Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 12
 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1983 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1983 13 <-.v 's<^^ ■ Valdimar Jóhannsson: „Atvinnutekjurnar voru litlar og fjárhagur for- eldra minna var ekki rúmur, svo skólagangan truflaðist að vonum.“ ..Ég cr ta'ddur á Galmaströnd viö Eyjafjörð, cn Galmaströnderfornt heiti á sveit þeirri sem nú er jafnan nefnd Arnameshreppur eða Möðruvallasókn. Foreldrar minir hjuggu þarna um 13 ára skeið og ég var fimm ára þegar þau fluttu út í Svarfaðardal, en þar höfðu þau raunar búið áður. í Svarfaðardal cr ég svo uppalinn og allar mínar taugar liggja til dalsins. Faðir minn, Jóhann Páll Jónsson, var af svarfdælskum ættum, kominn af Gísla á Göngustöðum og Brotevu dóttur hans, en móðir mín, Anna Jóhannesdóttir, var komin frá séra Porstéini Hallgrímssyni í Stærra Árskógi, en annars er ættfræði ekki mín sterka hlið. í Svarfaðardal var ég til sextán ára aldurs, en þá tók að losna um mig þar vegna þess að þá brá faðir minn búi. Ákveðið var að ég tæki inntökupróf í Menntaskólann á Akureyri vorið 1931 en örlögin gerðu þar strik í reikninginn, því í stað þess að ganga undir þetta próf var ég vistaður á Kristneshæli með berklasnert. Ég var að vísu lítið vcikur, en þetta var til staðar og á þessum tímurn kvistuðu berklarnir þjóðina niður, ekki síst yngra fólkið. Á Kristneshæli var ég svo fram til haustsins. Petta var í rauninni lúxusdvöl, því ég var lítið veikur og naut lífsins og það viðraði vel um sumarið. Mér var hins vegar sagt að gæta mín vel á öllu erfiði, kulda og vosbúð og af þeim sökum gat ég ekki stundað vinnu nema að litlu leyti. Ég fór hcim til foreldra minna, sem nú höfðu sest að á Dalvík og þar sætti ég þeirri vinnu sem fyrir hendi var, en hin fyrirhugaða skólaganga truflaðist að vonum, því atvinnutekjurnar voru litlar og fjárhagur foreldra minna var ekki rúmur. Varð það úr að á útmánuðum 1934 ákvað ég að setjast í Kennaraskólann næsta haust og það gcrði ég. En laust eftir næstu áramót fékk ég slæma inn- flúensu og lá rúmfastur um þó nokkurt skeið og að því loknu mæltist Helgi' læknir á Vífilsstöðum til þess að ég færi heim og hvíldi mig til vors,- „því þú vcrður eitthvað að geta unnið í sumar,“ eins og hann orðaði það. Þetta gerði ég og varð skólavistin því ekki nema rúm- lega hálfur veturinn að þessu sinni. Híns vegar buðu mér skólastjóri og kennarar að ég mætti setjast í annan bekk að hausti án frckara prófs, en miðsvetrar- próf hafði ég tekið áður en ég veiktist. Éghafði tryggt mérvinnu íSíldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði næsta sumar, cn það var stórhapp á þessum árum að komast þar að, því menn höfðu þar tekjutryggingu þá tvo mánuði sem vinnan stóð. En svo fór að síldveiði var með daufara móti þetta sumar, þ.e. annan mánuðinn veiddist vel en svo að scgja engin vciði mánuðinn á eftir. Tekjurnar ódrýgðust því ansi mikið, en vcrulegur þáttur í þeim var aukavinnan. Mánaðarkaupið var ekki hátt og á Siglufirði varð maður að kaupa sér fæði og húsnæði og tekjurnar urðu ekki meiri en svo að ég sá ekki að ég mundi geta greitt fyrir fæði og húsnæði í Reykjavík um veturinn. Samt fór ég suður. Ég fann Freystein Gunnarsson skóla- stjóra að máli og sagði honum að hér væri ég kominn, þótt ég vissi varla til hvers, þar sem ég mundi ekki geta haldið mér uppi allan veturinn. Verður mér það alla tíð minnisstætt er Freysteinn lítur til mín