Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjori: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Lelfsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaóaprent hf. Atvinnuleysi ■ Daglega glymja í eyrum nýjar og hækkandi tölur um atvinnuleysi. Það eru fyrst og fremst þeir sem vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu, sem orðið hafa fyrir barðinu á atvinnuleysinu undanfarnar vikur, og er fólki sagt upp vinnu sinni tugum og hundruðum saman í fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Þessi vágestur fylgir í kjölfar minnkandi fiskgengdar. Vonandi verður atvinnuleysið ekki til iangframa og hafa verður í huga, að það er síður en svo nýtt fyrirbæri í atvinnusögunni að lítið sé að gera í verstöðvum í svartasta skammdeginu. Fiskigöngur og veðurlag hafá löngum verið á þann veg í desember og janúar og sjór er lítið sóttur. Hér áður fyrr var miklum hluta fiskiskipaflotans lagt þegar kom fram á vetur og sjósókn hófst ekki fyrr en í vertíðarbyrjun. Fiskvinnslufólki var einfaldlega sagt að ekkert væri fyrir það að gera fyrr en kæmi fram á vetrarvertíð, og var vinnumissirinn unninn upp með gegndarlausri nætur og helgidaga- vinnu þegar sá guli gaf sig. Þegar togaraútgerð jókst til muna og fiskvinnslufólk var fastráðið, jafnaðist vinnan á lengri tímabil. Fjöldauppsagnir nú stafa af því að veiðar togaranna hafa brugðist og sáralítið hráefni berst að. Það er því fyrst og fremst aflatregðan sem atvinnuleysinu veldur. Pólitískir angurgapar reyna að notfæra sér það ástand sem skapast hefur til að skara eld að sinni köku, og reyna að læða því inn hjá fólki að uppsagnirnar skuli skrifast á reikning ríkisstjórn- arinnar þótt það liggi í augum uppi að aflatregðan er höfuðorsökin. Bæjarútgerð Reykjavíkur er eitt þeirra mörgu fyrirtækja sem sagt hafa upp starfsfólki sínu, og bætast þar við rúmlega 200 manns á atvinnuleysisskrá. Sigurjón Pétursson erfulltrúi Alþýðubanda- lagsins í útgerðarráði. Þar samþykkti hann þá ákvörðun að leggja togurunum og segja starfsfólkinu upp. Þetta staðfestir hann í málgagni sínu og fullyrðir að ákvörðunin sé bein afleiðing kvótakerfisins. Ekki er minnst á, að kvótakerfið og sú mótun fiskveiðistefnu, sem nú er unnið að, er afleiðing hraðminnkandi fiskgengdar og dökkleitra spádóma sem byggjast á athugunum fiskifræðinga. Samt sem áður er haft eftir útgerðarráðsmanninum að togarar BÚR hafi undanfarið ekki fiskað fyrir olíukostn- aði. Og reyndar hafi tekjur af veiðunum ekki numið þriðjungi af föstum kostnaði við að halda togurunum úti. Þar sem sýnt er að leggja verður togurunum einhvern tíma á árinu vegna væntanlegs kvótakerfis sé eins gott að gera það þegar erfiðast er að stunda veiðarnar vegna afla- og gæftaleysis. En það liggur í augum uppi, að hvort sem kvótaskipting þorskafla er yfirvofandi eða ekki, er ekki hægt að gera út eða vinna við fisk í landi þegar ekki fiskast jafnvel þótt skipunum sé haldið úti. Því er ekki neinni stjórnvaldsákvörðun um að kenna. Það er fiskleysið sem veldur. Ördeyðan á miðunum er orsök atvinnuleysisins og kvótakerfið er tilraun til að jafna þann afla sem næst sem réttlátast niður og til að koma í veg fyrir rányrkju. Mörgum þykir naumt skammtað, en það er ekki einu sinni víst að sá afli sem áætlað er að veiða verði til skiptanna. Það kemur ekki í Ijós fyrr en komið er fram á vertíð hvernig horfir með aflabrögð og hljóta allir að vona hið besta í þeim efnum. Sem stendur ber mest á atvinnuleysinu í sjávarútvegi og skyldum greinum. Ef ekki rætist úr liggur í augum uppi að samdráttur mun gera víðar vart við sig því það eru gömul og ný sannindi að íslendingar lifa á fiski og allar atvinnugreinar eru að meira eða minna leyti háðar aflabrögðum. Um langt skeið hafa íslendingar haft þá sérstöðu meðal þjóða að atvinnuleysi hefur verið hverfandi. Það hefur verið og er stefna stjórnvalda að allir hafi nóg að starfa. Vonandi eru þeir erfiðleikar sem nú steðja að aðeins tímabundnir og að brátt rætist úr. Hljótum við sem fyrr að binda vonir okkar við auðlindir hafsins og skynsamiega nýtingu þeirra. NOSTRADAMUS HINN NÝI Ognvænlegar spár Frakka nokkurs hafa vakið athygli víða um lönd ■ Nú um stundir er mikið rætt um hvers kyns spádóma, ekki síst vegna þeirra stórviðburða sem Orvvell ætlaði að yrðu orðnir á árinu 1984. En hér verður sagt frá tíðindum sem