Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 1
Sidumúla 15—Póstholf 370Reykjavík—Ritstjórn86300—Augiýsingar 18300— Afgreidsla og áskrift 86300 - Kvötdsunar 86387 og 86306 Vandamál í fasteignavidskiptum ef vextir lækka niður fyrir 20%: HÆGT AD KREFJAST OLOGLEGRA VAXTA AF EFTIRSTÖDVUM ÍBÚDA? ■ Komi enn til vaxtalækkunar nú í febrúarmánuði eða fljótlega eins og ýmsir búast við mun af því leiða vandamál, sem er við- skipta- og lögfræðilegs eðlis, hvernig fara skuli með skulda- bréf sem algeng eru í fasteigna- viðskiptum, þ.e. bréf með 20% vöxtum, sem tíðkast hafa á eftir- stöðvum undanfarin ár. Hæstu lögleyfðu vextir nema nú 21%. Fari þeir t.d. niður í 16% væru 20% vextir orðnir ólöglegir. Að sögn Dans V.S. Wiiums, stjórnarmanns í Félagi fasteignasala mundu þeir eftir slíka vaxtalækkun ekki ganga frá nýjum fasteignasamningum þar sem miðað væri við hærri vexti en hæstu lögleyfðu, þannig að hinir enn algengustu eftir- stöðvavextir mundu þá lækka sjálfkrafa í samningum sem gerðir væru eftir það. Vandinn skapast hins vegar varðandi samninga sem gerðir voru á síðasta ári, en ekki er enn húið að ganga frá skuldabréfum vegna þeirra. Verður löglegt að gefa út skuldabréf með hærri vöxtum en hæstu lögleyfðu? - og verður bönkum stætt á því að innheimta hærri vexti en hæstu lögleyfðu vcxti? Síðari spurningin á raunar einnig við um skuldabréf sem þcgar hafa verið gefin út. Um þessi atriði sagði Dan lögfræð- ingá ekki á einu máli, en sjálfsagt komi til kasta bankanna að ráða fram úr þeim. -HEI Akureyrarlög- reglan í kasti við ölvaða öku- menn: Fjórir ölvaðir piltar veltu bifreið sinni ■ Lögreglan á Akureyri þurfti tvisvar að hafa afskipti af ölvuðum ökumönnum í gærmorgun. í fyrra tilfellimi var um bílveltu r mót: við Krossa á Árskógsströnd ao ræða. Lögreglan á Dalvík fékk tilkynningu um óh rpið kl. 5.10 og þegar hún kom á staðinn voru fjórir piltar vid bílinn, allir ölvaðir en ómeiddir. Pilt- arnir þrættu ullir fyrir að hafa ekið bflnum og voru þeir þá fluttir til Akureyrar þar sem fangageymslur Dalvíkurlög- reglunnar rúma ekki þetta marga. Við yfirheyrslur játaði einn pilturinn síðan að hafa ckið bílnum. Seinna um morguninn varð lögreglan á Akureyri vör við grunsamlegan bíl rétt utan við bæinn. I bifreiðinni voru tveir unglingar sem reyndust báðir vera ölvaðir. gsh ■ Fjölmargir árekstrar hafa orðið í Reykjavík undanfarið vegna slæmra akstursskilyrða: bæði eru götur hálar og útsýni takmarkað vegna hárra snjóruðninga. Sá alvarlegasti til þessa varð á mótum Miklubrautar og Grensásvegar aðfaranótt föstudags. Þessar myndir voru teknar á slysstað. l ímamyndir Sverrir Þrennt var flutt slasað á Slysadeildina ■ Harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Grens- ásvegarkl. 1.30aðfaranóttföstu- dags. Ökumaður annars bílsins og tvær stúlkur sem voru farþeg- ar í bílunum voru flutt á Slysa- deild og mun önnur stúlkan hafa mjaðmagrindarbrotnað en hin sluppu að mestu við meiðsl. Tildrög árekstrarins voru þau að annar bíllinn, sem er af Volvo-gerð, kom norður Grens- ásveg. Gul Ijós blikkuðu á gatna- mótunum en þar sem útsýni er takmarkað vegna snjóskafla ók ökumaðurinn hægt inn á gatna- mótin, og ber að hann hafi verið stöðvaður, þegar Fíatbíll, sem ekið var vestur Miklubraut, lenti á honum. Bera höggið og hemla- för þess merki að Fíatinn hafi verið á allmikilli ferð. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir eftir áreksturinn. Kapphlaupið um hlutabréf ríkisins í Eimskip BARST TILBOÐ SIÓVÁ EFTIR AÐ TILBOÐS- FRESTURINN RANN ÚT? Fjármálaráðherra yfirheyrður af lögreglunni: ÓSKAR EFTIR AÐ ÞINGHELGI FALLI NIÐUR — svo hundamálið fái eðlilega af greiðslu ■ Svo kann að fara að ríkið bjóði á nýjan leik út hlutabréf sín í Eimskipafélagi íslands, þar sem fleiri tilboð eru nú komin fram í dagsljósið en upplýst var þann 1. febrúar, þegar frestur til að skila tilboðum rann út, en Sjóvá hefur nú boðið í bréf ríkisins, og telur fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson, að tilboð Sjóva sé hagstæðasta tilboðið. Fjármálaráðherra segir í sam- tali við Tímann að tilboð Sjóvá hafi borist honum áður en frest- urinn rann út, þ.e. þann 31. janúar, en samt sem áður ræddi hann að eins tvö tilboð í bréfinu í samtali við Tímann þann 1. þessa mánaðar og í fréttaviðtali í út- varpi sama dag. Fjármálaráð- herra segir í samtali við Tímann í dag að hann hafi einfaldlega gleymt þessu þriðja tilboði er hann ræddi við blaðamann, en hann greinir jafnframt frá því, að ef menn telji að einhver maðkur leynist í mysunni, hvað varðar það, hvernig staðið var að þessu útboði, þá mundi hann hafa öllum tilboðunum, og bjóða bréfin út á nýjan leik. -AB Sjá viðtal við fjármálaráð- herra bls. 3. ■ Lögreglumaður sótti Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra heim á skrifstofu hans í fjármálaráöuneytinu í gærmorg- un, tók af honum skýrslu og birti honum kæru Rafns Jónssonar fréttamanns útvarps, vegna hundahalds hér í Reykjavík. „Það er rétt,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra í samtali við Tímann í gær, „að hingað kom lögreglumaður í morgun og tók af mér skýrslu og lét mig hafa kæruna. Ég bauð honum, til þess að málið gæti fengið eðlilega meðferð, að hve- nær sem eftir því yrði óskað, þá myndi ég óska eftir því við Alþingi að þinghelgi yrði felld niður." Albert sagðist hafa boðið þetta, til þess að málið gæti fengið eðlilega afgreiðslu, og þyrfti ekki að tefjast, vegna þess að hann væri þingmaður. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.