og segir með sinni dæma- lausu hægð: „Pér komið alveg eins og kallaður. Sigurð minn Daníelsson á Kolviðarhóli vantar heimiliskennara í vetur. Þetta er að vísu ekki mikið kaup og kennslan er ekki mikil. En nú legg ég til að þér takið þetta að yður og komið svo í vor og takið prófin." Ég fór að ráðum Freysteins. Sigurður Daníelsson andaðist örfáum dögum síðar, svo honum kynntist ég ekki, en á Kolviðarhóli var ég um veturinn. Hús- móðirin var Valgerður Þórðardóttir, ekkja Sigurðar, mikil öndvegiskona, og tókst með okkur mikil og góð vinátta, sem entist meðan bæði lifðu. Fór svo að Fyrir þessa grein wmmm jej|i[.. sagði ég við setjara Valdimar Jóhannsson, forstjóri Iðunnar ræðir um svalviðrasöm æskuár sín, bókaútgáfu og þjóðmálabaráttu ■ Einhver umsvifamesti útgefandi á íslandi hefur um margra ára bil verið Valdimar Jó- hannsson í Iðunni, en hann er löngum kenndur við nafn útgáfunnar, enda stofnandi fyrir- tækisins og forstjóri alia tíð. Hann hóf feril sinn sem útgefandi árið 1945 í smáum stíl, en hefur síðan séð Iðunni vaxa upp í það að verða eitt öf lugasta og mesta forlag landsins. Valdimar er því einn þeirra manna sem hafist hafa af sjálfum sér. Hann hafði ekki annað veganesti að bjargast við í byrjun, en eigin dugnað, viljastyrk og staðfestu. En það veganesti hefur dugað honum vel, þótt vafa- laust mundi hann sjálfur vilja bæta við því láni sínu að hann hefur eignast vináttu margra hinna bestu og mætustu manna. Þrátt fyrir þær annir sem hlaðist hafa á umsvifamanninn Valdimar Jóhannsson í ár- anna rás, hefur hann ekki látið sitt eftir liggja í „stormum sinna tíða“ og á sínum tíma var hann atkvæðamikill blaðamaður og ódeigur að segja hug sinn allan í þjóðmálum. Ekki hefur Valdimar sóst eftir að ræða margt um sjálfan sig á almanna vettvangi í áranna rás, þótt margur blaðamaður hafi leitað eftir því. Þóttumst við Helgar-Tíma- menn því allvel hafa veitt er hann gaf kost á að spjalla við okkur um stund hér á dögunum, — að vísu fyrir þrábeiðni okkar. Þetta viðtal fer hér á eftir. ■ Gamli „Steinninn“ við Skólavörðustig". „Bretar linntu ekki látum fyrr en Valdimar var gert að afplána „landráðadóminn“. 'Jseíij{áí<2F&L2£Js, - !£> 4 ég útskrifaði þarna nemanda, en hann var stúlka, sem ljúka átti síðasta bekk barnafræðslunnar frá barnaskólanum í Hveragerði. Þangað var auðvitað ekki hægt að sækja skóla fyrir hana og því var ráðinn einkakennari. Var það með sam- þykki skólanefndar og skólastjóra í Hveragerói og kom skólastjórinn um vorið og var prófdómari mcðan fullnað- arprófið fór fram. Er þetta líklega eina skolaprófið sem tekið hefur verið á Kolviðarhóli. Sjálfur tók ég svo próf upp úr öðrum bekk Kennaraskólans um vorið. En nú var eftir einn bekkur enn, en bekkirnir voru þrír á þessum tíma. Var það sama sagan um haustið að ég var lítið fjáður, en nú varð ekki undan því vikist að sitja í skólanum, þar sem á þriðja ári fóru frani allar kennsluæfingar og ýmislegt fleira. Því fór ég suður og hóf námið. Þennan vetur kynntist ég Vigfúsi Guðmundssyni, sem gaf þá út tímaritið Dvöl, en segja má að tímaritið hafi haft þá sérgrein að birta þýddar smásögur og þýddi ég nú nokkrar sögur í ritið. Því hafði ég þó byrjað á að nokkru veturinn áður, meðan ég var á Kolviðarhóli. En nú fór ég að hafa áhyggjur stórar, - ég hafði ekki fjárráð til þess að borga herbergið og fæðið og svo var eftir að komast norður að vori og greiða far- gjaldið. Þarna var því opið og ófyllt skarð, þar sem