Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1983 erlend hringekja magn sprengiefna á Champs-Elysée í París rétt áður en Carlos lét til skarar skríða. Allt ætlaði vitlaust að verða um miðjan mars í innanríkisráðuneytinu, þegar fjölmiðlar höfðu komist í málið, en ráðherrann hafði ekki verið látinn vita um efni bréfsins strax og það barst. „Petta er allt of alvarlegt mál til að þegja yfir því", sagði hann. „Samtök Carlosar eru til og þetta er ekkert grín. Carlos er potturinn og pannan í starfsemi alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hann getur gert okkur alvarlegar skráveifur", sagði ráðherrann. Lét hann verða af hótuninni? Ekki hefur tekist að færa sönnur á samband milli þessa bréfs og sprengju sem sprakk í lest rétt áður en hún kom til Limoges í Frakklandi 29. mars eða rétt um mánuði frá því að bréfið var senttil Haag. .Fimm létu lífið í þessari sprengingu og 26 særðust. Sem betur fór hélst lestin á teinunum, þó að einn vagninn færi nánast í spað; gera má ráð fyrir að afleiðingarnar hefðu verið enn hörmulegri ef lestin hefði farið af sporinu. Næst heyra ráðamenn í V-Evrópu frá Carlosi 1. sept. síðastliðinn, en þá barst innanríkisráðherra V- Þýskalands bréf með undirskrift sjakalans. Bréfið kom um sendiráð Pýskalands í Jedda. Carlos tók í bréfinu alla ábyrgð á sig vegna tilræðis í Vestur-Berlín 25. ágúst, sem kostaði einn mann lífið og særði tuttugu og tvo. I bréfinu hótaði Carlos að láta til skarar skríða gegn ráðherranum Friedrich Zimmermann, ef hryðjuverkakvinnan Gabriele Kroecher-Tiedemann yrði ekki látin laus innan skamms. Hún bíður nú réttarhalda vegna fjölda ódæðisverka, sem hún hefur tekið þátt í með v- evrópskum hryðjuverkamönnum. Ljóst er af ýmsu, sem tekist hefur að grafa upp um Carlos á undanförnum mánuðum, að hann styrkir um þessar mundir mjög tengsl sín við íslamska heittrúarmenn í íran, sem sjá honum fyrir vopnum og vistum. Yfirvöld í Iran gráta ekki hörmulega atburði í Frakklandi vegna vopnasölu Frakka til íraks og stöðu þeirra í Mið- Austurlöndum við hlið Israela og Bandaríkjamanna. Hins vegar virðist sem uppalendur Carlosar í Austur Evrópu hafi jafnvel snúið við honum baki eða hann við þeim. Feigðarmerki? Margir fréttaskýrendur velta því fyrir sér um þessar mundir, hvort síðustu afrek Carlosar séu ekki einmitt ákveðin feigðarmerki. Áðurfyrr réðst hann til atlögu í vel skipulögðum hryðj uverkum, náði stundum tilsettum markmiðum og hafði um sig harðsvíraða hirð alþjóðlegra glæpamanna. Petta voru yfirleitt v- evrópskir borgarskæruliðar, en nú verður hann að sækja bandamenn sína til öfgafullra klerka í Iran og Khadafys í Líbíu, semglatað hefur öllu trausti á alþjóðavettvangi. Francois Caviglionc scgir t.a.m. í síðasta hefti franska vikuritsins Lc Nouvel Observateur. að síðustu „frægðarverk Carlosar marki endalok goðsögunnar". Þau minni helst á suður-amerískan vestra, þar sem iagt sé til atlögu með vopnum gegn litlu ómerkilegu brautarstöðinni úti í eyðimörkinni. „Hann drepur ennþá, en hann hræðir ekki lengur. Kannski er það til marks um það, að fjáraflamennirnir að baki honum trúa ekki á hann lengur. Og í alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi er atvinnuleysi sama og dauðinn", segir Caviglione. Ekki er víst, að allir taki undir það sjónarmið, að Carlos hræði ekki lengur. Víst virðast þau ógnarverk, sem hann hefur staðið fyrir á undanförnum mánuðum nógu hræðileg til aðfylla fólkskelfingu. Hins vegar er Ijóst, að hann á ekki stuðning t.d. kommúnista í A-Evrópu eins og áður og fyrstu mistökin sem hann gerir geta orðið honum dýrkeypt. Allt eftirlit með hugsanlegum hryðjuverkamönnum hefur verið mjög eflt á meginlandinu og grannt er fylgst með ferðum útsendara klerkastjórnarinnar í Iran til Frakklands, en þeir koma yfirleitt í gegnum Iöndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Það er því ekki ólíklegt, að til tíðinda dragi á næstu mánuðum og sjakalinn verði kannski dreginn fram í dagsljósið áðuren langt um líður. Heimildir: Le Nouvel Observateur L’Express/ÞH Framkvæmdastjóri Stjórn Félagsstofnunar stúdenta óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf eða aðra þá menntun eða reynslu, sem æskileg er við stjórnun og rekstur fyrirtækja. Nánari upplýsingar um starfið gefur núverandi framkvæmdastjóri í síma 15918 til 6.febrúar 1984. Skrifleg umsókn - þar sem fram koma upplýsing- ar um aldur, menntun og fyrri störf sendist til skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta P.O. Box 21, 121 Fteykjavík, fyrir 27. febrúar 1984 merkt Framkvæmdastjóri. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Félagsstofnun stúdenta hefur það hlutverk að annast rekstur, bera ábyrgð á og beita sér fyrir eflingu félagslegra fyrirtækja í þágu stúdenta við Háskóla íslands. Félagsstofnun stúdenta rekur eftirfarandi fyrir- tæki: Stúdentagarðana, Matstofu stúdenta, Kaffistofur Háskólans, Háskólafjölritun, Bóksölu stúdenta, Hótel Garð, Stúdentakjallarann, Ferðaskrifstofu stúdenta og tvö barnaheimili. Starfsmannafjöldinn er 55. Meistarinn Fellini í viðtali við The New York Times: Misskilningur að leikstjórar séu yfirleitt gengnir af vitinu ■ Meistarinn Fellini fór á kostuni í viðtali við blaðamann frá stórblaðinu New York Times á dögunum, en í síðustu viku var frumsýnd nýjasta mynd hans: „Skipið siglir" Blaðamaður hitti hann á veitingastað í Róm, þar sem Fellini var að snæða hádegisverð. I kring um meistarann var öll hirðin, handritshöfundar, framleiðandi, blaðainenn og aðrir samverkamenn úr kvikmyndaverinu í Róm. Rétt í þann mund sem snöfurmennið lauk við máltíðina, leit annað stórmenni ítalskrar kvikmyndalistar við, Marcello Mastrioanni. „Ciao, Federico, ciao." Þó að Fellini hafi nýlokið við að gera stórmyndina „Skipið siglir," var hann langt frá því að vera þreytulegur á svip. Hann talaði um kvikmyndagerð við vini sína af innlifun. Það eina, sem ekki mátti spyrja hann um var, hvað væri næst á döfinni hjá honum. Nýja myndin fjallar um hóp manna, sem ersaman kontinn á farþegaskipi til að heiðra minningu stórstjörnu nokkurrar, hvcrrar hinsta ósk var að láta dreifa líkamsleifum sinum í öskuformi yfir hafflötinn á ákveðnum stað í Adríahafinu. í ferðinni eru listamenn af ýmsum toga, gamlir aristókratar og aðarar fornminjar frá liðinni tíð. EihspgoftáðurhotastFellini við leikmenn í nokkrum hlutverkum, alla frá Napóli að þessu sinni. En aðalhlutverk leika þó Bretarnir, Freddie Jones, Barbara Jefford og Janet Suzman. Fellini var í besta skapi yfir hádegisverðinum í Róm. „Ég vinn að kvikmyndagerð vegna þess, að þá fæ ég greitt fyrirfram. Um leið og ég er búinn að skrifa undir samning, fæ ég fyrirfram og ég vil helst ekki skila peningunum aftur. Því er ég tilncyddur að drífa myndefnið af stað", segir hann, þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi valið sér kvikmyndir sem viðfangsefni. Hannerbeðinn um aðsvara íalvöru. „Fyrir mig er þetta eins konar aðhald, sálrænt séð. Ég má ekki til þess hugsa að njóta algers frelsis. Það er eins konar sjálfsmorð, Ef ekkert leitar á hugann, þá er ég ráðvilltur. Þess vegna þarf ég eitthvað utanaökomandi lil að halda mér viðefnið". segir hann. „Mer virðist sem ég sé í þessu til að hafa gaman af því og líka til að láta grínast með mig. En sannleikurinn er sá, að ég tek við peningununt og vil fyrir enga muni láta þá af hendi aftur. Það er heila málið. Þcss vegna bý ég til kvikmyndir." „Svo er líka hitt, að ég vil gjarnan vera hluti af lífinu, taka þátt í að túlka það. Mér finnst gaman að lifa og draumar eiga vel við mig. Ég gæti ekki verið málari eða rithöfundur því þá þyrfti ég að fylgja efninu of þröngt. Of mikið aðhaid. Lífið er uppistaðan í kvikmyndunum. Þarþarfekkiannaðen að þekkja lífið og vita hvernig á að túlka það", sagði Fellini FLATKOKUR Ömmu flatkökur, eru ómissandi á ÞORRABLÓTI Sendum hvert á land sem er Bakarí Friðriks Haraldssonar sf Kársnesbraut 96, Kópavogi ® 413 01

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.