Tíminn - 07.02.1984, Side 13

Tíminn - 07.02.1984, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 17 ■ Víkingur H. Arnórsson prófessor, yfírlæknir barnaspítala Hringsins, flutti Hringskonum árnaðaróskir og þakkir fyrir áhugasamt starf. Hann nefndi þann draum, að i framtíðinni rísi bygging yfir starfsemi barnaspítalans, sem sérhönnuð sé frá upphafi til þeirra nota. (Tímamyndir Árni Sæberg) Margra ára reynsla CENERAL á sviði reikni og rafeindabún- aðar tryggir að hugsað er fyrir þörfum kaupenda í öllum smáatriðum. í fjölbreyttu og vönduðu úrvali CENERAL reiknivéla eru vélar fyrir einföldustu og flóknustu verkefni. LÁTTU GENERALINN LEYSA DÆMIÐ OGENERnL BORÐREIKNIVÉLAR Árið 1931 keyptu Hringskonurnar jörðina, sem hæiið stóð á, réðu ráðs- mann og tóku að reka þar kúabú. Þetta var mjög merkilegur rekstur og átti mjólkursala þaðan að standa undir rekstri hælisins. Þetta bú ráku konurnar allt til ársins 1948, þó að þær væru hættar rekstri hælisins. Samkomulag náð vid yfirvöld um stofnun barnaspítala Um það leyti, sem Hirngskonur gáfu ríkinu Kópavogshæli, fóru þær að líta eftir öðrum verkefnum, þar sem þá voru aðrir aðilar teknir til við að sinna máefnum berklasjúklinga, ekki síst þeir sjálfir, sem stofnuðu eigin samtök, SÍBS. 1942 taka þær þá ákvörðun að koma á stofn barnspítala og þá fara þær að safna fé með alls konar útiskemmtunum. leik- skemmtunum, merkjasölu, basörum, Hringskaffi, sem hefur verið haldið ár- visst í desember um margra ára skeið, o.s.frv. Ágóðinn af allri þessari starfsemi átti að renna til barnaspítala. Jafnframt fara þær að athuga, hvernig eigi að koma slíkum spítala upp, velta fyrir sér að kaupa gamlar húseignir í bænum og breyta þeim, eða þá fá inni í Landspítalanum eða Borgarspítalan- um. sem þá var farið að ráðgera að reisa. Þrátt fyrir heldur litlar undirtektir, voru konurnar ekkert á því að gefast upp og í kringum 1950 komust þær að samkomulagi við landlækni og ríkis- stjórnina um að til bráðabirgða væri barnadeild komið fyrir í gamla spítalan- um, - í húsnæði, sem þar losnaði vegna flutnings hjúkrunarkvennaskólans, til að flýta fyrir því að hún kæmist á laggirnar, en henni yrði síðan ætlaður staður í framtíðarbyggingum Landspítalans. Gegn þessu loforði lögðu þær fram byggingarsjóð sinn. Barnaspítali Hringsins tók svo til starfa á kvennadaginn 19. júní 1957, en fram að þeim tíma höfðu börn legið innan um aðra sjúklinga á hinum ýmsu deildum spítalans. í núverandi húsnæði flutti spítalinn svo 1965. Geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut var svo opnuð 1971. Ríkið reisti hana, en Hringskonur gáfu allan húsbúnað. Á Geðdeild er yfirlæknir Páll Ásgeirsson, en alltaf var ráðgert að náið samstarf yrði með Barnaspítalanum og Geðdeild. Það hefur þó ekki verið sem skyldi vegna fjarlægðarinnar. Nýjasta viðbótin við Barnaspítalann er svokölluð vökudeild, ungbarnadeild fyrir nýfæddu börnin, sem þurfa á sérstakri umönnun að halda, fyrirburði, vansköpuð börn o.s.frv. Hún er sérdeild, sem heyrir undir Barnaspítalann, en er staðsett á kvennadeildinni, eða fæð- ingardeildinni. Þar eru 14 rúm. Tækjagjafir Allt frá stofnun Barnaspítalans hafa Hringskonur stutt hann með ráðum og dáð. Þær eru oft með söfnunarstarfsemi og hafa gefið Barnaspítalanum tæki, sem sárlega hefur vantað en Ríkisspítal- arnir ekki getað keypt. Þetta á ekki hvað s.