Tíminn - 25.01.1984, Blaðsíða 11
ÍO
MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1983
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1983
15
iþróttir
Fortuna Köln
tapaði 1-3
- Fra Gísla Ágúsl Gunnlaugssyni, íþrólta-
frcttamanni Timans í V-Þýskalandi:
■ - Ég Sá leik Fortuna Köln og Union
Solingen í annarri deild v-þýsku knatt-
spyrnunnar, en Solingen vann leikinn en
hann var leikinn á heimavelli Fortuna.
Solingen eru keppinautar Fortuna Köln,
og stukku upp í 6. sæti deildarinnar með
þessum sigri, Fortuna Köln er í 7. s&'ti
eftir sem áður. Úrslit leiksins urðu 3-1.
Köln lék illa, langt frá sínu besta.
Janus Guðlaugsson lék á miðjunni og
átti þokkalegan leik. Staðan var 1-0
Solingen í hag þar tii 86 mínútur voru
liðnar af leiknum, þá komu þrjú mörk á
íæribandi, Solingen kontst í 2-0, Köln
skoraði 1-2, en Solingen bætti við einu
ntarki fyrir leikslok. GÁG/SÖF.
Árni varð
þrettándi
■ Árni Þór Árnason skíðamaður úr
Reykjavík varð 13. á svigmóti í Zanal í
Sviss á sunnudag. Árni Þór hlaut tímann
1:51.40 mínútur, en sigurvegarinn varð
Andcregg frá Sviss á 1:47,45 mín.
Guðmundur Jóhannsson frá ísafirði varð
24. í keppninni á 1:56,46 mín,ög Daníel
Hilmarsson frá Dalvík 29. á 1:57,40
mín. Keppendur voru 118, en cnginn
heimsbikarkappi tók þátt.
Á laugardag kcpptu piltarnir cinnig í
svigi á sama stað. Þá sigraði Frakkinn
Patrick Blanc á 1:40,42 mín, en Danícl
Hilmarsson varð 22. í sviginu. Hinir
íslendingarnir keyrðu allir út úr braut-
inni, Árni Þór, Guðmundur og Sigurður
Jónasson ísafirði. Sigurður keppti einnig
á sunnudag, en var þá dæmdur úr
keppni.
Á laugardag var keppt í svigi kvenna
í Immenstadt í V-Þýskalandi, og varð
Nanna Leifsdóttir nr. 20 í keppninní, af
94 keppcndum á 1:44,52 ntín. Sigurveg-
ari varð Ingrid Salvenmoser frá Austur-
ríki á 1:34,85 mín. Engin þekkt nöfn úr
heintsbikarkeppninni kepptu í þessu
svigi.
Eins og Tíminn skýrði frá í gær, var
valinn á mánudag hópur sá, sem keppa
mun fyrir íslands hönd á vetrarólympíu-
leikunum í Sarajevo. Þessi mót, sem
skíðafólkið tók þátt í um hclgina, munu
hafa verið lokahnykkurinn sem leiddi til
niðurstöðu SKÍ í valinu., _ sÖE
Ragnheiður með
íslandsmet
■ Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona
frá Akrancsi sctti nýtt íslandsmct 100
metra baksundi í Tromsö í Noregi fyrir
helgi.
Ragnhciður synti á 1:10,03 mín, og
bætti gamla metið sitt um 0,06 sekúndur.
- SÖE
Snæfell í
toppslagnum
■ Snæfell er enn efst í toppslag C-riðils
2. dcildar í körfuknattleiknum. Snæfell
sigraði í tveimur leikjum um helgina,
fyrst Skagamenn 86-82 og síðan Lcttis-
menn 97-48. Aðalslagurinn um sigur í
riðlinum er milli Snæfellsog Breiðabliks,
og höfðu Snæfellingarnir vinninginn í
fyrri leik liðanna. - SÖE
Einar vann
W
I
■ Einar Ólafsson skíðagöngumaður
frá Isafirði sigraði um helgina í göngu-
móti sem haldið var í Svíþjóð. Gengnir
voru 20 kílómetrar, og voru keppcndur
22. Einar sigraði, gekk á 53,26 mín, en
Gottlieb Konráðsson frá Ólafsfirði varð
fjórði í göngunni á 54,31 mín.
