Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1983 s VERNDARDVN Pú dáist að barninu þínu. Ef þú ert í hópi verndaranna, þá eru líkur á. að þú eigir jafnvel mörg börn. En lífið felur í sér margar hættur. Það getur kostað sitt að vernda barnið gegn hinu illa. Þú ert þeirrar skoðunar, að hefja verði gott uppeldi frá unga aldri. Því verði að fylgja ákveðin festa og kunni að verða nauðsynlegt að beita ýmsum ráðum til að ná árangri. Þú leggur mikla áherslu á skólagöngu barnsins þíns, leyfir ekki neina leti eða iðjuleysi án þess þó að vera of aðgangsharður við barnið í þessu efni. Það veldur þér nokkrum erfið- leikum, að þú átt ekki gott með að fylgjast með nútíma kennsluháttum. Þér finnst lífið ganga of hratt og ekki nægur tími til að veita barninu þá menntun og uppeldi í samræmi við það, sem þú náust1 í æsku. Þá var staðið dyggan vörð um ákveðin meginatriði. Barnið þitt á að vera vel upp alið, það á ekki að nota blótsyrði, hegða sér sæmilega við matarborðið og skilja ckki eftir á diskinum. Þú hefur talsverðar áhyggjur af því, hvaða álits þú nýtur og þú kemur inn hjá barninu ýmsu því, sem þú telur að koma muni sér vel síðar meir úti í lífinu. Sérstaka áherslu leggur þú á að temja barninu kurteisi og háttvísi. Þú heldur hlífiskildi yfir barninu og gætir þess að varðveita sakleysi þess eins lengi og kostur er. Þú varast til dæmis að tala um kynferðismál við barnið og fylgist vel með unglingnum, þegar hann fer að leggja leið sína á öldurhús og aðra „vafasama" staði. Þú fylgist líka vel nteð vasapeningum; hvernig barnið notar þá. „Barn er nú einu sinni barn", segir þú. Og þú bætir kannski við: „Heimur Itinna fullorðnu er því framandi". Þú ert þeirrar skoðunar, að meðan barnið er enn að vaxa úr grasi, cigi það að hlusta, þegja og lcggja sig fram við námið. Þannig geti það með staðgóðri menntun tekist á við lífið sem fullþroska maður þegar að því kemur. Þú vilt því forða því sérstaklega frá þcint mis- tökum, sent þú hefur sjálfur gert á lífsleiðinni. Það er best gert með því að vcrnda það í bcrnsku og leiðbeina ung- lingnunt cins lengi og hann tckur við ráðum þínum. Frjáls- lyndir Þér líður allvel og þú hefur mikið sjálfstraust. Ekki vilt þú leggja of mikið upp úrþínu eigin uppeldi. Þú hefureigin hugmyndir um, hvernig eigi að ala upp börnin þannig að vel fari. Þér finnst þetta líka ekkert mál. Hvers vegna að vera að hafa of miklar áhyggjur af uppeldi barnanna. Þetta fer hvort eð er einhvern veginn. Það eru líka allar líkur á því, að í pólitíkinni hallist þú að vinstra kantinum. Þú fylgist afskaplega vel með óskum og viðhorfum krakkanna. Ef barnið grætur eða vill ekki borða matinn sinn, þá það. Engin læti. Ef hann vill ekki fara í rúmið, þá það. Ef hann neitar að klára af disknum sínum, þá segir þú bara: „Hann borðar betur á morgun". Barnið er mikið hjá þér, á hnjánum eða í rúminu. Það er alltaf einhver heima til að taka á móti krökkunum, þegar þau koma úr skóla eða frá vinnu. Þú tekur oft þátt í leikjum barnanna, sama hvort það cru bílalcikir, spil eða getraunir. Skiptir ekki máli, þú ert með. Þú ert alvarlega á móti boðum og bönnum. Þetta orð, bannið, er það eina, sem er bannað á þínu heimili. Þú leyfir börnunum að velja sín eigin sjónvarps- prógrömm, ef möguleiki er á vali á stöðvum eða vídeói. Sama gildir um skemmtistaði og félaga. Þú skiptir þér ekki af því, þó að þér líki ekki ýmislegt í þeim efnum. Þú hugsarsem svo, að þau verði að fá að reka sig á. Hver og einn verður að læra að dæma og meta. Þú • beitir refsingum af mikilli varúð og slæmt einkunnablað er alls ekki tilefni til þess að fara að agnúast við barnið. Þú vilt miklu heldur umbuna barninu fyrir góðar einkunnir.en rífast þegar árangur- inn er slakur. En eftir því sem barnið vex úr grasi, vill samband ykkar fara svolítið úr böndunum. Þrátt fyrir að þú ert allur/öll af vilja gerö til að vera barninu til aðstoðar og hlusta, þá máttu búast við að samskiptin verði minni en í öðrum hópum í þessari umfjöllun. Þannig velur hver sína braut, ekki satt? Umsjón: Þ.H. Ný tannlæknastofa Hef opnað nýja tannlæknastofu að Hverfisgötu 105, 3. hæð til vinstri (á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar). Tímapantanir í síma 12577. Bílastæði á baklóð, ekið inn frá Snorrabraut. Inngangurfrá Hverfisgötu. Einnig frá bílastæði. Sif Matthíasdóttir, tannlæknir. Verslunarstjóri Verslunarstjóri óskast í kjörbúð á stór-Reykjavík- ursvæðinu. Leitað er að manni með reynslu í verslunarstjórn eða hliðstæðum störfum. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra er veit- ir frekari upplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉ1AGA STARFSMANNAHALO Útboð Fyrir hönd Innkaupastofnunar ríkisins er hér meö óskaö eftir tilboöum í múrverk í hluta áfanga 2a Fjóröungs sjúkrahússins á Akureyri. Útboösgögn veröa afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, Reykjavík og hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. (VST h.f.) Glerárgötu 36, Akureyri frá og meö mánudeg- inum 30. janúar n.k. gegn skilatryggingu kr. 2.000.- Tilboð sem borist hafa veröa opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, þriöjudaginn 7. febr. n.k. kl. 11. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.