Tíminn - 03.02.1984, Side 4
■ „Það var alveg gífurlega mikil þörf
fyrir þetta nýja íþróttahús. íþrótta-
kennsla hefur hér engin verið síðan í
haust, nema hvað krakkarnir voru tals-
vert í sundlauginni meðan það var fært
vegna kulda. Það biðu því allir mjög
spenntir eftir þessu nýja íþróttahúsi.
Skólarnir bvrjuðu með íþróttaæfingar í
húsinu s.l. föstudag og svo var opnað
fyrir almenning í gær. Eftir það má segja
að hver einasti tími sé setinn alla vikuna
frá kl. 8 á morgnana til kl. 11 á kvöldin.
Það er aðeins á sunnudögum sem smá-
vegis dettur úr um miðjan daginn og
þann tíma nota ég undir mót. Húsið er
því alveg fullbókað svo þeir sem biðja
um tíma framvegis komast ekki að“.
Það er Hreinn Halldórsson hinn
kunni kúluvarpari og lyftingamaður og
núverandi húsvörður nýs íþróttahúss á
Egilsstöðum sem hér var að lýsa ösinni í
hinu nýja húsi. Hreinn sagði vinnu við
húsið raunar ekki að fullu lokið, en lögð
hafi verið áhersla á að ljúka því nauð-
synlegasta svo hægt væri að taka húsið í
notkun sem allra fyrst. Af byggingu og
rekstri þessa nýja húss standa Egilsstaða-
hreppur og Fellahreppur að hluta. Áætl-
að er að húsið verði tekið formlega í
notkun n.k. laugardag.
Þótt húsið sé myndarlegt sagði Hreinn að það þyrfti að vera helmingi stærra til að anna þeim mikla íþróttaáhuga sem fólk hefur á Héraði.
„GIFURLEGA MIKIL ÞORF FYR-
IR ÞETTA NÝJA ÍÞRÓTTAHÚS”
— segir Hreinn Halldórsson, hinn kunni kúluvarpari og núverandi
húsvörður nýja íþróttahússins á Egilsstöðum
Hreinn sagði sal hinnar nýju íþrótta-
hallar 22x27 metra, þæ. 594 fermetra.
Handboltavöllur er því löglegur á
breiddina en vantar 13 metra upp á
lengdina. Við byggingu hússins var haft
í huga að lengja megi húsið síðar og
sagði Hreinn hugmyndina að annar
helmingur komi í viðbót við núverandi
sal, hvenær sem af því yrði. Hreinn
sagði húsið þó gefa mikla möguleika.
Þarna er leikinn handbolti, fótbolti og
körfubolti. I salnum cru 4 badminton-
vellir og 2 blakvellir.
Hreinn sagði íþróttahúsið fyrst og
fermst byggt fyrir skólaíþróttirnar, sem
nota um 55% af skráðum tímum hjá
honum. Hin 45% tímanna eru svo fyrir
íþróttafélögin á staðnum (um 35 t. á
viku) og einkatíma, þ.e. fyrir fólk í
, badminton, og fleira.
„Það er svo mikið líf í íþróttafélög-
ununt hérna og hjá aimenningi að húsið
þyrfti þegar að vera komið í fulla stærð
cf hægt ætti að vera að anna því öllu",
sagði Hreinn. Auk boltaleikja sagði
hann frjálsar íþróttir mikið stundaðar á
Egilsstöðum. Aðal driffjöðurin í því
starfi sé Helga Alfreðsdóttir.
■ Hreinn Halldórsson, sem hefur nú
umsjön með nýju íþróttahúsi sem er að
taka til starfa á Egilsstöðum. Sagöi hann
hvern einasta tíma upptekinn til kl. 11 á
kvöldin alla vikuna.
svo, jafnvel þótt verið sé að byggja þessa
stóru íþróttahallir, að það vantar
grunninn, sem felst í kraftþjálfun. Að
mínu mati er engin aðstaða í húsinu til
slíkrar starfsemi. Það er að vísu smá
kompa sem ætluð er fyrir þrekþjálfun,
og þá einungis fyrir skólana. Aðstaða
fyrir þá sem hug hafa á að stunda
líkamsrækt með lyftingum skapaðist
ekki með þessu húsi,“ sagði Hreinn.
Spurður, sagði Hreinn það gífurleg
viðbrigði að gerast nú dreifbýlismaður á
ný, eftir að vera búinn að venjast
borgarlífinu. „Einnig þegar maður er
búinn að vera á flakki út um allt, þá er
það mikil breyting að vera nú allt í einu
kyrr á sama stað og hreyfa sig hvergi.
Engu að síður gengur þetta orðið betur
hjá mér núna en ég bjóst við - maður er
að venjast þessu“.
- Og Reykavíkurferðir verður auðvit-
að að undirbúa með löngum fyrirvara?
„Einmitt - það kostar ekki svo lítið að
fljúga. Maður verður að draga saman
erindin og skipuleggja málin og reyna að
skreppa svona tvisvar á ári ef hægt er“,
sagði Hreinn.
-HEI
■ Unga fólkið hafði beðið með eftirvæntingu eftir hinum nýja glæsdega íþrottasal.
Hreinn var spurður hvort áhugi hafi
ekki aukist fyrir lyftingum við komu
hans til Egilsstaða. „Það er ekki nóg að
hafa áhuga ef aðstaða er ekki fyrir
hendi. Ég hafði mikinn áhuga á að koma
hér upp þessari almennu líkamsrækt og
fór um allt þorpið að athuga með
húsnæði, en það var hvergi að finna. Ég
varð líka fyrir miklum vonbrigðum með
íþróttahúsið að þessu leyti. Það er oft
■
■ Smiðirnir að leggja síðustu hönd á verkið áður en skólafólkið hópaðist í húsið til þjálfunar og leikja.
■ Gleðin skein úr hverju andliti á þessum hóp, sem var meðal þeirra fyrstu til að
notfæra sér kosti nýja hússins. Tímamyndir Benedikt.