Tíminn - 19.02.1984, Qupperneq 8
SllNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
a
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Heigadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Lelfsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofurog auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Fjármagni beint í
atvinnurekstur
■ Mikill styrr hefur staðið um stjórnarfrumvarp þess efnis
að fjárfestingar í atvinnurekstri verði frádráttarbærar frá
skattskyldum tekjum að tilteknu marki. Sósíalistaflokkarnir
hafa lagst eindregið á móti frumvarpinu og haft uppi margs
kyns rök fyrir því að hér sé verið að hygla hinum ríku í
þjóðfélaginu á kostnað þeirra sem minna hafa handa á milli.
Samkvæmt steinrunnum hugmyndum þessara flokka telja
þeir óhugsandi að alþýða manna og launþegar eignist hluta í
atvinnufyrirtækjum og geti þar með haft hag af rekstri þeirra
og afkomu.
Svo er ráð fyrir gert að frádrátturinn nemi aukningu í
fjárfestingu í atvinnurekstri en verði aldrei hærri en 20 þús.
kr. hjá einstaklingi og 40 þús. kr. hjá hjónum. Þessar
upphæðir munu ekki vega þungt hjá stóreignafólki svo að
fyrir þá sök eina er tómt mál að tala um að hér sé einkum
verið að hygla hinum ríku. Hins vegar gæti þessi lagasetning
orðið hvati fyrir það fólk sem eitthvað hefur aflögu til að
leggja fé sitt fremur í atvinnurekstur en eyða því í meira eða
minna gagnslausa hluti eða athafnir eins og lögmál verðbólgu-
hugsunarháttarins býður upp á og löngum hefur tíðkast hér
á landi.
Davíð Aðalsteinsson sagði efnislega í umræðum um þetta
mál í efri deild að ljóst væri að drjúgur hópur fólks hafi haft
allnokkra fjármuni með höndum eins og eyðsla undangeng-
inna ára bæri með sér. Þætti sér viturlegra að stofna til
einhverra þeirra ráðstafana, sem hugsanlega mundu veita því
fjármagni er þetta fólk hefur undir höndum inn í atvinnulífið
og mynda bein áhugatengsl meðal hins almenna manns og
atvinnulífsins í landinu.
Hann kvaðst leyfa sér að vona að þegar og ef fjárstreymi
eykst með þessum hætti til atvinnufyrirtækjanna, þá verði
þau betur í stakk búin til að greiða hærri laun. Tómas
Árnason sagði að með frumvarpinu sé fyrst og seinast verið
að reyna að stuðla að því með löggjöf að fólk beini meira af
fjármagni sínu inn í atvinnulífið til að styrkja það og skapa
meiri verðmæti, sem síðan gæti orðið grundvöllur að hærri
launum í landinu.
Það er sérstök ástæða til að gera ráðstafanir af þessu tagi
vegna þess að þjóðarframleiðslan og þar með þjóðartekjur
hafa minnkað verulega á síðustu tveimur árum eða um
11-12%.
Helsta viðfangsefni okkar í framtíðinni er að auka
þjóðartekjur á ný, áfram verður að reka undirstöðuatvinnu-
vegina, sjávarútveg, landbúnað og iðnað. Tómas kvað það
kannski vera vandasamara að efla iðnaðinn heldur en
sjávarútveg og landbúnað, sem eru atvinnugreinar sem við
höfum lagt stund á um aldir og þekkjum betur til og kunnum
betur til verka heldur en í nýjum iðngreinum og iðnaði. En
það ætti ekki að fæla menn frá því að beina fjármagni í
iðnaðaruppbygginguna.
