Tíminn - 25.01.1984, Blaðsíða 8
s
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrei&slustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarma&ur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Fri&rik Indri&ason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiöur Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guibjörnssson.
Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síiumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Veri i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Bla&aprent hf.
Bílaskrif
Þjóðviljans
■ Þjóðviljinn hefur undanfarið notað það sem mikið
rógsefni gegn Steingrími Hermannssyni ogTómasi Árnasyni,
að þeir hafi samkvæmt ákvæðum tolllaga frá 1970 notfært sér
heimild til að undanþiggja bifreiðar, sem ráðherrar kaupa,
tollskyldu. Sökum þess, að skrif þessi hafa vakið nokkra
athygli, þykir rétt að rekja hér sögu þessarar heimildar.
1. í tíð viðreisnarstjórnarinnar gagnrýndu stjórnarand-
stæðingar mjög þá misnotkun, sem ætti sér stað 1 sambandi
við notkun 'svonefndra ráðherrabíla. M.a. notuðu ýmsir
fjölskyldumeðlimir ráðherranna þá að vild sinni. Magnús
Jónsson frá Mel, sem þá var fjármálaráðherra, vildi ekki una
þessari gagnrýni, og fól því sérstakri nefnd að gera tillögur
að reglum um notkun ráðherrabíla.
2. Eitt af því, sem þessi nefnd lagði til, var að veita
ráðherrum undanþágu frá aðflutningsgjöldum, ef þeir keyptu
bílana sjálfir. Nefndin áleit að þetta myndi reynast sparnaður
fyrir ríkið, því að það losnaði þá við að borga innflutningsverð
bílanna.
3. Magnús Jónsson vildi þó ekki knýja umrædda undan-
þágu fram á Alþingi, nema með samþykki stjórnarandstöð
unnar. Hann lagði málið því fyrir fjárhagsnefnd neðri deildar
í janúar 1970. Stjórnarandstæðingar í nefndinni þá voru
Lúðvík Jósefsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Þórarinn
Þórarinsson. Eftir að þeir höfðu rætt við flokka sína, náðist
samstaða um það í nefndinni, að hún flytti tillögu um, að
eftirfarandi heimild til fjármálaráðherra kæmi inn í tollalögin
„að veita undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda af bifreið-
um ráðherra og sendiráðsmanna í samræmi við reglur um
bílamál ríkisins.“
4. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða á Alþingi og er
ekki annað vitað en að allir þingmenn Alþýðubandalagsins
hafi stutt hana.
5. Allir ráðherrar vinstri stjórnarinnar, sem fór með völd
1971-1974, notuðu sér þessa undanþágu, m.a. Magnús
Kjartansson og Lúðvík Jósefsson, sem fengu tvo bíla hvor.
Annan bílinn fengu þeir meðan þeir sátu í stjórninni, en hinn
bílinn allöngu eftir að þeir fóru úr stjórninni. Við þau
bílakaup þeirra myndaðist sú regla, að ráðherra gæti fengið
undanþágu, þótt allt að því ár væri liðið síðan hann fór úr
ríkisst jórninni.
6. Þótt þessi undanþáguleið væri hagstæðari fyrir ríkissjóð
en að ríkið keypti bílana fyrir ráðherrana, sætti þetta brátt
verulegri tortryggni og gagnrýni. Vegna þess lagði Tómas
Árnason, þegar hann var fjármálaráðherra, þá tillögu fyrir
Alþingi 1978-1979 að fella þessa undanþágu niður. Tillagan
var samþykkt í neðri deild, en dagaði uppi í efri deild, og
mun þáverandi formaður fjárhagsnefndar efri deildar, Ólafur
Ragnar Grímsson, hafa átt mestan þátt í því.
7. Tómas Árnason hafði ætlað sér að endurflytja tillöguna
á næsta þingi, en vegna brotthlaups Alþýðuflokksins, fór
vinstri stjórnin frá með óvæntum hætti. Það hefði mátt ætla,
að eftirmenn hans sem fjármálaráðherrar, Sighvatur Björg-
vinsson og Ragnar Arnalds, tækju tillögu hans upp og legðu
hana fyrir Alþingi. Hvorugur þeirra hefur gert það og ekki
heldur aðrir þingmenn. Þess vegna hefur ekki verið hægt að
telja annað en að Alþingi teldi rétt að þessi regla héldist í
gildi.
