Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.01.1984, Blaðsíða 13
 . ■ í síðasta blaði hófum við að segja frá átökunum í Klakksvík árið 1955, en þær urðu til þess að Klakksvíkingar komust í heims- fréttirnar, þar sem lá við blóðugum átökum við danska lögreglu og her. Deilurnar spruttu af því að Danir hugðust svipta hinn vinsæla lækni Klakksvíkinga, Oluf Halvorsen, embætti sínu, vegna lítilsháttar ágreinings og skipa nýjan mann í hans stað. Slógu heimamenn þá skjáldborg um lækni sinn og ráku nýja lækninn og æðstu valdsmenn eyjanna brott eins og þunda, er þeir komu að hrinda málinu í framkvæmd vorið 1955. Var danskt lögreglu- skip sent til eyjanna og danski fjarmalarað- herrann, Viggo Kampmann, flaug frá Kaup- mannahöfn að miðla málum. Ekki skarst frek- ar í odda að sinni og var nú kyrrt um sumarið. En er haustaði færðist fjör í leikinn að nýju og tökum við nú til þar sem f rá var horf ið: IX. Við þessi tíðindi lægði mjög ólguna í landinu, og flestir drógu andann léttar. Þcgar Kampmann hét því svo afdráttar- laust, að lögregluskipið skyldi ekki látið fara til Klakksvíkur, aflýstu verkalýðs- samtökin allsherjar verkfallinu síðari hluta sunnudagsins 1. maí. Halvorsen lét það og uppi, að hann féllist á að fara brott um sinn og koma ekki til Klakks- víkur næstu þrjá mánuði. Fylgdu þeirri fregn þær sögur, að hann hefði fengið syrktarfé*frá íslandi og Englandi, en aðrir skýrðu svo frá, að hann hefði sótt um íslenzkan og enskan ferðagjaldeyri. Var í almæli, að hann ætlaði til íslands og þaðan til Englands. Þó munu allar getgátur um íslandsferð hans hafa verið uppspuni einn. Kampmann sneri sem skjótast til Kaupmannahafnar, en átti þar skamma viðdvöl. Danska stjórnin veitti honum umboð til þess að Ijúka samningum við Klakksvíkinga, og þegar það var fengið, hóf hann ferð sína að nýju. Nokkrum töfum varð hann enn fyrir af völdum veðurs, en þegar til Þórshafnar kom, settist hann undir eins að samningaborð- inu. Stóð í talsverðu þófi í nokkra daga, en að kvöldi 9. maímánaðar tókust bráðabirgðasamningar, sem færeysku ráðherrarnir, ríkisumboðsmaðurinn, fulltrúar bæjarstjórnar Klakksvíkur og Kampmann sjálfur undirrituðu. Voru það höfuðatriði sáttmálans, að Halvorsen skyldi víkja um stundarsakir og tveir danskir læknar taka við störfum í hans stað, en síðar skyldi hann eiga kost á að hreppa yfirlæknisembættið, ef hann sækti um það. Lofaði bæjarstjórn Klakksvíkur að hvetja hann til þess að jafna sakir sínar við læknafélagið danska, svo að ágreiningur hans við stéttarbræður sína yrði því ekki til fyrirstöðu, að deilan leystist farsællega. Yfirvöldin áttu að hlutast til um það, að unnt væri að auglýsa embættið á löglegan hátt. Maður skyldi valinn til þess að ákvarða, hvort ástæða þætti til þess að lögsækja þá Klakksvíkinga, sem einkum höfðu orðið berir að megnum mótþróa við færeysk yfirvöld, og skyldi þá haft í huga, hver voru tildrög deilunnar. Loks voru góð orð höfð um það, að lögum um val manna í færeyskar sjúkrahússtjórnir skyldi breytt á þann veg, að þrír stjórnar- menn af fimm yrðu framvegis kosnir í sjúkrahúsumdæmunum sjálfum, svo að fulltrúar yfirvaldanna hefðu þar ekki meirihluta. Öll var þessi sáttargerð fremur losara- leg, en vafalaust hefur verið torvelt að ná samkomulagi um afdráttarlaust