íst við nú seinni árin, enda um mjög dýr tæki að ræða. Tækninni hefur fleygt áfram og því er hægt að fá alls konar hjálpartæki til að fylgjast með sjúkling- unum. Svo þarf náttúrlega alltaf að vera að endurnýja tæki. Á sl. sumri fórum við þess á leit, að konurnar styddu okkur við kaup á tækjabúnaði til að fylgjast betur og nákvæmar með börnum, sem eru bráð- veik. Þessum tækjum er verið að koma upp núna, en um er að ræða sjónvarps- skerma, þar sent liægt er að fylgjast með hjartslætti, æðaslætti, blóðþrýstingi, púls og því um líku. Auk þess eru væntanleg á þessu ári tæki til að endurnýja tæki úti á vöku- deildinni. Nýr sérhannaður barnaspítali. Loftkastalar? Að lokum sagði Víkingur. ,.Ég hef mikinn áhuga á, að það verði farið að huga að nýju húsnæði fyrir barnaspítal- ann. Viö fengum bara tvær hæðir í fyrirframhannaðri sjúkrahúsbyggingu, sem var fyrst og fremst hönnuð fyrir fullorðna. En krakkar hafa sérþarfir. Okkur vantar miklu meira leikpláss, þau þurfa að hafa rúmt í kringum sig. Þau þurfa að hafa aðstöðu til að föndra og komast út fyrir hússins dyr. Þess vegna höfum við verið að gæla við þá hugmynd, að við gætum einhvern tíma í framtíðinni fengið fyrir þessa starfsemi byggingar, sem liafa verið ætlaðar fyrir þessa starfsemi frá upphafi. Þá gæti þetta húsnæði, sem við erum í núna, konti til góða fyrir aðrar deildir spítalans, sem væri mjög hentugt. Vökudeildin þyrfti líka að vera í nánari snertingu við deildiná hérna inni. Það þyrfti að vera greiðari gangur á milli, því að það eru sömu læknarnir og starfsfólkið, sem vinnur á báðum deild- unum. Kannski eru þetta loftkastalar, en við erum að hvetja þær Hringskonursvolítið að ríða á vaðið, því að við viljum gjarna hafa áhugamannafélög í þessu og þær eru svo duglegar. Það er segin saga með Hringskonur, það er ekki fyrr cinum áfanganum náð en þær leggja af stað í þann næsta. Verð frá kr: 1.549,- s,sr Viðgerða og varahlutaþjónusta. &SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38900 - 38903 OG KAUPFÉLÖGIN EINHELL „SOGMEISTARINN” SÝGUR FLEST SEM FYRIR ER 30 LTR. VATNS- OG RYKSUGA A EINSTÖKU VERÐI AÐEINS KR. 4.746.00 EINNIG 20 LTR. Á LÆGRA VERÐI / Skeljungsbúðin Síöumúla33 símar81722 og 38125 ■ Hertha Jónsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri afhenti Sigríði Johnson, formanni Hringsins, að gjöf veggkertastjaka eftir Steinunni Marteinsdóttur og ávarpaði hana í nafni hjúkrunarstjórnar og hjúkrunarfræðinga, sem starfað hafa við barnaspítalann frá 1957. Gjöfina sagði hún vera tákn um „sameiginlegt áhugamál, tákn urn það líf sem við höfum tekið að okkur að hlúa að og hjúkra með okkar daglegu störfum og þið hafið brugðið Ijósi yfir. Á borðinu t.h. standa nýju tækin, sem Hringskonur afhentu barnaspítalanum í tilefni afmælisins. Tölvuritun Starfskraftur óskast í tölvuritun. Vinnutími frá kl. 8-16. Upplýsingar veittar í síma 84648, mánudag og þriöjudag kl. 14-16. Umsóknarfrestur ertil 17. febr. nk. Fasteignamat ríkisins Borgartúni 21 105 Reykjavík Hestar í óskilum í Skeiðahreppi eru í óskilum tveir rauðir hestar, ómar- kaðir. Sennilega tamdir. Hafi eigendur ekki gefið sig fram innan hálfs mánaðar verða hestarnir seldir á uppboði. Upplýsingar í síma 99-6512. Hreppstjóri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.