krónurnar gátu ekki enst mér. Ekki veit ég til hvaða úrræða ég hefði gripið, því það hvarflaði ekki að mér að leita neins staðar fyrir mér til þess að biðja um lán. En einu sinni síðla vetrarins, þá hitti ég Vigfús Guðmunds- son og hann segir allt í einu við mig: „Heyrðu, hvernig er það með þig. Ér ekki þinn fjárhagur bágur?" Ég svaraði því til að ekki gæti ég neitað því og að mig skorti fé til þess að geta verið til loka skólaársins, og greitt fargjald norður í land. Þá segir Vigfús: „Hvað vantar þig mikið? " Ég svara: „Ég væri ágætlega birgur með tvö hundruð krónur." Þá tók Vigfús veskið upp úr vasa sínum, rétti mér tvö hundruð krónur og sagði: „Þú getur borgað mér þetta einhvern tíma, ef pínum högum verður þannig háttað. En það skiptir engu máli og þú skalt ekkert vera að hugsa um það. „Mér hefur ávallt fundist að þetta sé sú mesta fjármálafyrirgreiðsla, sem ég á æfi minni hef fengið. Ég veit líka að ég var ekki sá eini sem Vigfús rétti hjálparhönd. Já, það var margt mjög vel um Vigfús Guðmundsson. Ég vissi að vtsu að hann var mjög sæmilega bjargálna maður, en ég hefði aldrei haft uppburði í mér til að hiðja hann um lán. Nú, ég lauk svo Kennaraskólanum um vorið og við það próf var það kannske helst sögulegt að ég lagði mikla vinnu um veturinn í það, að skrifa ritgerð um kennslufræði. Nemendur áttu að skila svonefndri „kennslufræðiritgerð" og var algengt að menn skrifuðu þá um kennslu í einhvcrri ákveðinni námsgrein. Fyrir þetta var svo gefin einkunn í grein sem hét „Kennslufræði". En ég fór nokkuð öðru vísi að, því þessi ritgerð mín var einskonar söguleg ritgerð um alþýðu- fræðsluna á íslandi að fornu og nýju. Þetta bólgnaði í höndunum á mér og varð á endanum miklu stærra en í upphafi var ætlunin. Sá ég mér ekki annað fært en að fá þetta einhvern veginn vélritað og það gerði kunningi minn í Verslunarskólanum fyrir mig. Ársæll Árnason bókbindari setti þetta svo í einskonar band fyrir mig, svo úr þessu varð dálítil bók. Má hugsa sér hvað prófdómararnir, sem voru orðnir dauðþreyttir á að lesa margar prófrit- gerðir, hafa hugsað, þegar þeir fengu þessi býsn. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafa nokkuð lesið þetta, en ég fékk ntjög háa einkunn, - ef til vill hafa þeir vigtað þetta! Þetta varð hæsta einkunn í kennslufræði, sem nokkru sinni hafði verið gefin við Kennaraskólann og það kom dálítil frétt um þetta í blöðum. Sú frétt varð svo til þess að ég kynntist þeim báðum, Jónasi Jónssyni frá Hriflu og Ásgeiri Ásgeirssyni fræðslumálastjóra. Þeir höfðu samband við mig hvor í sínu lagi og báðu mig að hitta sig að máli, hvað ég og gerði. Afleiðingin af viðtalinu við Jónas varð svo sú að ég tók við kennslunni í íslensku í Samvinnuskólan- um næsta haust. Þar með má segja að sköpum hafi skipt um það að ég festist . hér í Reykjavík, en ekki einhvers staðar annars staðar á landinu við kennslustörf. Nei, ekki varð nú kennsluferill minn við Samvinnuskólann langur, aðeins til vors 1940. Þetta var ekki full kennsla, en mér voru þó greidd laun allt árið, - að vísu ekki full laun. En þetta var viss kjölfesta og ég varð mér að auki út um sitt hvað annað, til þess að drýgja tekjur mínar. Ástæðan fyrir því að ég sagði þessu starfi lausu í júní 1940 var svo ákveðinn ágreiningur við Jónas Jónsson, en það skal skýrt tekið fram að ég hafði ekkert nema gott af honum að segja og bað þarf ekki að taka fram að Jónas var ákaflega eftirminnilegur maður, mikið í hann spunnið