Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 2
2______
fréttir
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
■ Látinn er á Akureyri, Sigurður Óli
Brynjólfsson, kennari og bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins í bæjarstjórn
Akureyrar um langt árabil.
Sigurður Óli Brynjólfsson var fædd-
ur þann 8. september 1929, sonur
hjónanna Guðrúnar Rósinkarsdóttur
og Brynjólfs Sigtryggsonar í Steinholti
í Glerárþorpi.
Sigurður lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1947
og stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1950. Stðan stundaði hann
nám við Háskóla íslands í verkfræði
árin 1950-51 og tók BA próf í eðlis-
fræði og stærðfræði frá HÍ 1954. Hann
starfaði síðan sem kennari við Gagn-
/fræðaskólann 'á Akureyri um þriggja
áratuga skeið og nti á síðustu áruni
sem kennari við Iðnskólann.
Sigurður Óli var um langt árabil
einn helsti forystumaður Framsóknar-
flokksins á Akureyri. Hann varð vara-
■ Sigurður Oli Brynjólfsson.
bæjarfulltrúi flokksins árið 1958 og
síðar bæjarfulltrúi 1962 og því starfi
hefur hann gegnt síðan. Hann átti sæti
í bæjarráði, var formaður skólanefnd-
ar. átti sæti í stjórn Framsóknarfélag-
anna og um tíma sæti í miðstjórn
Framsóknarílokksins. Hann hefur
einnig átt sæti í stjórn KEA og hefur
setíð í blaðstjórn Dags auk ýmissa
annarra trúnaðarstarfa.
Eiginkona Sigurðar Óla, Hólm-
fríður Kristjánsdóttir, lifir mann sinn.
■ Átta leikendur koma fram í Músagildrunni: Anna Einarsdóttir, Guðmundur
Davíðsson, Björn Hjartarson, Gunnar Halldórsson, Kristinn Kristinsson, Kristín
Hjaltadóttir, Kristín Pálsdóttir og Eiríkur Davíðsson.
Músagildran sýnd í
Félagsgarði í Kjós
látinn
Sigurður
Óli Bryn-
jólfsson
ÞORRABLÓTIÐ VARÐ ÓBEINT
TILEFNIFÍKNIEFNARASSÍU
■ Þorrablót sem haldið var í Seyðis-
firði, varð óbeint tilcfni til að lögreglu-
yfirvöld hófu aðgerðir til að reyna að
stemma stigu við fíkniefnasölu og neyslu
sem nokkuð hefur borið á á staðnum.
Voru allmargir teknir til yfirheyrslu
vegnaþessara mála og gerðar húsleitir að
fikniefnum og 12 manns játuðu að hafá
átt í fíkniefnaviðskiptum eða neytt
þeirra.
Talsverð ólæti urðu í kjölfar þorra-
blótsins og m.a. fór hópur fólks inn á
lögreglustöðina á staðnum og hafði það-
an á brott með sér tvo bjórkassa sem
gerðir voru upptækir í skipi. Fólkið
náðist brátt og við yfirheyrslur komst
lögreglan á snoðir um fíkniefnamál og
„rassían" fylgdi síðan í kjölfarið.
í samtali við Tímann sagði Sveinbjörn
Sveinbjörnsson sýslufulltrúi að rannsókn
þessara mála hefði verið all umfangsmik-
il og m.a. aðstoðaði lögreglan á Egils-
stöðum við skýrslutöku. Rannsókninni
væri nú lokið. I sjálfu sér væri þetta mál
ekki stórt um sig en það vekti að
sjálfsögðu mikla athygli í bænum og
umræðu um þessi mál almennt og þá væri
tilganginum náð.
