Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 17
StfrÍNdBAdOR 15 ÍaM\R Í984 ' a m ii GESTS Breska sendiráðiðviðLauíásveg Sendiherra Norðmanna: Gat eins verið stödd í Norður- Noregi” — segir Annemarie Lorentzen ■ Það sem mér kom fyrst í hug, þegar ég steig á land hér var, að ég gat eins verið stödd í Norður-Noregi. Kannski minnti landið sérstaklega á Lofoten, Tromsbyggð og strönd Finnmerkur. Þar er fiskur og fiskiðnaður allt sem máli skiptir fyrir samfélagið. Fólk talar og hugsar meira eða minná um fiskinn. Að auki á landið sameiginlegt rysjótt og erfitt veðurfar, þannig að veðrið er sígilt umræðuefni.'sem aldrei bregst. Landbúnaður á íslandi og í Norður- Noregi eiga við sömu erfiðu skilyrði að etja, langa vetur og stutt sumur, sem hafa mikil áhrif á alla framleiðslu og afkomu í landbúnaði. Hvemig líta útlendingar sem starf- að hafa hér á landi í nánum samskipt- um við íslendinga á land og þjóð? Hvaða viðhorf mótuðu þeir sér í upphafi af íslensku samfélagi og breytast viðhorf þeirra til lands- ins þegar líður á dvöl þeirra hér? Hvað vilja þeir segja um skaphöfn okkar, hugsunarhátt og þjóðareinkenni. Er að einhverju marki afgerandi munur á hugsunarhætti íslend- inga og annarra þjóða? Er eitthvað sérstaklega áhugavert eða slá- andi í fari okkar eyjaskeggja, sem útlendingar taka eftir öðru fremur? Við lögðum á dögunum einmitt þessar spurningar fyrir nokkra sendimenn erlendra ríkja í Reykjavík. Einhver kynni að halda, að sendiherrar er- lendra ríkja séu ekki réttu mennirnir til að lýsa þeirri þjóð er þeir gista. Þeir gæti þess kannski um of að styggja okkur ekki með gagnrýnum ummælum. Því voru viðmælendur okkar beðnir að vera hreinskilnir og draga ekkert undan. Þeir, sem svöruðu spurningum okkar, voru sendiherrar Noregs, Finnlands, Stóra-Bretlands, V-Þýskalands, Sovétríkjanna og sendi- ráðunautur Frakklands á íslandi. Fara svör þeirra hér á eftir. „ Umsjon; Þ.H. Mikael Streltsov: Lífsfesta einkennir Islendinga ■ Þrátt fyrir erfiöar loftslagsaðstæöur, hafa íslendingar getað náð jákvæðum árangri á sviði efnahags- og félagsmála. Það er ekki hægt annað en taka eftir fornum og ríkum hefðum menningararf- leifðar yðar. Þegar fyrstu dvalardaga mína hér, tók ég eftir því hversu mikla umhyggjusemi íslendingar sýna varð- veislu hinnar sérstæðu þjóðarmenningar sinnar og tungu, hversu vel þeir eru þarna á verði. . Fyrstu áhrif mín af Íslendingum vitn- uðu um það, að þeir væru fólk, sem hefði lík heimssjónarmiö og við, væru traustir viðskiptaaðilar, sem væri þægilegt að ciga viðskipti við. að það hefur verið staðfest á þeim tíma, sem ég hef dvalið hér. Það gleður mig, að mér skjátlaðist ekki um ísland og íslendinga í fyrstu og Ég tel, að íslendinga einkenni kostur, sem hægt sé að skilgreina í stuttu máli með hinu víðtæka orði „lífsfesta“. Það er einmitt þessum kosti að þakka, sem er svo vel lýst í skáldsögunni „Sjálfstætt fólk“, eftir Ffalldór Laxness, að íslend- ingar gátu um margra ára skeið staðið gegn duttlungum náttúruaflanna og skapað á eyju í miðju Norður-Atlants- hafi ríki, sem var þróað í menningarlegu og efnahagslegu tilliti. Þrátt fyrir ólíka þróun landa okkar, sem er háð sögulegum, landfræðilegum, þjóðlegum og öðrum þáttum, er lífsfesta einnig einkennandi fyrir sovésku þjóð- ina. Það var lífsfestan, sem ásamt trúnni á réttmæti gerða sinná, sei i gerði so- vésku þjóðinni kleift að nalda út hina Jörg R. Krieg, sendiherra V-Þjódverja: Á íslandi er krökkt af kraftaveriiamönnum Það er enginn afgerandi munur á hugsunarhætti Islendinga og fólki, sem býr við strandlengju Noregs. Oft er meiri munur á skapHöfn og hugsunar- hætti stórbónda í Austur-Noregi og Þrændalögum en milli fólks við sjávar- síðuna þar og á íslandi. íslendingar búa við mjöggóð lífskjör. Án þess að geta kannski alveg staðið við það, þá geri ég ráð fyrir að lífskjör séu hér