og hæfileikar hans miklir. Á þessum árum komst ég svo dálítið í kynni við blaðamennsku, en ég starfaði eitt sumar á Nýja dagblaðinu og var þar til lokadægurs þess. Þar kom ég upphaflega inn í staðinn fyrir Jón Helgason, þar sem hann var fjarverandi nokkrar vikur á blaða- mennskunámskeiði í Svíþjóð. Þarna var ég svo til haustsins. Ég man að mér varð ekki um sel þegar ég mætti þarna fyrst en það var á mánudagsmorgni. Þegar ég kom inn var þar engan mann að sjá, því Þórarinn Þórarinsson sem starfaði við blaðið með Jóni Helgasyni var fjarverandi, var í vikufríi vestur á Snæfellsnesi í sínum heimahögum. Hefur mér ekki í annan tíma brugðið öllu meira, - að vera kominn inn á ritstjórnarskrifstofu dag- blaðs og eiga einn að sjá um að það kæmi út á hverjum degi. Blaðið var að vísu ekki stórt, en það var sama samt. Þarna lágu fyrir mér þau boð að ég gæti notið þeirrar aðstoðar að láta Gunnlaug Pét- ursson, sem starfaði í Edduhusinu, sjá um stutta þýdda grein, sem venja var að hafa á annarri síðunni, en annað vega- nesti hafði ég ekki. Að auki tókst nú ekki betur né verr til en svo að Jónas Jónsson, sem var drjúgur að leggja blaðinu lið með skrifum sínum, var austur á Þingvöllum í vikufríi þessa dagana. En þetta tókst nú og blaðið kom út og ég man meira að segja eftir að ég skaust út til þess að taka viðtal við v-íslenskan fiðluleikara, sem hér var staddur. Þegar Jónas Jónsson kom í bæinn hringdi hann til mín og spurði hví í ósköpunum ég hefði ekki haft samband við sig og fengið liðsinni sitt við að skrifa blaðið, en hann kvaðst þá mundu hafa komið í bæinn. „Þú hefur staðið þig ótrúlega vel,“ sagði hann, „og þegar þú varst að svara Mogganum þarna vegna mín, - það var alveg Ijómandi vel gert.“ Það var lítið um svefn hjá mér þessa viku, en þetta blessaðist allt saman. Vorið 1940 fór ég norður á Dalvík og vann þar við hafnargerð og á skrifstofu kaupfélagsins um veturinn, en hélt svo aftur suður til Reykjavíkur. Þá var margt breytt, því hernámið var komið til sögunnar og herbúðir út um hvippinn og hvappinn, sandpokavígi og viðbúnaður og farið að vinna að flugvallarbyggingu. Þá stofnaði ég til útgáfu blaðs, viku- blaðs, sem ég nefndi „Þjóðólf,“ og afrekaði það að koma mér í tugthúsið. Svo var mál með vexti að nú var mikið orðið siglt með fisk til Bretlands og það varð almennt að ýmsir aðilar tóku skip á leigu og keyptu fisk úr bátum í íslenskum höfnum tjl þess að fylla þau. Um þetta leyti var gerður nýr fisksölu- samningur á milli íslands og Bretlands og hafði milligöngu um þau mál af hálfu Breta Owen nokkur Hellyer, sem sjálfur hafði áður rekið útgerð frá Hafnarfirði. Hann var nú starfsmaður breska mat- vælaráðuneytisins og hafði jafnframt á leigu skip fyrir eigin reikning sem hann keypti í fisk og hagnaðist vel á. Sjálft gerði breska matvælaráðuneytið út tvö skip í þessu skyni. Ég fékk upplýsingar frá fyrstu hendi um efnisatriði þessara nýju fisksölu- samninga og voru þeir mjög óhagstæðir Islendingum. Komu þeir mjög bæði við íslenska sjómenn og þá sem ráku skipin. Ég fékk þessar upplýsingar að kvöldlagi og voru þær mjög nákvæmar. Blaðið átti að koma út á hádegi daginn eftir og fór ég nú út í prentsmiðju sama kvöld og var þar þá einn setjari við vinnu. Ég tók mér stöðu við setjarapúlt og hóf að skrifa og afhenti setjaranum blöðin jafn óðum, og tókst að hafa undan honum. Sagði hann mér það löngu síðar að þegar ég afhenti honum síðasta biaðið, þá hefði ég sagt: „Fyrir þessa grein