orða- lag. En hún varð þó til þess, að miklum voða var bægt frá dyrum manna - í bili. Klakksvíkingar afléttu nú hafnar- banninu. Skipin sem lágu um þveran Voginn, voru færð á venjulega skipa- legu, duflin tekin upp og girðingar allar rofnar. Sprengiefni og púðri var skilað réttum eigendum, eftir því sem tök voru á, og skotvopn öll og hvalaspjót lögð fil hliðar. Fiskveiðar hófust á ný, og starfs- önn tók við af hervæðingu. Allt féll aftur í þann farveg, sem lífinu í Klakksvík var eiginlegur. X. Tveir danskir læknar höfðu þegar verið fengnir til þess að taka við störfum af Halvorsen. Hét sá Jordahl, er vera skyldi yfirlæknir sjúkrahússins, en að- stoðarlæknir hans Jarim. Þeir höfðu beðið málalokanna og héldu þegar til Klakksvíkur þriðjudaginn 10. maí. Var þar allt með kyrrð, er þeir komu þangað. Þeim var að vísu fálega tekið, en enginn varð til þess að áreita þá í orði eða verki. Halvorsen var nýfluttur úr læknisbúst- aðnum, viðbúinn komu þessara stéttar- bræðra sinna Og landa. Tók hann mjög sæmilega á móti þeim, sýndi þeim sjúkrahúsið og tæki þess, kynnti þá fyrir sjúklingunum og sagði grein á meinum þeirra manna, sem í umsjá hans voru. Kvaddi hann síðan arftaka sína með virktum, fór til Þórshafnar samdægurs og steig þar degi síðar á norskt skip, sem var á förum til Englands. Fulltrúar Klakksvíkinga, sem átt höfðu í samningunum, fóru heim þennan sama dag, og 12. maí uppfyllti bæjar- stjórnin þá skyldu, sem hún hafði tekið sér á herðar: Hún skrifaði Halvorsen bréf og lagði að honum að sættast við læknafélagið danska, svo að ágreiningur- inn við það yrði góðum málalokum ekki til fyrirstöðu með haustinu. Lögregluskipið, Parkeston, hafði legið á Skálafirði á meðan deilurnar voru hvað harðastar. Var engum manni af því hleypt á land, og átti áhöfnin ekki önnur skipti við Austureyinga en þau, að hún fékk þar einu sinni vatn. En þegar vonir glæddust um sættir var brugðið á annað ráð. Þá tók skipið að leita hafnar hér og þar. Hefúr það þó tæpast verið hyggileg ráðabreytni, því að lögreglusveitin var sem fleinn í holdi mikils fjölda Færeyinga, einnig mjög margra stuðningsmanna stjórnarflokk- anna, enda fór orð af því, að móttökurn- ar hefðu víða verið næsta kuldalegar, svo að ekki sé meira sagt. Á einum stað brá þó út af þessu. Það var á Þvereyri á Suðurey. Þar var gestum forkunnarvel tekið og slegið upp fagurri veislu. Ef til vill hefur það einmitt verið sú andúð, sem lögreglumönnum var sýnd á hinum nyrðri eyjum, sem hrærði Sambandsflokksmennina á Suðurey til þessa gestfagnaðar. En meðfram hafa þeir kannski haft í huga nærveru Viggós Kampmanns, sem þá þegar var einn af fremstu stjórnmálamönnum Dana-ráð- herra á framabraut í ríkisstjórn, sem var föst í sessi. Þetta varð mikill mannfagnaður. Blaðið Færeyingatíðindi, sem raunar mun ekki hafa verið sérlegt málgagn Klakksvíkinga um þessar mundir, sagði svo frá: „Sveitarstjórnaroddvitinn, C. Elíasen, flutti hrífandi ræðu, sem snerta mátti streng í brjósti hvers manns, þegar hann bauð Danina velkomna." Síðan var kveðjustundinni lýst. Þjóð- söngvar Dana og Færeyinga ómuðu út yfir höfnina, og að lokum kváðu við gjallandi húrrahróp, er skipið seig frá bryggju. XI. Sumarið 1955 leið í friði og spekt. Hinir ötulu, færeysku fiskimenn sigldu skipum sínum á fjarlægar veiðislóðir - sumir á íslandsmið, aðrir við ströndum Grænlands. Það gerðu þeir ár hvert, og sumir höfðu aldrei notið sumars heima í Færeyjum síðan á bernskudögum. Lögþingið kom á ný saman á Ólafs- vöku, 29. júlí. Þetta var925. árstíð Ólafs helga, sem mestur hefur dýrlingur verið með Færeyingum. I Þórshöfn var fjöl- menni að vanda á Ólafsvökunni, og hvarvetna ríkti gleði og glaumur. Kappa- kvæðin voru sungin við raust, dunandi dans næturlangt, hjal og hjúfur úti í mildu húminu, þar sem ungir vinir áttu þráðan fund. Og roskna fólkið - eina sumarnóttu varð það ungt í annað sinn við söng og dans og vinagleði. Þegar glcðin var úti, hófst starfsönnin. ykistrík, liríAJadaiinti 2§. apríi Í935. *im 9$ nm Áfgreiiilusiwi J ***** t) PrtnUxúBita Kdd*. ^ n.mv* Samningar í Klakksvíkurdeil- unni hófust seint í Daiisíiit k^rr}<Iuní ift á iaitd* — 1: i*rð sSrw^til rsr'feyja ... , , ... , . , , ...... . j skyr.úi*. cr bes&u atfcurdi HlnlíkK'i iliinjjíir hnfa Inkað ÍKffnimil ntnft 0j? \zrð hanu nd JueU ttonthmi Ittgurum vafnaíV Knmnseinfntim •við ^ hftnx ~ m ; y,;r t>0‘V*r.íi tU Dan.'LK. VTD—25. Jipril. n.^.u^tjörrtín « KlaMtsvfk j htUAÍfts., Kcsn ÍtVíitftaður þiw, br-nilj i dai; i l .crf yjum bHAuj um. *é ar < clönska yrdu upp «san>nl»»s'hvWrívð«ir í tapkmtricUumú, *<*m''étiaxt heflr j rtiítufhringjanum ó{? fóru ii vrrftf siíu'íu tté brvtíst út » blöðuyum bardaga m»lU : hús» ríkíumboðKmunr.ski>. dftnska l«rre*ful»ð*lr«v w«i, knmld vr <11 ryjantnt, «g hrt««a- J>ungað V.tun <»lrtnlg iand. m.inna i Rlskktvik. Var htiðnl bvxsj byggé á jtvi. að komj*; .tjórnJn i)\ fundar og ta m*< vrði í reg fyrir buutukjra atburðl. Munu \;;mnlngaviðr;cðnr ur verkal>ðs»ambandstn. haía byrjað i kvöld, j kom hangaó með kröfum si« L&mUsiJórriir* i bór^hófn j t Skólaflrð*. !um damika lögrtt^lulu jw.vvuru Uíxniitínrr!! Skip-ð P-DkCxSton. sem kom-i^ þt^ar he{m. I gmi Jíegar jðiiva tt, ó;? samíijnis-; rncð 520 danska fðgrðklu-1 varS að fara frá skaut tlanska stjðrnin ú jtumil: menn Ul Fsorcyja knm tlí i vegna veðurs og lugði.: tM ;\ð othuga, hvernig hún i hór<.hafnar a j>unmtda:rsmorg \} ^káíafirði *tm af Þðrshöf: Uðti hóat uniúð að aamkomu lagt íVíiusrs váf aiit kyfrt á Fívroyjum l dag, e«> bá var fðnatíagur heirra. o« sérstak Jesra hðUðiegur i»aíd5nn« | véf na að n«j eru 15 é» ] iíðin «lðan B?etar vtður- j kemtdu h*r*y&ka i Riglingafána. j Iflualnð á aímlöl. ; Bn Nð er erfHt að fá nán- \ ar fregrúr af því. aem er að íbrast i Klakksvile i þv»j >ð DðsJháturínn. sem gengur; míU* Klakkavikur P6rs-\ áafnar var *tcðvað«r \ Kiakkaj vík. og i Kíakksvik er hiost- j xð á m simtoi, Jaínvel roí löggor það har exm, og e | ekkl vitað, hvemer eða hvor j för t*I Kiakkíivikur er ráðh ( <Fíamh;Uð á 2. ríCni- Síðustu fréúirs Selnt i lyagðl ii frött frá NTK, nö rímstl betrt líkur tti fHðsamleffmr j Iaas«af himidr h*im deHti,; eg wmninsxvmæðiir hefj-j ost fyrir olvdru á JJriðja* j for- Imu. • “?na- börnum A SíhmffapolU o* t^rkvoldl » »..« mti for- :Kumba«vog. S,]. sunnndS » vtLh.«».rZZrJZ....... ' Þ" voru Öínd lemrltii Börnura boðið i ÞjoðleikhúsiÖ ston hetir íc»gt« skiptm Kmi <*< IfHja um «in„ kyr't i Skilafiríl. Petur ng ulfurtnn og pimn« Ismm, K«rnit!, sr>m boöu idttu, voru so tu aa AiHi , íorraSumenn helmUanru. « ct þurta þyklr. og tr Þ»i «»• Meö b»J kom einn)K DJtnjsenda þjððleilttt6«»:jtei. annt aft ti gremiicgar; huus larmuður trá Kaup- * bntú ttakÍEir íyrir rausn hon.' ;r:*gnír ]mm%. i Manhuhöín. <•„ liann hatV ’ og hlíhug i gar» bart-.anr.a liotos oiísherjorvrrkfoti*. j ;:a.