GSH
■ Leikklúbbur Kjósverja heldur upp á
5 ára afmæli sitt með frumsýningu á
Músagildrunni eftir Agötu Christie í
Félagsgarði í Kjós föstudaginn 3. febrú-
ar. Leikstjóri er Jón Hjartarson. Músa-
gildran var frumflutt í London árið 1952,
þar sem hún er enn á fjölunum og mun
ekkert leikhúsverk hafa gengið svo lengi
í striklotu. Leikurinn hefur verið sýnd-
ur víða um heim og m.a. hjá nokkrum
áhugafélögum hér á landi.
Næstu sýningar á Músagildrunni verða
í Félagsgarði laugard. 4. febr. og þriðja
sýning í Hlégarði í Mosfellssveit laugard.
11. febrúar. Síðar mun leikklúbburinn
sýna víðar í nágrannabyggðum.
Tilraunastöðin á
Reykhólum:
119 íbúar
mótmæla því
að hún verði
lögð niður
■ Samtals 119 íbúar í Reykhólasveit
og Geiradalshreppi í A-Barðastrandar-
sýslu hafa undirritað áskorun til stjórnar
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
um að hætta þegar í stað við þá
ákvörðun að leggja niður sauðfjárbú
Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum,
heldur láta hana halda áfram störfum
þar undir sömu yfirstjórn og nú.
í áskoruninni er það álit látið í ljós að
það starf sem unnið hefur verið á
Reykhólum sé mjög til framdráttarsauð-
fjárrækt í landinu og að Reykhólaféð sé
auðlind sem geti skilað miklum verð-
mætum í þjóðarbúið. Bent er á að af
Reykhólafé skili hver kind 2,86 kílóum
af ull nú þegar miðað við 1,94 kg. af ull
af hverri kind á vísitölubúinu. Miðað við
vísitölubúið gefi þessi umframull auka-
verðmæti sem nemi 37 lömbum.
Jafnframt er talið að ef nóg væri til af
ull með þeim kostum sem Reykhólaféð
hefur mætti stórminnka ullarinnflutning.
Hægt yrði að framleiða hágæðavörur úr
alíslenskri ull. Pá er og vakin athygli á
því að gærur af Reykhólafé líki mjög vel.
Fullyrða - megi að á Reykhólum sé
kominn upp sterkur vísir að alhvítu
feldfé. ________
Baraflokkurinn með tónleika
Baraflokkurinn heldur tónleika hér í borg-
inni á næstunni, og verða þeir fyrstu í Safari
á fimmtudagskvöidið 2. febrúar. Síðan held-
ur flokkurinn til Vestmannaeyja þar sem
þeir leika á almennum dansieik í Samkomu-
húsinu föstudaginn 3. 2.
Síðustu tónleikarnir verða svo á Hótel
Borg laugardagskvöldið 4. febrúar. Með
Baraflokknum koma fram á öllum tónleikun-
um Stuðmennirnir Ásgeir Óskarsson og
Tómas Tómasson.
BIÐSKAKIRNAR
■ í gær var lokið við að tefla biðskák-
ir á Búnaðarbankaskákmótinu.
Úrslit urðu:
Jón L. Árnason - Alburt, 1-0,
Jón Kristinsson - Sævar Bjarnason,
1-0,
Mareeir Pétursson - deFirmian, 1-0,
Alburt -
Guðmundur Sigurjónsson, Vi - Vi,
Shamkovich - Jón L. Árnason, Vi-Vi.
Jón L. náði mátsókn á Alburt, og
gafst sá síðarnefndi upp í 56. leik.
Alburt hafði ekki mikil gagnfæri fyrir
manninn, en ekki er Ijóst, hvort hann
hefði getað haldið jafntefli með bestu
taflmennsku. Sævar gaf biðskákina við
Jón Kristinsson án þess að tefla frekar,
enda staðan gjörtöpuð. Margeir hafði
ekki mikið fyrir því að innbyrða vinn-
inginn í biðskákinni við deFirmian.
