Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 15
Pepito andez skipuðu 2. sætið. Stórmeistar- inn Bellon komst ekki hærra en í 11. sætið meðal hinna 16 keppenda. Gangur einnar úrslitaskákarinnar var ráðinn þegar í taflbyrjun. Venjulega er einski leikurinn, sér í lagi spegil- myndar afbrigðið c4/c5, friðsemdar byrjun. En Pepito, ég meina alþjóð- lega meistaranum Garcia Padron, tókst að finna óvenjulega leið. Gar- cia Padron : Martin. 1. c4 c5 2. Rc3 g6 3. h4l? Rc6 4. d3 Rf6 5. Bg5 Bg7 6. Dd2 h6 (d6 var skynsamlegra.) 7. Bxf6 Bxf6 8. Re4! Bg7 (Svartur fær ekkert fyrir peðið. Eftir 8.. d6 9. Rxf6| hefði hvítur haft örlitla yfirburði.) 9. Rxc5 Db6 10. Ra4 Da6 1. Rc3 Da5 12. g3 a6 13. Rd5! (Peðinu er fórnað aftur, en einungisumstundarsakir.) 13.. Bxb2 14. Hbl Be5 15. Dxa5 Rxa5 ■ Kanarí-eyjarnar liggja í nokkurri fjarlægð frá Madrid. Skáklega séð gæti Las Palmas kallast afsett. En meistaramót Spánar í ár, var slíkur viðburður, að eyjaskeggjar máttu vel við una. Mótið fór fram á Las Palmas, og „Pcpito" sigraði. Gælu- nafnið má þó ekki nóta of mikið, því hann er orðinn fullveðja bankagjald- keri, alvarlegur á svip með heldrim- annagleraugu. En maðskákferli hans hefur verið fylgst síðan Pepito var smávaxinn skólapiltur. í Arnca fram- leiða menn bananalíkjör, svo og skákhæfileika. Systir Pepitos hefur- verið ein af fremstu skákkonum Spánar frá ellefu ára aldri. Þó saknað væri þeirra Rivasar, Pomars, Corrals og Calvos, var meistaramótið vel skipað. Gomez, Martinog J.L. Fern- lá * • I 16. f4! (Biskupinn getur ekki farið til b8 vegna Rb6. 16. . e6 17. fxe5 exd5 18. cxd5 lítur svo aumlega út, að Martin fyllist örvæntingu, enda full ástæða til) 16. . Bd6 17. c5! Bxc5 18. Rc7t Kd8 19. Rxa8 b5 20. Bg2 Rc6 21. a4! bxa4 22. Bxc6 dxc6 23. Rf3 a3 24. Kd2 a2 25. Hb8 Ba7 26. Hb2 Bg4 27. Hxa2 Kc8 28. Hbl Gefið. 200 leikir Ekki þótti gæfulegt að láta Copen- hagen Open (Politiken Cup) rekast á víð úrslitakeppni Evrópusveita- keppninnar í Búlgartu, og því var keppnin felld niður. Hin síðari ár hefur hún verið haldin í júnílok. í staðinn mun fara fram haustfagnað- ur, þar sem stórmeistarar munu tefla innbyrðis í efsta flokki. Hér. áður fyrr voru nær aldrei haldin alþjóðleg skákmót í Danmörku, en í ár verða haldin fimm mót sem gefa möguleika á alþjóðlegum titlum. Æði mikil breyting á tarna. Bók Svend Novrups um Politiken Cyp 1982, er upp á 78 blaðsíður og inniheldur 200 skákir. Petta er rúmlega hdmingur þeirra skáka sem teldar voru á mótinu. Hér var um að ræða 10 umferða svissneskt mót með 64 þátttakendum. Eftir hina örlagaríku umferð, þar sem Curt Hansen gleymdi skákklukkunni við 56 lcikja markið, vann Tont Wendberg mótið, en Fedder, Iskov, Gulbrandsen og Aakesson urðu í öðru sæti. Stórmeistararnir riðu ekki feitum hesti frá mótinu. Þeir voru með til þess að útvega Fedder og Ástralíumanninum Johansen alþjóð- lega meistaratitla sem staðfestir voru á þinginu í Luzern. Um það bil 50 skákir eru skýrðar, oftast nær af öðrum eða báðum tefldendunum. Allt niður í 4 1/2 vinningi, sem sagt öfugu megin við 50% er búlgarski stórmeistarinn Ermenkov að finna. Augljóslega hefur Brinc-Clausen ekki þótt neitt sérstakt afrek að sigra hann, því skákin er án skýringa. Brinc-Clausen : Ermenkov Nýtísku Benoni. 