Tíminn - 24.02.1984, Side 1
Dagskrá rfkisfjölmidlanna — Sjá bls. 13
FJÖLBREYTTARA
OG BEIRA BLAD!
Föstudagur 24. febrúar 1984
47. tölublað - 68. árgangur
Sidumula 15—Postholf 370Reykjavik—Ritstjorn86300- Auglysingar 18300- Afgreíðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Áldeilan:
LÍKUR Á
SAMKOMUr
LAGIAÐ
AUKAST!
■ Miklar líkur voru tald-
ar á því að samkomulag í
deilu starfsmanna álvers-
ins í Straumsvík og stjórn-
enda verksmiðjunnar væri
á næsta leiti í gærkvöldi.
Þegar síðast fréttist stóð
fundur ennþá yflr hjá
ríkissáttasemjara og búist
var við að hann stæði fram
á nótt eða morgun.
Samkvæmt heimildum
Tímaps var í burðarliðn-
um samkomulag sem er á
líkum nótum og samning-
ar ASÍ og VSf hvað varðar
launaliðinn, það er að
segja 5% hækkun strax og
síðan þrjár áfangahækk-
anir á gildistímanum, rúm-
um 13 mánuðum. Til við-
bótar áttu að fara fram
einhverjar launaflokkatil-
færslur, sem hefðu í för
með sér að lægsti launa-
flokkurinn að minnsta
kosti yrði lagður niður
þannig að þeir lægst
launuðu fengju meiri
hækkun ep aðrir. -Sjó
RAMMINN EKKI
SPRUNGINN
SEGIR ALBERT
■ Steingrímur Her-
mannsson forsætis-
ráðherra lýsti því yfir á
Alþingi í gær að samnings-
drögin sem nú eru til af-
greiðslu í verkalýðsfélög-
unum brytu ekki í bága við
efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar og mundu
ekki koma í veg fyrir að
þau markmið náist sem að
er stefnt.
Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra kvaðst
mjög óánægður með að
ríkið gripi inn í samninga
og færi að greiða niður
laun fyrir atvinnurekend-
ur, eins og hann telur að
yfirlýsing ríkisstjórnarinn-
ar beri með sér. Hafi hún
verið gerð að sér fjar-
stöddum og hafi hann ekki
hugmynd um hvernig eigi
að fá það fé sem varið
verður til hinna lægst
launuðu.
Hins vegar kvað hann
ramma fjárlaga ekki
sprunginn og því engin
ástæða fyrir hann að segja
af sér enda ekki tilefni til.
Sjá bls.2
■ Leifamar af heflinum og steypubílnum sem voru inni í verkstæðinu þegar snjóflóðið féll. Heflllinn stóð yfir smurgryfjunni sem þeir Valgeir og Kristján runnu ofan í og flóðið
bar steypubðinn á hefílinn. ___ Tímamynd Árni Sæberg
Tugmilljónatjón á Ólafsvík er snjóflóð lenti á verkstædishúsi:
„HÉLT AÐ MÍN SÍÐASTA
STUND VÆRI RUNNIN UPP”
— segir Valgeir Asmundsson, annar þeirra manna
sem bjargaðist
■ „Ég hélt að mín síðasta stund
væri runnin upp“, sagði Valgeir
Ásmundsson, annar mannanna
sem bjargaðist giftusamlega þeg-
ar snjóflóð féil úr Ólafsvíkurenni
kl. 24.00 á miðvikudagskvöld og
lenti á verkstæðishúsi í eign
steypustöðvarinnar Bjargs hf.
Snjóflóðið olli hinsvegar gífur-
legu eignatjóni, bæði á eigum
Bjargs, og verktakafyrirtækisins
Hagvirkis sem hafði aðstöðu sína
í húsinu.
Mjög slæmt veður var í Ólafs-
vík um kvöldið, ofsarok og
snjókoma. Því var búist við að
snjóflóð féllu á veginn undir
Ólafsvíkurenni og voru starfs-
menn Hagvirkis því á næturvakt.
Tvö flóð féllu síðan á veginn um
kvöldið og voru tveir mannanna
að reyna að grafa í gegn um þau
með gröfu þegar þriðja flóðið
féll á verkstæðishúsið.
Mennirnir tveir runnu með
flóðinu niður í smurgryfju en
öðrum þeirra tókst að losa sig og
losa um hinn. Mennirnir tveir
sem voru á veginum snéru síðan
við fljótlega og sáu hvers kyns
var. Þá var kallað út björgunar-
lið, lögregla og sjúkralið og
mennirnir voru báðir komnir
undir læknishendur um kl. 2.00.
Tugmilljóna tjón varð vegna
flóðsins þar sem öll tæki steypu-
stöðvarinnar og byggingar eyði-
lögðust og tæki í eigu Hagvirkis
og verkstæðislager sömuleiðis.
Fjórða snjóflóðið féll sömu
nótt innar í bænum úr hlíðinni
fyrir ofan heilsugæslustöðina en
það stöðvaðist nokkra metra frá
húsinu. Þá slapp vegfarandi
nokkur naumlega við snjóflóðin
tvö sem féllu á Ennisveg en hann
var á leiðinni frá Rifi þegar hann
kom að öðru flóðinu. Hann snéri
þá við og skömmu síðar rann hitt
flóðið yfir veginn fyrir aftan
hann.
Almannavarnanefnd Ólafs-
víkur kom saman í gær vegna
atburðarins og sendi frá sér á-
lyktun þar sem óskað er eftir því
við stjórnvöld að fram fari athug-
■ Krístján Lárusson og Valgeir Ásmundsson sem björguðust ór snjóflóðinu voru í gær fluttir til
Reykjavíkur með flugvél til frekari rannsóknar. Kristján fótbrotnaði þegar flóðið skall á honum og á
myndinni sést hann fluttur inn í flugvélina.
un á snjóflóðahættu á staðnum
og geri tillögur um úrbætur. Að
sögn Stefáns Jóhanns Sigurðs-
sonar forseta bæjarstjórnar er
búist við sérfræðingi frá Al-
mannavörnum ríkisins vestur í
dag og Guðjón Petersen fram-
kvæmdastjóri Almannavarna er
Tímamynd Ami Sæberg
væntanlegur til Ólafsvíkur eftir
helgina til að ræða málin við
hlutaðeigandi. -GSH
Sjá nánar bls. 4-5