*mm:ióf-r.igsm>'w;ir««*-»wt«n.i*iiw«..«:*.jM k'tiodir voru haldttlr í <l«s »8i i>a«. hv-ort hoía skjltt, «lishrrjarvtí'!tfa!l, ort rnsar rtkyór&nir hsto vrr* tft trkttor utn þáft r„„.; Stjérn vr’kaiy«ssomhí.'-t4s' ín. hrfir 'rttfi á ftínd* os; rfmtl* stjjrn atvioniírok Margir tugir trillubáta gerö- ir út frá Akranesi í sumar Fei trépmiítra TJmahs'i ’^kráitrsl, Afll Akr.tmvhata rr heldur trrjur þessa tlajana, rnd:t oft rndasttmbom'rlns, os .5™ ‘í‘*nrtr rae* ,~4 br»l sombönd hofo tamrU, V,£ «0 og Flskimaonofeiaj! '1*ran's °« afl3« * l>*f- Farrryjo. AfM triUubáta, tm sttmda j handfseraVeí5ar, rr mj«s gd<: Tíminn sagði frá átökunum frá degi til dags. Og þá skaut líka Klakksvíkurmálið upp kollinum á ný. Svo gat sem sé farið, að það yrði þungt í vöfum og sumt réðist á. annan veg en stefnt hafði verið að þá vordaga, er Viggó Kampmann átti í Færeyjum. Landstjórnin hafði átt að hlutast til um, að Rubæk Nielsen, hinn stjórnskipaði sjúkrahúslæknir Klakks- víkinga, þótt aldrei tæki hann við því embætti, segði formlega af sér, svo að það yrði skipað á ný með löglegum hætti. Þetta hafði iíka verið gert, en Nielsen fór undan í flæmiiigi og lést vilja vita, hvað réttarrannsókn í Klakksvík leiddi í ljós, áður en hann afsalaði sér cmbættinu að fullu. Á hinu bólaði ekki, að landstjórnin beitti sér fyrir því, að lögþingið breytti lögunum um skipun sjúkrahússtjórna í Færeyjum á þann vcg, að umdæmi fengju meirihlutavald, svo sem sumir töldu, að hún hefði lofað. Ráðherrarnir könnuðust ekki við, að þeir hefðu heitið neinni forgöngu um þetta, en kváðu lögþinginu frjálst að breyta ákvæðinu um sjúkrahússtjórnirn- ar, ef það hefði viljað til. Loks var Halvorsen stirður í taumi. Hann sinnti nú lækningum í Kaupmannahöfn og hafði ekki einu sinni svarað bréfi því, sem vinir hans, Klakksvíkingar, skrifuðu honum í maímánuði. Það var vísast, að í honum sæti nokkur þykkja. Þannig leið fram í septembermánuð, án þess að örlaði á farsælli lausn, er á nokkurn hátt svaraði til þeirra vona, er menn höfðu gert sér um vorið. Allt var að komast í eindaga, og loks sauð upp úr. Það gerðist mjög um svipað leyti og Kópavogsdeilan á íslandi komst í al- gleyming á ný. Þannig kölluðust þessir tveir bæir frændþjóðanna á árið 1955. Dönsku læknarnir tveir, sem verið höfðu í Klakksvík sumarlangt, Jordahl og Jarim, voru orðnir óþreyjufullir og vildu komast brott sem allra fyrst - kannski langþreyttir á fálæti bæjarbúa. Þetta kom sér þó miður vel eins og á stóð, því að vandræðalaust var á meðan þeir sátu kyrrir. í rauninni hafði fólki getist vel af Jordahl yfirlækni. En hér stoðaði ekki um að tala: Það héldu þeim engin bönd. Sjúkrahússtjórnin taldi þá óumflýjan- legt að fá nýja lækna, og til þess hafði hún atfylgi ríkisstjórnarinnar dönsku. Þegar Klakksvíkingar höfðu veður af þessu, var boðað til borgarafundar 26. septembermánaðar. Þar var samþykkt gerð með tvö hundruð samhljóða at- kvæðum, lýst vilja Klakksvíkinga í læknamálinu og nefnd kosin til þess að koma samþykktum á framfæri við ríkis- umboðsmanninn í Þórshöfn og forsætis- ráðherrann