Lokin urðu þó allóvenjuleg. Banda-
ríkjamaðurinn gaf skákina með því að
leika sig viljandi í mát. Alburt lét
Guðmund Sigurjónsson brjótast frá
Hafnarfirði til Reykjavíkur í ófærðinni
í gærkvöldi til að leika 7 leiki í dauðri
jafnteflisstöðu, Shamkovich og Jón L.
sömdu um jafntefli í 63. leik, en skákin
leystist upp í jafntefli fljótlega eftir bið.
abcdefgh
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Lev Alburt
Framhaldið varð:
41. Bbl (biðleikurinn) Bxe4 42. Bxe4
Hd2 43. Df3 Hxb2 44. Bxf5 exf5 45.
Da8t Kg7 46. Dxa7t Kh6 47. Da8 Dc5
48. DI3 Kg7 49. Hdl Kf6 50. Hd5 Dcl
51. Hd6t Ke7 52. Hd4 Dc2 53. Db7t
Kf6 54. Hd6t Kg5 55. De7t Kg4 56.
Hd4t og Alburt gafst upp, því hann
veður óverjandi mát eftir 56. -- Kh5
57. Hh4 eða 56. - Kf3 57. Hf4 eða 56.
- De4 57. Hxe4f fxe4 58. Dxe4f Kg5
59. Df4t Kh5 60. Dh4.
BINAÐARBANKA .V
SKÁKMÓT 30
1984
ss
i
Hvítt: Leonid Shamkovich
Svart: Jón L. Árnason
Framhaldið varð:
41. d6 (biðleikurínn) Hb3 42. d7 Kh6
43. Be4 Hb2 44. d8D Hxd8 45. Hxf7
Hh8 46. Hxf6t Kg7 47. Hg6t KÍ7 48.
Hxa6 Ha2 49. Bd5t Kg7 50. Ha7t Kg6
51. a6 Hal 52. Kg3 Hglt 53. Kf2 Hal
54. Kg3 Hglt 55. Kf2 Hal 56. Hc7
Hxa6 57. Kg3 Hal 58. Hc6t Kg7 59.
Hxc5 Hglt 60. Kf2 Hcl 61. Hc7t Kf6
62. Hc6t Kg7 63. Hc7t. Jafntefli.
Hvítt: Margeir Pctursson
Svart: Nick deFirmian
Framhaldið varð:
42. Bxg4 (biðleikurinn) Kg7 43. Hd7
a5 44. Hb7 Hd8 45. Hxb6 Hd2 46. a4
f6 47. Hb7t Kh6 48. Hf7 Hd6 49. Be2
Bg8 50. Hb7 Hd2 51. Bc4 Bxc4 52.
bxc4 Ha2 53. Hf7 Hf2t 54. Ke3 Hc2
55. Kd4 Kg5 56. Hg7t Kh5 57. Hg6
Ha2 58. Hxf6 Hxa4 59. Kd5 Kg5 60.
Hf8 Hal 61. Ke6 a4 62. Hg8t Kh6 63.
e5 a3 64. Kf6 Kh7 65. Ha8 Kh6! 66.
Hh8 mát!
abcdefgh
Hvítt: Jón Kristinsson
Svart: Sævar Bjarnason
Sævar gaf skákina vegna eftirfarandi
afbrigðis:
41, Kd2 (biðleikurinn) Bbl 42. Bg8 g5
43. h5! Hxg8 44. Hf7! Hh8 45. Hxföt
Bg6 46. hxg6 hxg6 47. Hff7 og svartur
er bundinn við að valda máthótunina
abcdefgh
Hvítt: Alburt
Svart: Guðmundur Sigurjónsson
41. — f5 (biðleikurinn) 42. gxf5t gxf5
43. Hxa2 Hxd6 44. He2t Kd7 45. He5
Ha6 46. Kd4 Ha4t 47. Ke3 Ha2 48. h4
Ha3t 49. Kf2, jafntefli.
Bragi Kristjánsson.