Þegar eru heimildir nokkuð rúmar til að starfsmannasjóðir
eignist hluti í viðkomandi fyrirtækjum. Hafa starfsmannafé-
lög margra fyrirtækja gerst hluthafar og bera þannig að vissu
marki ábyrgð á rekstri fyrirtækjanna, og starfsmennirnir hafa
hag af góðri afkomu þeirra. Hlutafélög á íslandi hafa löngum
verið eins og lokaðir klúbbar þeirra sem aðstæður hafa til að
eignast í þeim hluti, enda hefur ekki verið til siðs að leita eftir
fjármagni hjá almenningi til að fjármagna stofnkostnað og
rekstur. Undantekningar frá þessu eru Eimskipafélagið, en
fyrir réttum 70 árum var safnað fé hjá almenningi með
hlutabréfaútboði, og rúmum 30 árum síðar voru boðin
hlutabréf m.a. í matvöruverslunum, í nýstofnuðu flugfélagi
sem hlaut nafnið Loftleiðir.
Helstu rök þeirra sem eru á móti skattfrádrættinum vegna
fjárfestingar í atvinnurekstri eru þau að láglaunafólkið hefur
ekki fjármuni afgangs til að geta nýtt sér frádráttinn. Þetta
er hárrétt, en hins ber að gæta að það eru líka mörg heimilin
sem hafa afgang þegar nauðþurftum hefur verið fullnægt. Það
getur engan skaðað þótt því fólki sem rýmra hefur um hendur
sé gert fýsilegra að leggja fé í atvinnurekstur en að eyða því
í fánýti. OÓ
Minningar
Raisu
Orlova
■ Út eru komnar hjá Random House
í New York minningar Raisa Orlova og
ber bókin einfaldlega nafnið „Endur-
minningar".
Orlova var ung kona í Moskvu árið
1930 þegar þar var að vaxa upp æska sem
leit á það sem hlutverk sitt að kl ífa hæstu
tinda, fljúga á Norður-pólinn og aðstoða
land sitt við framsókn í átt til dagrenn-
ingar sósíalismans. Þegar frá leið reyndi
mjög á trú hennar á stjórnarfar Stalíns
vegna handtöku og hvarfs fjölda fólks og
hinna grófustu blekkinga og lyga allt
umhverfis. En hún lét allan vafa lönd og
leið og taldi sér trú um að allt væru þetta
óhjákvæmilegir hlutir og að innst inni
væri kjarninn hreinn. Annað hefði kost-
að hana að fyrirgera trú sinni og tapa
mynd sinni sem gildum borgara í heimi
hinna nýju trúarbragða
Hún giftist og eignaðist börn, en í
stríðinu féll maður hennar. Hún giftist
að nýju skrifstofumanni einum Nikolai
Orlov, en hjónabandið var óhamingju-
samt. Hún tók nú að skapa sér feril sem
bókmenntakennari og gagnrýnandi.
Hún gekk í flokkinn og sem sérfræðingur
í amerískum bókmenntum og menningu
var hún send til ýmissa grannríkja aust-
antjalds. Henni lærðist að halda réttu
ræðurnar og veðja á rétta hestinn þegar
hreinsanir riðu yfir og hún tók þátt í
baráttu gegn öllum andstöðuöflum, sem
á vegi hennar urðu og hallaðist að andúð
á Gyðingum, en þann tíma nefnir hún
„mesta niðurlægingarskeið lífs míns.“
Var það ekki fyrr en Stalín var allur og
hún hafði byrjað nýtt líf með öðrum
efahyggjumanni, Lev Kopelev, á ágæti
kerfisins, að hún sagði að fullu skilið
við kommúnismann. Lev Kopelev varð
fyrirmynd Rubin hjá Solzhenitsyn í
„Innsti hringurinn."
Bók þessi er hlífðarlaus, hrærandi og
sársaukafullur vitnisburður um hvernig
heiðarlegir og vel greindir Rússar gátu
lifað lífinu með augun fast klemmd
aftur, sviknir af öðrum og svíkjandi sig
sjálfa. Eina ástæðuna segir Orlova vera
tvöfalt siðgæði. „Það sem öreigaríkinu
er gagnlegt er rétt."
Hún segir að augu sín hafi lokist upp
fyrir áhrif skáldskapar. „í ýmsum Ijóðum
var margt það sagt opinskátt, sem ég og
ýmsir umhverfis mig voru að hugsa.“
Bókin er byggð á dagbókum sem hún
hélt á árunum 1961-1981, þegar hún og
maður hennai neyddust til að halda í
útlegð til V-Þýskalands. Hver kafli ber
yfirskrift þess árs er hann var skrifaður.
