Tíminn - 03.02.1984, Qupperneq 20

Tíminn - 03.02.1984, Qupperneq 20
Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Shcmmuveg' 20 Kopavogi Simar (9t>7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nylega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR 8c ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 ú ^^■abriel r' HÖGGDEYFAR ^QJvarahlutir “a1 mar 4 / :. ' ' Halldör Ásgríms- son, sjávar- útvegsráö- herra: AKVEÐUR AD FARA AFIAMARKSLEHNNA Fiskverðs- ákvörðun fljótlega ■ Halldór Asgrímsson, sjávar- útvcgsráðherra hefur ákveðið að fara að ráðum ráðgjafanefndar- innar í sjávarútvcgi, og fara afla- marksleiðina í kvótakerfinu, en sóknarmarksleiðina í ákveðnum undantekningartilvikum, og verður þeim sem óska eftir þvi að fá úthlutun samkvæmt sókn- armarki gert að sækja sérstak- lega um að fá úthlutað sam- kvæmt sóknarkvóta. Hagsmunaaðiiarnir Fiskiþing og LÍÚ hafa samþykkt afla- marksleiðina sem ákjósanlegri valkost og auk þess telja menn að aflamarksleiðin ætti að leiða til þess að menn fari betur með aflann. Þeir hafasem sagt ákveð- ið magn, og ættu að reyna að fá sem mest verðmæti út úr því magni. Telja menn því að reynt verði samkvæmt aflamarksleið- inni að haga útgerðinni á sem hagkvæmastan máta. Helsti gallinm sem menn sjá á sóknar- marksleiöinni er að menn muni hvorki hugsa um olíusparnað né góða meðferð á aflanum, heldur muni þeir hamast við veiðarnar, þann tíma sem þeim er leyfður til veiða. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sagði í samtali við Tímann í gær, er hann var spurður álits á þessari niður- stöðu: „Ég hef ailtaf verið mjög inn á því, að okkar sjómenn, skipstjórar og útgerðarmenn, fengju að halda því kappi sem er í þeim, hvað varðar veiðarnar - þess vegna er ég á móti kvótum. En nú er neyðarástand. sem verður víst ekki mætt með öðrum hætti." Steingrímur sagðist persónu- lega vilja allt öðru vísi kvóta, sem hann hefði látið vinna þegar hann var ráðherra, en það væri svæðiskvóti - en það þýðir að hvert löndunarsvæði- fengi út- hlutað ákveðnum kvóta. „Það mega sjómenn og útgerðarmenn ekki heyra á minnst og segja að þá séu þeir orðnir þrælar fisk- vinnslunnar," sagði forsætisráð- herra, „sem er náttúrlega hlægi- legt, því fiskvinnslan og útgerðin er nú á einni hendi í svona 80% tilvika." -AB LfYFT AÐSQJA BORDVfN í MAT- VÖRUVERSLUNUM? ■ Félag kjötverslana ug Félag matvörukaupmanna hafa sent Albert Guð- mundssyni fjárinálaráð- herra bréf þar sem farið er fram á breytingar á sölu borðvíns hérlendis, þ.e. leyft verði að selja slíkt í verslunum. „Tildrög þessa máls eru þau aö fjármálaráðherra hefur sagt að hann vilji létta kostnað ríkisbáknsins og er þetta í framhaldi af því auk þess sem markaðurinn kall- ar á þessa þjónustu, fólki finnst súrt í broti að þurfa að fara í þessar þrjár einka- leyfisverslanir til að ná í borðvín“ sagði Jóhannes Jónsson formaður Félags kjötverslana í samtali við Tímann... „ Þetta mál hefur áður komið upp innan okk- ar hóps og okkur fannst kjörið að koma því á fram- færi nú að við værum reiðu- búnir að taka þessa þjón- ustu að okkur“. í bréfi beggja félaganna, sem dagsett er 31. janúar s.l. segir m.a.: „Ástæða fyrir þessari beiðni er fyrst og fremst aukin krafa neytenda um betri þjónustu og meira vöruúrval. Hjástórum hluta neytenda er þetta nú þegar orðinn hluti af matarinn- kaupum a.m.k. fyrir hátíðir og helgar og vilja því Félag matvörukaupmanna og Fé- lag kjötverslana koma til móts við neytendur með því að hafa á boðstólum þessar vörutegundir". Aðspurður um hvort ekki yrði að vera strangt eftirlit með þessum vörukaupum ef af þeim yrði sagði Jó- hannes að það yrði kannski erfitt til að byrja með... „Við færum ekki að selja ómálga börnum þessa vöru og það yrði að setja reglu- gerð um þetta“. Jóhannes sagði 'að ráð- herra hefði tekið málaleitan þeirra vel og virtist hafa fullan skilning á því hvað þarna væri á ferðinni, og mun hann á næstunni at- huga málið nánar og þá hvort laga- eða