Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 18
ATKVÆÐA- SEÐILL Þrjár íslenskar hljómsveitir sem að þínu viti sköruðu fram úr á árinu 1982 1. _____________________________________________ 2. _____________________________________________ 3. _____________________________________________ Þrjár erlendar hljómsveitir sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982. Vinsældakosn- ingar Nútímans ■ Atkvæðascölar í vinsældakosningum Nútímans cru þcgar farnir að streyma inn til okkar og virðist þátttakan í ár ætla að verða mjög góð cn hcr birtum við atkvæðaseðilinn okkar í annað sinn. Við viljum aftur taka það fram að fjórir heppnir þátttakendur munu fá 4 Ip plötur að eigin vali þegar dregið vcrður úr innsendum seðlum um miðjan næsta mánuð, það er eina frá hverri af eftirtöid- um útgáfum. Steinar, Skífunni, Fálkan- um og Gramminu. Einhver benti okkur á hvort ekki væri hætta á að seðlar misfærust í pósti þar scm hið nýja útgáfufélag Tímans héti sama nafni og þessi poppsíða okkar og þá hvort ekki væri rétt að breyta nafninu á henni í Gamla kompantið eða þá Nýja hlutafélagið en við höfum ckki miklar áhyggjur af því og höfum ennfremur ákveðið að salta allar nafnbreytingar hjá okkur þar til málefni nýja félagsins liggja meir á hreinu en verið hcfur. Og þá cr bara að drifa sig í að rífa seðilinn út og senda hann á Tímann c/o Nútímann Síðumúla 15, Reykjavík. 1. 2. 3. Þrjár íslenskar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úrá árinu 1982 1. ___________________________________________ 2. __________________________________________ 3. _________________________________ Þrjár erlendar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. ________________________________________ 2. ________________________________________ 3. ________________________________________ Þrjú íslensk lög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. ____________________________________ 2. _____________________________________ 3. _____________________________________ Þrjú erlend lög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. 2. 3. Nafn:________ Heimilisfang: Atkvæðaseðillinn sendist merktur: Tíminn Co/Nútíminn, Síðumúla 15 J BYGGT Á NME OG SOUNDS Ur erlendu popp- pressunni ■ Trommuleikari Beach Boys Denn- is Wilson lést nú um áramótin. Hann drukknaði skammt undan ströndinni við Los Angeles cn þar var hann staddur á listisnekkju milljónamær- ingsins Bill Oster og fylgdi dauði hans í kjölfar daglangs drykkjusvalls um borð. í því miðju ákvað Dennis að stökkva frá borði með kafaragrímu og kafa cftir ýmsum hlutum cn er hann kom ekki um borð aftur hafði Oster samband við hafnarlögregluna sem fann svo lík Wilsons skammt frá snekkjunni. Dennis Wilson sem varð 39 ára í síöasta mánuði var fyrstur þeirra Be- ach Boys að koma fram með þá hugmynd að þeir hljóðrituðu „surf" lag. Arið 1971 lék hann svo í sinni fyrstu kvikmynd, með þeim James Taylor og Warren Oates í hinni mjög lofuðu mynd Two Lanc Blacktop og scx árum síðar varð hann fyrstur þeirra Beach Boys til að gera sólóplötu í „surf" stílnum Pacific Ocean Blue. En það var dekkri hlið til á lífi Wilsons, þótt Nancy Reagan hafi verið mjög hrifin af honum, hann þckkti morðingjann fræga Charles Manson og um skeið bauð hann Manson-fjöl- skyldunni að búa í húsi sínu á Sunset Boulevard 1968. Hann átti við drykkju- og dóperfið- leika að strfða í lífi sínu. einkum á seinni árum og missti m.a. af tón- leikum vegna þess, auk þess scm persónulegt líf hans beið hnekki af. En hvað um það, Ijóst er að hans verður sárt saknað af mörgum. ■ Steve Strange sést hér ieiddur á brott frá Camden Palace í morgunsárið í því sem NME kaliar fyrsta borgara- lega handtakan sem framkvæmd er af tveimur bjórbruggstöðvarhestum, af vakt. Meramar sögðu að fyrstu grun- semdir þeirra hefðu vaknað er Strange bauð þeim sykurmola sem síðan voru teknir til efnagreiningar. Eins og við gátum um fyrr hér var Strange „böst- aður“ á klósettinu í Camden af tveimur fallhlífahermönnum nokkra fyrir jól og reyndist þá hafa í fórum sínum dáldið af kókaíni. í tilefni þessa veitti NME honum ein verðlaun í árlegu yfirliti sínu fyrir árið 1983 þ.e.: „Hin fyrstu árlegu gullhúðuðu De Lorean snjódekk til Steve Strange fyrir þjón- ustu veitta efnahagslífinu í Kólumbíu1' eins og það var orðað. í New York ertu listamaður. Ef þú ert atvinnulaus í Los Angeles ertu leikari. í London eru allir atvinnulausir svo það skiptir ekki máli", Lydia Lunch 11.6.’83. „Ég hef labbað niður Oxford Street (án andlitsfarða) og fólk hefur komið til mín og spurt, ertu Boy George? Og ég hef sagt nei og það segir víst ertu það, lygamörðurinn þinn og hleypur á eftir mér" Boy George 30.4. ’83 „Eini svarti galdurinn sem Sabbath komst nokkurn tímann í var box af súkkulaði" Ozzie Osbourne 5.11, ’83 „Það er furðulegt hve mikið af fólki ég sé í London sem lítur út eins og ég. Jafnvel stelpur" Grace Jones 26.6. ’83 „UGH! UGH! UGGLE-UGGLE- UGGLE! Splork Ahhh! Phwerg! Kurt Vonnegut hlæjandi 26.3. ’83 ★ Leikstjórinn Steven Spielberg hef- ur komið mörgum á óvart með val á manni í aðalhlutverk næstu myndar sinnar sem fjallar um Peter Pan. Alfinn á sem sagt enginn annar en Michael Jackson að leika en hingað til hefur hlutverk þetta svo til eingöngu verið í höndum hvítra kvenmanna. ★ Aðrar léttgcggjaðar fréttir. að vestan, eru að Davjd Lee Roth (í Van Halen) hefur eytt sfðustu sex mánuð- um í að læra á og kynna sér skoskar strengjapípur. Sem betur fer er ekkcrt af þeim samt að finna á nýjustu plötu Van Halen 1984 sem gefin var út nú um áramót. ★ Og lítum nú á nokkur gullkorn sem sögð voru erlendis á síðasta ári: „Ég hcld að ég komi fram cíns og einfaldur sveitastrákur ha, ha.“ David Bowie 16.4. ’83 „Ef þú vilt verða stór í Bandaríkjun- um verðurðu að selja á þér rassgatið" Jah Wobble 30.7. ’83 „Við eigum ekki von á alvarlegum vandræðum - þau væru öll bjánaleg í uppþoti í þessum pilsum", lögreglu- maður sem fylgdist með „aðcins pils“ konsert King Kurt í Brixton 5.11. ’83. „Mitt álit á list; ef þú ert atvinnulaus ■ Clash lætur í sér heyra eftir langa þögn sem fylgdi í kjölfar úrsagnar Mick Jones úr svcitinni og segja eftir- lifandi meðlimir Clash, þeir Joe Strummer og Paul Simon að á árinu 1984 verði þeir „Out of control" eða stjórnlausir. Þetta er nafnið sem þeir hafa gefið röð iónleika sem þeir hyggjast halda í byrjun næsta mánaðar en hverjir eða hver nýi meðlimurinn er mun víst verða leyndarmál enn um sinn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.