Tíminn - 25.01.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.01.1984, Blaðsíða 13
,Vi fi W i ,'i? ■ 'if / MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1983 heimilistíminn ■ Hann er fallegur í bakið þessi efnis- mikli ballkjóll. Efnið er blátt taftsilki, og er fínplísseruð pífa neðan á kjólnum og í kringum hálsmálið, sem er flegið ofan á bak. . ■ 'ty' . ■ Hlýralaus „hafmeyjarkjóll“ með rykktu stykki frá hnjám. Hægt væri að breyta stuttum kvöldkjól með auka- stykki neðan við kjólinn, svipað og sést hér á þessum kjól. NÚ ER TÍMI ÁRSHÁTÍÐA OG ÞORRABLOTA — Síðir kvöldkjólar eru aftur í tísku ■ Nú er aðal-samkvæmistíminn. og hverja helgi víða um land. Sumar konur auglýstar árshátíðar og þorrablót um eru duglegar að sauma, og geta saumað Hafið þið reyntað búa til „soufflé“? Aðferðin við að búa til gott „eggjafrauð með skinku og aspas“ ■ Það er glæsilcgt að bera á borð heitt eggjafrauð (soufflé) beint úr ofninum, vel bakað að ofan en létt og frauðkennt innan í. í ensku blaði sáum við nýlega hvar húsmóðir í Glasgow skrifaði til heimilissíðu blaðsins og bað matreiðslusérfræðingana að gefa sér upp góða og éinfalda aðferð við að búa til „soufflé", sem bragðaðist vel og liti út eins og á myndum í matreiðslubókum og í auglýsingum. Hún fékk eftirfarandi leiðbein- ingar, ásamt myndum: Eggjafrauð (soufflé) er hægt að hafa sem forrétt, og jafnvel fyrir aðalrétt (ef eitthvað matarmikið er í því) og sætt eggjafrauð með ávöxtum eða öðru góðgæti er fyrirtaks eftir- réttur. Svo kemur hér uppskrift að „skinku og aspas-soufflé“, sem á að duga fyrir 5-6 manns. 3v“gg 30 g smjör 30 g hveiti ‘A I mjólk 1 Isk sinnep salt og pipar, 120 g soðið, saxað svínakjöt (skinka) 1 dós (lítil) spergil-toppar (aspas) sundur- skornir riflnn ostur ofan á Smyrjið soufflé-form (hátt með beinum hliðum) vel, aðskiljið eggjahvítur frá rauðun- um. Bræðið smjörið í góðum skaftpotti, setjið hveitið út í hrærið og látið sjóða í eina mínútu. Setjið mjólkina smám saman út í og hrærið þar til jafningurinn verður mátulegur. (sjá 1. mynd). Setjið sinnepið og kryddið út í, látið sjóða svolítið og hrærið í á meðan, þar til jafningurinn hefur þykknað. Takið nú pottinn af plötunni og setjið út í bæði söxuðu skinkuna og aspasinn (sjá mynd 2). Hrærið nú eggjarauðurnar út í og látið bíða (en ekki á heitri pönnunni). Þeytið nú eggjahvíturnar þar til þær eru vel stífar og hrærið þær síðan varlega út í jafninginn með skeið (sjá mynd 3). Síðan er jafningurinn settur með stórri skeið í formið (skálina) og rifnum osti stráð ofan á. Bakað í 20(1 gráðu (C) heitum ofni í 30-35 mínútur. Reynið a standast freistinguna að opna ofninn á meðan þetta er að bakast, því þá getur frauðið fallið. Eftir hálftíma bakstur ætti frauðið að vera vel bakað og hátt f forminu. Formið ætti aldrei að setja meira en y* fullt. Það þarf ekki „aukakraga" í kring um brúnirnar til að halda frauðinu í forminu þó það rísi aðeins upp fyrir brúnimar, því að það ætti að vera það vel bakað að ofan. aö yfirborðið sé aðeins fast fyrir, ef ýtt er með fingri á það, en létt og frauðkennt undir. (sjá mynd 4). ■ Mjólkin hrærð út í og síðan látið sjóða þar til jafningurinn þykknar. ■ Eftir að eggjarauðurnar eru komn- ar í jafninginn má hann ekki sjóða, en hér er verið að hræra skinkuna og aspasinn út í ■ Eggjahvítunum er síðast hrært var- lega saman við ■ Eggjafrauðið komið úr ofninum. ■ Gull-„brókaði“ í kvöldklæðnað hef- ur lengi þekkst og þótti það finasta al'ölln linu. Þessi ballkjóll er íburðarmikill með víðu pilsi og pilum að ofan. Mjóir hlýrar, og slaufa í mittið sér síða kvöldkjóla eins og ekkert sé, en aðrar verða að fara í kjólabúðirnar og það getur kostað mikla peninga. Hérna á Heimilistímasíðunni sýnum við nú nokkrar hugmyndir að sniðum á kvöldkjólum, fyrir þær, sem geta bjargað sér sjálfar með saumaskapinn, og meira að segja búið til sniðin sjálfar. Annars kom það í hugann við að skoða þessár tískumyndir. að best værí að fara að leita í skápum og á háaloftum að gömlum ballkjólunt, því aö svona 10-15 ára kvöldkjólar og þaðan af eldri eru einmitt hámóðins núna.l ■ Glæsilegur hálfsíður svartur flauels- kjóll, með hliðarstykkjum úr þunnu svörtu el'ni, sem er perlusaumað og myndar sums staðar perlurandir en síðan er þunna efnið hálfgagnsætt. Þetta þótti afar „djarfur“ kjóll á kjólasýningu London. Heimilisbókhald Neytendasamtakanna ■ „Besta leiðin til þess að fylgjast með daglegum innkaupum heimilisins er að færa heimilisbókhald", segir í kynningu á bæklingi, scm Neytenda- samtökin gefa út, og cinnig fylgir innkaupablokk fyrir heimilisbókhald- ið. Á miðopnu bókhaldsbæklingsins er svo ársyfirlit, sem fært er þar. Þar eru færðar tölur hvers mánaðar og sagt til um hvcrnig best er að gera áætlun um tekjur og útgjöld. Þctta er mjög aðgengilcg bók, og á áreiðanlega eftir að koma sér vel fyrir þá, sem eru að reyna að hafa yfirsýn yfir fjárhaginn og gera einhverjar áætl- anir af viti fyrir framtíðina. Neytcnda- samtökin benda á að við heimilisbók- haldið er gott að hafa verðkannanir Verðlagsstofnunar við höndina lil að sjá hvort innkaup hafa verið eins hagstæð til heimilisins og kosíur var á. Verðkannanirnar er hægt að fá sendar endurgjaldslaust nteð einu símtali við Verðlagsstofnun, Borgartúni 7 Reykjavík eða skrifstofu Neytenda- samtakanna. Bókin Heimilisbókhald Neytenda- samtakanna og innkaupablokkin kosta 130 krónur út úr búð. II Helmlllsbókhalci Neytendasamtakarma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.