danska. Mótmæltu Klakks- víkingar því, að þeim yrðu sendir nýir læknar og kváðust enn treysta því, að Viggó Kampmann stæði við það loforð, að Halvorsen yrði gert kleift að hreppa yfirlæknisstöðu. En væri þess enginn kostur, að hann sneri aftur til Klakksvík- ur, kysu þeir, að Jordahl yrði þar kyrr. En það var vandkvæðum bundið að uppfylla þessar óskir. Svo sem áður var sagt var Jordahl ófáanlegur til þess að fresta brottför sinni, en Halvorsen vildi ekki sækja um embættið á ný, þótt hann kvæðist þiggja það, ef sér væri boðið það. Hann vildi sem sé ná því með þeim hætti, að honum væri nokkur uppreisn að. Stjórnvöldin þóttust á hinn bóginn ekki geta gengið eftir honum, og var þeim annað í hug en eiga á ný í löngu þófi út af þessum læknamálum. Jafnskjótt og samþykktir borgara- fundarins urðu kunnar var boðaður fundur sjúkrahússtjórnarinnar í Klakksvík. Meðal þeirra, sem áttu sæti í henni, voru Níels Elkjær-Hansen ríkis- umboðsmaður og Hans Debes Joesen, færeyski landlæknirinn, og héldu þeir til Klakksvíkur þriðjudaginn 27. septem- bcr. Var Djurhuus lögmaður og í för- inni, þeim til fulltingis. Er skemmst af því að segja, að þeir lögðu fram á 'stjórnarfundinum þá tillögu danskra yfirvalda, að ráðnir yrðu tveir nýir læknar til Klakksvíkur, og var hún samþykkt með atkvæðum fjögurra nefn- darmanna. Einn úr sjúkrahússtjórninni, Hans Fischer Heinesen, foringi Klakks- víkinga í voruppreisninni, beitti sér mjöggegn henni.en varofurliði borinn. Embættismennirnir frá Þórshöfn vildu snúa sem skjótast heim aðfundi loknum. Skunduðu þeir niður á bryggju, þar sem bátur beið þeirra. En þeim varð heldur ógreið gangan. Fregnin um samþykkt stjórnarnefndarinnar hafi flogið eins og eldur í sinu um bæinn, og á samri stundu tók fólk að þyrpast niður að höfninni. Nú var þar fyrir um fjögur hundruð manns, og höfðu tugir harðleitra Klakks- víkinga krækt saman örmum til þess að varna gestunum vegarins og myndað þannig keðjur, sem ekki var árennilegt að rjúfa. Gerðist brátt hark mikið og þröng umhverfis ferðamennina, og reiddi þá fram og aftur í þvögunni. Hróp og köil kváðu við í öllum áttum, og óþvegin orð fuku á báða bóga. : Þegar komumenn höfðu verið hraktir þannig um stund, án þess að beinlínis væru lagðar á þá hendur, lét ekkja ein á fertugsaldri, Jörgína Símunsen, til skar- ar skríða. Hún þreif til ríkisumboðs- mannsins eftir stutt og hvatleg orðaskipti og reiddi hnefa til höggs. Það buldi í vöngum hans, þegar hvert höggið af öðru dundi á honum. Aðrir létu fætur ganga á landlækninn. Þetta urðu snörpustu viðtökurnar, sem æðstu embættismenn Færeyja höfðu fengið í Klakksvík, og hafði þó verið næsta hart að gengið um vorið. Eftir mikla hrakninga tókst þeim þó að hörfa inn í lögreglustöðina. Læstu þeir þar að sér í skyndi og létu húsin skýla sér. En sloppnir voru þeir ekki úr greipum Klakksvíkinga, því að þeir slógu marg- faldan mannhring um húsið og höfðu uppi hróp og háreysti og hötanir um að rjúfa það og draga þá út á götu. Á þessu gekk langt fram á nótt, og munu fáir Klakksvíkingar hafa skeytt um svefn að því sinni. XII. Forsætisráðherra Danaveldis, H. C. Hansen, gekk aftur á móti til sængur á tilbærilegum tíma þetta kvöld. Hann sofnaði frá öllum þeim áhyggjum, sem fylgja ábyrgðarmiklu embætti, og naut 'hvíldar um