Þeir Einar og Gottlieb voru sem
kunnugt er valdir í hóp Ólympíufara
íslands á mánudag, og virðast vera á
góðri leið með að verða í hörkuformi á
Ólympíuleikunum í Sarajevo í febrúar.
- SÖE
„HOFUM EKKI NAD
FUUSWPUBU tHH
— í landsleikjunum í vetur, segir Bogdan
— Fyrsti landsleikur á Akureyri
■ „Við húfum ekki náð saman lands-
liði skipuðu öllum sterkustu mönnunum
svo heitið geti síðan ég tók við starfi
landsliösþjállara", sagði Bogdan Kow-
alczyk, þjálfari íslenska landsliðsins í
handknattleik á blaðamannafundi á
skrifstofu Handknattleikssambandsins í
fyrradag, þar sem landsleikir Islands við
Norðmenn um næstu helgi voru kynntir.
„Þetta er bæði jákvætt og neikvætt,
jákvætt fyrir landslið framtíðarinnar, en
neikvætt fyrir úrslitin í leikjunum",
sagði Bogdan ennfremur.
Bogdan sagði, að í landsleikjunum
gegn Tékkum hefði Þorbergur Aðal-
steinsson og Þorbjörn Jensson ekki verið
með, og í lcikjunum sem landsliðið lék
í A-Þýskalandi, hefðu meiðsli háð liðinu
mjög. Þá hefðu leikmennirnir scm leika
í V-Þýskalandi, Alfreð Gíslason, Bjarni
Guðmundsson og Sigurður Sveinsson
ekki allir getað verið með í öllum
leikjunum. -,,En þetta er jákvætt fyrir
landslið framtíðarinnar, þeir menn sem
koma til greina í stór hlutvcrk fá að
reyna sig, en óneitanlega hefur þetta
ncikvæð áhrif á árangur landsliðsins nú,
en hann er mældur í úrslitum leikja"
sagði Bogdan.
Fyrsti landsleikurinn
á Akureyri
Landsleikirnir við Norðmenn verða á
föstudag og sunnudag. Leikurinn á
föstudag hefst klukkan 20.30 í Laugar-
dalshöll, en landsliðshópur 20 ára og
yngri mun leika forleik. Annar leikurinn
verður í íþróttahöllinni á Akureyri
klukkan 14.00 á laugardag, og sá síðasti
klukkan 20.00 í Laugardalshöll á sunnu-
dag.
Leikurinn á Akureyri er fyrsti hand-
boltalandsleikurinn sem haldinn er á
Akureyri. Akureyringar koma mjög til
móts við okkur varðandi húsaleigu",
sagði Friðrik Guðmundsson, formaður
HSÍ á fundinum. „Verði jákvæð reynsla
af þessum leik á Akureyri, munum við
að líkindum fara með einn leikjanna við
Sovétmenn í vor þangað".
Landsliðshópurinn
Landsliðshópurinn sem æfir gegn
Norðmönnum er skipaður 18 leik-
mönnum, en Bogdan gat ekki sagt nánar
til um skipan landsliðsins vegna þess að
æfingar hafaverið fáar. aðeins þrjár fyrir
helgi, og síðan voru ákveðnar fjórar
æfingar, mánudag, þriðjudag, miðviku-
dag og fimmtudag. Hann upplýsti þó, að
þeir Jóhannes Stefánsson KR og Ellert
Vigfússon Víkingi yrðu ekki með, þar eð
þeir hefðu ekki haft tíma til að sækja
æfingar fram að helgi, en þeir voru í
upphaflegum 20 manna landsliðshópi.
Þá tepptust þeir Þorbjörn Jensson og
Jakob Sigurðsson Val í Vestmanna-
eyjum eftir keppni í íslandsmóti 2.
flokks, þar sem Jakob er leikmaður og
„Schobel veit
ekkert hvad
hann vill”
— fremur en Stenzel á sínum
tfma segir Wunderlich
- Frá Gísla Ágúsl Gunnlaugssyni -
íþróttafréttamanni Tímans í
V-Þýskalandi.
■ I Kicker í gær er viðtal við
handknattleikskappann Erhardt
Wunderlich, og rætt við hann unt
gengi v-þýska landsliðsins í hand-
knattleik upp á síðkastið, en sem
kunnugt er tapaði liðið öllum sínum
leikjum í Super-Cup keppninni í
Svíþjóð, sem stóð síðan sl. þriðju-
dag og lauk um helgina. Lið V-
Þýskalands hafnaði því í 8. sæti
keppninnar.