Færslurnar eru allar ritaðár án breytinga,
til þess að þær missi ekkert af uppruna-
legum blæ sínum. Þótt það komi nokkuð
niður á samhengi, verður úr þessu vold-
ug og áhrifamikil saga.
Raisa Orlova dregur upp eftirminni-
legar og viðkvæmar myndir af þekktum
rússneskum rithöfundum, gagnrýnend-
um og menningarfulltrúum, sem ríktu
yfir andlegu lífi landsins á þessum tíma.
Þarna kemur fram ómetanleg frásögn af
■ Raisa Orlova
þeim brennandi umbótaanda sem ríkti í
miðþrepunum í stiga kommúnistaflokks-
ins eftir leyniræðu Krústéfs. Einnig er
vonbrigðin dundu yfir með innrásinni í
Tékkóslóvakíu og þegar „vorið í Prag“
var kæft með skriðdrekum. Hún segir
frá mörgu hugrökku fólki sem stöðugt
hélt fast í vonina um umbætur, en var
rekið í útlegð og vinnubúðir, þegar
þíðan var um garð gengin ogfrostið ríkti
á ný. Einna eftirminnilegastar eru þó
þær hættur sem hún bendir á að fylgi
einsýnum hugsjónamönnum, - þegar
fólk er ekki lengur mannverur heldur
pólitísk tákn. Þegar hið illa er réttlætt
vegna hins góða, en slíkt er ekki óþekkt
fyrirbæri í Sovétríkjunum.
fN.Y.T.Book Review)
■ Rauðu herdeild-
irnar á Ítalíu hafa á
undanförnum árum
oft velgt bæði her og
lögreglu undir
uggum.
t ’ , S vSB
: ■ , a, 4
li lEÍ1 •
Undirbúa skærulið-
ar á Ítalíu stórsókn?
■ í fáum löndum Evrópu eru hryðju-
verkamenn jafn margir og á Ítalíu. Talið
er fullvíst að nú séu tæplega 400 þekktir
hryðjuverkamenn í landinu fyrir utan
minni spámenn í greininni. ítölsku lög-
reglunni gengur að vonum illa að hafa
hendur í hári þessara manna þar sem
tækni þeirra, þjálfun og útbúnaður hefur
orðið betri og betri eftir því sem þetta
„stríð" hefur haldið áfram. Á undan-
förnum árum hefur lögregla og her af og
til látið til skarar skríða en með hverri
tilrauninni læra hryðjuverkamenn betur
að verjast og árásir þeirra verða mark-
vissari. Þannig heldurstyr þessi áfram og
verður tæknilega fullkomnari eftir því
sem tímar líða.
Stærsti hluti skæruliðanna eru með-
limir í vinstrisinnuðum öfgasamtökum
en afgangurinn tilheyrir ýmsum öfga-
samtökum til hægri. Þetta mun því vera
ærið mislitur hópur. Samtökum af þ^ssu
tagi virðist fara fjölgandi á Ítalíu þrátt
fyrir stöðugar aðgerðir stjórnvalda til að
útrýma þeim. Talsmaður ítalska innan-
ríkisráðuneytisins sagði nýlega að yfir-
völd gerðu allt sem í þeirra valdi stæði
til að gefa lögreglu og her „svigrúm" til
að ráðast gegn þessari „plágu" eins og
hann orðaði það.
Skæruliðar hafa að vísu ekki sýnt á sér
klærnar í neinum meiriháttar árásum
síðustu mánuðina en óttast er að Rómar-
deild Rauðu herdeildanna sé nú að
undirbúa stórsókn á ýmsum vígstöðvum.
Einn af hryðjuverkamönnum herdeild-
anna sem „tjáði“ sig nýlega um málið í
yfirheyrslu sagði að 18 meðlimir Rauðu
herdeildanna væru nú í viðbragðsstöðu
og tilbúnir til að láta frá sér heyra á
eftirminnilegan hátt þegar tækifærið
gefst.