Tíminn - 19.02.1984, Side 9

Tíminn - 19.02.1984, Side 9
9 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 menn og málefni Oftru á tölvum getur orðið áUka skað- vænleg og vanmat á tæknibyltingunni ■ Á haustþingi árið 1981 lögðu sjö þingmenn Framsóknarflokksins fram þingsályktunartillögu umað stjórnvöld geri athugun á stöðu og þróunarhorf- um í upplýsinga- og tölvumálum og á hvern hátt unnt væri að stjórna þeirri þróun. Sérstaklega var til þess mælst að athugað yrði hvernig vinnumarkað- urinn gæti aðlagast tölvuvæðingunni án þess að atvinnuöryggi sé stefnt í hættu. Fyrsti flutningsmaður að tillög- unni var Davíð Aðalsteinsson. Tillaga þessi var sannarlega tímabær enda var hún samþykkt einróma. En það leið og beið þar til ríkisvaldið tók við sér að framfylgja þeirri viljayfirlýs- ingu Alþingis að farið yrði að gera eitthvað í málunum. Það var ekki fyrr en Alexander Stefánsson var orðinn félagsmálaráðherra að skipaður var starfshópur til að framkvæma könnun á áhrifum nýrrar tækni á íslenska atvinnuvegi í næstu framtíð. Starfs- hópurinn tók til starfa s.l. haust, en í honum eru menn skipaðir eftir tilnefn- ingu launþegasamtakanna, atvinnur- ekenda og ráðherra. Verkefni hans er að framkvæma könnun sem ætlað er að leiða í ljós hver eru líkleg áhrif þeirrar tækni sem nú ryður sér til rúms á mannaflaþróun á vinnumarkaði, framleiðni og samkeppnishæfni núver- andi atvinnugreina og á stofnun og viðgang nýrra atvinnugreina. Ekki eru liðnir nema tveir áratugir síðan fyrst var farið að tala um tölvur og þau áhrif sem sú rafeindatækni, sem þær byggjast á, getur haft á nánast allt mannlíf. Þessi nýja tækni getur verið gífurlega vinnusparandi, það er að segja að vélar taki við mörgum þeim störfum sem fólkið hafði áður og hefur með höndum, og í mörgum tilfellum er afkastageta rafeindavélanna margföld á við það sem hinn hefðbundni starfs- kraftur ræður við. Þetta þýðir að hægt er að auka framleiðslugetu og umfram allt upplýs- ingastreymi með færri starfsmönnum en fullkomnari vélum. Fáir hafa yfirsýn yfir breytingarnar Margvísleg umræða hefur átt sér stað um þessi mál og hafa m.a. laun- þegasamtökin Iátið þau talsvert til sín taka enda er þar eðlilegur vettvangur til að ræða þessa þróun og áhrif hennar á atvinnulífið og afkomuöryggi launa- fólks. Talið er að þær breytingar sem örtölvan á eftir að hafa séu svo djúp- stæðar að veruleg röskun geti orðið á þeirri þjóðfélagsgerð sem við þekkjum nú. í greinargerð með nefndri tillögu segir efnislega: Þróunin á þessum sviðum getur átt sér skuggahliðar. Ef ekki eru hafðar í frammi í tæka tíð aðgerðir til að koma í veg fyrir margs kyns röskun, sem af henni leiðir, er ófarnaður vís. Félags- leg vandamál eins og atvinnuleysi hafa verið fylgifiskar tækninnar þar sem hún hefur verið innleidd erlendis, og er fyrirsjáanlegt að þau muni aukast í framtíðinni af hennar völdum. Enn sem komið er hafa fáir yfirsýn yfir þær breytingar sem munu fylgja í kjölfar tölvutækninnar. Af þessari ás- tæðu er sýnt að nauðsynlegt er að gerð verði heildarúttekt á þeim mögu- leikum, tækifærum og hættum, sem hinar öru breytingar munu hafa í för með sér. Margir þeirra sem fjallað hafa um þá þjóðfélagsbyltingu eða þjóðfélags- breytingar sem tölvutæknin mun valda, fullyrða að ný þjóðfélagsgerð, hið svokallaða upplýsingaþjóðfélag muni hasla sér völl. Þessar hugmyndir virðast raunhæfar í ljósi þeirra möguleika sem tæknin býður upp á og menn munu fara að hagnýta sér í síauknum mæli á næstu árum. Ljóst er að mikilla og skjótra að- gerða er þörf ef þjóðfélagið á ekki að vera leiksoppur glundroðakenndrar og tilviljanakenndrar uppbyggingar. Eitt frumskilyrði þess, að rétt verði við brugðist, er að almenningur fái glögga hugmynd um tæknina og hið nýja þjóðfélag sem hún mun leiða af sér. Almenn og víðsýn fræðsla um þessi mál virðist því meginnauðsyn. Enn sem komið er fer fram takmörkuð kennsla