Tíminn - 24.02.1984, Page 2

Tíminn - 24.02.1984, Page 2
2______ fréttir FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: „KIARASAMNINGARNIR SPRENGJA EKKI RAMMA EFNAHAGSSTEFNUNNAR” — Albert segir ekki af sér, en telur fráleitt að greiða niður launakostnaðinn ■ Það sýnist á misskilningi byggt að ramminn sem mikið er talað um hafí verið sprengdur með samkomulaginu sem náðst hefur um nýja kjarasamninga, sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra á Alþingi í gær. Árangur- inn í baráttunni við verðbólguna varð mun betri um s.l. áramót en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi aðgerðanna og stefnt var að 10% verðbólgu um næstu áramót og mun sú spá ekki langt frá því að standast. I fjárlögum er gert ráð fyrir að svigrúmið til launahækkana verði 4% á árinu, en margt bendir til að ef það hefði staðist hefði verðbólgan komist niður í 7% um næstu áramót. En með því samkomulagi sem nú hefur tekist er útlit á að verðbólgan verði 10-11% frá upphafí árs til ársloka. Þetta kom fram í ræðu sem forsætis- ráðherra flutti í miklum umræðum utan dagskrár um samningana. Albcrt Guðmundsson fjármálaráð- herra lýsti yfir að hann mundi ekki segja af sér embætti að svo stöddu vegna þessara samninga, en að hann væri óánægður með að greiða niður laun fyrir atvinnurekendur, eins og hann orðaði það og að ekki kæmi annað til mála en að framlag ríkisins til ráðstafana í sambandi við samningana yrði fengið með tilfærslum innan fjárlaga en viðbót- arfjár ekki aflað. Ólafur Ragnar Grímsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og sagði að í fjölmiðlum hafi komið fram mismunandi túlkanir á hvað felist í samningunum og vildi fá skýr svör frá ráðherrum um hvað yfirlýsing ríkisstjórnarinnar fæli í sér og hvernig ráðstafanirnar yrðu fjármagnað- ar. Hann vildi sérstaklega fá að vita hvort fjármálaráðherra mundi standa við yfir- lýsingar sínar um að segja af sér ef farið yrði yfir 4% markið og hvort hann hygðist ekki bjóða opinberum starfs- mönnum sömu kjör og ASl og VSl hafa samið um. Kjartan Jóhannsson spurði hvort það samrýmdist skoðunum ríkisstjórnarinn- ar að bjóða opinberum starfsmönnum ekki hið sama og hcildarsamkomulagið kvcður á um og hvort að fyrirheit um ráðstafanir til hinna verst settu væru háð því að öll verkalýðsfélög landsins sam- þykktu samningsdrögin. ■ Steingrímur Hermannsson Ramminn ekki sprengdur Steingrímur Hermannsson gerði grein fyrir þeirri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að koma til móts við samningsaðila með yfirlýsingu um kjarabætur fyrir hina verst settu. Kvað hann það hefði verið gert að tilmælum fulltrúa vinnumarkað- arins. Á fundi sem haldinn var kynntu fulltrúar vinnumarkaðarins þá samninga sem þá voru í burðarliðnum og óskuðu fulltrúur ASÍ og VSÍ eftir því að ríkis- stjórnin færði til fjármagn til þeirra sem lökust kjör hafa, samkvæmt þeirri athug- un sem Kjararannsóknarnefnd lét gera fyrir nokkru. Ríkisstjórnin ákvað að verða við þess- um tilmælum. í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innareru í meginatriðum þærhugmyndir sem samninganefndirnar höfðu sett fram um útvegun fjármagns innan ramma fjárlaga til láglaunabóta og því heitið að ríkisstjórnin sé tilbúin til viðræðna um þcssar tilfærslur. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvaðan þetta fjár- magn verður fært. Það mun ríkisstjórnin athuga og eiga samráð um við aðila vinnumarkaðarins. Engin ákvörðun hef- ur verið tekin, en minnkun niðurgreiðslna hefur verið nefnd, til greina kemur að minnka útflutningsbætur og til tals hefur komið að tengja barnabætur þessum ráðstöfunum þannig að færa þær frá hátckjufólki til lágtekjufólks. Það er eindregin skoðun ríkisstjórnar- innar að umræti samkomulag muni ■ Albert Guðmundsson stuðla að heildarsamningum á vinnu- markaði. Ríkisstjórnin lítur á þennan skilning sem grundvallaratriði. Bregðist að heildarsamkomulag náist mun ríkis- stjórnin taka samþykktina til endur- skoðunar. Ég vona að það'bregðist ekki, en ef aðstæður breytast ogsamningurinn felldur af einhverjum félögum hlýtur ríkisstjórnin að skoða afstöðu sína til málsins í heild. