Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 23

Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1983 itnmm 23 I „Er dagur reiðinnar11 yfirvofandi. Hluti af málverki Peter Paul Rubens, .Dómsdagur". Heimsendir er algengt viðfangsefni i evrópskri list. enginn heimsendir að leggja kórónu sína niður við gröf lausnarans. Hann hélt til Rómar, en fór þaðan til Gnesen, því hann taldi best að bíða endalokanna við gröf hins heilaga Adalberts, þar sem sagt var að dauðir hefðu verið látnir rísa upp. Þegar leið að miðnætti hinsta dag ársins 999 þorðu menn ekki lengur að hafa augun opin, heldur lágu á grúfu á jörðinni með útteygða arma í kross. En svo kom miðnætti og það furðulega skeði: Það varð enginn heimsendir. Nú hefði mátt ætla að eftir slíkar hrakfarir hefði engum heimsenda- spámanni dugað lengur að bera fræði sín á torg. En því fór fjarri. Þessi heimsendir sem aldrei varð skildi eftir sig slíkt tómarúm í spennuþrá manna að allar miðaldirnar voru menn eilíflega að koma saman alls konar spádómarullum um, yfirvofandi endalok. Þannig spáði Johannes frá Toledo því árið 1186 að himinhvelfingin mundi hrynja niður og þetta olli hreint ógurlegu írafari. Víða gróf fólk jarðhýsi, eins og síðar varð er menn bjuggust við sprengjuárásum. í Konstantinópel lét Býsanzkeisari múra upp í alla glugga hallar sinnar. Þá var það að ábótinn Joachim af Floris lagði fram nýja heimsendaspá sem gerði menn viti sínu fjær á 13. öldinni. Þegar pestin geisaði í Englandi árið 1665 töldu menn enn aftur að heimsslitin væru í nánd. Spámaður að nafni Solo- mon Eagle dansaði kviknakinn á strætunum í London með logandi glóðarker á höfðinu og grenjaði: “Heimsendir, heimsendir, heimsendir er kominn". Daniel Defoe, sem sagt hefur frá þessu atviki, segir það hafa vakið einna mesta furðu manna að á berum líkama þessa manns var enga bólu að sjá. „Hann var hvergi veikur nema í höfð- inu.“ Geðbilun sem skýtur upp aftur og aftur með vissu millibili á sér sérstakt nafn, - „Chiliasmus." Nafnið er komið úr grísku og er dregið af orðinu „þúsund,“ Þetta er guðfræðilegt orð sem á sér flóknar rætur, þótt það sé notað um mjög auðskiljanlega hluti sem hver mað- ur þekkir úr eigin lífi. Þannig var það jafnan einn dag ársins að de Gaulle hershöfðingi var ekki við mælandi vegna geðvonsku. Því datt engum manni í hug að óska honum til hamingu á þessum dögum, - afmælisdögum hans. En líkt og hver einstaklingur verður fyrir slfkri reynslu, þá er það oft að heildin verður altekin af henni. Þannig var það er 19. öldin, svo menntuð og upplýst sem hún var, var að renna sitt skeið. Þá fylltust menn miklum lífsleiða og sáu ekkert fram undan nema myrkur og dauða. Þarna er gamla kunnuglega móður- sýkin enn á ferðinni. En til þess að hún verði að virkilegum „Chiliasmus" þarf til nokkra trúarvissu. Ekki er þó sama hverslags trúarvissu er um að ræða. Best er að hún sé af því tagi sem Ronald Reagan hefur öðlast. Ekki voru menn gjörsneyddir þessari veiki í árdaga kristninnar. Hvað gat svo sem skeð þegar búið var að krossfesta Krist en að heimsendir kæmi? Hinir fyrstu kristnu menn voru þess fullvissir að hinn upprisni mundi koma í skýjum einn daginn, „að dæma lifendur og dauða". En ekki kom hann, þótt þeir biðu frá degi til dags og frá ári til árs. En því meir sem koma hans dróst, því meir jókst spenningurinn og þegar það dularfulla ár, árið 100, var í nánd, gekk yfir ógurlegt heimsenda-æði. Um þetta verður lesið. Það hefur verið árið 96 að kristinn spámaður, Jóhannes að nafni, sem þá var staddur á grísku eyjunni Patmos, ritaði um opinberun sína. Sá hann fyrir „hinn mikla dag reiðinnar" og er hér komin síðasta bók Biblíunnar, „Opinberunarbókin.