hríð. En skyndilega var friðurinn rofinn. Síminn hringdi í sí- bylju, sjálfur forsætisráðherrann var hrifinn frá draumum sínum um miðja nótt. Það'voru Færeyjar með forgangs- hraði, og þeir, sem kynntu sig fyrir svefndrukknum forsætisráðherranum, voru fangar í lögreglustöðinni í Klakksvík, lögmaðurinn og ríkisum- boðsmaðurinn. Ef til vill hefur hann .heyrt í gegnum símann, hvernig múgur- inn æpti úti í haustmyrkrinu og barði húsið utan. Það varð vökunótt hjá H. C. Hansen eins og fólkinu í Klakksvík. Eitt af því, sem hann tók sér fyrst fyrir hendur. var að senda Klakksvíkingum símskeyti og krefjast þess, að þeir létu embættis- mennina lausa. Þetta símskeyti varð til þess, að friðar- umleitanir hófust milli fanganna í lög- reglustöðinni og foringja Klakksvíkinga. Spratt af því langt þóf, og lét sjúkrahús- stjórnin að lyktum kúgast til þess að taka aftur samþykkt sína um nýju læknana. Ekki var föngum þó sleppt úr prísund- inni fyrr en staðfest hafði verið frá Kaupmannahöfn, að Viggó Kampmann yrði sendur til Færeyja á nýjan leik. Heimtuðu Klakksvíkingar fyrst, að Djurhuus lögmaður yrði seldur þeim i hendur sem gisl, unz Kampmann kæmi. En frá því féllu þeir þó að síðustu og leyfðu embættismönnunum að fara til báts síns. Þá var klukkan sjö að morgni, höfðu þeir hírst í lögreglustöðinni í ellefu klukkustundir. Þegar leið að dögun, kvaddi H.C. Hansen saman ráðuneytisfund og boðaði á hann formenn stjórnmálaflokkanna dönsku, svo að ákvarðanir þær, sem nú átti að taka, yrðu ekki stjórnarandstöðu- flokkunum að -árásarefni síðar meir, þótt til mikilla tíðinda drægi. Eftir nokkra íhugun var afráðið að senda herskip til Klakksvíkur til þess að skakka leikinn. Þessa nótt var freigátan Hrólfur kraki við heræfingar undan ströndum Jótlands. Þetta skip varð fyrir valinu. Það var allvel vopnum búið, hafði meðal annars þungar og langdrægar fallbyssur, og á því voru hundrað og þrjátíu sjólið- ar. Við áhöfnina var bætt þrjátíu og tveimur vopnuðum lögregluþjónum, sem meðal annars höfðu á að skipa lögreglubifreiðum og hundum. Hóf skip- ið för sína frá Helsingjaeyri um nónbilið, og var ferð þess hraðað eins og aflvélar þess leyfðu. Nokkru áður hafði Viggó Kampmann haldið af stað í herflugvél. Þar með var Klakksvíkurmálið komið 'á ný í öndvegi í blöðum í nálægum löndum. Og að þessu sinni voru dönsku blöðin mun illskeyttari en þau höfðu verið í hinni fyrri iotu. „Danir giata áliti sínu og virðingu meðal annarra siðaðra þjóða, ef þeir geta ekki haldið uppi lögum og reglu á yfirráðasvæði sínu," var sagt í Berlingi: „Vilji Klakksvíkingar ekki heyra, skulu þeir fá að finna." sagði annað blað. Ekstrablaðið kallaði Klakksvík „Mar- okkó Dana," því að um þessar mundir áttu Frakkar mjög í vök að verjast í Marokkö, og kvað „bezt að láta Færeyj- ar sigla sinn sjó." Og í rauninni var ekki furða, þótt mönnum yrði felmt: það gekk staflaust í Kaupmannahöfn, að múgurinn hefði tekið Elkjær-Hansen ríkisumboðsmann af lífi án dóms og laga að bandarískri fyrirmynd. XIII. Viggó Kampmann ræddi fyrst við yfirvöld í Þórshöfn og kynnti sér mála- vexti. Voru þá skráðir þar Klakksvíking- ar, sem sekastir þóttu um ofbeldi og undirróður, og urðu nöfnin þrjátíu. Þessa menn átti að taka höndum. Naumur tími var til stefnu, því að freigátunnar var von snemma