Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 15. JANUAR 19W ■ Dusan litli er daglega fluttur á endurhæfingardeildina. Bloðrasin er komin i eðlilegt horf en hann hefur enn ekki tilfinningu í fotunum og liðurinn er enn ekki farinn að hreyfast eðlilega. Gat á þindinni Á sjötta degi eftir ágræðsluna var pípan tekin úr brjósti Dusans. Þar reyndist vera gröftur. Einhvers staðar í .brjóstholinu var ígerð. Skurðlæknarnir uppgötvuðu nú gat á þindinni og annað gat á vélindanu. Gaddurinn á sláttuvél- inni hafði gengið lengra inn en rnenri höfðu talið. Götin voru nú saumuð saman og þá tók Dusan að hressast óðum. Fjórum vikum síðar gátu for- eldrar hans sótt hann á sjúkrahúsið. „Við erum öll mjög ánægð með þenn- an árangur, þótt ekki sé hægt að kveða endanlega upp úr með hvað verður, fyrr en að ári liðnu. Þá vitum við fyrst hvort fæturnir verka eins og heilbrigðir fætur eiga að gera og hvort beinin taka eðli- legum vexti,“ segir yfirlæknirinn, dr. Marko Godina. „Blóðstreymið erekkert vandamál meir, en flóknara mál verður að gera sjúklingnum kleift að beygja og rétta öklaliðinn eðlilega. Fóturinn þyrfti að komast í fulla notkun sem allra fyrst. Það hefur tekið sjö ár að skipuleggja aðgerðir sem þessar til fulls og finna fólk sem hæft var til að framkvæma þær. Þegar við gerðum fyrstu aðgerðirnar, tók það 20 klukku- tíma að sauma á einn fingur, en nú tekur það aðeins þrjár stundir. Við hér í Lubljana höfum mikið lært af starfs- bræðrum okkar í Múnchen, en þar hafa þeir líklega framkvæmt fleiri ágræðslur en nokkrir aðrir í heiminum. Nú getum við þetta líka.“ Um það bil þrisvar í viku fá læknarnir í Ljubljana verkefni við ágræðslur. Oft koma sjúklingarnir síðla dags, því það er einkum eftir vinnu sem áhugamenn um smíðar taka til við að nota vélsagir sínar. Þegar fingurinn situr á sínum stað að nýju, er stundum tekið að lýsa af morgni. Godina segir: „Menn þurfa að vera vel á sig komnir, eigi þeir að geta þetta. Oft kemur þetta niður á einkalífi manna. En þetta veitir meiri ánægjutilfinningu en aðrar skurðaðgerðir, þar sem aðeins er verið að sníða eitt eða annað í burtu." Þúsund ágrædslur Fjöldi skurðlækna frá öðrum löndum, þar á meðal frá Indlandi, hafa lært til verka við ágræðslur í Múnchen. Kennsl- an fer fram í Unistofnuninni við ána Isar hjá prófessor Ursulu Schmidt-Tinte- mann og samverkamönnum hennar. Stofnunin er nú 25 ára. Nú hafa verið framkvæmdar meira en þúsund ágræðslur, en eftir að þeirri tölu var náð „hættum við að telja,“ segir prófessorinn. Hún er stolt af árangrin- um: „Meira en 80% aðgerðanna hafa heppnast," segir hún. Þarna hafa verið græddar á afskornar eða afrifnar hendur, tær, fingur og fætur, sem sjúkl- ingarnir komu með á stofnunina. Læknar hafa reynt að græða á limi sem á einhvern hátt hafa orðið viðskila við líkamann frá ómunatíð. Þegar löngu fyrir Krist græddu indverskir læknar nefn á fólk, sem misst hafi þennan áríðandi líkamspart. Þeir skáru flipa af enninu og græddu hann á þar sem nefið hafði verið. Oftast var árangurinn afleitur og var mikið um það deilt áður fyrr hvort tæki því að reyna þetta. Árið 1599 var læknirinn Gaspare Tag- liacossi í Bologna dysjaður utangarðs, vegna þess að hann hafði fjarlægt fæð- ingarbletti af fólki. Öll lýti á útliti manna litu menn þá á sem guðlega refsingu og fjarlæging á þessum blettum var stórsynd. Og það sem verra var: Læknir- inn hafði ritað um árangurinn af lækn- ingum þessum í kver eitt. „Þegar við fréttum af því árið 1963 að kínverskur læknir hefði saumað á hönd, sem höggvist hafði af, þá urðum við að trúa ævintýri," sagir frú prófessor Schmidt-Tintemann. En það liðu tólf ár þar til þeim í Múnchen tókst að græða fingur á mann. Þá var farið að framkvæma slíkar að- gerðir í Japan og í Ameríku. „Þegar ástralski barnalæknirinn Earl Owen, sýndi kvikmynd af ágræðslu, sem hann hafð framkvæmt, urðum við svo hrifin, að við fórum að spreyta okkur á þessu með tilraunadýrum," segir frú Tinte- mann. Fingurinn fannst í saghrúgu Svo var það dag einn að komið var með tyrkneskan mann á stofuna sem misst hafði þumalfingurinn, - en þumal- ■ Andlitslömun þessarar konu tókst að lækna með því að taka taug úr hálsi hennar og flytja hana á réttan stað. Hægra munnviki hennar tókst að lyfta með því að koma fyrir sin sem tekin var úr lærinu. Litill segull heldur augnalokinu uppi. Tíu stundir á dag í meira en 30 ár hefur vinnudagur Ursulu Schmidt-Tinteman verið minnst tíu stundir, heimsóknir, aðgerðir, viðtöl og líka helgar- og