Tíminn - 07.02.1984, Side 10

Tíminn - 07.02.1984, Side 10
fttntmr ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 „MRFIN FYRIR KYNNINGAR- ÞJÓNUSTU SÍFELLT VAXANDI” — segir Vilhelm G. Kristinsson, einn eigenda nýstofnaðs fyrirtækis, Kynningarþjónustunnar sf. ■ „Við munum veila félögum, fyrir- tækjum og stofnunum þjónustu við það að koma sínum málefnum á framfæri við almenning. Með aukinni samkeppni í þjóðfélaginu höfum við orðið þess varir að þörf fyrirtækja fyrir svona þjónustu hefur vaxið. Það verður ekki nema hluta af þessari þörf fullnægt með beinum auglýsingum enda er það ekki okkar ætlun að fara inn á verksvið auglýsinga- stofa heldur viljum við samvinnu við þær,“ sagði Vilhelm G. Kristinsson, framkvæmdastjóri Sambands islenskra bgnkamanna og einn eigendanna í nýju fyrirtæki, Kynningarþjónustunni sf., i samtali við Tímann. Þeir Helgi H. Jónsson og Magnús Bjarnfreðsson, fréttamcnn, eiga Kynn- ingarþjónustuna ásamt Vilhelm. Allir eru þeir þrautreyndir fréttamenn, sem eins og Vilhelm orðaði það, hafa saman- lagt áratuga reynslu á blöðum og hjá ríkisfjölmiðlunum, bæði sjónvarpi og útvarpi. Þeir Helgi og Magnús munu fljótlcga snúa sér óskiptir að störfum fyrir nýja fyrirtækið, en Vilhelm mun ekki starfa við það fyrst um sinn að minnsta kosti, nema að litlu leyti. „Við munum taka að okkur að gera kynningaráætlanir og að gera mönnum grein fyrir kostnaði því samfara. Við ætlum að taka að okkur gerð bæklinga og kynningarrita. Þá munum við skipu- leggja sýningar og ráðstefnur og útbúa allt efni, bæði prentað og á myndbönd- um, scm með þarf. Eins munum við undirbúa og halda blaðamannafundi, gera kynningarmyndir og hljóðbönd hvers konar. I löndum allt í kringum okkur hefur alls kyns fræðslustarfsemi aukist mikið á undanförnum árum og í því sambandi er notuð margs konar tækni, svo sem ■ Vilhelm G. Kristinsson myndbönd, glærur og hljóðbönd. Við getum til dæmis tekið að okkur að staðfæra svona efni, það er að segja aðlaga það að íslenskum aðstæðum. Svo getum við tekið að okkur þýðingar á kynningarefni þannig að starfsemin verður nokkuð víðtæk," sagð Vilhelm. - Er sumt af þessu þjónusta sem ekki hefur verið hægt að fá hér á landi? „Það hafa margir verið að fást við svona lagað, til dæmis hafa sumar auglýs- ingastofur haft þetta sem einn lið í sinni starfsemi. En fyrirtæki sem algerlega hafa sérhæft sig í svona almannatengsl- um, veit ég ekki til að hafi starfað hérna. - Eruð þið komnir með mikið af verkefnum þegar? „Við höfum fengið mjög góðar undir- tektir. Og án þess að við höfum auglýst nokkurn skapaðan hlut höfum við fengið talsvert mikið af verkefnum." - Eitthvað hefur heyrst um að þið ætlið að miðla fréttum frá íslandi til útlanda? „Við erum alveg opnir fyrir því þó að það sé kannski frekar framtíðarsýn. Ég hef orðið var við að það er ekki vanþörf á að styrkja og efla fréttaþjónustu héðan til útlanda. Nýlega var ég á ferð á Norðurlöndum og hitti marga sem bein- lt'nis voru með öndina í hálsinum út af hundamálum Reykvíkinga. Ég hitti til dæmis íslending í Kaupmannahöfn sem sagðist undanfarið hafa reynt að halda þjóðerni sínu kyrfilega leyndu. Hann sagðist hvar sem hann kænii fá reiðilestur vegna meðferðar íslendinga á hundum og að margir Danir héldu að hér gerðist hreinlega aldrei neitt fréttnæmt annað en hundaslátrun úti á götu. Ef við gætum komið að liði við að breyta þessu yrði það tvímælalaust af hinu góða,“ sagði Vilhelm. Gód afkoma kjá Elkem — hagnadurinn 230 milljónir norskar f J? ■ Flutningar á ísuðum fiski til Englands aukast stöðugt hjá Skipadeild Sambandsins. Skipadeild Sambandsins: AUKINN ÚTFLUTN— INGUR Á ÍSFISKI ■ Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri var hagnaður Elkem samsteypunnar norsku um 230 milljónir norskra