að morgni föstudagsins 30. september. Hafði verið skipað svo fyrir, að skipið skyldi halda rakleiðis til Klakksvíkur, og átti liðið að ganga tafarlaust á land. Ef vopnaður mannsöfnuður væri fyrir á bryggjunum, skyldi sveit sjóliða ryðja lögreglu- mönnum braut upp í bæinn, en að öðrum kosti átti lögregluliðið að fara fyrir með hunda sína, Nú vildi svo til, að stormur var á hafinu og sjór ærið þungur. Þetta tafði för freigátunnar til nokkurra muna, svo að hæpið var, að hún næði til Klakksvík- ur í björtu. Þegar kom á daginn héldu Kampmann og Elkjær-Hansen með leynd brott frá Þórshöfn á hraðbáti. Þóttust allir vita, að þeir ætluðu í veg fyrir freigátuna. Svo fór sem búist hafði verið við, að Hrólfur kraki náði ckki til Norðureyja áður en dimmdi. Þótti liðsoddum óráð- lcgt að sigla inn á Voginn í náttmyrkri, því.að ekki vissu þeir, hvaða vígvélar Klakksvíkingar kynnu að hafa þar fyrir. Því var legið úti fyrirogbeðiðdagsbirtu. Voru varðhöld ströng þessa nótt, bæði á freigátunni og í landinu, og allmikill hrollur í liði heggja aðila. Klukkan var orðin átta á laugardags- morguninn, er Hrólfur kraki öslaði inn Pollinn og stefndi á Voginn. Gapandi 1 SáSuhúrí V FTétUsímwí ' 8 im og nm ( AfgreiðílusimJ 3S3S ( AUsbsttt$»*SsxÚ 81300 ( ij&vík, Iauicardaglnn 23. apríl JS§& Kemur til alvarlegra átaka, er danskt lögreglulið gengur á land I Klakksvík? tituLksvíkiiignr ráku enn nýjan In-kai og; nnthn'itismrnn frn I»«rshofn af höndum sérj \'TB..Ostó, £2. aprtl. Allntiklis óróa aa-tti í b.rmmi Kiakks’ ik i Firrrvjum i girr rftir að Ivrili orrustan tió hin dunska .firvuld \ar nnnln. Stl hdast Klakksvikínjar víí vióamrtrl trim.ókn, t>ar irm rru 120 danvklr larrcjclumrnn vopnaOir rl. Fr nú ótlsít, aó tll blódurra álaka drajfl út af hlnu «;tm ilkunna li.-knamáll. Ktakksviklntar hafa kaltaO alla ótl- rcuhjta sina hrim o* cljra vo„ i bátnm frá Uírum vrrstSftv- im i cyjunum, og mun vrra trtluuiii a» lctrja bátaflotan- •m fyrir hofnína, vvo ad rkkrrt skíp knmist inn. X.ækuan-.áiió t Klakksvlk avar I fírínr.l Dtial yjjrtœkrttr ór iattaa snitu. Halvorwn, yí ■ rem sctja Attt i cnibartua tU lrlakr.tr aJCkrahteina þar.; bhk0aur«8a. tanskur ir.tðiir, var 1 striðs-, Klakksvik'nji.m kom r„* nk sakaíitr um samvtnntt vt». In njósn og ttrir vlssu ekkl Í>lnAVf>T«í» Á sfFlJÍítiítMstmv t ÓU ..a .. . ’? hjóóverja á striasá'ttnum,, -rkinn tir donsjta o« f®r-j ka lmkn<tóla«tnu ojt sctt! Irá stóríum. Var stöanj t.mar lækr.tr srttur l.hatisj rtaft. rn Klakksvtkinaar slótru' tkJaUlborg um Halvorsrn. j lutt-a m'ja Jækninn brott mrój •aldt 0« hafa sióan rnpart j tr.nari lækni vtljnó. Hcflr síSj m staíia l þóft mijjí Vf>rvald: mna og KtakksviktuRa, op ráll« hvoe rftlr annaa verta •ir.tt Innan danska þirrrslns >« donsku atjamartnnnr. lirtfrríln. scm m'stókst. S. 1. ftmmtudair akvattu yf rvótdín a8 tramkva-ma fo- hv«5 tí! slóa fjrr rn rmþ írtttsmrnn og lögrcKlumcnu srttiríi app b'ygs.luna, «t þ* breidtdst frrjnln út. srm cJd ur í strin. Klu'kks\íkjngar þ«*tu MJ, söturnar fyUlBst uf fóikl, 0J( þ«5 róðat fcán hom.unniuiim. Skíjitjor- Inn i TJaldi sat5l I viótult vt5 frrturitara. ad ásóku fóiksins hrfó> vrrió svo höró, aó rmbaittismeunirn ■r 85 lörrrtluþjónurnlr Itrföu rkkl átt annars koat rn taka til fótauna og bjarga sór um borð. J&rge srn