reglugerðar- breytinga er þörf. -FRI ■ Skíðalyfta hefur verið tekin í notkun á Grundarfirði og er hún staðsett rétt fyrir ofan bæinn þannig að lítil fyrirhöfn er fyrir bæjarbúa að bregða sér á skíði. Það var skíðafélag staðarins sem keypti og reisti lyftu sem er 680m framleidd í Sviss. Fjárins var aflað með samskotumvn.a. frá fyrirtækjum og svcitarfélagi en öll vinna við að koma henni upp var unnin af sjálfboðaliðum. - Tímamynd Arie Lieberman. - ellegar má búast við að fylgi gerð almennra kjara- samninga ■ Enn liggur ekki fyrir ‘ákvörðun um nýtt fiskverð, sem átti að taka gildi 1. fcbrúar síðast liðinn. Stuttur fundur var í vfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvcgsins i gær og annar hefur verið boðaður í dag klukkan 16. • Samkvæmi heimildum Tím- ans er allri undirbúningsvinnu lokið og mun jafnvel talið að ákvörðun verði tekin innan- skamms, jafnvel fljótlega í næstu viku. Gerist það hins vegar ekki má búast við, að ákvörðun dragist á langinn og fylgi gerð almennra kjara- samninga í landinu. Eftir því sem næst verður komist hefur lítið seni ekkcrt verið rætt urn breytingar á mati, eins og greint var frá í einu dagblaðanna í gær. Hins vegar mun kappkostað að nýtt fiskvcrð verði innan þess ramma að ekki þurfi að koma til gengisfellingar, sem þýðir að hækkunin verði um eða innan við fjóra af hundraði. -Sjó. LOÐNUVEIÐI AÐ GUEÐAST ■ Þrettánbátarfengusamtals um 8.600 lestir af loðnu nokkr- ar mílur út af Stokksnesinu í fyrrakvöld og fyrrinótt. And- rés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd sagði í samtali við Tímann, að veiðin hefði verið jöfn og þétt frá kvöldi og fram undir morgun. Hann vissi ekki ti! þess að bátarnir hefðu feng- ið nein risaköst heldur hcfðu þeir náð inn svona 100 til 200 tonnum í hverju kasti. Hann hafði ekki frétt af neinni veiði á miðunum þegar blaðamaður talaði við hann í gærkvöldi. -Sjó. dropar Fjölgar toppunum í ráðuneytinu? ■ Tímabær endurskipulagn- ing á uppbyggingu mennta- málaráðuneytisins sem stjórn- unarheildar hefur átt sér stað, eins og sagt var frá í blaðinu í fyrradag. Missa þar hagræðing- ar- og stjórnunarsérfræðingar stóran spón úr aski sínum, en hingað til hefur menntamála- ráðuneytið ætíð verið tckið sem skólabókardæmi um hvemig ekki eigi að haga skip- an stórra skipulagsheilda. Neyðast þeir því til að finna annað negatívt fordæmi. Við skipulagsbreytinguna er deildunum tíu þjappað saman í þrjár megin skrifstofur, sem . hver fyrir sig hefur ákveðið verksvið. Stimar dcildirnarein- kenndust af því að þar voru deildarstjórar sem nær einung- is stjórnuðu sjálfum sér. Ekki er þó þar með sagt að toppun- um í ráðuneytinu fækki. Sam- kvæmt gamla kerfinu voru þeir a.m.k. 12, þ.e. 10 deildarstjór- ar og svo skrifstofustjóri og ráðuneytisstjóri. Nú má hins vegar reikna með að þeir verði fleiri, þ.e. 9-12 deildarstjórar, 3 skrifstofustjórar og einn ráðuneytisstjóri. Hinu er hins vegar ekki að neita að ömgg- lega verður þægilegra að reka erindi sín í ráðuneytinu eftirað hinni nýju skipun hefur verið koniið á og eðlilegri verka- skiptingu. Bílaathvarfið! ■ Menn fást við ýmislegt þessa dagana í borgarkerfinu. Eitt af því er að föndra til nothæft nafn á bílageymsluna nýju sem Seðlabankinn byggði fvrir Reykjavíkurborg, sam- kvæmt samningi þessara aðila. Bjöm Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar, hefur lagt fram cftirfarandi hugmyndir: Kalkofnsskáli, Kalkofnshellir, Ingólfsskáli, Ingólfshellir, Sölvhólsskáli, Sölvhólshellir, Arnarhólshellir, Hegraskáli og Hegrahellir. Umferðarnefnd- armenn bættu um betur og iétu sér detta eftirfarandi hug- myndir í hug: Kolakjallari, Kolaport, Bás, Bflabás, Bflaat- hvarf, Arnarsel, Arnarhellir og Bílshellir. Ef einhverjir hafa góðar i hugmyndir ættu þeir hinir sömu að setja sig í samband við : umferðarnefndarmenn borgar- “ innar. Krummi .. . ...vill ekki trúa því að umferð- arnefndarmenn leggi hendur á bfla sína mm

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.