Tíminn - 07.02.1984, Side 2
2______
fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984
LÍKUR BENDfl TIL
SEX DAUÐSFALLA
HERLENDIS VEGNA
ASBESTMENGUNAR
■ Líkur þykja benda til aö dauösföll
hafi orðið hér á landi á síöustu árum
vegna asbestmengunar, samkvæmt
rannsóknum sem geröar voru af Vinnu-
eftirlitinu og Rannsóknarstofu Háskól-
ans í meinafræði. Greinst hafa 6 tilfelli
af illkynja mesótelíóma hér á landi á
árunum 1965-1982, sem öll leiddu til
dauða. Könnun benti til að asbestmeng-
un hafi verið algengari meðal þeirra sem
fengu sjúkdominn en hjá viðmiðunar-
hópum samkvæmt upplýsingum frá
vinnueftirlitinu.
HP ekki með í
vinstra-vídeói
■ Tímanu barst í gær eftirfarandi
fréttatilkynning frá Helgarpóstinum:
Tíminn greindi frá því föstudaginn
3. febrúar að Ingólfur Margeirsson
tæki þátt í undirbúningsviðræðum
fyrir hönd Helgarpóstsins í stofnun
„vinstra-Videós". Þessi frétt er röng.
Ingólfi var boðin þátttaka í viðræð-
unurn, en þá sem einstaklingur, en
alls ekki fyrir hönd Helgarpóstsins.
Hvað Helgarpóstinn varðar er
hann ekki að neinu lcyti rciðubúinn
til samstarfs við „Vinstra-Videó".
Virðingarfyllst,
Guðm. Jónasson.
Sjúkdómurinn illkynja mesótelíóma
er æxli sem vaxið er frá brjósthimnu,
sem umlykur lungu og klæðir innan innri
vegg brjóstkassans, eða lífhimnu, sem
umlykukr líffærin í kviðarholinu. Sjúk-
dómurinn leiðir yfirleitt til dauða
nokkrum mánuðum frá því hann greinist
og læknisaðgerðir hafa lítil sem engin
áhrif haft. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur,
en tíðni hans hefur á undanförnum árum
aukist í nágrannalöndum okkar og sú
aukning verið rakin til aukinnar asbest-
mengunar fyrir nokkrum áratugum.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar-
innar, sem fyrr er getið, virðist tíðni
sjúkdómsins svipuð hér á landi og í
Bretlandi og Bandaríkjunum. Jafnframt
virðist tilfellum heldur hafa farið fjölg-
andi á undanförnum árum.
Þá er sagt að erlendar rannsóknir
bendi til að auk þess að stórauka hættu
á illkynja mesótelíóma valdi innöndun
asbestryks aukinni tíðni Ingnakrabba-
meins.
Reglur um bann við notkun asbests á
Islandi nema í undantckningartilvikum
tóku gildi s.l. haust. Þó er sagt Ijóst að
áfram verði unnið með asbest á ýmsum
vinnustöðum m.a. vegna viðhalds bún-
aðar sem innihelur asbest, við niðurrifs
bygginga úr asbesti, viðhalds hitaveitu-
lagna og fleira.
-HEI
Heimilisfólki á Grund f jölgaði um 14
á síðasta ári
■ Heimilisfólki á Elliheimilinu Grund
og Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði
fjölgaði um 16 frá ársbyrjun til ársloka
1983 og var' þá samtals 460 manns. Á
Grund voru heimilismenn 314 um síð-
ustu áramót, þar af 239 konur og 75
karlar. Á árinu komu 112 en 62 létust og;
36 fóru af heimilinu á árinu. Á Ási voru
heimilismenn 146 um síðustu áramót.
Karlar voru þar í meirihluta, eða 82 en
64 konur. Alls 52 komu á heimilið á
árinu en 50 fóru.
-HEI
UNICO-kolsýruvélin, sem er tilvalin i bilskúrinn, verkstæðiö eða
hvar sem rafsuðu þarf með.
J. HINRIKSSON HF.
Súðavogi 4. 104 R.
S-84677 - 84559.
145 amp., 15%,
25% m/viftu.
1.fasa
220 v og 380 v
IHtBIIKHHI
■ Þegar Flateyri einangrast vegna ófærðar þykir gott að geta gripið til snjóbflsins til aðdrátta á brýnustu nauðsynjum og
til flutninga þeirra sem nauðsynlega þurfa að komast á milli fjaröa.
Snjóbíllinn á Flat-
eyri komid sér vel
við línuvidgerdir
■ Snjóbíllinn áFlateyri fór í sína fyrstu
ferð yfir Breiðdalsheiði í vetur eftir að
verulegar viðgerðir höfðu farið fram á
honum, bæði á beltum og vél. Bíllinn er
að stærstum hluta í eigu Flateyrarhrepps
og hefur á undanförnum árum verið
notaður við línuviðgerðir, til mjólkur-
flutninga og mannflutninga þegar önnur
farartæki komast ekki um vegna ófærð-
ar.