á þessum sviðum, einkum tæknileg. Hún er snauð af umfjöllun um áhrif tækninnar á þjóðfélagið, um ýmsa almenna möguleika, sem tæknin býður upp á, og þá byltingu sem í vændum er varðandi upplýsingaöflun úr gagnabönkum og margt fleira á upplýsinga- og tölvusviðinu. Nýta verður kostina og varast gallana Mál þessi komu til umræðu á Alþingi fyrir nokkru og þar kom fram hjá Alexander Stefánssyni félagsmálaráð- herra, að leita þurfi svara við nokkrum grundvallarspurningum varðandi ör- eindatækni og tölvunotkun, svo sem hvaða þýðingu þessi tækni hafi á samkeppnisaðstöðu á erlendum mörkuðum og á atvinnulífið yfirleitt. Athuga þarf hvaða þættir ráða því hvort og hvenær atvinnugreinar taka nýja tækni í sína þjónustu og hver er og verður hlutur tækninnar í hagvext- inum. Ennfremur þarf að leita svara við hverjar geti orðið afleiðingarnar ef ekki er fjárfest í nýrri tækni, og er það líklega ekki hvað þýðingarminnst af þeim spurningum sem svör verða að finnast við. Það má ekki einblina á hvaða vand- kvæði kunna að koma upp vegna örtölvubyltingarinnar heldur hlýtur einnig að verða að meta kosti hennar, sem vissulega eru margir. Farið er að bóla á þeirri þróun að atvinnuöryggi kvenna fer fremur hrak- andi á vinnumarkaði en hjá körlum og þarf að íhuga hvort nýja tæknin geti haft varanleg áhrif á misrétti kynjanna á þessu sviði. Ljóst er að hagnýting tölvutækninn- ar getur leitt til minnkandi atvinnu í sumum greinum en hins ber að gæta að vandamálin á vinnumarkaðinum verða enn síður leysanleg þegar til lengri tíma er litið ef staðið er í vegi fyrir að taka hana í notkun. Það gæti orðið til þess að þær þjóðir sem spyrna um of við fæti í þessum efnum, verði ekki samkeppnisfærar á heimsmarkaði og það leiðir síðar til minnkandi atvinnu, en bætt sam- keppnisaðstaða hefur í för með sér þjóðarframleiðslu og þar af leiðandi fjölgun starfa. Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra sagði í fyrrnefndum um- ræðum, að á næstu 20 árum muni mannafli aukast um 30 þúsund manns á vinnumarkaði. Af margs kyns ástæð- um geta ýmsar atvinnugreinar ekki tekið við þessu vinnuafli. í greinum eins og sjósókn og fiskvinnslu má búast við að tækniþróunin leiði til þess að starfsfólki fækki og iðnaður mun ekki taka við eins mörgum í framtíð- inni og áður var talið, að áliti sérfróðra manna. Því er ljóst að þjónusta margs konar og nýiðnaður tekur í framtíðinni við því vinnuafli sem við bætist. Um tækniþróunina og hvernig bregðast skal við henni sagði Alexander m.a.: „Hvað varðar stjórnvöld atvinnumála, þá þurfa þau að stuðla að sem snuðru- lausastri hagnýtingu nýrrar tækni í atvinnuvegum landsmanna. í því sambandi verður að leggja mikla áherslu á góða samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Taka verður fullt tiljit til afleiðinganna á atvinnuþróun og atvinnuástand, umhverfismál, heil- brigðis-og hollustuhætti, náttúruauð - lindir og fleira. Þeir sem hyggjast innleiða nýja tækni í atvinnurekstur sinn verða að gera sér ljósar skyldur sínar við starfs- menn sína, gefa þeim hæfilegan að- lögunartíma og veita þeim tækifæri til þjálfunar og endurmenntunar ef þörf er á. Einnig þurfa stjórnvöld að endur- skoða skipulag endurmenntunar." Engin ástæða til ótta Ekki er ástæða til að óttast tölvubylt- inguna og þær breytingar sem hún kann að hafa í för með sér, ef henni er tekið með opnum huga og reynt verður að gera sér grein fyrir hvar röskunin verður mest og haga gjörðum eftir því. Varast verður að leyfa einstökum aðilum að ráðskast með lífsafkomu fólks og atvinnumöguleika í krafti þekkingar á tækniundrum og eignar- halds á tölvum og tækjum sem þeim tengjast. í framtíðinni og það náinni framtíð munu vélar vinna mörg þau verk sem nú þarf hendur og heila manna til að starfa að. Hagræðing og framleiðslu- aukning á ekki að þýða atvinnuleysi fjölda manna. Jafna verður niður þcirri vinnu sem til fellur og afraksturinn