króna í fyrra. Árið 1982 var tap samsteypunnar 308 milljónir norskra króna og má því segja, að útkoma fyrirtækisins hafi batnað um yfir 500 milljónir norskra króna milli ára. Þennan árangur þakka talsmenn Elkem í fyrsta lagi batnandi efnahagsá- standi í heiminum og í öðru lagi ráð- stöfunum, sem gerðar voru í upphafi ársins og miðuðu að því að bæta afkomu samsteypunnar. ■ Með vaxtabreytingunum 21. janú- ar eru jafnframt stigin spor í frjáls- ræðisátt í viðskiptum milli innláns- stofnana og sparifjárcigenda annars- vegar og á milli innlánsstofnana inn- byrðis hinsvegar. Innlánsstofnanir geta nú boðið upp á ný sparnaðarform ntcð skilmálum sem þær ákveða sjálfar, en eiga að vera jafn aðgengilegir fyrir alla viðskipta- vini. Þetta á þó eingöngu við um Heildarsöluverðmæti samsteypunnar jókst um 12 af hundraði í fyrra í sex milljarða norskra króna þrátt fyrir þá staðreynd að hún losaði sig við nokkuð af starfsemi sinni á árinu. Telja forráðamenn samsteypunnar góðar horfur á þessu ári. Samkvæmt yfirlýsingu sem gefin var í lok síðasta árs, gera þeir ráð fyrir að hagnaður samsteypunnar verði að minnsta kosti tvöfaldur hagnaður ársins 1983 - eða um 460 milljónir norskar. sparifé sem bundið er til minnst 6 mánaða. Þcss er vænst að brcytingin verði til þcss að örva samkeppni milli innláns- stofnana um sparifé og þar með hvetji til lægri reksturskostnaðar þcirra, hærri innlánsvaxta og meiri frjáls sparnaðar. Þá er innlánsstofnuhum nú heimilt að semja sín á miili um vexti af lánum, sem ein innlánsstofnun vcitir annarri í svokölluðum millibankaviðskiptum. ■ Allmikil eftirspurn hefur verið hjá Skipadeild Sambandsins eftir flutningum á ferskum fiski í gámum til Bretlands nú undanfarið. Sigvaldi Hrafn Jósafatsson sölustjóri Skipadeildar sagði að Sam- bandsskipin hefðu siglt reglulega til Hull og Goole á Humbersvæðinu á annan áratug, og nú væri nokkuð á annað ár síðan menn hér heima hefðu byrjað að nýta þessar ferðir til að flytja þangað ísaðan ferskan fisk í gámum til sölu á fiskmörkuðum. Þessir flutningar eru orðnir töluvert umfangsmiklir, og m.a. má nefna að í síðustu viku fór skip frá deildinni sem var með tæp 300 tonn af slíkum fiski í gámum. Eftirspurnin er orðin það mikil að í þessari viku er gert ráð fyrir að Dísarfell hafi sérstaka við- komu í Hull og landi þar 2-300 tonnum af forskfiski semþaðeraðlesta hér heima þessa dagana. Þá hefur Skipadeild einnig flutt talsvert af ísuðum ferskfiski í gámum til Hamborgar, en það hefur þó verið í nokkuð smærri stíl. Véla- taxti SKÝRR lækkar um 5% ■ „Minnkandi verðbólga, hagstæð gengisskráning og þróun á umfangi ’verkefna, hefur haft mjög jákvæð áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækisins. SKYRR mun á næstunni geta mætt hækkun rekstrarútgjalda með því að bæta við verkefnum og auka framleiðni," segir meðal annars í frétt, sem birtist í nýútkomnu fréttabréfi Skýrsluvéla ríkis- ins og Reykjavíkurborgar. Sem fyrsta skref í áformum um að lækka vélataxta fyrirtækisins hcfur stjórn þess ákveðið að 5% lækkun frá síðustu áramótum. í fréttabréfinu kemur fram, að frekari lækkanir á töxtum fyrirtækis- ins á þessu ári muni ráðast af því hvernig verkefni þróast og breytingu verðlags í (andinu. í grein í fréttabréfinu kemur fram að ■ þróun á vélatöxtum síðustu fimm árin hefur verið sú, að komast hefði mátt hjá hækkunum á vélataxta ef verðbólga hefði ekki farið yfir 31,5 af hundraði á ári. „Þetta gefur vonir um að ekki þurfi að hækka taxtana í náinni framtíð ef verðbólga og gengisþróun verður svipuð og stjórnvöld stefna að. Það er þó háð því skilyrði að þróun verkefna verðí ekki óhagstæðari en undanfarin ár," segir í greininni. Breyttar reglur í frjálsræðisátt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.