Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 20
Gata á milli Vegmúla og Fellsmúla Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2ög fimmta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vfsoending Fimmta vísbending 1. 1. Skátd þetta lést nákvæm- lega 100 árum á eftir Jónasi Hallgrimssyni. 2. En fæddur var hann í Garðasókn 8. júni 1888 3. Fyrsta bók hans hét „Úr dularheimum.“ 4. Hann orti „Ríki ég er morð- ingi, rottan étur ost...“etc. 5. Hann ritaði skáldsöguna „Vítt sé ég land og fagurt" 2. 1. Gata þessi liggur á milli Vegmúla og Fellsmúla i Reykjavík. 2. Hún hefur stundum verið kölluð „Fleet-street" íslands 3. Þar eru ritstjórnarskrif- stofur Timans. 4. Þar er og aðsetur fleiri íslenskra dagblaða. 5. Og þekkt „dyfiissa" Reykja- víkurlögreglu. 3. 3. Læknir þessi fæddist 21. apríl 1807 að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. 2. Hann gerðist ungur her- læknir hjá Dönum. 3. Hann rak um skeið vatns- lækningastöð í Danmörku. 4. Hann varð landlæknir á íslandi. 5. Hann hvatti til byggingar steinhúsa á íslandi. 4. 1. Verslunarstaður þessi kemur lítillega við sögu i Kjalnesingasögu 2. Hann hétáður Einarshöfn. 3. Þar verslaði Lefoli kaup- maður. 4. Þar fæddist Ragnar i Smára. 5. Hann stendur við suður- strönd íslands. 5. 1. íslenskur leikari og háðfugl, fæddur 1929. 2. Hann lærði leikstjórn fyrir útvarps og sjónvarpsleik hjá BBC 1960-1962. 3. Hann samdi gamanóper- una „Þorskhallarundrin." 4. ...og ritaði bókina „Slett úr klaufunum". 5. Kann þýddi „Bjargvættur- inn í grasinu" eftir Salinger. 6. 1. Höfuðborg þessi stendur við fljót í Afríku. 2. Þaðan var mikill þrælaút- flutningur 3. Hún hét áður Bathurst 4. Hún er í Vestur-Afriku 5. Land það sem hún er í á landamæri að Senegal 7. 1. Skáld þetta fæddist 497 eða 496 fyrir Krist í Kólonos Hippios norðan við Aþenu. 2. Hann orti leiki um svipuð efni og Aiskýlos, fyrirrennari hans. 3. Eftir hann er „Ödipus í Kolonos", sem Helgi Hálf- dánarson þýddi. 4. Dr. Jón Gíslason þýddi og mörg verka hans. 5. T.d. „Þebuleikina.“ 8. 1. Þetta ár rakst togarinn Fylkir á tundurdufl og sökk 2. Olíuflutningaskipið Hamra- fell kom til islands. 3. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun á Olympíuleik- unum í Melbourne 4. Hermann Jónasson mynd- aði 3ja flokka vinstristjórn 5. Sovétríkin gerðu innrás i Ungverjalandi. 9. 1. í farfána Evrópuþjóðar þessarar eru níu rendur og munu þær merkja samstöð- urnar í órðtakinu „frelsið eða dauðann" á máli heima- manna. 2. Rendurnar eru bláar og hvítar 3. Landfáninn er hvitur kross á blaum feldi. 4. íslendingar vildu eitt sinn taka upp mjög líkan fána. 5. En það þótti varla viðeig- andi útaf skyldleikanum. ■ o 1. Móðir hans var systir Grims Jónssonar, amtmanns á Möðruvöllum 2. En faðir hans var staðar- haldarinn á Bessastöðum. 3. Eftir hann er kvæðið „Huldur". > 4. Einnig orti hann um „Arn- Ijót gellini“ 5. Hann var þingmaður á efri árum sínum og sat þá á Bessastöðum. Svör við spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.