Sá, sem þetta ritar, er enn sömu skoðunar og á Alþingi
1970, að þessi leið sé hagkvæmari ríkinu en að það leggi
ráðherrabílana til sjálft. Svo mikilli tortryggni hefur hins
vegar verið sáð í sambandi við þessi mál, að tímabært er að
Alþingi taki upp tillögu Tómasar Árnasonar frá þinginu
1978-1979 og nemi umrædda heimild úr gildi.
P.P
f tfV* íí/, Í’ÁA* i!A
MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1983
skrifað og skrafað
Atvinnuöryggi
og heilbrigð
velferð
■ Tómas Árnason al-
þingismaður skrifar grein
í Austra og segir:
Framsóknarflokkur-
inn reyndi árum saman
að fá Alþýðubandalagið
til að takast á við verð-
bólguvandann, sem var
að steypa þjóðinni út í
kviksyndi. Állaballarnir
létu í það skína, að þeir
væru til í breytingar, en
heyktust alltaf á því.
Raunar var málið alltaf
bundið við að leggja af
vísitöluvitleysuna ásamt
samræmdri heildarstefnu
í efnahagsmálum. Þeir
trúðu á vísitöluna og
stungu höfðinu í
sandinn. Niðurstaðan
varð yfir 100% verðbólga
og upplausn. Hefði ekki
verið tekið í taumana á
s.l. sumri væri nú alls-
herjar atvinnuleysi í
landinu. Árið 1982 lifði
íslenska þjóðin 10% um
efni fram. Á þessu ári
nálgast þjóðin að lifa á
efnum sínum, þótt þjóð-
artekjur hafi dregist
verulega saman.
Menn spyrja hvernig
hægt sé að lifa af núver-
andi launum. En væri
auveldara að lifa, ef ekk-
ert hefði verið að gert og
fjöldaatvinnuleysi hefði
haldið innreið sína. Auð-
vjtaðekki.
Aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar, sem hafa borið
mjög góðan árangur,
voru fyrst og fremst gerð-
ar til að skapa grundvöll
til að byggja á í framtíð-
inni. Til að tryggja rekst-
ur atvinnulífsins og sem
tryggasta atvinnu. Ríkis-
stjórn Steingríms Her-
mannssonar hefir forystu
í þessu þjóðþrifastarfi að
forða frá upplausn og
tryggja atvinnu. En þetta
starf verður erfiðara
vegna minnkandi afla og
þjóðartekna. Það mun
þjóðin skilja og því láta
skynsemina ráða.
Verðbólgan gerir þá
ríku ríkari og fátæku fá-
tækari. Stöðugt verðlag
vinnur í gagnstæða átt. 1
þessum efnum öllum er
mjög þýðingarmikið að
gæta velferðar þeirra,
sem búa við kröppustu
kjörin.
Ríkisstjórnin þarf nú
að snúa sér að því að
bæta kjör láglauna-
manna. Eins og ástatt er
í efnahagsmálum og eftir
áföll verðbólgunnar
verður slíkt ekki gert
með launahækkunum,
nema að mjög takmörk-
uðu leyti, þar sem hætt
er við að launahækkanir
yrðu þá yfir heilu línuna
eins og oft hefir orðið.
Slíkt myndi leiða til
gengislækkunar og vax-
andi verðbólgu. Auk
þess getum við ekki
lengur lifað um efni fram
af erlendum lánum. Við
eigum því þá einu
skynsamlegu leið að bæta
kjör tekjulægsta fólksins
í þjóðfélaginu með fé-
lagslegum aðgerðum eins
og t.d. hækkun á barna-
bótum og fjölskyldubó-
tum. Aðilar vinnumar-
kaðarins hafa bent á slík-
ar leiðir. Nú ríður á að
láta ekki pólitíska lodd-
ara afvegaleiða þjóðina,
heldur að taka raunhæft
á málum.
Velferð í þjóðfélaginu
getur gengið of langt og
verður því að fara bil
beggja í þeim efnum.