lócrrrlustjóri mrlddls I tmdliU i þcssum átökun, Sklpstjórlrm srgtst rkki bi ast viö oö JUakksvikintra Játí a.udan slgu, þót-t mr|t llösani sr scttur á land. t ■ t raathaid a 2. «óa Flugvél bilar við Þórshöfn Frði fréttarltara Tinun _ & Pórsbötn. \1nna e«r nú í þann v«*u inn hcfja^t á Heiéau-fiaHj Á nilðvlkudaginu var hingað mr§ verkstjörann Ölaí Einarsson i flugvél trt byi. hegar fluítvérin var þann veginn lcjnrM a? .stað aftur, kom i Ijós biiui á hreyfíi. Á fiimutudafr* morgunínn kom Björn I*»Ij son i flurvél sinnir tíeth hann sennlie*a knmiö »né« þaó aetn bilaff var í hinn. vélinni, þvl flufivéUn fn Pyt ftsujr svo suður í fyrra da*. «n tók ekki farþejfa. FramQnknarfpfíwr (fnnpvnorc Frásagnir Timans 1955 af deilum i Klakksvík fallbyssjukjaftar ginu við litlu færcysku byggðunum í grárri morgunskímunni, og sjórinn freyddi við stefni og bóga. Freigátan hélt viðstöðulaust að bryggju án þess að verða fyrir nokkurri tálmun. En á fótum voru Klakksvíkingar: Mann- fjöldi á bryggjunum-hljóðir, veðurbitn- ir menn, harðmúlaðir og svipþungir. Skipsforingjarnir renndu augum yfir hópinn. Bæjarbúar voru ekki vopnaðir, svo að séð yrði, og var það mat liðsodd- anna, að lögreglusvcitin ætti að hefja landgönguna. Fyrirskipun kvað við, og lögreglumennirnir stukku niður á bryggjuna meö kylfur á lofti. Klakksvík- ingar voru tregir til þess aö víkja, og tókust harðar sviptingar. Lögreglu- mcnnirnir heittu kylfum sínum, og hall- aði þá fljótlega á Klakksvíkinga. Nokkr- ir þeirra hlutu þung luigg og áverka, hinir létu undan síga. Innan nokkurrar stundar hafði landgönguliðinu tekizt að ryðja sér braut upp í bæinn. Þegar lögreglusvcitin hafði náð undir- tökunum, boðaði Viggó Kampmann bæjarstjórnina á sinn fund og krafðist þess, að fulltrúarnir undirrituðu yfirlýs- ingu þess efnis, að þeir teldu rétt aö sækja þá til saka, er bcitt hefðu ofhcldi við lögleg yfirvöld. Þeirri kröfu var hafnað. Hélt Kampmann þá aftur út í freigátuna og lét birta tilkynningu um það, að lögrcgluliðið danska yrði um kyrrt í Klakksvík fyrst um sinn. Sjálfur hélt hann til Þórshafnar síðdegis. Lögregiusvcitin tók þegar að búa um sig í hænum, og voru verðir settir á aðalgötuna upp frá bryggjunni, þar sem Hrólfur kraki lá. Varallt nokkurn veginn kyrrt fram eftir degi, enda var fátt heima af vaskasta liði Klakksvíkinga: Fiski- mennirnir voru á síldveiðum á miðum úti. Yfirvöldin voru samt ekki búin að bíta úr nálinni. Öll vinna lá niðri í bænum, og þegar leið að kvöldi, hófust óeirðir. Menn tóku að safnast saman hér og þar, og aðsúgur var gerður að lögreglu- mönnunum, sem beittu þá kylfum sínum og jafnvel hundum. Endurtók þetta sig annað veifið næstu dægur, og urðu menn enn fyrir áverkum í þessum róstum. Meðal þeirra, sem urðu fyrir kylfuhögg- um. voru að sögn tvær konur og átta ára gamalt barn. Fram undan virtist vaxandi róstur, og tóku sumir bæjarbúa það ráð að koma börnum og gamalmennum brott. Næsta skrefið var verkfall í Klakksvík og skipulögð andmæli fiskimanna, sem á sjó voru. Mánudaginn 3. október sendu áhafnir fjörutíu og átta fiskiskipa á hafi úti landstjórn mótmæli sín gegn dvöl lögreglusveitarinnar í Klakksvík og hrottalegri framkomu hennar við bæjar- búa. En landstjórnin svaraði jafnskjótt • I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.