„Það er nákvæmlcga sama
vandamálið komið upp hjá Simon
Schobel landsliðsþjálfara nú, og
var komið upp hjá Vlado Stenzel
áður en hann hætti", segir Wund-
erlich. „Schobel veit ekkert hvað
hann vill, og veit í raun ekki lengur
á hvaða leikmönnum hann á að
byggja, alveg eins og var hjá
Stenzel. Þessi mál eru nú öll í
handaskolum hjá Schobel".
Svo mörg voru þau orð. Þess má
geta að Simon Schobel lét hafa eftir
sér í blöðum eftir leik Barcelona og
Essen í Evrópukeppni bikarhafa
um síðustu helgi, að hann vildi ekki
sjá Erhardt Wunderlich í landslið-
ið, þar eð hann væri í svo slæmu
formi. Það virðist því vera gagn-
kvæmur kærleikur sem ríkir milli
Schobel og Wunderlich...
-GÁG/SÖE
Erhard Wunderlich
Simon Schobel
Þorbjörn þjálfari. Samagilti um Þorberg
Aðalsteinsson sem leikur með Þór Vest-
mannaeyjum, og komust þeir félagar
ekki til Reykjavíkur fyrr en á mánudags-
kvöld. Sigurður Sveinsson er eini „út-
lendingurinn" sem kemur og kemur
hann á fimmtudag, Alfreð Gíslason og
Bjarni Guðmundsson fengu ekki fri frá
félögum sínum.
Hópurinn sem valið verður úr, er
skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Einar Þorvaröarson Val,
Jens Einarsson KR,
Brynjar Kvaran, Stjörnunni,
Aðrir leikmcnn:
Kristján Arason FH,
Atli Hilmarsson FH,
Þorgils Ottar Mathiesen FH,
Sigurður Gunnarsson Víkingi,
Hilmar Sigurgíslason Víkingi,
Steinar Birgisson Víkingi,
Þáll Ólafsson Þrótti,
Þorbjörn Jcnsson Val,
Jakob Sigurðsson Val,
Þorbergur Aðalsteinsson Þór V,
Guðmundur Albertsson KR,
Sigurður Sveinsson Lemgo
Sigurjón Sigurðsson Haukum,
■ Benedikt Ingþórsson ÍR-ingur
sækir að körfu KR-inga, Jón Sigurðs-
son þjálfari tii varnar. í forgrunni
sést Kristhjörn Alhertsson dómari
leiksins ásanit Davíð Sveinssyni.
Tímamynd Róbert.
umsjón: Samuel Örn Erlingsson
KARL TRYGGÐIIR SIGUR
UM LEIÐ OG FLAUTAN GALL
og ÍR vann KR 74-73 í úrvalsdeildinni
■ Karl Guðlaugsson, 17 ára gamall
IR-ingur, tryggði liði sínu sigur á örlaga-
ríkri síðustu sekúndu lciksins gegn KR í
Hagaskóla, er hann fékk boltann beint í
fangið eftir misheppnað skot Hjörts
Oddssonar, og þeytti honum í spjaldið
og beint í körfu KR. Þetta voru fyrstu
stig Karls í leiknum, og má segja að þau
hafi vegið þungt.
„Ég er mjög ánægður með þennan
sigur, við lékum illa og vorum heppnir í,
lokin. En við tókum tvö stig, og því
höldum við áfram. Við eigum eftir að
vinna mörg stig áður en mótinu lýkur",
sagði Pétur Guömundsson þjálfari og
lcikmaður ÍR eftir leikinn.
Leikurinn fórjafntafstað.en ÍR-ingar
náðu forystu 10-6 og_12-8. Þá datt allt
niður hjá þeim hvítklæddu og KR-ingar
drifnir áfram af Jóni Sigurðssyni þjálfara
náðu 10 stiga forskoti, 22-12, skoruðu 14
stig í röð. ÍR-ingar hresstust við að nýju,
■ Staðan í úrvalsdeildinni eftir leikinn
í gær er þessi:
KR-ÍR .......................74-73
Njarðvik.... 12
Haukar...... 13
KR ......... 13
Valur....... 13
Keflavík .... 12
ÍR.......... 13
3 965-894
5 940-944
6 924-913
8 1057-1020
7 785-877
9 913-947
18
16
14
10
10
8
minnkuðu muninn í 17-22, en KR hafði
síðan yfir 28-25. Þá áttu ÍR-ingar góðan
lokasprett, og náðu forystu 30-20. KR
jafnaði fyrir leikhlé, og 30-30 í hálfleik.
