Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 14
;s(>; n/ ikm ?\ SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1984 $£'•* EKKJAN HELT RÍKISUMBODSMANNINUM MED VINSTRI HENDI OG LÖDRUNGAÐI HANN MEÐ ÞEIRRI HÆGRI og taldi inótmadin af því sprottin, að fiskimönnum hefðu verið bornar rangar fregnir af atburðunum í Klakksvík. Á hinn bóginn þótti vissara að búa gæslu- sveitina undir harðari átök heldur en enn höfðu orðið: Það var tilkynnt, að henni hefðu verið látnar í té vélbyssurog stálhjálmar. og liðsauki var sendur frá Þórshöfn. Tólf lögregluþjónar höfðu komið þangað með færeyska millilanda- skipinu Tjaldi, er samstundis voru látnir fara til Klakksvíkur. Viggó Kampmann hafði ætlað að snúa tafarlaust heim að lokinni Klakksvíkur- förinni, enda átti danska þingið að koma saman þessa daga. En ekki var flugveður talið fyrr en 4. októbcr. Þennan sama dag og Kampmann komst heim tjáði H.C. Hansen þinginu, að þeir, scm staðið hefðu fyriróeiröum í Klakksvík, yrðu sóttir til saka. En fleira gerðist þennan dag. Bæjar- stjórn Klakksvíkur samþykkti brott- flutning kvcnna og barna, og stjórn Þjóðveldisflokksins sncri sér til ríkis- stjórnar Noregs, Islands og Brctlands með þau tilmæli, að þær Icituðu cftir því við Dani, að sctuliðið í Klakksvík yröi flutt brott. áður cn til mannvíga drægi. Samkvcldis hófust handtökur í Klakksvík. Þá voru tveir menn hand- samaöir, cn tuttugu dcgi síðar. I Klakks- vík var lítið um fangageymslur, og í fangahúsinu í Þórshöfn var ckki rúm fyrir flciri en fimmtán mcnn. Voru því þeir fanganna, sem mcstur slægur þótti í, færðir út í Hrólf kraka og hafðir þar í haldi í umsjá sjóliðanna. Næstu daga bar margt til tíðinda. Fiskimcnn frá Klakksvík tóku að snúa heim, og við og við urðu skærur í bænum. Vörubílstjóri, sem tekiö hafði að sér að aka farangri lögreglusvcitarinn- ar úr Hrólfi kraka í bækistöðvar þær, er hún hafði tekið sér í bænum, varð að biðja um vcrnd að loknu vcrki.cn þóttist samt ekki óhultari en svo, að hann flúði til Þórshafnar að fáum dægrum liðnum. Eina nóttina var nöglum drcift á götur Klakksvíkur. Lögreglusveitin hafði þánn sið að aka bifreiðum sínum á ofsahraða um bæinn, þegar til uppþota kom, cn nú sprungu hjólbaröarnir, svo að þcssari aðferð varð ekki heitt. Þcssa sömu daga tóku að berast svör ríkisstjórna þeirra, sem Þjóðveldisflokk- urinn hafði snúið sér til. Allar vísuðu þær tilmælunum á bug, og mun ríkis- stjórnin íslcnska hafa tckiðsérskcmmst- an umhugsunarfrest - tvo daga. Bretar synjuðu þar á ofan um stórlán, sem í samningum var. að þeir vcittu til fram- kvæmda í Færeyjum, og báru viö ótryggu ástandi. 8. októbersamþvkkti .lafnaðarmanna- flokkurinn færeyski mótmæli og krafðist þcss, að frcigátan Hrólfur kraki færi hið bráðasta brott. Hann krafðist þcsscinn- ig. að landstjórnin scgði af sér. Mót- mælafundirnir ráku hvcr annan víðs vcgar um cyjarnar. En því fór fjarri, að yfirvöldunum væri neinn undansláttur í huga. Og nú var tekin upp ritskoðun á öllum skeytum, sem scnd voru skipum á hafi úti, og stöðvaðarallarfrcttascnding- ar frá Klakksvík aðrar en þær. er frá lögregluliðinu komu. Yfirheyrslur nokkrar höfðu fariö fram, og II. október voru fjórir eða fimm Klakksvíkingar handteknir til við- bótar og yfirheyrðir fyrir luktum dyrum. Olli sú málabrcytni miklum kviksögum og vakti jafnvel þann grun, að ekki væri allt með felldu um rannsóknaraðferðirn- ar. Æsingar voru nú svo miklar víðs vegar um Færeyjar, að flestu, scm sagt var danska liðinu til hnjóðs, var undir eins trúað. Maður sá, sem tekist