Tíminn - 03.02.1984, Side 12
24
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
heimilistíminn
umsjón: B.St. og K.L.
■ Valdimar Bergsson er
fæddur í Reykjavík 27.
sept. 1953. Hann lauk
landsprófi frá Víghólaskóla
í Kópavogi 1968. Valdimar
réðst til náms í bakaraiðn
1969 og útskrifaðist sem
sveinn í þeirri iðn 1973.
Hann setti á stofn eigið bak-
arí, „Kökubankann" í Hafn-
arfirði 1977 og í Hafnarfirði
er hann nú búsettur. Aðal-
áhugamál hans er JC og er
hann forseti JC Reykjavík.
Önnur áhugamál eru íþróttir
og þá einkum og sér í lagi
knattspyrna og skák. Valdi-
mar hefur starfað mikið að
félagsmálum t.d. hjá
Breiðablik i Kópavogi og nú
er hann einnig varaformað-
ur Landssambands bakara-
meistara.
Valdimar er greinilega
vakinn og sofinn með hug-
ann við JC-hreyfinguna og
fjallar pistill hans eingöngu
um hana. Þar er því marg-
víslegan fróðleik að finna
um þennan félagsskap.
■ Valdimar Bergsson er áhugasamur um margt og gæti þess vegna trúlega skrifað marga pistla um áhugamál sín. í þetta sinn snýst hugur hans þó eingöngu um
JC-hreyfinguna og starf hennar, sem virðist hið fjölskrúðugasta, (Tímamynd Róbert)
„JC tekur við þar
sem skólarnir hætta“
Stökkbreyting þegar
fyrsta konan gekk í JC
JC Reykjavík er eitt elsta JC félagið
á landinu, stofnað 10, okt. 1968. í
upphafi var félagið vettvangur ungra
athafnamanna í viðskiptalífinu og var
þá gjarnan fundað í hádeginu á ein-
hverjum góðum veitingastað í borg-
inni, fenginn fyrirlesari eða ræðumað-
ur um stjórnmál eða viðskipti sem svo
síðan svaraði fyrirspurnum frá fund-
argestum. Tilgangurinn var að efla
kynni meðal þessara manna og vcra
inni í því sem hæst bar hverju sinni.
Á árunum '73-’76 breytist félags-
skapurinn allmikið, inn í hann fara að
koma fleiri þjóðfélagsstéttir og starf-
semin fer að verða skipuleg, námskeið
fara að ryðja sér til rúms fyrir félags-
menn.
Stökkbreyting varð síðan árið 1977
þegar fyrsta konan gekk í JC Rcykja-
vík og þar með í landshreyfinguna en
fram að þeim tíma hafði félagsskapur-
inn einungis verið ætlaður karl-
mönnum. Segja má að síðan hafi
hreyfingin verið í stöðugri sókn.
Félagatala JC Reykjavík er í dag
105 manns, en landshreyfingarinnar
um 1100. Ástæðan fyrir vinsældum
hreyfingarinnar er sú félagslega þörf
sem almennt býr í fólki og hins vegar
og ekki síður þau fjölbreyttu og góðu
námskeið sem boðið er upp á enda er
svo komið að margir tala um hreyfing-
una sem skóla (JC skólann).
Vinsælt námskeiða-
hald og ræðukeppnir
Þau námskeið sem vinsælust eru
köllum við félagsþjálfunarnámskeið en
þau eru í ræðumennsku þar sem boðið
er upp á þrjár tegundir svo og í
fundarstjórn og fundarritun. Auk
þeirra námskeiða sem að framan eru
talin höfum við upp á að bjóða stjórn-
unarnámskeið, sölumannanámskeið,
námskeið í skipulegum vinnu-
brögðum, sjálfskönnunarnámskeið
svo eitthvað sé nefnt. Það er sammerkt
öllum þessum námskeiðum að þau eru
þýdd og eða samin af JC félögum
jafnframt sem útgáfa er kostuð af
félögunum eða landshreyfingunni, og
ennfremur styrkt af fyrirtækjum. JC
námskeið alls eru nálægt 30 talsins.
Jafnframt því sem þessi námskeið
eru haldin fyrir félagana gefst þeim
kostur á að æfa sig á námsefninu og eru
til að mynda í gangi 3 tegundir ræðu-
keppna þar sem annað hvort einn
keppir á móti öðrunt eða sett eru upp
ræðulið. Þess má geta í þessu sambandi
að JC Reykjavík er talið komið lengst á
þessu sviði enda hefur félagið verið í
úrslitum síðastliðin sjö ár og unnið
fjórum sinnum.
Fyrirkomulagið er þannig að kepp-
endur koma sér saman um umræðuefni
sem oft er í léttum dúr og gefur því
möguleika á fjölbreyttari meðferð.
Þeir hafa ákveðinn tíma til undirbún-
ings, frá einni viku til allt að þremur
vikum. Síðan eru dómarar sem oftast
eru reyndir félagar í ræðumennsku
sem dæma hvort liðið er betra. Dæmt
er eftir undirbúningi, rökfestu, svörum
við rökum mótherja, málfari og ræðu-
tækni. Ræðukeppnir þessar eru oft
óhemjuskemmtilegar og er skemmst
að minnast þess er JC Reykjavík stóð
fyrir rökræðukeppnum milli fram-
haldsskóla, en úrslitakeppnin fór fram
21. jan. s.l. í Háskólabíói fyrir troð-
fullu húsi eða um 1500 manns.
