Tíminn - 07.02.1984, Page 18
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1984
kvikmyndir
Hrafninn flýgur ★★★★
HRAFNINN FLÝGUR HÁTT
Háskólabíú
Hrafninn flýgur
Leikstjórn og handrit Hrafn Gunn-
laugsson
Kviknivndataka Tony Forsberg
Hljóð Gunnar Smári Helgason
Leikmynd Gunnar Baldursson
Búningar Karl Júlíusson
Tónlist Hans Erik Philip
Aðalhlutverk Jakob Þór Einarsson,
Helgi Skúlason, Flosi Ólafsson, Edda
Björgvinsdóttir, Sveinn M. Eiðsson og
Gottskálk Sigurðsson.
■ Nýjasta kvikmynd Hrafns Gunn-
laugssonar, Hrafnin flýgur, sem frum-
sýnd var á kvikmyndahátíð Listahátíð-
ar kemur manni þægilega á óvart og í
huga undirritaðs er hún einfaldlega
besta íslenska myndin sem gerð hefur
verið hérlendis og hjálpast þar flest að,
handrit, kvikmyndataka, sviðsmynd
og búningar, tónlist og leikur. Á heild-
ina litið stenst myndin fyllilega alþjóðleg
gæðamörk að flestu, ef ekki öllu leyti |
enda var henni boðið að vera í
aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í
Berlín sem cr einn mesti heiður sem
kvikmynd getur hlotið.
Það sem öðru fremur ber af í
myndinni er tónlistin og kvikmynda-1
takan, tónlistin er aðgrunni tii raminís-
lensk, maður kannast við lög eins og |
„Ríðum ríðum..." en þau eru færð í
dulúðlegan búning af Hans Erik Philip
og fellur tónlistin eins vel og kostur er
að efnivið myndarinnar. Yfir kvik-
myndatökunni er léttur „Bergman-
stíll“ Hrafn notar mikið af „nærmynd-
arskotum" og byggir myndina mikið
upp þannig, eins og til dæmis í upphafs-
atriði myndarinnar og gefur þessi tækni
myndinni mjög sérstakt yfirbragð og
heíur á heildina litið heppnast vonum
framar.
Söguþráðurinn byggir á einu þekkt-
asta mótívi eða þema íslendingasagn-
anna, hefndinni. Norskir víkingar í
ránsferð á írlandi ráðast á fjölskyldu
eina, drepa hjónin, ræna dótturinni en
yngsti sonurinn kemst lífs af.
Víkingarnir flýja svo Noreg til ís-
lands og hefur annar þeirra stelpuna
með sér en hún getur honum son á
Islandi og hann tekur hana sem eigin-
konu sína. Víkingarnir cru fóstbræður
tveir, Eiríkur og Þórður, leiknir af
Helga Skúlasyni og Flosa Ólafssyni og
líkar þeim vistin á íslandi illa.
Tuttugu árum síðar kemur farskip
til íslands og með því sonurinn,
Gestur, en hann hefur fullan hug á því
að leita hefnda fyrir víg fjölskyldu
sinnar. Hann tekur til við að drepa
menn þeirra fóstbræðra og tekst hon- i
um að sá svo mikilli tortryggni og
fjandskap á millum þeirra að Þórður
drepur fóstbróðir sinn Eirík.
Systir Gests, leikin af Eddu Björg-
vinsdóttur, lendir á milli tvcggja elda
þar sem er annarsvegar bróðir hennar
og hinsvegar barnsfaðir og til að bjarga
barni sínu svíkur hún Gest í hendur
Þórðar en Gestur sleppur úr haldi,
fyrir tilstuðlan hennar, og vígin halda
áfram. Loks tekst honum að drepa
Þórð og grefur hann vopn sín að því
loknu en sonur Þórðar stendur í
svipuðum sporum og Gestur í myndar-1
lok oggrefurupp vopnin. Saganendur-
tekur sig.
Hrafn sjálfur hefur kallað þessa'
mynd fjölskyldumynd en það er
kan,nski ekki réttasta lýsingin á henni
einkum vegna mikils blóðbaðs í henni,
þeir fóstbræður halda stór bú með
miklum mannskap sem Gestur verður
að ganga af dauðum áður en hann nær
til foringjanna. Þessi víg öll eru hins-
vegar eins hreinleg og hægt er að ætlast
til í svona mynd og verða aldrei neitt
aðalatriði í sjálfu sér í myndinni.
Annað sem hugsanlega mætti finna
að myndinni er málið sem talað er.
Sumum finnst kannski miður að ekki
er notað fonaldarlegt mál í henni
en þetta er atriði sem manni sjálf-
um finnst síður en svo athugasemda-
vert, fólk á mun auðveldar með að 1
skilja það sem fram fer og svo er mál-
farið yfirleitt kjarnyrt, setningar eins
og „„norður í rassgat..." og þessi
andskotans grjóthólmi..." koma fyrir
og handritið að myndinni er í alla staði
mjög frambærilegt.
