Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 22

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1984 Nú getur hann aftur hlaupið! Sagt frá órtúlegum afrekum læknavísindanna í ágræðslu líkamshluta sem fólk hefur misst í slysum ■ Sjálfir höfðu læknarnir ekki trú á að þeim tækist þetta: tveggja og hálfs árs gamall drengur, sem missti báða fætur í sláttuvél, gengur nú aftur á tveimur jafnfljótum. Lækn- unum við skurðlækningadeild háskólans í Ljubljana í Júgóslavíu hefur tekist að fram- kvæma hið ótrúlega. Daglcga kcmur faðir drcngsins, Franz Valcnticic með Dusan litla á spítalann til þess að láta. hann fara í æfingar á endurhæfingardeild spítalans Sjúkra- lcikfimikcnnararnir fara með hann í heita sundlaug, þar sem honum er kennt ■að ganga rétt að nýju. !>ar skvampar hann glaður og ánægður og keifar eftir plastiköndinni eða lcikfangabátnum á sundlaugarbakkanum. Þolinmótur gengst hann undir alls konar nudd og æfingar. Stundum falla þó nokkur tár, þar scm æfingarnar eru oft nokkuð sársaukafullar. Fæturnir, sem voru saumaðir á hann, eru nokkuð rauðleitir og heitir. Það sannar hins vegar að blóðstrcymið cr í góðu lagi. Tilfinningu í fæturna hefur Dusan hins vegar ekki enn öðlast, því sundurskornar taugarnar sem stjóma eiga samspili vöðvanna, hafa enn ekki náð að vaxa saman. Því getur hann ekki beitt hreyfingum föt- anna eins og heilbrigður væri. En að ári liðnu vona læknarnir að hann muni hafa öðlast tilfinningu í fæturna að nýju. Foreldrarnir eru yfir sig ánægð með hve vel aðgerðin hefur tekist „Sú vissa að það var cg sem sat á vélinni sem sneið fæturna af barninu hefur alltaf kvalið mig," segir faðir hans. „Ég býst við að einhverju sinni muni hann spyrja mig: „Hvað hefur þú gert mér?“ Slysið Slysið skeði um 11 leytið þann 11. júlí, sem var mjög heitur dagur. Faðir hans sat á sláttuvélinni og var að slá hveiti. Heima sat amma hans og átti að gæta drengsins og bróður hans, sem er á fimmta árinu. En bróðirinn, Milan, hafði horfið. „Komdu, við skulum leita að honum,“ sagði amman yið Dusan. Hún tók hann við hönd sér og gckk með drenginn út á akurinn. Þegar hún sá nýslegið kornið, byrjaði hún að safna því saman í bundini. í nokkrar mínútur gleymdi hún drengnum. Hann hafði hlaupið inn í kornið og ætlaði að fela sig þar. Þar sem hreinsa þurfti úr sláttuvélinni, stöðvaði Franz Valenticic traktórinn. Um leið heyrði hann óp og sá son sinn liggja fyrir framan sláttuvélina, - fóta- lausan. Hann bar blæðandi barnið heim, en grannar hans létu sjúkraliðið vita. Eins og af eðlishvöt gerði faðirinn ein- mitt það sem hann átti að gera. Hann lét höfuðið á drengnum vísa niður, en fæturna upp. Blæðingin dvínaði. Þegar móðirin kom heim úr heimsókn á næsta bæ gerði hún ekki annað en segja í sífellu í örvæntingu sinni: „Það verður að láta fæturnar á aftur." Nú segir hún: „Þá hafði ég ekki hugmynd um að læknarnir gætu gert slíkt.“ „Þetta var aðeins einlæg von.