Tíminn - 19.02.1984, Síða 7

Tíminn - 19.02.1984, Síða 7
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 7 meistaratitilinn og þegar regluleg keppni hófst ufn hann að nýju, 1957, var nýr keppinautur að kveða sér hljóðs, Robert Fischer. Gamla undrabarnið og unga undra- barnið mættust í fyrsta sinn yfir skák- borðinu í þriðja Rosenwald-skákmótinu 1956. Þeir tefldu saman í sjöttu umferð og Reshevsky vann er Fischer féll á tíma. (Fischer lét það reyndar ekki á sig fá. Teimur umferðum síðar tefldi hann „ódauðlegu skákina" gegn D.Byrne.) En það varð síðan ljóst að Fischer var ofjarl Reshevskys. Fischer sigraði á fjórum skákþingum Bandaríkjanna í röð, Reshevsky varð tvívegis í öðru sæti, einu sinni í þriðja sæti og loks í 4.-6. sæti. Fischer varð alls bandarískur meist- ari átta sinnum og Reshevsky varð jafn oft að lúta í lægra haldi. En það gerði hann ekki baráttulaust. Hann tefldi enn snilldarlega og vann góða sigra. Frægt er til dæmis mótið í Buenos Aires 1960 þar sem hann varð efstur ásamt Korchnoi - „hinum hræði- lega“ - en Fischer varð langt fyrir neðan. Arið 1961 var haldið einvígi þeirra til að skera úr um hvor væri sterkari en það fór út um þúfur vegna deilna um skiplagsmál þegar ellefu skákum af 16 var lokið. Þá voru keppinautarnir jafnir, hvor hafði unnið tvær skákir. Eins og titt er um mikla keppinauta voru þeir Reshevsky og Fischer engir vinir, þeir voru báðir kröfuharðir og fastir á sínu. Ágreiningur þeirra leiddi m.a. til þess að þeir kepptu ekki saman í bandarískri ólympíusveit fyrr en í Siegen 1970. Annaðhvort var bara annar þeirra með eða báðir fjarver- andi. 1964 hóf Reshevsky aftur þátttöku í heimsmeistarakeppninni og lenti í 8.-9. ásamt Portisch. Þeir háðu einvígi um eitt sæti í áskorendakeppninni og í fyrsta sinn á ævinni tapaði Reshevsky einvígi og Portisch komst áfram. Reshevsky var | þó fjarri því dauður úr öllum æðum, í Sousse þremur árum seinna hafnaði hann í 6.-8. sæti og keppti síðan auka- lega við þá Leóníd Stæn og Hort um sæti í úrslitunum. Keppnin endaði með þvi': að allir urðu jafnir og Reshevsky komst áfram á stigum. Hann tefldi síðan við Korchnoi í fyrstu umferð og tapaði. Eftir það var Reshevsky með á milli- svæðamótunum fram til 1973 og stóð jafnan fyrir sínu þó þrekið færi auðvitað minnkandi. Nú síðast munaði ekki nema hársbreidd að hann kæmist á millisvæða- mót en þá lenti hann í 3.-5. sæti á bandaríska meistaramótinu 1981 sem jafnframt var svæðamót. Bandaríkja- menn áttu þrjú sæti og sigurvegarar mótsins, Browne og Seirawan, fóru beint áfram en Reshevsky keppti við Christiansen og Kavalek um þriðja sætið. Reshevsky var óheppinn og missti oftar en einu sinni af vinningi. Að lyktum urðu þremenningarnir jafnir og Christiansen komst áfram á stigum. Seigla Reshevskys er ótrúleg og allt fram á síðasta áratug hélt hann sér í allra fremstu röð skákmanna heims. 1966 náði hann til dæmis 50% vinningshlut- falli á hinu geysisterka Piatigorsky-skák- móti í Santa Monica (Spassky 11.5, Fischer 11, Larsen 10, Portisch & Unz- icker 9.5, Petrósjan og Reshevsky 9, Najdorf 8, Ivkov 6.5, Donner 6), og um áramótin 1969-70 gerði hann sér lítið fyrir og varð bandarískur meistari í sjötta sinn. Á undanförnum árum hefur hann hvað eftir annað náð mjög góðum árangri á bandarísku meistaramótunum, og eftir að hann hætti störfum sem endurskoðandi hefur hann í fyrsta sinn getað einbeitt sér að skáklistinni. Þótt ekki sé hann lengur á toppnum nær hann oft fyrirtaks árangri og enginn skákmað- ur getað bókað vinning gegn Samuel Reshevsky. Hann hefur sett svip sinn á skáksöguna næstum alla þessa öld, bæði með feikna- sterkum skákstíl sínum og eftirtektar- verðum persónuleika. Við skákborðið er hann þolinmóður og úthaldsgóður og lætur slæmt tímahrak sjáldan á sig fá. Þó stíll hans sé ekki jafn hvass og sumra frægustu sóknarskákmanna heims hefur hánn mjög næmt auga fyrir taktískum fléttum og brellum þegar svo ber undir, og óhætt er að hvetja áhorfendur á Reykjavíkurskákmótinu til að láta skák- ir hans ekki framhjá sér fara. Þess má geta að lokum að samkvæmt útreikning- um talnaprófessorsins Elos hafði Resh- evsky að meðaltali 2680 stig þau fimm ár sem hann var bestur. Innan við tugur skákmanna frá upphafi getur státað af betri árangri. Verð kr. 378.800 með sex ára ryðvarnarábyrgð (miðað við gengi 16.2. 1984). OP€L A5CONA1984 Á'V' / " 1 Ij. •y| Fyrsta sending af OPEL ASCONA 1984 er komin til landsins. Ætternið segir til sín. Fallegur og rúmgóður. Öruggur og þægilegur. Sprettharður og sparneytinn. Fjölskyldubíll. Vestur-þýskur fram í felgur. OPEL byrjaði að framleiða bíla 1898. Reynsla 86 ára kemur þér til góða, þegar þú kaupir OPEL. Tákn vestur-þýskrar vandvirkni. Tækni, sem treystandi er á. Öryggi, kraftur, ending. OPEL. AUGLVSINGASTOFA SAM8AN0SINS HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM rffH LAUSAR STÖÐUR HJÁ M REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Skrifstofumann hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 15937 eða 21769 Bókasafnsfræðing í hálft starf Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Borgarbókasafns í síma 27155 Umsóknum beraðskilatilstarfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 27. febrúar 1984. Tilboð óskast í gaffallyftara HYSTER, árgerð 1970, (10.000 Ibs.) og gaffallyftara SAXBY, árgerð 1966, 2 1/1 tonn. Tækin verða sýnd þriðjudaginn 21. febrúar kl. 12-15 að Grensásvegi 9. Sala varnarliðseigna Til sölu Sjálfhleðsluvagn Flliscalvenzi lítið notaður Upplýsingar gefur Hilmar Guðmundsson Kolbeinsá sími um Brú

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.