Halda því sem reynst
hefir vel en sníða gallana
burtu.
Ef ríkisstjórnin heldur
áfram að lækka verð-
bólgu og leggur áherslu
á atvinnuöryggi og heil-
brigða velferð er hún á
réttri leið.
Stærsta plágan
á íslandi
Síðasta tölublað Heil-
brigðismála fjallar að
miklu leyti um umferð-
arslys og afleiðingar
þeirra. Meðal efnis er
grein þar sem fram koma
sjónarmið aðstandenda
fórnarlamba umferðar -
slysa. Fer hún hér á eftir:
Stofnaður hefur verið
samstarfshópur aðstand-
enda þeirra sem hafa
misst börn sín eða aðra
ástvini í umferðarslys-
um, eða slasast í þeim.
Markmið hópsins er að
starfa að slysavörnum í
umferðinni og aðstoða
þá sem fyrir áföllum hafa
orðið vegna umferðars-
lysa. Á Norrænu umferð-
arslysaráðstefnunni
kynnti Hjördís Þor-
steinsdóttir sjónarmið
þessahópsogsagðim.a.:
„Þær raunir sem lagðar
eru á aðstandendur
þeirra sem slasast hafa
eða látist í umferðarslys-
um eru þungar og þung-
bærar. Margir sligast
undan þeirri byrði. Að
horfa á börnin sín slasast
til ævilangra örkumla er
þyngra en tárum taki.
Hvert verður farið næst
með þá slösuðu, og
hvaða líf bíður þeirra?
Hvaða staður tekur við
þegar sjúkrahúsin geta
ekki sinnt þeim lengur
og framfarir eru ekki
fyrirsjáanlegar?
Að missa börnin sín,
hraust og heilbrigð, full
starfsorku og lífsgleði, er
hörmulegt. Við höfum
fætt þessi börn í þennan
heim, lagt þau á brjóst,
leitt þau í skólann...
kennt þeim hvernig á að
ganga yfir götuna og sýnt
og skýrt út fyrir þeim
hvernig á að nota um-
ferðarljósin. Það erum
við sem stöndum stjörf í
kirkjugarðinum yfir
gröfum þeirra og hrópum
hátt og í hljóði í örvænt-
ingunni: Hvers vegna?
Hver huggar unga og
aldna, systkini, afa og
ömmur? Við sem skjálf-
urn enn. Sársaukinn,
tómleikinn og hrygðin
eftir dauðsfallið gengur
inn í sálardjúpið, inn í
alla vöðva og taugar. Við
reynum að bíta á jaxlinn
og líta upp. Ekki tala um
sorgina, er eitt af því sem
okkur er kennt í barn-
æsku. Að vera stór og
sterk. Næturnar verða að
andvökunóttum. Vinnu-
þrekið lamast. Lyf,
áfengi og matur er reynt
til huggunar. Góði guð
láttu þennan dimma
broslausa dag fara að
enda. Fjölskylduböndin,
sem áður voru í besta
lagi, rofna eða jafnvel
slitna.
Af hverju gerir enginn
neitt? Það er sú spurning
sem við spurðum hver
aðra nokkrar mæður,
sem á undanförnum
mánuðum höfum hist og
reynt að móta okkur
stefnu í þeim málum,
sem þessi ráðstefna fjall-
ar að nokkru leyti um.
Vandamál umferðarinn-
ar, afleiðingar og slysa-
varnir í umferðinni.
Á íslandi mun ekki
starfandi nein nefnd sem
hefur það verkefni að
rannsaka sérstaklega or-
sakir umferðarslysa, eins
og t.d. rannsóknarnefnd
sjóslysa og rannsóknar-
nefnd flugslysa. Það
hlýtur að verða eitt fyrsta
verkefni íslenskra sjórn-
valda eftir þessa ráð-
stefnu að skipa slíka
nefnd, sem getur kannað
til hlítar hinar raunveru-
legu orsakir umferðar-
slysa...
Plágur nútímans eru
margar - ...en ennþá
hefur enginn sett hnef-
ann í borðið og sagt:
„Stærsta plágan á íslandi
eru slysin í umferðinni".