Tíminn - 25.01.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1984, Blaðsíða 3
■ Ljóst er að almennt voru miðstjórnarmenn Alþýðusam- bandsins sárreiðir vegna þeirra frétta í biöðum í gær að fundinn væri grundvöllur til nýrra kjara- samninga. Létu jafnvel sumir að því liggja að þeir hefðu grun um að fréttir þessar væru komnar frá einhverjum þeirn aðilum sem vildu gera hvað þeir gætu til að hindra að af samkomulagi gæti orðið. Að nokkur slíkur grund- völiur væri í sjónmáli nú þegar sögðu menn af og frá. „Á fundinum var rætt um það að halda viðræðum við VSÍ áfram, en það hefur ekki nokkur grundvöllur orðið til neins samkomulags ennþá. Menn eru auðvitað að ræða ýmsar leiðir, eða kannski frekar að reyna að láta sér detta í hug einhverjar færar leiðir, en að einhver stóri sannleikur sé fundinn er algerlega úr lausu lofti gripið,“ sagði Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ í ■ Frá miðstjómarfundi ASÍ sem haldinn var síðdegis í gær. Tímamynd: Árni Sæberg, Ekki allir ánægðir með þreifingar Ásmundar og Magnúsar: ATTl AD NOTA BtðMN TIL «Ð EYÐI- LEGGJA SAMKOMULAGSGRUNDVÖLUNN? gærkvöldi. um fjölmörg atriði. Og þegar menn hugmyndir og ólíkustu óskir beggja reyna að finna einhverjar leiðir þurfi Enaðmennséukomnirniðuránokkurn Björn sagði auðvitað hafa verið rætt ræðist við komi auðvitað fram ýmsar megineinsoggenguroggerist,tilþessað líkaauðvitaðkynninguáýmsumþáttum. samkomulagsrammakvaðBjörnfráleitt. -HEI ■ Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ Stíft fundað hjá ASÍ og VSÍ: „Hvorugur aðilinn gert hinum tilboð” segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ ■ Það hefur engin endanleg niðurstaða launahækkun við undirskrift og 3% hækkun 1. júlíogaftur3% 1. desember. Hitt blaðið talar um 5% launahækkun strax og síðan 8% í áföngum á árinu og að einskonar vísitölutrygging verði tekin upp þannig að laun verði endurskoðuð með reglulegu millibili. „Við höfum lagt niður fyrir okkur fjölda dæma með mismunandi gengis- ferli og kauphækkanaferli. En því miður hefur ekki fundist nein lausn sem báðir aðilar geta fellt sig við. Það hefur verið rætt fram og til baka um stöðu mála og þá sérstaklega um leiðir til að bæta afkomu þeirra sem verst eru staddir. í því sambandi háfa verið skoðaðir ýmsir félagsmálapakkar, sem að gætu leyst úr vanda þess fólks. Hins vegar er það alveg skýrt, að hvorugur aðilinn hefur gert hinum tilboð,“ sagði Magnús. -Sjó fengist i viðræoum okkar við ASI og tölur hafa ekki á nokkurn hátt farið á milli aðila. Við höfum alls ekki rætt um vísitölu því að öllum er Ijóst að vísitölu- binding er bönnuð lögum samkvæmt. Hins vegar höfum við rætt ýmsar leiðir aðrar sem gætu á einhvern hátt skapað endurskoðunarmöguleika á samning- um, en því miður ekki fundið neina,“ sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, þegar Tíminn ræddi við hann um fréttir Þjóðviljans og Morgunblaðs- ins í gær um að samningar milii ASI og VSÍ væru á næsta leiti. Annað blaðið hefur eftir einum heim- ildarmanna sinna að nú sé komin nokkuð heilleg mynd á kjarasamninga milli sam- bandanna. Hann talaði um 4 til 5% Metár í frystingu sjávarafurða hjá Sambandsfrystihúsunum 1983: 11% aukning fra 1982 ■ Sambandsfrystihúsin framleiddu á liðnu ári 39.900 lestir af frystum sjávaraf- urðum á móti 35.920 lestum árið 1982, Og er hér um 11% aukningu á milli ára. Framleiðsla Sambandsfrystihúsanna hefur tvöfaldast á s.l. sjö árum, eða á árunum 1977 til 1983. Á árinu 1983 jókst frysting þorsk- afurða um 14%, frysting grálúðu um 19% og frysting karfaafurða um 6%. Fjögur framleiðsluhæstu frystihúsin voru Fiskverkunarstöð Kaupfélags Austur- Skaftfellinga, með 3.400 lestir, Meitill- inn í Þorlákshöfn með 3.070 lestir, Kirkjusandur í Reykjavík með 2.950 lestir og Fiskiðjusamlag Húsavíkur með 2.820 lestir. Á árinu 1983 flutti Sjávaraf- urðadeild út 39.600 lestir af frystum sjávarafurðum á móti 34.400 lestum árið 1982. Aukning í útflutningi nam því 5.200 lestum, eða 15%. _ * n Skipverjans sem saknað er af Hilmi: Leit enn ekki borið árangur ■ Leit að 31 árs gömlum sjómanni, sem talið er að hafi fallið í sjóinn í höfninni á Eskifirði snemma á sunnu- dagsmorgun, hefur engan árangur bor- ið . Kafarar hafa leitað í sjónum, höfnin hefur verið slædd og tjörur í firðinum gengnar án árangurs til þessa. Síðast sást til mannsins, sem er skip- verji á Hilmi IISU, kl. 5.00 á sunnudags- morguninn við höfnina á Eskifirði. Leit hófst á sunnudag og hefur staðið síðan. Að sögn Skúla Magnússonar umdæmis- stjóra SVFÍ á Eskifirði voru kafarar fengnir til að leita í höfninni á mánudag en þá voru mjög slæmar aðstæður vegna þess hve sjórinn var gruggugur af ár- framburði. Á þriðjudag var skyggnið betra og leituðu kafarar þá í sjónum. Mjög aðdjúpt er í höfninni og eins var sjórinn mjög kaldur og því var leitar- svæði kafaranna takmarkað. Köfun var hætt á þriðjudag og var þá unnið við að slæða höfnina á því svæði sem kafararnir komust ekki yfir sökum dýpis og gruggs. Sagði Skúli að því yrði haldið áfram um sinn. Allar fjörur inni í firðinum hafa verið gengnar af björgun- arsveitarmönnum án árangurs. -GSH Aftur f und- ur ídagf ÍSAL-deilunni ■ Samninganefndir starfsmanna ÍSAL kvöld í gær, en án þess að þokast í í Straumsvík og vinnuveitendur þeirra samkomulagsátt. Annar fundur í deilu funduðu hjá ríkissáttasemjara fram á þeirrahefstkl. 15ídaghjásáttasemjara. Tommaborg- arar sóttu um lóð á hafnar- svæðinu: Hafnar- stjórn á móti ■ í gær lá fyrir borgarráði Reykja- víkur umsókn frá Tomma hamborg- urum um lóð undir veitingahús á mótum Holtavegs og Elliðaárvogs. Hugðist fyrirtækið reka þar kjúkl- ingasölu. Málinu var frestað en hafn-' arstjóm hafði áður samhljóða mælt með að umsókninni yrði synjað. „Forsendur hafnarstjómar eru þær að hún vill ekki að veittar séu lóðir á þessu svæði undir annað en hafn- sækna starfsemi, þ.e. starfsemi sem tengist starfsemi hafnarinnar á ein- hvcrn hátt,“ sagði Ingibjörg Rafnar formaður hafnarstjórnar og bofgar- ráðsmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við blaðið um þetta í gær. -JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.