Fertugir missa félagar
atkvæðisrétt
JC félögum gefst kostur á að stjórna
fundum í félögunum, skrifa fundar-
gerðir, vera formenn nefnda sem vinna
annað hvort að innanfélagsmálum eða
að verkefnum úti í þjóðfélaginu. Þeir
aðilar sem eru teiðbeinendur á fyrr-
nefndum námskeiðum eru í langflest-
um tilfellum reyndari JC félagar sem
tekið hafa sjálfir námskeiðin, reynt sig
í námsefninu og sótt svo sérstakt
leiðbeinendanámskeið en þau eru
haldin að minnsta kosti einu sinni á ári
og þá fyrir öll félögin á landinu sameig-
inlega en þau eru 33 í dag.
Inngöngu í JC geta allir þeir fengið
sem náð hafa 18 ára aldri og ekki eru
eldri en fertugir. Við þann aldur missa
félagar atkvæðisrétt sinn í félaginu en
geta þó verið með sem svokallaðir
styrktarfélagar (seniorfélagar).
Landshreyfingin kýs yfir sig lands-
stjórn árlega á landsþingi en þær reglur
gilda innan hreyfingarinnar að enginn
má gegna sama starfi innan JC nema í ■
eitt ár þá verður hann að taka sér
önnur störf fyrir hendur.
Metorð innan JC
Algengt er að fyrsta árið séu menn
almennir nefndarmenn og sæki þau
grunnnámskeið sem félögin bjóða upp
á. Næsta ár gæti viðkomandi tekið að
sér nefndarformennsku fyrir einhverri
nefnd jafnframt því að bæta við sig
námskeiðum. Þriðja árið væri ekki
ólíklegt að sá hinn sami færi í stjórn
síns aðildarfélags og hefði þá sem
slíkur yfiruntsjón með nokkrum
nefndum. Fjórða árið gæti hann verið
kosinn forseti í sínu félagi og þyrfti þá
að stjórna öllu félaginu. Fimmta árið
yrði ef til viil notað í störf fyrir
landsstjórnina t.d. umsjón með ræðu-
keppnum eða sem formaður lands-
stjórnarnefnda. Sjötta árið gæti hann
verið kosinn sem varaforseti lands-
stjórnarinnar með umsjón ákveðinna
félaga og síðan það sjöunda sem
landsforseti. Vissulega er gert hér ráð
fyrir fljótasta möguleikanum og verða
menn að gera það upp við sigsjálfa hve
fljótt þeir eiga að sækjast eftir metorð-
um innan JC,
Útgáfustarfsemi -
Evrópuþing -
heimsþing
JC Reykjavík stendur fyrir all um-
fangsmikilli útgáfustarfsemi á hverju
ári. Fréttabréf með fjölbreyttu efni
kemur út að jafnaði mánaðarlega yfir
vetrarmánuðina, starfsbók sern hefur
að geyma skipurit félagsins og starfs-
áætlun jafnframt lögum þess og verð-
launa- og viðurkenningarreglugerð.
Félagatal er gefið út með hagnýtum
upplýsingum um félagana. Auk þess
hefur komið út á þessu ári handbók um
ræðumennsku og tilbúið er til prentun-
ar námskeið um stjórnun (Máttur
áhrifaríkrar stjórnunar) auk þess sem
til stendur að endurskoða annað.
JC Reykjavík hefur yfir að ráða
húsnæði þar sem starfsemi félagsins fer
að langmestu leyti fram s.s. námskeið,
INGÍMAR SIGURÐSSON 1 li imtvu'i id mbxnU Usdvbtrwla HSJ 1983 IH «I BIAI.I M.A.: 11 *frt»
81.i' ■ ttrúúsfs.'ji«
; fil > tkmftva: *:>.*
1 ■ K
Urslitakeppnin í Háskólabíói in
ságf*; J
tU'VKÓn 1« UTMVNDIIt »1.1 : 'nuúúnntnu.., m i ' "...
■ Útgáfustarfsemi á vegum JC stend-
ur í miklum blóma
ræðukeppnir, nefndarfundir, stjórnar-
fundir og skemmtanir, er það að
Laugavegi 178. JC Reykjavík er aðili
að landshreyfingunni sem aftur er svo
aðili að heimshreyfingunni (Jaycees
International). Haldin eru Evrópu- og
heimsþing ár hvert, næsta Evrópuþing
verður haldið í Bordeaux í Frakklandi
í júní. Síðasta heimsþing var aftur á
móti haldið í Taipei á Taiwan (For-
mósu) í nóvembers.l. Áttu Islendingar
þar 6 fulltrúa en einmitt einn af þeim
sat í alheimsstjórn JCI á síðasta ári,
Allt starf innan JC í
sjálfboðavinnu
JC hreyfingin er hreyfing ungs fólks
sem vill þjálfa sig og efla í stjórnar-
störfum og fyrir það líf sem það á fyrir
höndum almennt. Oft er tekið svo til
orða að JC taki þar við sem skólarnir
hætti og er það með réttu. Allt starf
innan JC er unnið í sjálfboðavinnu,
námskeið sem önnur störf. Gjöld fyrir
námskeið greiða félagar almennt ekki
nema þar sem um er áð ræða dýr
námskeiðsgögn og þá á kostnaðar-
verði.
Ef þú átt erindi við JC, þá á JC
erindi við þig.