Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 2
2________ helgarpár SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1984 Agnes Bragadóttir skrifar ■ Byggðasjónarmiðið hefur verið í hávegum haft, þegar hugað hefur verið að uppbyggingu iðnaðar síðustu árin, hvort sem um stóriöju hefur verið að ræða eða milliiðnað. Þar að auki hefur vart verið ráðist í uppbyggingu nokkurs nýiðnaðar, án þátttöku ríkisins. Þetta hefur aftur leitt til mjög svo óábyrgs hugsunarháttar heima í héruðum, þar sem sjónarmiö manna hafa einkum ráðist af því að atvinnutækifæri væru sköpuö í héraðinu, en arðsemissjónarmið iðnfyr- irtækisins hefur skipt minna máli. Nægir í þessu sambandi að nefna nokkur dæmi um fyrirtæki, sem þorri landsmanna telur vonlaus tapfyrirtæki, en heima- menn á hverjum stað, berjast fyrir með kjafti og klóm að fái að rísa og að sjálfsögðum með ríflegri þátttöku ríkís- ins. Það sem koma skal Öllum er í fersku minni trjákvoðu verksmiðjuhugmyndir Húsvíkinga, sem að því er mér skilst hafa enn ekki verið afskrifaðar og iðnaðarráðuneytið, í tíð Hjörleifs eydtli lleiri milljónum í að kanna rekstrargrundvöll fyrir. Burtséð frá þeirri könnun, er taliö að fyrirtækið sé vonlaust tapfyrirtæki frá upphafi til enda, allt of áhættusamt. Annað dæmi er stcinullarverksmiðja sú sem.nú er að rísa á Sauðárkróki með 40% þátttöku ríkisins. Hefur fyrirtækinu ekki tekist að ávinna sér tiltrú manna, og efast reyndar margir þeir sem þekkja eitthvað til byggingariðnaðarins, að steinullin geti nokkurn tíma veitt glerullinni sam- keppni á inhanlandsmarkaði, en þaö er cinmitt forsenda þess að fyrirtækið geti orðið arðvænlegt cða jafnvel aðeins boriö sig. Þeir sem vildu koma sykur- vcrksmiðju í Hvcragcrði á fót á sínum tíma, og vilja jafnvel enn, töldu að það væri eitt gróðavænlegasta fyrirtæki scm hægt væri að hugsa sér, en ekki hlutu þeirra hugmyndir náð fyrir augum iðnað- Var áisamningurinn 1969 kannski hinn ágætasti samningur? Er ISAL okkur samskonar gróðalind og tvær milljónir tonna af loðnu? arráðherra á sínum tíma, og hefur það að líkindum verið skynsamiegt mat! Stálverksmiðja Stálfélagsins rís að lík- indum á Reykjancsi innan tíðar, þótt hlutafjársöfnun hafi ekki gengið að ósk- um þeirra Stálfélagsmanna og eru menn fullir efasemda um að slík verksmiðja geti orðið arðvænleg, aö minnsta kosti ekki fyrsta kastiö. Stóriðjunefnd og fleiri kanna rekstrarmöguleika á nýju álveri við Eyjafjörð, en kunnugir segja að vonlaust sé að fá nokkurn þann samrekstraraðila erlcndan Sð verksmiðj- unni, sem viðunandi samningar gætu náðst við. Þá má nú ekki gleyma, í þessari flausturslegu upptalningu sjálfu óska- barni bæði núverandi og fyrrverandi iðnaðarráðherra, sem er að sjálfsögðu kísilmálmbræðsla á Reyðarfirði. Ekki þarf að taka fram að þjóðhagsleg hag- kvæmni slíkrar verksmiðju er algjört aukaatriði. Aðalatriðið er að sjálfsögðu það, að Reyðarfjörður tilheyrir kjör- dæmi þeirra Hjörleifs og Sverris, auk þess sem ákveðið var að Austfirðir fengju enga virkjun í bili, heldur Norðurland vestra. Það var því „lógísk niðurstaða" fyrst Blanda varð númer eitt í virkjunarröð, að Austfirðingar fengju dúsu.eina kísilmálmbræðslu. Svo eru menn að býsnast út af nokkr- um togurum! Það er greinilega víðar en í útgerð, sem pottur er brotinn. Enda vart von á öðru, þegar heimámenn í hverju tilviki hugsa sem svo að það sé allt í lagi að láta ríkið borga brúsann, svo framar- lega sem atvinnutækifæri skapist í hreppnum og fyrirgreiðslupólitíkusar hrinda síðan verkinu í framkvæmd. Þegar arðsemishugmyndin situr á hakan- um, er ekki von á góðu. Enda sýnir reynslan okkur að lítið gott hefur til þessa komið fram af þeim nýiðnaðarhug- 'myndum sem efst eru