fer ég í tugthúsiö." Daginn eftir fór ég úr bænum og var fjarverandi í tæpa viku. Ég lét ekkert uppi um það hvert ég væri að fara, en sagði meira í gamni en alvöru við konuna sem ég leigði hjá að ef lögreglan spyrði eftir mér, þá skyldi hún bara segja að ég væri ekki í bænum og að hún vissi ekki hvert ég hefði farið. En svo fór að lögreglan kom að spyrja um mig og var svo komið að hún var næstum farin að halda vörð um húsið. Þegar ég var á leiðinni í bæinn, þá varð ég fyrir því óhappi að snúa undir mér annan fótinn og var ekki gangfær og eftir að læknir hafði vafið um fótinn sagði hann mér að halda kyrru fyrir og reyna sem minnst á mig. En nú hafði ég haft spurnir af eftirgrennslunum lögregl- unnar þar sem ég var staddur á einka- heimili úti í bæ. Hringi ég þaðan í sakadómaraembættið og spurði hvort þeir hefðu verið að spyrja eftir mér. Jú, svo reyndist vera og ég var spurður hvort ég gæti ekki komið á skrifstofuna. En ég sagði sem var að ég hefði meitt mig, mætti ekki stíga í fótinn, og gæti ekki einu sinni komið á mig skó. „En ef þú værir borinn," er þá sagt. „Nú. ef þið viljið svo mikið við hafa“ segi ég og að vörmu spori er kominn lögeglubíll og ég er borinn út í hann af tveimur fílefldum lögregluþjónum. Nú er farið með mig til rannsóknar- dómarans og þá kemur í ljós að málið er þannig vaxið að það er búið að höfða opinbert mál á hendur mér fyrir þessa grein. Rannsókn málsins var ákaflega fyrirferðarlítil. Ég var spurður um nafn og fæðingardag og hvort ég hefði skrifað þessa grein. Ég kvað svo vera og þar með var rannsókn málsins lokið, og það tekið til dóms. Dómsniðurstaðan lét ekki á sér standa, - ég var dæmdur í tveggja mánaða varðhald. Það sem var sérstakt við þetta mál var það að ég var ákærður fyrir landráð samkvæmt sérs- takri grein í hegningarlögunum sem fjallar um árásir á erlenda þjóðhöfðingja og starfsmenn erlendra ríkja sem væru hér í erindum ríkis síns. Undir þetta var talin flokkast árás á Owen Hellyer. Verjandi minn í undirrétti var Pétur Magnússon, nafnkunnur hæstaréttarlög- maður og alþingismaður þá, og tók hann þetta mál mjög alvarlega. Taldi hann hér um að ræða algjört réttarfarslegt slys og öfugmæli að verið væri að höfða mál gegn mér fyrir landráð, þarsem ég hefði verið að verja íslenska hagsmuni. Var vörn hans fyrir undirréttinum mjög hörð og skelegg og klykkti hann út með því að ef ég væri dæmdur sekur, þá væri það dómsmorð. Þegar að því kom að kveða upp undirréttardóminn hringdi Pétur Magn- ússon til mín og kvaðst alls ekki geta komið því við að vcra viðstaddur dóms- uppkvaðninguna vegna anna við mál- flutning í Hæstarétti. En hann bað mig að fara og hlýða á dóminn og hringja til sín fyrir kvöldið. Ég gerði það að sjálfsögðu og hringdi svo til hans og sagði honum niðurstöðuna. Hafði égorð á því að sjálfsagt tæki ekki að áfrýja þessu, þar sem mig ætti hvort sem er að dæma. En þá segir hann: „Þér verðið að áfrýja þessu, en það getur vel verið að dómurinn verði þyngdur í Hæstarétti,- ég get ekkert um það sagt. En þetta er ■ „Klykkti hann út með þvi að segja að ef ég væri dæmdur sekur, þá væri það dómsmorð.