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e64. Rc3 exd5 5. cxd5 d6. Rf3 g6 7. Rd2 Bg7 8. Rc4 o-o 9. Bg5 h6 10 Bh4 b6 11. a4 Ba6 12. e3 De7 13. Dc2 Rd-d7 14. Hdl Bxc4 15. Bxc4 g5 16. Bg3 Rh5 17. Bd3 Ha-b8 18. o-o Rxg3 19. hxg3 Re5 20. Bh7t Kh8 21. Bf5 a6 22. De2 c4 23. f4 Rg6 24. Re4 gxf4 25. exf4 b5 26. axb5 axb5 27. Dh5 b4 28. Kh2 c3 29. bxc3 bxc3 30. Hcl Hb2 31. Rxc3 Ha8 32. Hf-el Df633. Re4 Dd4 34. Rxd6 Dxd5 35. Rxf7f Dxf7 36. Bxg6 og hvítur vann. Ermenkov var heppinn gegn Hvenekilde, sem átti þarna eitt af sínum lökustu mótum. IiM » m Wm * 57. . h5!? 58. h4?? (Kh7, ásamt Hg6 yar auðvitað létt unnið. Hvenekilde hlýtur að hafa staðið í þeirri trú, að svartur væri nú í leikþröng.) 58. . Hxe6! Jafntefli. Bent Larsen, stórmeistari skrifar umskák Bjelica ræðir við Karpov ■ Dimitrije Bjeiica er ekki með öllu óþekktur i skákheiminum. Hér er um að ræða júgósiavneskan skákblaðamann sem var i góðum kunningsskap við Fischer hér áður fyrr. Bjelica átti nokkur skemmti- leg viðtöl við Fischer sem birtust i mörgum erlendum skaktímarrtum og dagblöðum. Nú hefur Bjelica tekið upp þráðinn að nýju, og átti fyrir skömmu itarlegt viðtal við heimsmeistarann Karpov. Okkur ber þar niður sem Karpov ræðir um áskorendaeinvígin. „Fyrri riðill áskorendaeinvígjanna var sterkari. Fyrir keppnina sagði ég: „Tveir keppendur skera sig úr, Gary Kasparov í fyrri riðlinum, Zoltan Ribli í þeim síðari. Ég held að þessir tveir mætist í lokaeinvíginu. Mig skiftir engu hvor þeirra vinnur áskorendakeppnina. Sá er sigrar í þeirri keppni verðskuldar einvígi við heimsmeistarann. Hvað áhuga al- mennings áhrærir, yrði einvígi á milli mín og Kasparovs fréttnæmast. En ein- vígi við Timman yrði þó athyglisverðara. Því miður tefldi Timman illa á milli- svæðamótinu og komst ekki áfram. Ekk- ert einvígi myndi þó komast í hálfkvisti við einvígið Karpov: Fischer." - Er Gary Kasparov hættulegur and- stæðingur? „Hann hefur mikla hæfileika og mesta möguleika allra ungu stórmeistaranna.“ - Þú minntist á Fischer, heldur þú að nokkuð verði úr fyrirhugaðri keppni hans og Timmans? „Það er mjög erfitt að ná samkomulagi við Fischer. Hann er sífellt að skifta um skoðun. Ég yrði ánægð, ef hann fengist til að terfla einvígi við Timman, mig eða Gligoric, en satt að segja tel ég mögu- leikana ekki nema 1:4 á því að hann snúi aftur. Á fundum mínum og hans, hafði ég það á tilfinningunni, að við gætum ekki komist að samkomulagi. Hann krafðist þess alltaf, að sá sigraði sem fyrri yrði til að vinna 10 skákir. Ég sagði, að slíkt gæti tekið 6 mánuði. Því svaraði hann til: „Við tökum okkur hvíld, og höldum síðan einvíginu áfram.““ Kortsnoj endurtók þá yfirlýsingu sína frá því í Meran, að hann myndi ekki tefla við þig, þó svo hann ynni sér áskorenda- réttinn. „Þá skil ég ekki hversvegna Kortsnoj er nokkuð að tefla í áskorendaeinvígjun- um. Verði hann áskorandi, virðist ég því koma til með að tefla gegn sigurvegara hins riðilsins." - Það mætti ætla að þriðja einvígi ykkar Kortsnojs yrði fremur leiðinlegt? „Já, en ég verð þó að segja, að bæði fyrri einvígi okkar voru mjög athygl- isverð. Besti kaflinn minn í Baguio var frá 14.-27. skákarinnar. Besti hluti Kortsnojs í Baguio voru 7 fyrstu skákirn- ar. í Meran náði hann sér aldrei á strik. Vegna grófra mistaka minna í 6. skák- inni, stóð hann í þeirri trú, að um harða keppni yrði að ræða.“ - Hvort fyrirkomulagið er betra, áskorendaeinvígi eða áskorendamót? „Ég tek ekki þátt í áskorendamótun- um, og vonast til að halda heimsmeist- aratitlinum, og þurfa ekki að tefla í þeim. En á meðan ég var kandidat, kaus ég fremur einvígi, þrátt fyrir að ég hefði enga reynslu í þeim. Einvígin eru erfið- ari, en gefa jafnframt raunsannari árang- ur. Sem dæmi mánefna áskorendamótið í Júgóslavíu 1959. Þar sigraði Tal örugg- lega, en tapaði innbyrðis viðureign sinni gegn Keres, 1:3. Tal fékk sigur vegna frammistöðu sinnar gegn Fischer, Frið- rik og Benkö, en ef hann hefði þurft að tefla einvígi gegn Keres, hefði erfiðara verkefni beðið hans.