á að fara um hendur allra þegna þjóð- félagsins. Hið sama hlýtur að gilda um upplýsingar og þekkingarstreymi. Okkur vcrður að lærast að nýta þá kosti sem örtölvubyltingin hefur í för með sér en varast ókostina. Fleiri svið lögð undir Einn helsti kostur tölvunnar er hve gífurlega mikilvægt tæki hún er til að örva upplýsingastreymi og vinna úr þekkingu. En rafeindatæknin teygir sig sífellt inn á flciri og fleiri svið. í framleiðslugreinum hefur hún tekið að sér hlutverk mikils hluta vinnuaflsins á mörgum sviðum og mun gerast enn Oddur Ólafsson u skrifar umsvifameiri á þeim sviðum í framtíð- inni. En ekki dugir að gera fólk bjargar- Iaust þótt atvinnutækifærum fækki, enda væri þá til lítils unnið að auka þekkingu og framleiðslugetu. Tölvu- tæknin á að minnka erfiði og stytta vinnutíma og auka þannig almenna hagsæld en ekki minnka hana. Það er einmitt þarna sem kemur til kasta stjórnvalda og almenningssamtaka að sjá svo um að örtölvubyltingin geti komið öllum til góða og að vélarnar ræni fólk ekki lífsafkomu sinni eða atvinnuöryggi. Oftrú á tölvum og tæknibreytingum getur orðið álíka skaðvænleg og van- mat á þeirri tæknibyltingu sem nú ríður yfir. Nýjungagirni og óraunsætt mat á framförum getur hæglega leitt menn á glapstigu. Offjárfesting í tölvu- búnaði er síst gáfulegri en á öðrum sviðum og ættu þeir sem við atvinnu- rekstur fást að vera á varðbergi gagn- vart tunguliprum og framfarasinnuð- um sölumönnum tækjabúnaðar sem hyggjast selja þeim lausn allra vanda- mála. Það hlýtur oft að vera matsatriði hvort leggja eigi út í mikinn fjárfesting- arkostnað við tæknivæðingu til þess eins að spara vinnulaun. Það er ekki alltaf víst að vélarnar séu svo miklu ódýrari en mannshugur eða hönd þeg- ar öll kurl koma til grafar. Framleiðsluaukningin á sér takmörk Þá verður einnig að hafa í huga þau gömlu sannindi að það er til lítils að auka framleiðslugetu ef þeim fer sí- fækkandi sem hafa efni á að kaupa vöru eða þjónustu. Því er það tvíeggj- að vopn að þrýsta fólki í stórum stíl út af vinnumarkaði og láta vélar taka störfin að sér. Þarna verður að gæta hófs og rata hinn rétta meðalveg eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Enn er ónefnt það fyrirbæri sem gjalda verður varhug við þegar verið er að gera bjartsýnisspár um tölvuvæð- ingu. Talsmenn hennar eru flestir hverjir ósparir á að leggja áherslu á hvílík framleiðsluaukning sé möguleg með því að nýta þá tækniþekkingu og tól sem búin eru til og eiga að taka að sér störfin í framtíðinni. En þar er sá hængur á að auðlindir jarðar eru ekki ótæmandi og lífríkið þolir vart öllu meiri framleiðslu en nú á sér stað, hvað þá að hún verði stóraukin. Við íslendingar þurfum ekki annað en líta á fiskistofnana og hvernig útgerðin gengur. Það er sama hve mörg skip við eigum og hve fullkom- lega tæknivædd þau eru, veiðin eykst ekki, nema síður sé, og þar af leiðandi ekki útflutningsverðmætið heldur. Lífríkið setur tækninni stólinn fyrir dyrnar. Auðvelt er að benda á fleiri mikilvægar atvinnugreinar sem undir svipaða sök eru seldar. Hráefni eru takmörkuð og orkuforð- inn sömuleiðis. Tveim áratugum áður er farið var að gefa örtölvubyltingunni gaum spáðu glámskyggnir postular atómvísindanna að fundinn væri sá orkugjafi sem duga mundi mannkyninu til eilífðarnóns og að kjarnaklofningurinn mundi leiða af sér nýja og betri tima. Orkuþörfin hefur ekki verið leyst með þessu undri og vægast sagt hefur það ekki leitt til þeirrar velferðar sem tækniblindingj- arnir sáu fyrir. Tölvubyltingin mun létta undir í þekkingarleit og taka að sér mörg einhæf og leiðinleg störf, en henni eru takmörk sett og'er eins gott að menn geri sér grein fyrir því að hún framleið- ir ekki náttúrugæði og sé illa á málum haldið gæti hún allt eins orðið til að eyða þeim í enn stærri stil en mannin- um hefur tekist til þessa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.