almennt betri en í Noregi. En Islendingar vinna líka mikið til að halda uppi þessunt lífskjörum. Að því leyti er líka mikill muriur á þjóðum okkar, að miklu fleiri konur vinna úti hér en heima í Noregi. Samt sem áður lít ég svo á, að á Islandi mun meira karlasamfélagen ég er vön heima. Annemarie Lorentzen hefur verið sendiherra á íslandi frá þvi i apríl 1978. Áður gegndi hún starfi ráðherra í Samgöngumálaráðuneyti Nor- egs frá ’73-’76 og ráðherra i Neytenda- og stjórnarráduneytinu var hún frá 1976-78. Þing- maður fyrir Finnmörku frá 1969-1977 Ég get ekki annað sagt en að sú mynd, scm ég fékk af íslendingum við fyrstu kynni. hafi styrkst í huga mér eftir því sem árin líða hér á landi. ■ Jörg R. Krieg, sendiherra V- Þýskalands. Mynd. G.E. almennt bjartsýnni menn, þrátt fyrir eða jafnvel vegna hinnar óblíðu náttúru landsins. En á hinn bóginn eru þeirekki jafnuppteknir af ýmsum málefnum sam- félagsins og við Þjóðverjar, sem kann að stafa af allnokkrum hræringum í Vestur- Þýskalandi á ýmsum skeiðum fyrr ognú. Ég er þeirrar skoðunar, að íslenska kraftaverkið sé lítið þekkt á erlendri grund. En þetta kann einmitt að stafa af því, að þið kunnið ykkur hóf og að ykkur hefur tekist vel upp. Dr. Jörg R. Krieg starfaði áður í Zagreb i Júgóslavíu óður en hann var skipaður sendi- herra á íslandi og kom hingað til lands í ágúst 1981. ■ Annemarie Lorentzen, sendi- herra Noregs. ■ Það fyrsta sem ég tók eftir í fari íslendinga var, að orðið sjálfstæði er þeim í raun mikils virði. Þetta orð táknar eins konar lífsstcfnu íslendinga og kcm- ur fram í mun skarpari línum en með sambærilegum þjóðum. Sjálfstæðið þýðir, að þeir varðveita sjálfsímynd sína á hverju sem gengur og ekki síður menningu sína og tungu. Það sem fyrst hrcif mig á íslandi var sá staðfasti vilji íslendinga aö hleypa jafnvcl ekki er- lendum orðum inn í tungumál sitt. Við Þjóðverjar urðum að reyna hið gagn- stæða og í hvert sinn seni ég fcrðast til Þýskalands, vclti ég fyrir mér þessu atriöi. Stundum finnst mér sem við ættum að hluta til að minnsta kosti að fara að dæmi íslendinga og uppgötva á ný Ieynda dóma tungu okkar og þann hugblæ, sem henni fylgir. Sú niynd, sem ég fékk af íslandi í upphafi hefur styrkst mcð tíð og tíma. En ég uppgötvaði einnig, að á íslandi er krökkt af kraftaverkamönnum. Slíkt er í engu samræmi við fjölda íbúanna. Lífsstcfna þeirra einkennist einnig af miklum cldmóði hvarvetna í samfélag- inu. Undarlega margt fólk má sjá á götum Reykjavíkur og maður tekur eftir hinni gífurlcga hröðu efnahagsþróun í landinu. Ég álít, að það sé í sjálfu sér krafta- verk, að hafa hér landbúnað - þrátt fyrir duttlunga náttúrunnar á norðurhjara. Reykjavík og vöxtur borgarinnar er annað kraftaverk. í menningarmálum eigið þið meira en auðugar fornar bókmenntir; hér er einn- ig menntun á háu stigi og þið eigið kost á mjög góðum fréttum frá umheiminum. Þar að auki eigið þið háskóla, sem égálít mesta kraftaverk hér á landi. í stjórn- málum hefur orðið „Alþingi" orðið þekkt um allan heim scm tákn fyrir rækt við lýðræðislegar hcfðir. Margt er líkt með íslendingum og Þjóðverjum. En einnig ber ýmislegt á milli. Ég met það svo, að íslendingar séu ■Mikael Streltsov, sendiherra So- vétríkjanna. hræðilegu reynslu heimsstyrjaldarinnar síðari. Þrátt fyrir að lönd okkar eru land- fræðilega fjarlæg hvort öðru, hafa þau komið á og eiga árangursríkt samstarf sín á milli, sem er bæði íslensku þjóðinni í hag og þeirri sovésku. Ég er viss um, að þetta samstarf mun þróast enn frekar í framtíðinni. Mikael Streltsov hefur verið sendiherra Sovét- ríkjanna á íslandi frá því í ágúst 1979, en áður hafði hann starfað i sovéskri utanrikisþjónustu í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hann starfaði i Moskvu um tíma áður en hann var skipaður sendiherra á íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.