“ Það er einmitt hún sem Reagan hefur sem mestar mætur á. Þetta er í rauninni trúarleg „vísinda-skáldsaga“ sem ber vitni um óhamið ímyndunarafl. Hinir fjórir riddarar Opinberunarbók- arinnar þeysa yfir jórðina og mannkynið æpir og gólar. Upp úr undirdjúpunum flýgur ógrynnismergð af engisprettum. Sólin myrkvast og verður eins og hæru- sekkur. „Dýrið“ með tíu horn og sjö hausa stígur upp úr víti. Loks verður það við fjallið Harmageddon að refsiengill Guðs vinnur á herjum Satans og leiðir hina útvöldu inn í „þúsundáraríkið," „Chiliasmus“ rétt eina ferðina. Þannig var hugarástand kristinna manna er árið 100 nálgaðist. En enginn kom heimsendirinn. En áfram var haldið að lesa „Opinberunarbókina". Amerísk- ir sjónvarpspredikarar þreytast ekki á að vitna til hennar. Þetta er eftirlætislesning Bandaríkjaforseta. En enginn skyldi þó hlæja að þessu kukli Ameríkumannanna. Fjölmargir á meðal okkar eru undir sömu sök seldir og það þótt þeir telji sig vel upplýsta. Ekki er langt síðan mikið stáss var gert með spáfræði Nostradamusar. Þar er á ferðinni heimsendaspeki handa byrjendum. Þessi franski „sjáandi“ (1503-1566) forðast eins og heitan eldinn Óttinn við heims endi er ekki nýr af nálinni og allt tal á okkar tímnm nm efstu daga er lftt grnndað að nefna nokkur föst ártöl, en hann nefnir það ár er heimsendir kemur umbúðalaust: „1999 kemur hinn mikli konungur skelfinganna“: Einnig nefnir hann annað áreiðanlegt teikn: „Hinn mikli páfi mun ferðast frá einu landinu til annars.“ Já, víst vantar ekki að páfinn ferðast. En er hann „mikill páfi?“ Sama daginn og Reagan ræddi um heimsenda spárnar sendi bandaríska umhverfisverndarráðið frá sér aðvörun þess efnis að yfirvofandi væri mikil hækkun hitastigs á jörðinni. Þar sem slæða af koldíoxíði sem umlykur jörðina gerist æ þykkari er hætta á því að árið 2000 hafi hitastigið á jörðinni hækkað um 0.58 gráður. Þannig yrði jörðin að einskonar gróðurhúsi hvað hita varðar og það mundi leiða til þess að mikil bráðnun íss ætti sér stað við bæði heimskautin. Blöðin létu ekki á sér standa að gera úr þessu góðan „uppslátt". f 6. kapítula Opinberunarbókarinnar segir að stuttu fyrir orrustuna við Harmageddon muni hinstu forboðarnir koma fram: Þar er um að ræða ægilega pest, sem slá mun helming mannkynsins hræðilegum og ólæknandi kaunum. Tímaritið „Spiegel“ spyr á síðasta ári: „Er farsótt yfirvofandi? Mun sjúkdóm- urinn „Aids“ koma sem riddari úr Opin- berunarbókinni yfirmannkynið? ríðandi svörtum fáki?“ En eru það ekki kynvilltir sem hafa hrundið þessari bölvun yfir okkur? „Þeir hafa legið með þúsund manns á þremur árum,“ segir „Spiegei.“ Sýnir þetta ekki að jörðin er að verða ein allsherjar Sódóma og Gómorra og mun farast eins og þessar borgir í frásögu Gamla testa- mentisins. En satt að segja voru þessar upphróp- anir í litlu frábrugðnar fyrri hrópum um heimsendi, þegar pestir gengu yfir. Á fyrri öldum var Gyðingum kennt um pestirnar, en nú er þeim ekki til að dreifa og þá eru það kynvilltir. Nú eru menn miður sín vegna Persh- ing II. Hamingjan hjálpi okkur ef stríð brýt út. En Pershing II hefur reynst alveg jafn gott meðal til þess að leysa heimsendaskelfinguna úr læðingi og pestarfárin fyrrum. Þá fór pestin hamförum í London og Salomon Eagle dansaði um strætin með glóðarkerið á höfðinu. Dularfull og óskilgreinanleg hætta steðjaði að mönnum. Það var vissulega rétt. Rétt eins og Pershing II er nú skammt utan við bæjardyrnar hjá mönnum í Evrópu. Kveinunum um komandi heimsendi linnir heldur ekki, þótt þarna sé aðeins um að ræða tjáningu á ráðvilltu hugar- ástandi. Þegar menn standa ráðalausir gagn- vart þeim vandamálum sem umhverfið býður upp á, þá er það sínýtt ráð að leita á vit dulfræða og gefa hugarfluginu lausan tauminn. Þetta er þekkt úr trúar- brögðum allra tíma og minningarsvæða. Þetta á við um Reagan forseta og marga á meðal vor. En bíðum róleg! Það verður enginn heimsendir. Það mun meira að segja renna upp dagurinn 1. janúar árið 2000. Þá munu menn standa ráðvilltir eins og hópur læmingja sem hefur ætlað sér að hlaupa í sjóinn, - en fann engan sjó. Rétt eins og forfeður vorir þann 1. janúar árið 1000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.