hafði á hendur lögfræðilega málsvörn fyrir Klakksvíkinga, bar fram þá kröfu. að fangarnir í Hrólfi kraka væru fluttir til Þórshafnar. þar eð þeir sættu vondri meðferö í skipinu. En henni var vísað á bug og rökstuðning- ur sagður fjarri réttu lagi. XIV. Það var ákveðið, að rúmlega þrjátíu menn skyldu sæta ákæru. En nokkurt vandamál reyndist að finna hæfan dóm- ara. Rindahl sórinskrifari varð að víkja úr dómarasæti sökum þess, að hann var einn þeirra, sem Klakksvíkingar gerðu afturreka um vorið, og síðan var fjórum vísað frá á þeim forsendum, að þeir hefðu á einhvern hátt verið við málið riðnir. Loks var setudómari sendur frá Kaupmannahöfn, og hét sá Dyrborg. Fór málareksturinn að mestu fram í Þórshöfn, því að Klakksvík þótti ótrygg- ur staður. Sakborningar reyndust örðugir við- fangs sem vænta mátti, þverir í svörum og harla tregir til meðkenningar. Þó var þar ein undantekning. Jörgina sú, sem barði ríkisumboðsmanninn í óeirðunum 27. september, dró enga dul á hlutdeild sína og storkaði valdsmönnunum með opinskáum játningum. Hún varð á samri stundu fræg um mörg lönd. Valkyrjan Klakksvíkur-Gína komst á hvers manns varir þessa haustdaga, og í Klakksvík hlaut hún aðdáun allra. Þegar hún var spurð, hvort hún hefði barið ríkisumboðsmanninn, kvaðst hún vissulega hafa gert það- ekki einu sinni, heldur að minnsta kosti tvisvar. Dómar- inn spurði, hvort hún teldi sig ekki hafa unnið til refsingar með því athæfi. „Það er eftir því, hvernig á það er lítið,“ svaraði Gína. Dómarinn byrsti sig og spurði á ný: „Frömduð þér refisvert athæfi?" Gína reisti sig á móti honum og svaraði fastmælt: „Nei.“ „Þekktuð þér manninn, sem þér börðuð?" spurði þá saksóknarinn. „Nei. Ég sá hann þarna af tilviljun, því að ég lenti inni í mannþvögunni. Ég spurði, hvað embættismennirnir hefðu gert af sér, en enginn svaraði mér. Hvers vegna segja þeir það ekki sjálfir, hugsaði ég, og spurði þann þeirra, sem næstur mér stóð. Seinna kom upp úr kafinu, að það var ríkisumboðsmaðurinn sjálfur. En hann svaraði mér með því að hreyta í mig skætingi: Haltu kjafti, sagði hann. Mér fannst ósæmilegt að tala þannig til konu, svo að ég rétti honum tvo snopp- unga - annar lenti á vanganum, en hinn undir hökuna.“ „Er nokkuð hæft í því, að þér hefðuð helst viljað löðrunga landlækninn?" spurði saksóknarinn. „Ja - úr því að ég var einu sinni byrjuð á þessu, hefði ég ekki verið frábitin því að veita honum ráðningu líka. Ég er honum reið vegna framkomu hans í máli Halvorsens." Ríkisumboðsmaðurinn var ekki jafn- hreinskilinn og Gína. Hann vildi alls ekki kannast við, að hann hefði sagt henni að halda kjafti. Hann kvaðst líka hafa talið þrjú högg, en ekki vitað, hver greiddi þau, og á Gt'nu bar hann ekki kennsl. Gína var kölluð inn til þess að hlýða vitnisburði ríkisumboðsmannsins. Hún kinkaði rösklega kolli til hans um leið og hún gekk hjá honum. Þegar hún var komin í vitnastúkuna, sagði hún: „Það var ég, Jörgína Símundsen, sem barði ríkisumboðsmanninn með minni hægri hendi, en hélt honum föstum með vinstri hendinni." XV. Það tók að gerast tíðindasamt í Færeyjum, þegar leið á þennan mála- rekstur. Nótt eina í byrjun nóvember- mánaðar urðu miklar róstur í Klakksvík. Þær hófust með því, að tveir drukknir menn gerðu sig heimakomna í varðstöð lögregluliðsins danska. Létu þeir ófrið- lega og köstuðu ómjúkum orðum á Danina. Þessu lyktaði með því, að annar maðurinn var handtekinn. Seinna um kvöldið tóku ungir menn í bænum að hópa sig saman. Gengu þeir um göturnar í flokkum, syngjandi færeyska söngva, og