í síðari hálfleik byrjuðu ÍR-ingar af
miklu offorsi, og eftir hamfarir þeirra
bræðra Hreins og Gylfa Þorkelssona
náðu þeir forystu 44-36 og46-38. ÍR-ing-
ar sofnuðu á verðinunt, KR-ingar hófu
að leika vörn maðurá mann. og jöfnuðu
46-46. Pétur Guðmundsson skoraði
næstu 11 stig fyrir ÍR, og staðan orðin
56-48, KR-ingar sárir og fengu tvö
tæknivíti fyrir kjafthátt. Svo tóku þeir
röndóttu sig á og jöfnuðu að nýju, 56-56.
Síðan var jafnt á öllum tölum, þar til ÍR
náði forystu 66-62. ÍR hafði yfir 68-65,
en KR gekk á lagið, 68-67. Síðan 70-69,
er Pétur tróð fallega og KR komst yfir
71-70 með vítaskotum Garðars eftir
fimmtu villu Gylfa Þorkelssonar, KR
hafði fengið skotrétt. Pétur kom ÍR yfir,
en aftur skoraði Garðar úr tveimur
vítaskotum eftir fjórðu villu Hreins,
73-72 KR í hag. ÍR-ingar misstu boltann,
KR í sókn, og Benedikt Ingþórsson fékk
fimmtu villuna. Þá gerði Jón Sigurðsson
þjálfari KR þau afdrifaríku mistök að
nýta ekki skotréttinn, heldur leika
áfram, og Guðni Guðnason varð sekur
um sóknarvillu 12 sekúndum fyrir leiks-
lok. ÍR-ingar fengu boltann, og leiknum
lauk sem í upphafi var lýst.
Leikurinn var skelfing lélegur í fyrri
hálfleik, en rnjög vel leikinn í þeim
síðari. ÍR-ingar virtust sterkari og mun-
aði þar mest um stærð Péturs undir
körfunni og fráköst hans. Baráttan var
hins vegar aldrei gefin upp á bátinn í
KR" og það dugði þeim næstum, þeir
voru óheppnir. Jón og Garðar voru
bestir í KR-liðinu, svo og baráttuhestur-
inn Þorsteinn Gunnarsson. Hreinn.
Pétur, Gylfi og Stefán Kristjánsson best-
ir ÍR-inga, Stefán er skemmtilega yfir-
vegaður leikmaður, og ætlar sér ekki um
of.
Pétur Guðmunds um kæru Vals:
ff
Er ekki
atvinnu-
— menn verða ekki atvinnumenn
fyrr en eftir sumardeildina
■ „Það cr ckkert leyndarmál, að ég
lék í sumar í svonefndri „Summer Pro-
League", sem er eingöngu keppni þar
sem menn reyna að vinna sig í lið hjá
atvinnumannafélögunum í Bandaríkjun-
um. Það gerir fjöldi áhugamanna á
sumri hverju, og þiggur enginn þeirra
laun fyrir. Ég þáði engin laun hjá
Portland Trailblazers í sumar, og það er
enginn atvinnumaður hjá þcim, nema
hann liafi til þess samning, og þá um að
leika í NBA atvinnumannadeildinni í
vetur", sagði Pétur Guðmundsson körfu-
knattleiksmaður í samtali við Tímann.
Eins og kunnugt er kærðu Valsmenn
það til dómstóls KKÍ, að Pétur Guð-
mundsson hóf að leika með ÍR að nýju.
Vilja þeir túlka þaðsvo, aðsuntardeildin
(oft nefnd „try out"), sé atvinnumanna-
keppni, og Pétur sé því ólöglegur með
ÍR. ÍR-ingar halda því aftur ámótifram,
að Pétur sé fullkomlega löglegur, hafi
ekki skipt um félag frá því hann lék með
ÍR í fyrra, og sér þar af leiðandi enn
leikmaður með félaginu.