kvöldþjónusta. Árið 1956 lauk Ursula Schmidt-Tinte- mann prófi sínu sem skurðlæknir. „Ég vann þá á kvennaspítala og þangað komu oft mikið lýttar manneskjur. Ég þóttist sjá að með aukinni þekkingu á hlutföllum og með meiri fagþekkingu mætti ná verulega betri árangri,“ segir hún. Þá bað hún yftrmann sinn, prófess- or Georg Maurer, unr ólaunað frí og fór að læra lýtalækningar, fyrst í Vínarborg, en þá í Englandi og loks í Bandaríkjun- um. Forystumenn þýskra skurðlækna börðust þá gegn því að grein þeirra væri skipt í sérfög, þótt það væri löngu byrjað að gera í Englandi og Bandaríkjunum. Á þessum árum kom frú Tintemann við í Hollywood, en þá var það sem allra mest 'í tísku að stækka brjóst kvenna. Var það gert eins og á færibandi. Fjöldi kvenna vildi líta út eins og Jane Russel, en varð að grciða það dýru verði, þar sem nýju brjóstin urðu gjarna hörð, Ijót og mjög sár. Nú gerir Tintemann stund- um aðgerðir á brjóstum," en aðeins þegar læknisfræðilega nauðsyn ber til“. Til dæmis á ungum stúlkum, þar sem brjóstin eru óeðlilega misstór og á konum, sem hafa allt of stór brjóst miðað við veigalítinn líkama. Yfirlæknir og átta samstarfsmenn hennar framkvæma um 15 uppskurði á dag eða alls um 2200 á ári. Þegar skuðstofurnar duga ekki til er einni breytt í tvær með skilvegg. Sjúklinga- fjöldinn er svo mikill að sex sjúklingar verða að liggja á sömu stofunni. Sumir verða að liggja frammi á gangi. Setustofa læknanna var fyrrum geymsla með eng- um gluggum og gluggalaus er hún enn. Einu sinni í viku er viðtalstími á göngudeild og þá stilla sér 40-50 sjúkling- ar upp í röð. í tveimur litlum viðtals- klefum ræða þeir svo við læknana. Þarna er maður sem vill vita hvort ör sem hann hlaut í bílslysi muni hverfa og hvort sjúkrasamlagið muni greiða kostnaðinn. Móðir ein vill vita hvort barn hennar, sem frá fæðingu hefur verið vanskapað, eigi sér hjálpar von. Ungstúlka sem fékk krabba í fót sem barn og missti þá framan af fætinum, vill nú vita um hvort hægt yrði að græða á sig tær af hinum fætinum. Ekki líst læknunum á það, því þá væri hún komin með tvo aflagaða fætur. Margur sjúklingur á erfitt með að trúa lækninum fyrir innstu áhyggjuefnum sínum, því vegna þrengsla hlýða fimm aðrir sjúklingar oft á samtalið. Erlendir skurðlæknar sem hér hafa verið við nám í tvö ár, taka síðar til starfa heima fyrir, rétt eins og læknamir á Lubljana, sem áður er frá sagt. Þar eru aðstæðurnar mikið betri og rýmið meira, auk þess sem hjálparlið þeirra er fjöl- mennara en tök eru á í Múnchen. Enginn er spámaður í eigin föðurlandi, segir þar. fingurinn kom ekki með. Þyrla var send eftir fingrinum í snatri og flugmaðurinn kom reyndar með hann. Hafði fingurinn fundist í saghrúgu. Alla nóttina unnu skurðlæknarnir yfir smásjánni og saum- ■ Án þumalfingursins er höndin ekki til margra hluta nýt. Hér hefur tá verið grædd á í stað þumai- fingursins, sem var svo illa farinn að við hann varð ekki notast. uðu saman hinar örfínu sínar, æðar og taugar,- og fingurinn óx á að nýju. En nú ráðast þau í Múnchen í strærri verkefni. Ef þumalfingur er svo illa farinn, að hann verður ekki græddur á, er tekið af litla fingri handarinnar eða þá einni tánna og hún grædd á í staðinn. Þessa limi má nota til vara, svo maðurinn missi ekki gripið sem þumallinn veitir og höndin verði honum ónýt. Ágræðsluaðgerðir eru nú orðnar að daglegum viðburði í Múnchen. Þar eru grædd brjóst á konur, sem hafa misst brjóstin vegna krabbameins og þeir sem mikið hafa skaddast í andliti fá að nýju sómasamlega ásýnd. Þar er einnig stytt tunga mongólíta, til þess að útlit þeirra verði ekki jafn áberandi og til þess að þeim sé tilveran léttbærari í samfélaginu. Oft er lömun í andliti meðhöndluð á þann hátt að litlum segli er komið fyrir í augalokunum, sem heldur augunum bet- ur opnum. Þá getur sjúklíngurinn lokað augunum sjálfur með fingrunum á kvöld- in og lyft þeim upp á ný að morgni. Á þcssari stofnun vilja þau helst ekki skipta sér af beinum fegrunaraðgerðum. „Ég er á móti andlitslyftingum, en þó ekki alltaf," segir prófessorinn. „Mörg- um finnst hann aðeins vera fertugur, en lítur út sem hann sé sextugur. Ef til vill er þetta viðkomandi manneskju mikil hugarkvöl og þá strekkjum við á húð- inni“. Sjálf hefur hún samt ekki gripið tii þessa ráðs. „Ég hef engar áhyggjur af hrukkunum", segir hún. „Ogsem læknir geri ég mér engar grillur". Hún hefur heldur ekki mikinn tíma til þess að líta í spegil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.