóst mál- svari hinna verst settu og spilað út einhverjum góðum spilum. Nú hverfur hann í skugga annarra stjórnarand- stöðuflokka og tekur þátt í hljómlitlum óánægjusöng þeirra. Hann lendir í þeirri afspyrnu slæmu stöðu að það er eins og engan varði um hann. Þó kann það að reynast honum giftudrjúgt að hann er þó enn að reyna að vera flokkur en hleypur ekki út um allar koppagrundir í leit aðsjálfumséreinsogsumir. Um nýju flokkana, gras- rótarsamtökin eða hvað þeir vilja láta kalla sig, mætti skrifa langt mál. en fæst orð hafa minnsta ábyrgð, stendur þar. Ég held að ferill hvor- ugra þeirra verði langur, hvað sem um áhrif kann að mega segja þegar straumar hafa fallið í fasta farvegi. Ég held að þeim veitist erfitt að koma til kjósenda við næstu kosningar nema hinir flokk- arnir hjálpi þeim mikið til. Hvorugum þeirra hefur tekist að móta stefnu sem aðgengi- leg er þorra fólks. Þar ber meira á einhverjum lítt skil- greindum töfraorðum sem ekki duga í margar kosning- ar. Raunar hafa ytri aðstæður orðið báðum þessum flokk- um mjög erfiðar. Þeir hafa lent í því að verða ein rödd af fjórum í kór smáflokka, sem berjast gegn öflugri ríkisstjórn. Þessi kvartett syngur síbyljandi óánægju- söng og hver rödd sker sig lítið úr. Örvæntingarfullar tilraunir til að vekja á scr athygli með því að þykjast citthvað annað en stjórn- málaflokkur trúi ég að snúist í andhverfu sína því að allt í kringum okkur virðist fólk sækjast helst cftir flokkum þar sem stefna er stcrk og ábyrgðin Ijós. Þetta er ekki orðinn neinn fagnaðarsöngur um íslensk stjórnmál um áramót. En láta vil ég í Ijósi þá von að betur fari en á horfist í öllum flokkunum, hvort svo sem stefna þeirra er mér geðfelld eða ekki. Það er að ég held alveg Ijóst að upplausn stjórnmála er ekki það sem við þurfum nú, heldur sam- staða og samstillt átak, hvort heldur flokkar eru í stjórn eða stjórnarandstöðu." Mál þjóðarinnar allrar I síðasta tölublaði Sjávar- frétta var eftirfarandi rit- stjórnargrein. „Geigvænleg staða blasir nú við íslenskum sjávarút- vegi. Með skýrslu fiskifræð- inga og tillögum þeirra um hámarksafla næsta ár má segja að vont hafi versnað. Staða þjóðarbúsins er þannig um þessar rnundir að ekki mátti við miklum áföllum, hvað þá því að draga yröi þorskaflann svo verulega saman að hann verður minni en verið hefur um langt ára- bil. íslendingar eru reyndar orðnir því vanir að sveiflur verði í aflabrögðum, en það er þó svo að þeir hafa engan veginn búið sig undir að mæta áföllunum og eru t.d. yerr undir það búnir að mæta skakkaföllum nú en þeir voru á hörmungarárunum 1967- 1968 þegar síldin hvarf og stórkostlegt verðfall varð á afurðum okkar í Bandaríkj- unum. Margir virðast láta sig mál þetta furðu Iitlu varða. hugsa sem svo að það komi sér ekki við þótt einhverjir útgerðar- menn fari á hausinn og vinna minnki í frystihúsunum. Þeir sem þannig hugsa vaða alvar- lega í villu. Áfallið sem yfir dynur í sjávarútyeginum kemur hverjum einasta ís- lending við og mun snerta hann beint eða óbeint fyrr eða síðar. Kannski að ein- hverjir vakni nú upp við þann vonda draum að íslendingar eru enn þjóð sem lifir að mestu á sjávarútvegi - hann er undirstaða framleiðslu okkar og skapar megin hluta gjaldeyristeknanna. Að undanförnu hefur þjóðin orðið að færa fórnir í baráttunni gegn verðbólg- unni. Kaupmáttur er minni en áður og margir hafa aðeins það sem þarf til brýnustu framfærslu. En það cr ljóst að fólk er almennt tilbúið til þess að færa fórnir - leggja mikið á sig, bara ef það sér að árangurinn verður ein- hver. Þetta hafa t.d. skoð- anakannanir um viðhorf fólks til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar berlega sýnt. En það er hart af for- sjóninni að dæma okkur nú til þess að þola enn meiri þrengingar, loksins þegar vottur að árangri var farinn að sjást í baráttunni við verð- bólguna. Sá samdráttur sem þarf að verða á afla á næsta ári mun víða koma við og auka þrengingar á þúsundum íslenskra heimila. Þessar þrengingar kalla líka á það að þeir menn sem halda um stjórnvölinn, hvort heldur sem er á Alþingi eða annars staðar, standi fyrir sínu og geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að skellurinn verði sem minnstur. Við- brögð þeirra hafa þegar sýnt að vilji og skynsemi er fyrir hendi til þess að útfæra það sem gera þarf. En í öllum þrengingunum og svartsýn.inni megum við íslendingar þó alls ekki gleyma einu. Þrátt fyrir allt búum við hér við mun betri kjör en gerist hjá flestum þjóðum heims. Og við megum heldur ekki missa sjónar af því að fyrr hafa öldur skollið að, en þjóðin hefur með samtakamætti sín- um náð að brjóta þær af sér. Þannig þarf einnig að verða nú."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.