„Eg get á engan hátt séð að ég sé
Pétur Guðmundsson
ólöglegur", sagði Pétur, og bætti því við
að hann ætlaði ekki að deila um þetta
mál, það yrði ákvarðað af dómstóli KKl,
þegar sá dómstóll hefði fjallað um málið.
-SÖE
Stigin: ÍR: Pétur G. 32, Hreinn 18, Gylfi 10,
Hjörtur 6, Benedikt 4, Stefán 2 og Karl 2.
Kr: Jón Sig. 18, Þorsteinn 16, Garðar 16,
Birgir Guðbjörnsson 9, Ólafur Guðmundsson
4, Guðni 4, Ágúst Lindal 4, og Páll Kolbeins-
son 2.
Dómarar voru Kristbjörn Albertsson og
Davíð Sveinsson, og dæmdu þeir röggsam-
lega og höfðu góð tök á leiknum. Þó var
leiðinlegt að sjá hve Jón Sigurðsson, sá
annars ágæti leikmaður fékk að komast upp
með mikla ósvifni, á meðan aðrir voru
kvaddir snarlega í kútinn með flautunni. Þá
fengu KR-ingar aö komast upp með mörg
brot á Pétri Guðmundssyni.
-SÖE
Cryuff ber enn
af ödrum
Feyenoord efst
í Hollandi
■ Jolian Cryuff, hollenski snill-
ingurinn í knattspyrnu, sem vann
hug og hjörtu flestra knattspyrnu-
unnenda heimsins er enn í fullu
fjöri, og fær fátt stöðvað hann.
Hann er enn á fullu í 1. deildinni í
Hollandi, þó hann sé 37 ára að
aldri, og af mörgum talinn besti
leikmaður deildarinnar.
Cryuff. sem alltaf hefur verið
Ajax-maður, þegar hann hefur
leikið í Hollandi, skipti um félag á
síðasta keppnistímabili, að sjálf-
sögðu fyrir offjár. Þetta vakti
mikla athygli, því Cryuff fór frá
Ajax til aðalkeppinautarins, Feye-
noord. I fyrra sigraði Ajax í holL
ensku meistarakeppninni með Cry-
uff innanborðs, „eins og venju-
lega", en nú er komið annað hljóð
í strokkinn.
Nú er Feyenoord efst, og sigraði
nú síðast um helgina Holmond
Sport 5-0 á útivelli. Cryuff lagði
upp öll mörkin fimm, þó hann
skoraði ekki sjálfur. Feyenoord
hefur 33 stig í efsta sæti.en Ajax
hefur 30 stig, og er í öðru sæti. I
þriðja sæti er PSV Eindhoven með
26 stig, Utrecht hefur 23 og síðan
Groningen og Pec Zwolle með 20
stig hvort félag. -SÖF,
Verkefni kvennalandsliðsins í handknattleik aukast:
LEIKH) m FRAKKLAND í APRÍL
— og í bodi eru leikir í Bandarfkjunum í mars
■ íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik mun keppa við landslið Frakk-
lands hér á landi í apríl. Þá hefur liðinu
verið boðið að koma til Bandaríkjanna
og leika þar við bandaríska landsliðið í
byrjun mars. í framhaldi af heimsókn
Frakka hingað, mun íslenska liðið síðan
Frakklandi eftir næstu
„Það er enn ekki frágengið hvort
kvennalandsliðið fer til Bandaríkjanna,
boð Bandaríkjamannanna er svo ný-
komið, að ekki hefur verið tekin afstaða
til þess enn“, sagði Jón Erlendsson
varaformaður Handknattleikssambands
Islands í samtali viðTímann í gær. „Það
er aftur á móti afráðið að liðið leikur hér
heima við Frakka í apríl, og síðan á móti
í Frakklandi eftir áramót.
Það standa núna yfir umræður milli
okkar og Hollendinga, um bæði kvenna
og karlalandsleiki, en það er ekki afráð-
ið. Allar líkur eru á að af kvennaleikjun-
um geti orðið við þá á þeim tíma sem
þeir leggja til, en við þurfum aftur á móti
að semja betur um tíma á leikjum við
þá í karlaflokki" sagði Jón Erlendsson.