Hvað leikinn varðar þá er Flosi
hreint óborganlegur í hlutverki
bragðarefsins Eiríks sem á sér þann
draum æðstan að hverfa frá „grjót-
hólmanum" og aftur til Noregs. Hann
er nokkurskonar víkingaútgáfan af
sukksömum rómverskum keisara í
útliti, bragðarefur hið innra sem bregst
slægðin þegar hann þarf hennar mest.
Helgi Skúlason og Edda Björgvinsdótt-
ir gera hlutverkum sínum einnig mjög
góð skil en Jakob Þór Einarsson sem
Gestur er aftur á móti nokkuð fjar-
lægur áhorfandanum, hlutverk hans er
svipað og hlutverk hins „þögla sterka
manns" í óteljandi vestrum sem maður
hefur séð, persóna sem er hvati atburð-
arrásarinnar, persóna sem er bundin
aðgerðum sínum, hefur ekki nema eitt
markmið og fylgir því eftir hvað sem
á dynur. Hlutverk sem þessi bjóða
yfirleitt ekki upp á mikla leikræna
tjáningu, eru heldur að miklu leyti
bundin persónuleika/skapgerð við-
komandi leikara.
Búningar og sviðsmynd eru sérkapi-
tuli út af fyrir sig, hvorttveggja frábær-
lega vel leyst úr hendi en myndin er að
mestu tekin í nágrenni Víkur í Mýrdal
og spilar landslagið og náttúrufegurðin
þar stórt hlutverk í henni.
-FRI
Friðrik Indriðason
skrifar um
kvikntyndir
Þórður (Helgi Skúlason) leitar Gests í lokauppgjöri myndarinnar.
Eríkur (Flosi Ólafsson) hreint frábær í hlutverki sínu.
Jörð Kaupi íslensk frímerki á pappír/afklippur á hæsta verði. Staðgreiði. Tilboð sendist til H. Andersen, Stærevej 45, 2, 2400 Köbenhavn NV Danmark.
til sölu
Tilboð óskast í jörðina Göngustaði í Svarfaðadalshreppi í Eyjafjarðarsýslu, sem er laus til ábúðar á fardögum í vor. ^ Sauðárkrókur
Upplýsingar um jörðina eru veittar í síma 96-61150. Tilboðum skal skilað til eiganda jarðarinnar Þórarins Valdimarssonar Jarðbrú 620, Dalvík fyrir 1. mars nk. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæður til sumarafleysinga. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staðnum og í síma 95-5270. Hjúkrunarforstjóri.
Kvikmyndir
SALUR 1
Frumsýnir stormyndina
Daginn eftir
(The Day Atter)
Perhaps The Most
Important Film Ever Made.
* ^
p the
DAY AFTER
Heimsfræg og margumtöluð stór-
mynd sem sett hefur allt á annan
endann þar sem hún hefur verið
sýnd. Fáar myndir hafa fengið eins
mikla umfjöllun í fjölmiðlum, og
vakið eins mikla athygli eins og
THE DAY AFTER. Myndin er tekin i
Kansas City þar sem aðalstöðvar
Bandaríkjanna eru. Þeir senda
kjarnorkuflaug til Sovétríkjanna
sem svara i sömu mynl.
Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo-
beth Williams, John Cullum,
John Lithgow.
Leikstjóri: Nicholas Meyer.
Sýnd kl. 5,7.30 og 10
Ath. breyttan sýningartima
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Hækkað verð.
■:------' ^ -
SALUR2
! Nýjasta James Bond
myndin
Segðu aldrei
aftur aldrei
er mættur aflur ti! leiks í hinni
splunkunýju mynd Never say nev-
er again. :
‘ Aðalhlutverk: Sean Connery,
Klaus Maria Brandauer, Barbara
i Carrera, Max Von Sydow, Kim
Basinger, Edward Fox sem „M“.
Byggð é sögu: Kevin McClory,
lan Flemlng. Framlelðandi: Jack
Schwartzman. Leikstjórl: Irvin
Kershner. Myndin er tekin I
Dolbv Sterio.
Sýnd kl. 5,7.30 og 10
Ath. breyttan sýningartima
i i
SALUR3
Skógarlíf
og jólasyrpa af
Mikkamús
Einhver'su alfrægasta grinmyncf
sem gerð hefur verið. Jungle Book
hefur allstaðar slegið aðsóknar-
met, enda mynd fyrir alla aldurs-
hópa. Saga eftir Rudyard Kipling
um hið pvenjulega líf Mowglis.
Aðalhlutverk: King Louie,
Mowgli, Baloo, Bagheera,
Shere-Khan, Col-Hathi Kaa.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Píkuskrækir
Djörf mynd. Tilvalin fyrir þá sem
klæðast frakka þessa köldu vetrar-
daga. Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 9 og 11
SALUR4
T~’ ------r
Svörtu tígrisdýrin
Sýnd kl. 5,9 og 11
La Travíata
Sýnd kl. 7
Hækkað verð
Ath: Fullt verð í sal 1 og 2
Afsláttarsýningar í sal 3 og 4