héldu að lokum syngjandi og hróp- andi niður á bryggjuna, þar sem Hrólfur , kraki lá. Gerðu þeir tilraun til þess að ráðast út í skipið, en urðu að hörfa undan sjóliðunum, og hófst þá bardagi með grjótkasti og sviptingum. í þessari viðureign handleggsbrotnaði einn lög- reglumaðurinn. En ekki var þó allt búið. Nokkru eftir að kyrrð komst á, kvað við sprenging svo mikil, að margir bæjarbúar, sem til svefns voru gengnir, vöknuðu við. Hafði dýnamítsprengja sprungið undir gafli gamals dómhúss, sem var um þessar mundir í eigu eins ráðherrans, Hákonar Djurhuus. Hafði hann leigt lögreglu- sveitinni húsið. Var hún búin að flytja þangað nokkuð af farangri, en enginn lögregiumannanna hafði tekið sér þar bólfestu, er þetta gerðist. Eftir þetta var kyrrt að kalla um hríð, þótt viðsjár væru með mönnunum. En steininn tók úr, þegar dómar voru kveðnir upp yfir sakborningunum 15. nóvember. Þeir voru miklu þyngri en menn höfðu gert sér í hugarlund. Hans Fischer Heinesen hafnarstjóri var dæmd- ur til átján mánaða fangelsisvistar og Viggó Joensen, varaforseti bæjarstjórn- arinnar, til sex mánaða fangelsisvistar. Þriðji maðurinn, sem talinn var hafa verið í forystuliði Klakksvíkinga, Jens Kristján Símunsen, var sýknaður sökum ónógra sannana. Jörgína Símunsen, sem ein allra sakborninga játaði á sig mis- gerðirnar, hlaut skilorðsbundinn dóm, Þriggja mánaða fangelsisvist. Þrír aðrir voru dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið og tólf hlutu skilorðs- bundna dóma, auk Gínu, flestir tveggja mánaða fangelsi. Síðan var þessum dóm- um áfrýjað til yfirréttar. Það vakti engu minni gremju en dómarnir sjálfir, að jafnskjótt og þeir höfðu verið birtir, voru menn sendir til Klakksvíkur til þess að sækja Heinesen og flytja hann til Kaupmannahafnar. Honum einum var ætlað að sitja í fangelsi í Danmörku, en aðrir áttu að afplána sekt sína í Þórshöfn, þegar klefar losnuðu í fangahúsinu þar. Urðu róstur í Klakksvík, er Heinesen var sóttur, þótt ekki kæmi beinlínis til bar- daga. Horfði nú svo ófriðlega, að afráðið var að fjölga enn lögreglumönnum í Klakksvík og víðar í Færeyjum. Degi síðar en þetta gerðist, mönnuðu Klakksvíkingar átta stóra vélbáta og héldu tvö hundruð saman til Þórshafnar. Gekk ftmm manna nefnd undir forystu Póls Ólsens bæjarstjórnarfulltrúa á fund Djurhuus lögmanns og bar fram þá kröfu, að Hrólfur kraki færi tafarlaust frá Klakksvík og Halvorsen yrði heimil- að að sækja um yfirlæknisembættið. Voru Klakksvíkingar svipþungir og liðmargir og áttu sér enda mikla liðsvon í Þórshöfn, og þótti lögmanninum hyggi- legast að heita því að leggja þetta fyrir ríkisstjórnina dönsku. Jafnvel tveir ráð- herranna, Hákon Djurhuus og Eðvarð Mitens, gerðu það að tillögu sinni, að Klakksvíkingar yrðu þjálfaðir til gæslu1 og látnir taka við af danska liðinu. Heima í Klakksvík var ókyrrð mikil. Raflínur voru rofnar og veitst að danska liðinu hvað eftir annað með ókvæðisorð- um og grjótkasti. Við og við kváðu við sprengingar, þótt ekki yllu þær tjóni. En þetta var ekki heldur nema upphafið. Og nú var víðar gripið til örþrifaráða en í Klakksvík. Að kvöldi hins 18. dags nóvember- mánaðar var kona Kristjáns lögmanns, Djurhuus við vinnu í eldhúsinu á heimili þeirra hjóna. Skyndilega kváðu við mörg; skot, sem smullu á húsinu. Þegar að var! gætt, fundust göt eftir fjórar kúlur á vegg hússins, og höfðu þær allar farið inn í svefnherbergi á efri hæðinni. Sumar1 höfðu meira að segja lent þar í rúmi. Þótti sýnt að skotið hefði verið úr; skammbyssu úr brekku ofan við