“ Loks eftir þrjá'stundarfjórðunga kom sjúkrabíllinn. Bílstjórinn hafði ekki átt létt með að finna hinn afskekkta bæ í grennd við þorpið Bice. Læknir gaf drengnum sprautu gegn áfalli. Aður en vagninn hélt af stað sótti amma drengsins fæturnar út á akurinn, en þeir voru enn í rauðu sandölunum. „Þá getur þú sagt læknunum betur hvað gerðist," sagði hún við föður hans. Meðan sjúkrabíllinn brunaði þá 20 kílómetra sem voru til Ljubljana voru allar ráðstafanir gerðar á sjúkrahúsinu, )il þess að hefja ágræðslu. Fjórtán sér- fræðingum er hægt að hóa saman innan tuttugu mínútna ef slíkt, sem hér gerðist, ber upp á, - sama hvort er að nóttu eða degi. Læknarnir reyndu að róa foreldr- ana: „Við reynum þetta. Aðgerðin mun taka langan tíma. Þið skuluð fara heim.“ Dr. Franz Bajex, 36 ára, sem stjórnaði aðgerðinni, skýrir frá hvernig aðgerðin var framkvæmd: „Við gerðum fyrst að sárunum á brjósti Dusans. Enn af gödd- unum, sem beina hveitistráunum að sláttuhnífnum hafði stungist inn á milli fimmta og sjötta rifbeinsins, svo loft streymdi inn í brjóstkassann. Við stung- um þarna inn sogpípu og lokuðum sárinu. Tíminn var naumur Tveir læknar unnu við hvorn fót. Þeir gerðu að beini, sinum, æðum og taugum á stúfnum og á fætinum, fjarlægðu skemmda vefi og hreinsuðu sárin. A- græðsla tekst aðeins ef heilbrigðir vefir eru tengdir við aðra heilbrigða. Við urðum að flýta okkur, þar sem hætta á að eiturefni myndist vegna sýruskorts í vöðvum, sem klippst hafa frá líkaman- um, er alltaf fyrir hendi. Eiturefnin gætu borist inn í líkamann og valdið nýrna- skemmdum. Blóðið varð að vera farið að streyma um vefina að nýju inna sex klukkustunda" Læknirinn boraði hárfín göt í beinið, dró þræði í gegn um þau og sá um sterka festingu á fætinum við stúfinn. Erfiðara reyndist að fást við vinstri fótinn, því þar haðfi beinið brotnað og varð að stytta fótinn um þrjá sentimetra. Þá hófu læknar að sauma saman slagæðar undir smásjám. Til þess eru notaðar nálar, svo fínar að augað greinir þær varla, og sérstakir þræðir úr gervi- efnum. Þeir eru mjórri en fíngerðasta mannshár. Eftir fjórar stundir gátu lækn- arnir tekið burtu æðaklemmurnar og heitt blóð streymdi um hina köldu fætur og þeir urðu heitir og rauðir. Nú var röðin komin að bláæðum, sem blóðið streymir eftir til hjartans. Þá var að því ■ Aðeins með hjálp smásjárinnar er hægt að framkvæma hinar flóknu ágræðslur. Æðarnar er stækkaðar í 20-falda stærð undir glerjunum, til þess að læknirinn geti innt hið vandasama starf af hendi. ■ Fæturnir af drengnum voru enn í rauðu sandölunum, þegar komið var með þá til sjukrahussins. Nú eru það aðeins örin sem minna á hið ohugnanlega slys. komið að sauma saman sinar og taugar. Þar verður að gæta þess sérlega vel að tengja nákvæmlega. Sundurskorin taug vex ekki saman aftur af sjálfu sér. En hún verður að leiðarbraut fyrir nýja taug sem vex upp og þræðir sig með fram henni. Eftir níu stunda erfiði drógu læknarnir af sér gúmmíhanskana og fengu sér kaffi. Daginn eftir sagði dr. Bajec við foreldrana: „Við höfum saumað fæturn- ar á að nýju, en við vitum ekki hvað úr þessu verður.“ Barnalæknar tóku að sér að fylgjast með líðan Dusans litla. Hann lá í móki á gjörgæsludeildinni, mátti ekkert borða, hafði lágan blóðþrýsting og hóst- aði. Þeir höfðu áhyggjur af því hvemig þessi lági blóðþrýstingur færi með fæt- urna. Hann hefði getað haft þau áhrif að blóðtappi myndaðist, sem stíflaði æð- arnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.