Handknattleikssambandið virðist því
hafa snarlega kippt í liðinn því verkefna-
leysi, sem vofði yfir kvennalandsliðinu í
handknattleik við síðustu stjórnarskipti.
Bikardraumur
Oxford úti
- tapaði 1-4 fyrir Everton í
gær
■ Evcrton sigraöi Oxford í ensku
mjólkurbikarkcppninni í gærkvöld 4-1,
og er þar með doildarbikarsdraumur
þriðjudeildarliðsins á enda. Þetta var
annar leikur Oxford við Everton, í þcim
fyrri varð jafntefli á heimavelli Oxford,
en Everton hafði betur nú.
Oxford gat sér það til frægðar í síðustu
umferð þessarar keppni, að leggja Manc-
hester United að velli, í þriðju viðureign
félaganna, hinar tvær fyrri enduðu með
jafntcfli.
Richardson, Rcid, og Heath skoruðu
fyrstu þrjú mörkin fyrir Everton í gær,
þá svaraði Hunchwood 1-3 á89. mínútu,
en Sharp átti síðasta orðið fyrir Evcrton
á 90. rnínútu. 4-1. -SÖE
Sovétmenn
„World-Cup“
meistarar
■ Sovetmenn urðu sigurvegarar i
„World Cup“ keppninni í handknattleik
en henni lauk í Svíþjöð um helgina.
Sovétmenn léku til úrslita gcgn Dönum
sem héldu áfrám að koma á óvart í
keppninni, og þurftu Sovétmenn, sem
hafa verið ósigrandi í greininni undan-
farin ár, að hafa mikið fyrir sigrinum.
Leiknum lauk 27-24. en staðun 16-11 í
hálfleik Sovétmönnum í hag.
Svíar léku um þriðja sætið við Júgósl-
ava, og sigruðu þeir síðarnefndu 22-20.
Svíar lcntu því í fjórða sæti. Pólverjar
urðu fimmtu, Austur-Þjóðverjar sjöttu,
Spánverjar sjöundu, og V-Þjöðverjar
áttundu.
V-Þjóðvcrjar náðu ekki að sigra í
einum einasta leik í mótinu. -SÖE
Rangers unnu
■ Einn leikur var um helgina í skosku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Rangers
sigruðu St. Johnstone 2-0. öðrum
leikjum var frestað vcgna snjóa. Staðan
í Skotlandi er nú þessi:
Abcrdeen .... 20 15 3
Celtic......20 12 5
Dundee Utd . . . 19 11 4
Rangers.....21 9 4
Hearts......21 7 7
St.Mirren... 20 5 9
Hibernian .... 21
Dundce......20
St.Johnstone . . 21
Mothcrwcll ... 21
2 51-12 33
3 46-22 29
4 36-18 26
8 31-27 22
7 23-29 21
5 9 6 28-30 19
8 3 10 28-34 19
7 2 11 29-39 16
5 0 16 19-56 10
1 7 13 16-42 9
-SÖE
Teitur og
Magnús á
skotskónum
■ íslensku atvinnumennirnir í knatt-
spyrnunni gerðu það gott sumir hverjir
um helgina með liðum sínum erlendis.
Þannig skoraði Atli Eðvaldsson fyrir
Dússcldorf í fræknuni sigri og átti stór-
leik, eins og Tíminn skýrði frá í gær, og
einnig skoruðu þeir Magnús Bergs og
Tcitur Þörðarson fyrir lið sín.
Tcitur Þórðarson skoraði sigurmark
Cannes gegn Geugnon í 2. deildinni í
Frakklandi, cn leiknum lauk með 1-0
sigri Cannes. Teitur er nú óðum að ná
fyrra formi sínu eftir langan og erfiðan
meiðslakafla, og hcfur átt stórleiki með
Cannes að undanförnu.
Magnús Bergs skoraði fyrsta mark sitt
fyrir Santander í 2. dcildinni á Spáni
gegn b-liði Atletico de Madrid. Santand-
er sigraði í leiknum 5-2. Þetta var fyrsti
leikur Magnúsar nieð Santander, en
hann fór á leigusamning hjá félaginu um
áramótin. frá liði sínu í Belgíu. Það er
því óhætt að scgja að Magnús hafi
byrjað vel á Spáni, en hann er fyrsti
íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu
scm þar leikur.
-SÖE