á blaði um þessar mundir. Það sem fyrir er Það sem fyrir er á þessu sviði er svipað, að minnsta kosti hvað Járnblendiverksmiðjuna í Grundartanga varðar. Menn cru búnir að missa tiltrú á þetta íslensk/norska fyrirtæki sem hcfur verið rekið með gífurlegum halla, allt frá upphafi, þótt spáð hafi vcrið fagurlega til um framtíð fyrirtækisins áður en það hóf rekstur sinn. Nú er fyrirtækinu á nýjan leik spáð bjartari framtíð, en tíminn einn á að sjálfsögðu eftir að leiða f Ijós hvort slíkar spár eiga við rök að styðjast. Að minnsta kosti eru meðeigendur okkar í fyrirtækinu, norska fyrirtækið Elkem Spigerverket ekki trú- aðri á framtíð Grundartangaverksmiðj- unnar en svo, að þeir gera nú sitt ýtrasta, til þess að selja Japönum góðan hlut af sínum eignarhlut, meðal annars með það fyrir augum að losna við að endur- fjármagna fyrirtækið. Við getum huggað okkur við það að ísland þarf aðeins að fjármagna liðlega helming tapsins á Grundartanga, auk þcss sem við getum huggað okkur við það að verksmiðjan vcitir fjölda íslendinga atvinnu. Eina vitið í álinu? Ef marka má þær óánægjuraddir, sem gcrast stöðugt háværari vegna fyrirhug- aðra iðnaðarframkvæmda, þá má ætla sem svo að þeir gerist stöðugt fleiri talsmenn þess að við íslendingar séum ekki eignaraðilar að stóriðju sem reist verður hér á landi, í náinni framtíð, eða með öðrum orðum ekki á meðan við crum að slíta barnaskónum á sviði _ tækninnar. Þetta er gamalkunn kenning og heldur óvinsæl hjá andstæðingum erlendra auðhringa, en það eru jú- auðhringarnir sem einna líklegastir væru til þess að fást til að fjárfesta hér. Þessi mál eru reifuð lauslega á þessari síðu núna, vegna þess að töluverð hreyf- ing er nú komin á viðræður á milli íslenskra og svissneskra aðila um endur- skoðun álsamninganna. Það hlýtur að vera mönnum talsvert umhugsunarefni að hverju beri að stefna að íslands hálfu í þessum viðræðum. Auðvitað geta allir fallist á að það sé grundvallaratriði að ná fram hækkun á raforkuverðinu. Hækkun sú sem náðist fram í bráðabirgðasam- komulaginu sl. sumar hefur ein skilað okkur 10 milljón krónum mcira í gjald- eyristckjur á mánuði, frá því að sam- komulagið tók gildi. Það er því Ijóst að hækkun, og það veruleg hækkun mun verða það sem þyngst vegur, hvað varðar íslenska hagsmuni, en ekki eignaraðild íslendinga að álverinu, að minnsta kosti ekki unr stundarsakir. Viðræðuaðilar eru nó nokkurnveginn orðnirsammála um þærgrunnstaðreynd- ir um upplýsingar annars staðar frá, þ.e.a.s. cftir síðasta fund. nú í byrjun janúar, var greint frá því að slíkum áfanga væri náð. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að eiginlegar - samningaviðræður hæfust á næsta fundi, sem verður í Zúrich fyrri hluta næsta mánaðar. Telja menn reyndar að'strax þá muni sverfa til stáls milli aðila. Endurskoðunin Að líkindum verður miðað við álver í Evrópu og Ameríku, þegar endurskoðun orkuvcrðs til álversins í Straumsvík fer fram. Ekki liggur eins ljóst fyrir við hvað verður miðað, þegar farið verður að semja um raforkuverð til stækkaðs álvers, þ.e.a.s. ef samkomulag um stækkun næst. Þá verða menn að taka mið af því á hvaða verði aðilar sem eru að reyna að laða til sín áliðnað, bjóða orkuna. Til að mynda er það alveg Ijóst að Kanada býður mjög lágt verð, til ákveðins tíma. Þá benda menn einnig á að orkuverð hefur heldur farið lækkandi, svo og olíuverð upp á síðkastið. Þó að álverð hafi farið hækkandi, framan af síðasta ári, þá hefur það heldur farið lækkandi á nýjan leik upp á síðkastið, eða eftir að samið var um bráðabirgðasamkomulagið. Það er því ekki alveg í sjónmáli að kílówattstundin hækki í 10 mill úr 9.5, sem samið var um í bráðabirðgasamkomulaginu, að myndi gerast, þegar