“ - Hernig rcyndist Friðrik Ólafsson sem forseti F.I.D.E. og hvað hefurðu að segja um nýja forsetann Campomanes, og slagorð hans, - Tími breytinga -. „Friðrik hafði ekki fastmótaða stefnu. Persónulega kann ég vel við hann, en tel hann ekki hafa haft fastmótaða áætlun, hvernig skipuleggja ætti gang mála í skákheiminum. Hvað Campomanes varðar. veit ég ekki hvernig hann hyggst hrinda slagorði sínu í framkvæmd, en nienn vona að betri tímar séu framund- an.“ - Hv að mislíkar þér, hvað F.l.D.E. varðar? „Áð skákforvstan skuli vera víðs fjarri skákmönnum. og einnig hitt, áö álit stórmeistaranna vegur ekki þungt hjá skákforystunni. Einnig líkar mér ekki að Olympíumótin séu tefld eftir svissneska kerfinu. Það er langtum betra að hafa undanrásir og úrslit." -Spassky kvaðst óttast tölvur og unga skákmenn. Hvað um þig? „Ég óttast engan." - Sú var von Fischers, að einhvern tíma myndu stórmeistarar í skák fá álíka fjárfúlgur fyrir list sína, og gerist hjá tennis og hnefaleikamönnum. Er mögu- leiki á þessu? „Frá sjónvarpinu séð, er skák ekki jafn girnileg og tennis eða hnefaleikar, og af þeirri ástæðu yrði þetta erfitt. Hinsvegar leggja stórmeistarar jafn mik- ið á sig og tennisleikarar eða hnefaleikar- ar.“ - Nú hefur þú verið heimsmeistari í 9 ár. Lasker var heimsmeistari í 27 ár. Heldurðu að þú leikir það eftir? „Nú á tímum er það ómögulegt. Meðan Lasker var heimsmeistari, geis- aði stríð í 9 ár, en með sín 19 ár er hann samt stórkostlegur. Hvað sjálfan mig varðar, get ég upplýst þig um það, að ég kem næstur á eftir Lasker, hvað tíma- lengd varðar sem heimsmeistari. Bot- vinnik tapaði einvígjum og vann titilinn tvisvar aftur. Ég mun reyna að halda titlinum, en þegar ég tapa honum, ætla ég ekki að hætta taflmennsku. Það verða ekki endalok skákferils míns.“ - Alekhine sagði eitt sinn, að skákin væri hégómi. Hvert er þitt álit? „Ég tel skákina góðan leik. En hún er annað og meira en leikur eða íþrótt.“ - Það er athyglisvert, að þú sem teflir á svo mörgum mótum, hefur jafnan sigur. Af þcim 10 skákmótum í sögu skáklistarinnar sem náð hafa 15. styrk- leikagráðu, hefur þú borið sigur á 5 þcirra. í hverju felst leyndardómurinn? „Ef ég segði þér leyndarmálið, væri ekki lengur um neitt leyndarmál að ræða. Ég reyni alltaf að tefla í sem öflugustum mótum, og berjast. Einn af kostum skáklistarinnar er, að þú verður alltaf að berjast fyrir einhverju nýju. Ég held að margir heimsmeistarar á undan mér hafi gert þau regin mistök að vilja ekki tefla á nógu mörgum mótum. Síðasta mót mitt fyrir heimsmeistara- keppnina mun verða í Júgóslavíu í maí mánuði. Þú sérð því, að ég held áfram að tefla, og er ekkert smeykur við að tapa, hvort sem það eru skákir eða skákmót.“ - Ertu byrjaður undirbúning fyrir einvígið 1984? „Allt þetta er undirbúningur minn. Meðan ég er að tefla á mótum, er ég að undirbúa mig...“ - Hvaða mót cða einvígi telur þú mikilvægast á skákferli þínum? „Eitt gllra mikilvægasta og tvísýnasta mót mitt var heimsmeistaramót unglinga 1969. Ég varð heimsmeistari unglingaog alþjóðlegur meistari. Þetta var mitt þýð- ingarmesta þrep." - Þú segist ekki óttast neinn skákmann. Hefur einhver stórmeistari hagstætt vinningshlutfall gegn þér? „Nei. Ég vann skák af Ivkov, og hann hefur því ekki lengur hagstætt vinnings- hlutfall gegn mér. Skákin sem ég tapaði fyrir Ivkov í Caracas 1971, var cin af mínum mikilvægustu skákum. Ég hafn- aði jafnteflisboði og tapaði. Skömmu síðar varð ég sformeistari.