húsið. Lögmaður var ekki heima sjálfur, er þetta gerðist, og stjórnaði sonur hans leit að árásarmanninum. Sú leit bar ekki neinn teljandi árangur. Fyrir sökum var þó síðar hafður sjómaður sem hét Hjálmar Ólsen. Tveimur eða þremur dögum síðar var sprenging í lögreglustöðinni í Klakksvík. Laskaðist hún stórlega, og þrír menn nokkuð. En víðar hafði danska liðinu 'verið hugsuð þegjandi þörfin. Hákon Djurhuus var þennan dag í Klakksvík að líta eftir eignum sínum. Kom hann í hús það, sem hann hafði leigt lögreglusveit- inni, og svipaðist þar um. Meðal annars fór hann niður í kjallarann og opnaði sótloku á reykháfnum. Sá hann þá liggja þar dálítinn böggul, og var við hann tengdur þráður, sem sýnilega hafði verið kveikt í. Dró hann þarna út tvö pund af dýnamíti, og hafði það komið í veg fyrir’ stórkostlega sprengingu, er sundrað hefði húsinu, að neistinn hafði kulnað í þræðinum, áður en hanri komst í sprengiefnið. i Þessir atburðir og margir aðrir, sem minna kvað að, skutu mönnum skelk í bringu. Er það í frásögur fært, að enskur skipstjóri, sem var í Klakksvík leysti landfestar og forðaði sér þaðan brott hið, skjótasta, þótt nýkominn væri til hafnar vegna bilunar í skipinu. Hafði hann fyrst| bannað áhöfninni landgöngu, en þegar misbrestur varð á því, að landgöngu- banninu væri hlýtt, þótti honum ekki vogandi að vera lengur í höfn í Klakksvík. Eins og nærri má geta sat landstjórnin færeyska mjög á fundum þessa daga, og munu menn vart hafa verið á eitt sá ttir um það, hvers æskja skyldi. En ríkis- stjórnin danska tók af skarið. Álit henn- ar var, að síðustu atburðir í Færeyjum. væru þess eðlis, að ekki kæmi til mála,: að kalla gæsluliðið heim. Og áður en| nóvembermánuður var úti, kom fimm-| tán manna lögreglusveit til Færeyja til þess að leysa af hólmi helming lögreglu- liðs þess, sem dvalist hafði í Klakksvík. Fylgdu þessum hópi fjórir sakamálafull- trúar, sem áttu að rannsaka sprengjutil- ræðin og önnur skemmdarverk, semi framin höfðu verið. Mun Sambands- flokkurinn að minnsta kosti hafa verið þessu fylgjandi, og í blaði hans, Dimma-' lætting, var mælt með því, að lögreglu- liðið yrði kyrrt. | ! Og svo varð. Danskt lögreglulið átti þar alllanga setu og úti í Danmörku var skipuð nefnd til þess að gera tillögur um nýskipan færeyskra lögreglumála. Hún skilaði ekki áliti sínu fyrr en veturinn' 1957. Þá var Klakksvíkurdeilan henni enn svo rík í huga að lagt var til, að lögreglumönnum í Færeyjum yrði fjölg-. að um átján, sextán varalögreglumenn hafðir til taks að auki og nýtt fangahúsl byggt. Var í nefndarálitinu einkum talin! þörf á auknu lögregluliði í Klakksvík. Smám saman lægði þær öldur, sem, Klakksvíkurdeilan hafði hrundið afstað, en þó voru lengi miklar viðsjár með mönnum. Meðal annars setti ólgan í, landinu mjög mark sitt á átök stjórn- málaflokkanna. Þjóðveldisflokkurinn greip til þess ráðs að safna almennum undirskriftum að áskorunum til land- stjórnarinnar að segja af sér og láta fara fram nýjar kosningar. Upp úr miðjum vetri 1956 höfðu á fimmta þúsund fær- eyskra kjósenda undirritað þessi gögn. Landstjórnin stóð þetta veður að vfsu af sér. Varð það mótleikur hennar að fitja upp á ýmsum réttindakröfum. Fór hún þess á leit, að Færeyingar tækju sjálfir öll umráð kóngsjarðanna í sínar 'hendur, og komst lögmaðurinn, Kristján Djurhuus, í því máli í andstöðu við flokk sinn, er ekki vildi gera slíka kröfu. Litlu síðar voru borin fram þau tilmæli, að færeyski fáninn yrði dreginn að húni á aðalsjúkrahúsi Þórshafnar við hlið danska fánans, og samþykkti