franskur spámeistari, Mario de Sabato að nafni, hyggur að muni gerast í náinni framtíð. lim þennan meistara, sem árið 1970 spáði falli íranskeisara og ofbeldisöld Kohmeinys og árið 1982 óróa á eyjum í Karíbahafi og eldi og ógnum í Líbanon, segja heimildir okkar að sé ekki deilt meðal spámanna hvers konar í Frakklandi. Eru þeir þó um 25 þúsund talsins og öfund og bakmælgi mikil í hópi þeirra. En hvað segir svo mcistarinn um viðburði næstu ára? Það má lesa í bók hans, sem út kom á fyrra ári. Hann ræðir þar að vonum mikið um Frakka og þær þjóðir sem þeim standa næstar og segir m.a. um Belgíu að eftir daga Baudouins konungs muni landinu verða skipt upp í flæmskt ríki, þar sem Bruxelle verður höfuðborgin og frönskumælandi ríki, þar sem Liée verður höfuðborgin. Antwerpen og nágrenni mun hverfa undir yfirráð Hollands og verður þar skattaparadís mikil. Bretland segir hann að eigi eftir að skiptast upp í fjögur minni lýðveldi, - írland, Skotland, Wales og England. Mun Charles prins þá verða neyddur til að segja af sér konungdómi. Eyjarnar Jersey og Guernsey munu hverfa undir Frakkland. En hvað um Frakkland? Áður en Mitterand fer frá mun koma til mikilla óeirða í landinu og þingið verður leyst upp. Mitterand mun notfæra sér 16.grein stjórnarskrárinnar, sem veitir forsetanum alræðisvald á örlagatímum og (lokaður inni í Elyséehöll) mun honum takast að afstvra valdatöku hersins. Stuttu síðar hverfur hann af sjónarsviðinu og herforingjar taka völdin í stuttan tíma. Þegar aftur kemst á friður mun þekkt kona úrstjórnmálaheiminum. Simone Weil. verða forseti Á Spáni verður ný bylting og Baskalönd og Katalónía verða sjálfstæð ríki. Óeirðir í Póllandi munu verða til þess að Rússar munu vaða inn í landið og veldur þetta miklum mótmælum hvaðanæva. Ameríkanar niunu nú hafa fengið rióg af Evrópu og draga sig í hlé að mestu frá öllum afskiptum af málum hennar. Þá munu V-Þýskaland og Sovétríkin gera með sér griðasáttmála og verður hann upptakturinn að þriðju heimsstyrjöldinni, segir de Sabato. Óvígur her frá A-Þýskalandi mun ráðast yfir landamærin og hertaka norður og miðhluta Þýskalands, en Baden - Wúrtemberg og Bayern munu veita viðnám. Sovétríkin munu taka Finnland og Norður-Noreg. Austurríki verður skipt upp og Vín lendir á sovésku hernámssvæði, en Innsbrúck verður höfuðstaður frjálsa ríkisins. Herir Varsjárbandalagsins ráðast inn í Júgóslavíu og mæta þar harðri mótspyrnu. Albanía, Grikkland og Tyrkland verða hernumin og sovéskt lið mun halda yfir Adríahaf, til þess að hertaka Róm. Fleygur (sovéskt hernámssvæði) mun liggja yfir miðja Ítalíu og Milano og Napolí verða höfuðborgir suður og norður Ítalíu. Síðasti páfinn (það er sem sé sá næst síðasti sem nú situr) mun leita athvarfs í Bandaríkjunum. Frakkland og Sviss munu verða hlutlaus og Frakkland verður mikil miðstöð flóttamanna alls staðar að. Landið mun samt flytja út mikið magn vopna. Sjóorrusta mikil verður háð á Eystrasalti. Það verða Danmörk, Holland, England, Sviss, Spánn og Portúgal, sem halda munu sínu eftir þessar hrellingar. Bandaríkin skipta sér ekki af þessum málum og þar verður ekki stríð. Hins vegar mun ógurlegur jarðskjálfti eyða Los Angeles og landsig verður slíkt að Las Vegas verður að hafnarborg. Kanadíska ríkið Breska Columbía mun sameinast Banda- ríkjunum og eftir daga Castro mun Kúba enn á ný halla sér að Bandaríkjunum. Eftir talsvert óróaskeið í Mið-Ameríku og á Karabíska hafinu, munu Bandaríkin ná áhrifavaldi yfir öllu þessu svæði. í Bandaríkjunum mun svartur forseti setjast að völdum, þá forseti af spænskum ættum og loks kona. Eftir ógurlegar kynþáttaóeirðir munu Bandaríkin fara að láta til sín taka í alþjóðamálum aftur. Nýtt varnarbandalag, Washington, - Peking, - Tokyo, verður sett á laggirnar. Það verða Kínverjar sem gerast frelsarar Evrópu. Þeir munu ráðast á Sovétríkin, sem munu nú verða að beita öllu sínu afli og þau munu kasta atómsprengju í grennd við Peking. Pólverjar gera uppreisn. Loks munu Sovétríkin verða að velli lögð og Kínverjar gera friðsama innrás í Evrópu. í mesta bróðerni verður mynduð Evró-asía. Mörgu fleiru spáir de Sabato, - en einhverjum mun nú þykja sem nóg sé kveðið í bili. „Mikið er ef'allt þetta skal eftir ganga,“ sagði Guðrún Ósvífursdóttir og á það við hér. (Ur Politikcn)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.