“ - Ertu bjartsýnn að eðlisfari? Varstu alltaf viss um að sigra Fischer 1975, eða Kortsnoj 1978, þegar hann náði að jafna 5:5? ..Aðsjálfsögðu varégbjartsýnn, þcgar ég bjó ntig undir keppnina við Fischer 1975. Hví skyldi ég tefla einvígið, ef ég trvði ekki á sigur? Ég minnist þess aö Kortsnoj sagði. éitt sinn í viðtali h'já þér. að hann myndi tapa 6:10 fvrir Fischer. Hví skyldi hann þá nokkuð vera að tefla? í Bagauio sagði ég við aðstoðar- menn mína, eftir að staðan var orðin 5:5. „Hve lengi erum við búnir að vera hér“? „Þrjá mánuði“, svöruðu þeir. Fullur bjartsýni varð mér að orði: „Drengir, morgundagurinn verður sá síðasti. Ég ætla að ljúka þessu einvígi“. Eins og þú veist, þá vann ég 32. skákina og þar með einvígið. Ég verð að segja eins og er, að ekki hef ég mikið álit á Kortsnoj sem persónu. Hann hefur móðgað marga okkar. Það er kunn staðreynd, að í fjölmörgum viðtölum hefur hann móðgað og hæðst að sovésk- um stórmeisturum. Ég verð einnig að taka fram, að við gerðum mistök er við völdum einvíginu stað í Baguio, eins og loftslaginu er háttað.“ - Einhver kallaði þig hinn nútíma Capablanca, eða hinn sovéska Fischer... „Já, en ég vil vera Karpov, mcð minn eigin stíl. Ein fyrsta bokin sem ég las um skák, voru skákir Capablanca. Mér falla skákir hans vel í geð:“ - Hvað um þinn eigin skákstíl? „Satt að segja er erfitt að skilja skákstíl minn. Ég veit að fjöldinn dáir stíl Mikhail Tals, og til þess að skilja skákstíl minn verða menn að hafa há- þróað skákskyn.“ Eg minnist þess að móðir þín sagði eitt sinn: „Þegar Tola var meistaraefni, var hann mjög smávaxinn, og heilsutæpur sem drengur. Ég sagði því við hann: „Sonur minn, skákin er ekkert fyrir þig. Þú ert spítalamatur. En hann vildi tefla, og hafði upp á felustað taflborðsins.“ „Já, mér finnst gaman að tefla. Faðir minn kenndi mér mannganginn þegarég var fimm ára, en foreldrar mínir vildu ekki að ég eyddi miklum tíma í að tefla. Aðstoðarmaður minn, Semion Furman, reyndist mér mjög vel.“ - Svo og Botvinnik? „Ég heimsótti skóla Botvinniks og hann lét okkur fá verkefni til úrlausnar. En ég tel mig ekki hafa lært mikið í þeim skóla.“ - Hver eru áhugamál þín önnur en skák? „Áhugamál mín eru margvísleg. Skákin er aðeins hluti af lífi mínu, en auðvitað ekki allt líf mitt. Ég er frí- merkjasafnari, mér finnst gaman að kvikmyndum og bókmenntum. Upp- áhalds ljóðskáld mitt er Lermonotov. Mér finnst gaman að íþróttum. Mig myndi langa til að heimsækja mörg þjóðlönd, en meðan ég tefli á skák- mótum, gefst enginn tími. Nú á dögum er langtum erfiðara að tefla, en þegar Lasker var uppi, og enginn gctur verið heimsmeistari jafn lengi og hann. Skák- fræðin er enn að þróast, til eru fjölmarg- ar skákbækur. og það er hrein nauðsyn að rannsaka skák, ef árangur á að nást.“ - Hver er þinn uppáhaldsskákmaður? „Ég á inér engan uppáhaldsskák- mann, en allir heimsmeistararnir gáfu eitthvað af sjálfum sér til skáklistarinn- ar.“ - Þú verður að afsaka þessa heimsku- legn spurningu, cn hvað varstu að gera, þegar þér var sagt að þú værir orðinn heimsmeistari í skák? ,.Ég var að leika tennis í Moskvu, þegar einhver frá íþröttaráðinu sagði ntér tíöindin. Ég hclt áfram að leika..." Jóhann Orn Sigurjónssou.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.