sjúkrahús- stjórnin það gegn atkvæði stjórnarfull- trúa Sambandsflokksins. Meðan stjórnmálaflokkarnir tefldu þannig tafl sitt, var yfirrétturinn önnum kafinn við að rannsaka, meta og vega málstað Klakksvíkinga þeirra, sem fyrir sökum voru hafðir. Þegar kom fram í marsmánuð, tók að hilla undir málalok, og 24. marsmánaðar var dómur yfirrétt- arins gerður kunnur. Voru nú fjórir sýknaðir, er áður höfðu verið sekir fundnir , og var annar aðalforingi Klakksvíkinga, Viggo Joensen, einn þeirra. Níu dómar voru staðfestir, en aðrir mildaðir, sumir til muna, og þótti fréttnæmast, að fangavist Hans Fischers Heinesens hafnarstjóra var stytt úr átján mánuðum í eitt ár. Dómur gekk einnig í máli Hjálmars Ólsens, og var hann sýknaður af þeim áburði, að hann hefði skotið á hús Kristjáns lögmanns Djur- huus. Senn leið að vori í Færeyjum. Hlýr vindur kom af hafi og gældi við hvass- brýndar eggjar og rismikla múla hins sumarfríða eyríkis. Og það var sælt að vera til: Líðirnar stóðu fullgrönar. Tær smáu, yndislegu smædnu fjallablómurnar ruku, so tað kandist um allan hagan, og í neðra var böurin litaður við öllum litum av urtum. Fuglurinn helt sær á gleim í haganum, við strondina, á sjónum og í berginu. Tað var summar við lít.“ Og þegar sumardýrðin stóð sem hæst, opnuðust dyr húss eins í Kaupmanna- höfn, sem fæstir kjósa sér kynni við, og út gekk vörpulegur maður. Þetta var Hans Fischer Heinesen frá Klakksvík að kveðja þá stofnun, er hann hafði nauð- ugur gist um hríð. Hann hafði setið í fangelsinu í sex mánuði í tveimur lotum. Þeir sex mánuðir, sem eftirvoru, höfðu verið felldir niður. Hann kom heim til Klakksvíkur um miðjan júlímánuð. Bæjarstjórn Klakks- víkur hafði brugðið við, er hann var sloppinn úr fangelsinu, og látið þau boð: út ganga, að hafnarstjórastarfið biði hans, ef hann vildi taka við því á ný. Hann vissi því, er báturinn bar hann norður eyjasundin, að tryggð Klakksvík- inga hafði ekki brugðist honum. En varla hefur hann þó órað fyrir því, sem beið hans. Á bryggjunni í Klakksvík var fjöldi fólks, líkt og þegar embættismennimir í Þórshöfn gerðu þangað ferð sfna árið áður. En þessu fólki var síst í huga að banna honum landgöngu. Við land- göngubrúna hafði verið reist heiðurs- hlið, skreytt blómum, og upp frá því tvöföld röð færeyskra fána. Fanganum frá Kaupmannahöfn var fagnað, sem þjóðhetju. Fagnaðarhrópin glumdu við, þegar hann gekk upp á milli blaktandi fánanna. Enginn maður hafði nokkru sinni fyrr verið hylltur svo ákaft í Klakksvík. Það voru margar ræður flutt- ar þennan dag, mikið sungið og mikið dansað. En ekki alheimtu Klakksvíkingar: Einn var sá, sem aldrei kom. Það var læknirinn þeirra ástsæli - Oluf Halvor- sen. Kaupmannahöfn tók hann frá þeirm * Hér verður nú látið staðar numið óg ekki fleira sagt af uppreisninni í Klakksvík, þótt fjarri fari því, að öllu hafi verið til skila haldið. Hennar verður áreiðanlega lengi minnst af mörgum ástæðum. Hún gerði strik í lífsreikning margra manna og hafði margvísleg áhrif á framvindu mála. Hún var brosleg fyrir þær sakir, hve upphaflegt tilefni hennar var smávægilegt: Þjark um sex hundruð krónurdanskar. Kostnaður danska ríkis- ins af málinu nam þeirri fjárhæð þúsund- faldari og meira til, áður en lauk. En hún var líka mjög alvarleg, því að varla munaði hársbreidd, að til hryllilegra atburða drægi en saga Norðurlanda kann frá að greina á friðartímum á síðari öldum. Herskipið Hrólfur kraki kemur, — lögreglan ræðst til landgöngu í Klakksvík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.