“ svo einstakt tilvik að þetta verður að fara til Hæstaréttar." Ég kvaðst alveg reið- ubúinn að gera það og taka þessa áhættu. En aðalatriðið var það að allt geröist þetta vegna þess að landið var hcrnumið. Komst ég að því löngu síðar hjá Hcr- manni Jónassyni að þctta var gert að kröfu frá tilteknum manni og mcð mikilli pressu. Þessi maður var Wise majór, en hann fór með öll mál sem vörðuðu samskipti íslendinga við breska hcrliðið. Þessi maður var mjög harður og óbil- gjarn og hegðaði sér í öllu eins og ótíndur nýlenduherra. Mér hafði lent dálítið saman við hann áður og mun það ;kki síst hafa átt þátt í því hvc hart hann sótti þetta mál gegn mér. Þegar Hæstiréttur kom saman um haustið var þetta mál mitt tekið fram fyrir öll önnur mál og dómur kvcðinn upp mjög fljótt, en dómurinn var þá mildaður og ég dæmdur í eins mánaðar varðhald. Auðvitað var það ætlun ís- lenskra yfirvalda að ég tæki dóminn aldrei út og á þetta var ekki minnst um hríð. Ekki fyrr en einn fyrstu daganna í desember, en þá hringir til mín Jónatan Hallvarðsson, sakadómari, sem sjá átti um fullnægingu dóma. Hann var dálítið vandræðalegur, því við vorum orðnir allvel málkunnugir vegna þessa alls. Hann segir: „Já, þú veröur nú víst að byrja að taka út dóminn á morgun." „Hver fjárinn", segi ég. „Það stendur nú dálítið illa á hjá mér, því ég er að undirbúa jólablað. Má þetta ekki frestast í eina viku?“ Já, undir öllum venjulegum kringum- stæðum hefði það ekki skipt nokkru einasta máli," scgir Jónatan, „því þá hefði þetta bara verið mitt mál. En nú ber hins vegar svo til að það er skrif- stofustjórinn í dómsmálaráðuneytinu sem gefur mér fyrirmæli um það að þú eigir að fara inn á morgun. Þetta er algjör undantekning, ég hef aldrei fengið svona fyrirmæli áður. En ég sting upp á að þú biðjir hann Pétur Magnússon, verjanda þinn, að tala við Gústaf skrif- stofustjóra." Ég gcri þetta og cftir smá- stund hringir Pétur og scgir: „Ég veit nú ckki hvað á spýtunni hangir. Gústaf getur ekki neinu breytt. Hann hcfur um þetta fyrirmæli frá ráðherra. Nú, en það cr vclkomið að ég tali við hann Hcrmann." „Ég held að það taki því ckki," segi ég, „Fyrst svona cr í pottinn búið, þá hlýtur það að varða miklu að ég byrji á morgun. Ég tek það þá með mér sem ég þarf til þess að skrifa jólablaðið og við rcddum því einhvernvcginn." Svo fór ég í fangelsið daginn eftir. En þettaskýrðist nú allt saman, því að í blöðunum las ég það nokkrum dögum seinna að Owen Hellycr væri kominn til landsins, til þess að ganga frá breytingum á fisksölusamningnum. Er ckki neinn vafi á því að þarna hefur Wise verið að vcrki, því hann fylgdist vel með öllum hlutum hér, stórum og smáum og hefur vcl vitaö að ég gekk laus. Mun hann nú hafa lagt prcssu á það að ég færi inn, þar scm Hellycr var að koma. En af samn- ingnum cr það að segja að honum var gjörbrcytt og upphaflegi samningurinn var nánast ógiltur. Voru öll þau atriði hans scm verst komu við íslcnska hags- muni úr gildi fclld. En um næstu áramót gcrðist það að Hcllycr varð að víkja úr stöðu sinni í matvælaráðuneytinu og það með skömm, þótt það væri dulbúið. Var hann látinn gefa stórfé á þess tíma mælikvaröa til opinberra þarfa í Bret- landi og skýrðu cnsku blöðin svo frá að þetta væri hluti af ágóða hans af fisk- kaupunum á Islandi. Ég tók út minn dóm og hafði raunar bara gaman af því að sitja þarna þennan tíma. Ég kynntist þarna ýmsum, ákaf- lega margir komu í heimsókn til mín og þar á meðal mikið af fólki sem ég hafði aldrei heyrt eða séð, - útgerðarmenn, sjómenn og aðrir. Vildu menn ýmist votta mér samúð eða þakka mér og fangaverðirnir urðu miklir virktavinir mínir alla tíð. En eigi að síður var þetta einkennileg tilfinning að vera settur á , , - - _ Sjá næstu síðu i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.