Sturlaugur Pálsson, verkstjóri hjá
Orkubúinu á Flateyri, sem var farþegi í
þessari fyrstu ferð vetrarins, sagði bílinn
hafa komið sér mjög vel við línuviðgerð-
ir þar vestra. Vitnaði hann þar sérstak-
lega í Kjararstaðardal í Dýrafirði, en
niður dalinn liggur lína frá Mjólkárvirkj-
un.
Að sögn Kristjáns J. Jóhannessonar
sveitarstjóra á Flateyri er rekstur og
viðhaldskostnaður slíkra farartækja þó
ekki gefinn. Á síðasta ári hafi hreppur-
inn t.d. þurft að borga um 100 þús.
krónur með bílnum, m.a. vegna mikils
viðhaldskostnaðar á beltabúnaðinum.
■ Auk bOstjórans Grétars Arnbergssonar voru þeir Kristján J. Jóhannsson,
sveitarstjóri og Sturlaugur Pálsson frá Orkubúinu með í fyrstu ferð snjóbílsins frá
Flatcyri yfir Breiðadalsheiðina á þessum vetri.
Tímamyndir Finnbogi.
Sérstaklega kvað hann það fara illa með halla eins og oft þurfi að gera á hluta
beltin þegar aka þurfi í miklum hliðar- leiðarinnar yfir Breiðdalsheiði.
-F.
Helmings samdráttur
í bifreiðainnflutningi síðasta ár:
Nissan er eini bfllinn
sem heldur sínum hlut
■ Aðeins 17 bOakaupendur „létu
skynsemina ráða„ á s.l. ári, þ.e. völdu
Trabant, eða meira en fjórum sinnum
færri en árið áður, samkvæmt skýrslu
Hagstofunnar um innflutning nýrra híla
árið 1983. Tölurnar eru hins vegar nær
þær sömu þcgar litið er á innflutning
sumra nýrra glæsivagna, t.d. banda-
rískra frá GM sem aðeins voru nú 17 á
móti 75 árið áður og þýskra Bensa sem.
voru 18 miöað við 57 árið áður.
Innflutningur nýrra fólksbíla á s.l. ári
varð hátt í helmingi minni en árið 1982,
eða 4.650 á móti 8.574. Enn meiri
breytingar hafa þó órðið á innflutningi
rnilli einstakra tegunda. Sala á BMW
hefur t.d. hrapað úr 454 í 106 milli ára,
á Saab úr 569 niður í 138, Volvo úr 755
niður í 219 og Völkswagen úr 318 niður
í 48.
Nissan (sem áður hét Datsun) er eini
bíllinn sem heldur sínum hlut og meira
en það. Af þeirri tegund seldust í fyrra
331 bíll á' rnóti 296 árið áðuÞ. Skoda
hefur einnig nokkurnveginn haldið sín-
um hlut. 130 bílar í fyrra á móti 144 árið
áður, sem er mun hærra hlutfall af
heildarinnflutningnum en á síðasta ári.
Nokkrar aðrar tegundir hafa einnig auk-
ið sölu sína hlutfallslega svo sem Fiat
með 229 á móti 266 árið áður, Daihattsu
með 385 á móti 499 árið áður, og Lada
■ Borgarstjórn samþykkti á síöasta
fundi sínum leyfi til handa Viggó V.
Sigurðssyni kennara til reksturs leik-
tækjasalar að Aðalstræti 8 í Reykjavík.
Áður hafði borgarráð mælt með íeyf-
isveitingunni með 4 atkvæðum gegn
einu.
Barnaverndarnefnd hafði áður gefið
umsögn um þetta mál og lagst gegn
veitingunni á þeim forsendum að hús-
næðið rúmaði ekki með góðu móti þann
fjölda leiktækja sem þarna væri fyrirhug-
aður. Þá er einnig á það bent í umsögn
barnaverndarnefndar að leiktækjasalur
væri starfræktur í næsta liúsi og var það
með 487 bíla nú á móti 705 árið áður.
Mazdabílarnir urðu söluhæstir á síð-
asta ári sem og árið 1982 með alls 534
bfla, en þeir voru 994 árið áður.
skoðun nefndarinnar að nóg væri fyrir af
þessari starfsemi í miðbænum.
Félagsmálaráð samþykkti fyrir
skömmu erindi, þar sem segir að vegna
r.ökstuddra ábendinga starfsmanna Fél-
agsmálastofnunar og barnaverndar-
nefndar um að ákvæðum lögreglusam-
þykktar um aldurslágmark gesta í leik-
tækjasölum séu almennt ekki virt sé því
beint til lögreglustjóra að hann herði
eftirlit í þessum efnum og að þeir sem af
sér brjóti verði sviftir leyfi til rekstrarins
eins og lögreglusamþykktin geri ráð
fyrir.
-HEI
Nýr leiktækjasal
ur við Aðalstræti
-JGK