álverið næði 78 centum á pund. Var álsamningurinn eins slæmur og menn vilja meina? - Nú hafa fjölmargir, bæði alþýðu- bandalagsmenn og einhverjir framsókn- armenn verið þeirrar skoðunar að ál- samningurinn sem gerður var 1969, þeg- ar álverið hóf rekstur sinn, hafi verið afsamningur, sem hafi skaðað íslenska hagsmuni svo og svo mikið. Ég var til að mynda þeirrar skoðunar. Ef við gluggum aðeins í eitthvað af útreikningum Berg- steins Gissurarsonar verkfræðings sem birtust í grein hans í Dagblaðinu Vísi í síðasta mánuði, þá sjáum við ýmislegt, sem ekki hefur verið haldið mikið á lofti. Til að mynda segir Bergsteinn að ef íslendingar hefðu árið 1969, þegar álver- ið tók til starfa, samið um að raforkuverð til álversins hækkaði í samræmi við byggingarvísitölu hér á landi, þá væri orkuverðið í dag 6.5 mill, sem er sama verð og var áður en bráðabirgðasam- komulagið náðist sl. sumar. Hann segir jafnframt að ef við hefðum samið um að verðið væri tryggt miðað við vísitölu heildverslunar í Bandaríkjunum, þá væri verðið í dag um 9 mills, ef hins vegar hefði verið tryggt miðað við fram- kvæmdavísitölu í Bandartkjunum, þá væri verðið 11 til 12 mill í dag. Auðvitað hefur gengisbreyting á tímabilinu sín áhrif í þessu sambandi, á því er rétt að vekja athygli. Bergsteinn segir jafnframt að frá því að samið var við álvcrið, hafi orkuverðið rúmlega þrefaldast í dollur- um. Ályktar hann því sem svo að ef menn bera saman afkomu þjóðarbúsins vegna loðnuafurða og álversins á þessum tíma, þá hafa tekjurnar frá álverinu þrefaldast í dollurum, á sama tíma og þær hafa staðið í stað í dollurum á loðnuafurðum. Því er jafnvel fleygt að árstekjur af álverinu svari til nettógjald- eyristckna á 2ja milljóna tonna loðnu- veiðum. Samkvæmt þessu, þá hlýtur það að vera meginmarkmið samninganefndar um stóriðju að ná fram viðunandi raforkuverðhækkun, auk þess sem finna þarf eðlileg verðtryggingarákvæði, sem báðir aðilar geta sæst á. Menn eru engan veginn bjartsýnir á að við náum þeim raforkuhækkunum sem stefnt er að. Álmarkaðurinn er nú að koma út úr þeirri stærstu og verstu kreppu sem hann hefur nokkurn tíma komist í í 3 áratugi. Að vísu hefur sveiflan verið upp á við, sl. ár, en árangurinn ræðst að sjálfsögðu að því að hún verði varanleg. Ef ál- markaðurinn fer aftur í lægð, þá verður samningsaðstaðan mjög erfið. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort sú litla lækkun sem orðið hefur á áli síðustu mánuði, sé vísbending um nýja lægð markaðarins, en þó munu sérfræðingar almennt vera þeirrar skoðunar að hér sé um mjög tímabundna og takmarkaða lægð að ræða. Helstu ábyggjur sérfræðinganna eru þær, að ef álverðið fer mun hærra en það er í dag, þá hætti menn að nota ál og noti stál eða kopar í staðinn. Rafmagnsiðn- aðurinn noti frekar kopar, bílaiðnaður- inn fari yfir í stál, og iðnaður sem notar ál gífurlega, bjórdósaiðnaðurinn.breyti yfir í stál. Álverðið má því ekki hækka mjög mikið, fyrr en stálverð hækkar einnig, því ella geti svo farið, að menn einfald- lega hætti að nota álið, og þá er áliðnað- urinn náttúrlega kominn í kreppu á nýjan leik. Þessar vangaveltureru kannski þarfar, í tengslum við þá fullyrðingu, að hér er um geysilegan áhætturekstur að ræða, sem öldungis óvíst cr að við séum fær um að taka þátt í, því skakkaföllin sem við gætum þurft að axla, ef illar árar, gætu orðið okkur ofviða, ef við værum orðnir meðeigendur í álverinu, með mikilli áhættu. Þetta ættu menn að hafa í huga, þegar líða fer að næstu álviðræðum, og menn fara að bollaleggja um hugsanlega eign- araðild okkar að álverinu. Væri ekki nær að ná því sem við getum, með allt okkar á þurru?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.