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn- in mundi leitast við að veita ellilífeyris- þegum og örorkubótaþegum úrbætur, þótt þess sé ekki sérstaklega getið í þeim drögum sem lögð voru fyrir ríkisstjórn- ina. Það er á misskilningi byggt sagði forsætisráðherra, að einhver rammi hafi verið sprengdur. Þegar ríkisstjórnin gerði sínar ráðstafanir við upphaf valda- tímabils síns var stefnt að því að ná verðbólgu úr 130% í 30% um s.l. áramót. í október þegar ríkisstjórnin birti efnahagsáætlun sína fyrir yfirstand- andi ár var talað um að komast úr þessum 30% í 10% í lok þessa árs. En svo fór að töluvert meiri árangur náðist en reiknað var með, verðbólgan varð 15% í lok s.l. árs. Nú er verðbólgan um 10% samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar og Seðlabankans. Við höfðum orðið fyrir nokkrum skakkaföllum vegna þorskaflans og í des var talið að aðeins 4% launahækkanir rúmuðust á þessu ári. Miðað við það að betri árangur náðist í lok ársins en áður var talið benti margt til þess að verðbólgan í lok þessa árs með 4% launahækkunum yrði aðeins 7-8%. Það að meðalhækkun launa verður um 6.5% þýðir að við verðum að öllum líkindum í lok ársins með um 10% verðbólgu. Þessir samningar munu einkum setja aukinn þrýsting á viðskiptajöfnuðinn en það fer mjög eftir því hvernig við- skiptakjör þróast hve hallinn verður mikill. Steingrímur vísaði því á bug að þessir samningar brjóti þann ramma sem ríkis- stjórnin setti sér upphaflega í efnahags- málum. Um afstöðuna til samninga við BSRB sagði forsætisráðherra, að ríkisstjórnin hafi enn ekki fjallað um þá samninga eftir að sú staða kom upp sem nú er. En það hlýtur öllum að vera ljóst að þeir almennu launasamningar sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðinum hljóta að hafa veruleg áhrif á þá samninga sem gerðir hafa verið við opinbera starfsmenn. Hafa samninga- nefndirnar traust? Þorsteinn Pálsson sagði samningana ná nokkru lengra en efnahagslegar for- sendur segja til um. Ljóst er að þjóðar- tekjur minnka nokkuð á þessu ári og kaupmáttarbreytingar hljóta að vera í nokkru samræmi við þjóðartekjur ef jöfnuður á að ríkja í efnahagslífinu. En markmið ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum eiga ekki að raskast við þessa samninga. Árangurinn í baráttunni við verðbólguna væri meiri en vonast var til í upphafi aðgerða, og þótt gengið sé lítið eitt lengra í þessum samningum en ramminn segir til um eru meginmark- miðin ekki í hættu. Hann lagði áherslu á að ekki yrði efnt til sérstakrar fjáröflunar vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir samn- ingunum. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er gefin í þeirri trú, sagði Þorsteinn, að báðar samninganefndir vinnumarkaðarins hafi traust sinna félaga. Ef kemur á daginn að einstök félög innan ASÍ og VSÍ lýsi vantrausti á samningana sé komin upp önnur staða og á það verði að reyna hvort samninganefndirnar hafi umboð til að gera samkomulagið. Kjartan Ólafsson sein nú situr á þingi sem varamaður Guðrúnar Helgadóttur flutti skilmerkilega ræðu og lagði fram spurningar. Þingfundurinn hafði nú dregist mjög á langinn og Svavar Gestsson bað um orðið til að ræða þingsköp, og sagðist vera orðinn óþolinmóður að bíða þess að Albert Guðmundsson léti frá sér heyra og bað þingforseta að gefa honum orðið. Þorvaldur Garðar kvaðst ekki hafa vald til að knýja neinn til að tala eða tala ekki. En Albert tók áskoruninni. Samningarnir ekki frjálsir Fjármálaráðherra las yfirlýsingu ríkis- •stjórnarinnar og sagðist ekki vita hvernig ætti að fjármagna þær 306-330 millj. kr. sem þar er lofað til að greiða fyrir samningum. Hann sagðist ekki sjá annað en að ríkisstjórnin hafi skammtað sér sem fjármálaráðherra að færa til innan ramma fjárlaga það sent þarf til að mæta óskum verkalýðssamtakanna og vinnu- veitenda. Ef árangurinn sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna er brotinn á bak aftur og verðbólgan tekur sína gömlu stefnu þá tel ég að ríkisstjórnin eigi að láta fólkið í landinu ráða því hvort hún eigi að halda fast við stefnu sína eða ekki. Mitt mat er það að það eigi að kjósa ef stefna ríkisstjórnarir.nar verður brotin á bak aftur. Ef sú leið verður farin að nota hluta af niðurgreiðslum búvöruverðs í niður- greiðslur launa getur það þýtt að greiða þurfi hærri útflutningsbætur og að vöru- verð hækki. Þá hlýtur stefna ríksstjórn- arinnar að vera í mikilli hættu. Albert kvaðst ekki líta á þessa samn- inga eins frjálsa og stefna ríkisstjórnar- innar í kjaramálum segir til um. Hann sagðist líta á þátt ríkisstjórnarinnar í samningum sem niðurgreiðslu á launum og það væri á móti sinni lífsskoðun. Þetta væri ekkert annað en að taka á sig hluta af launagreiðslum sem atvinnu- reksturinn ætti að geta staðið undir. Um þær yfirlýsingar sínar að ef launa- hækkanir færu yfir 4% ætti ríkisstjórnin að segja af sér, sagði Albert Guðmunds- son, að hann hafi litið svo á að þegar forsætisráðherra og iðnaðarráðherra voru að tala um 6% hækkun, að þá hafi þeir verið aðtala um hinn frjálsa vinnu- markað. Ég hef ekki látið eitt einasta orð falla um hinn frjálsa markað , sagði Albert, en litið svo á að mér komi hann ekkert við samkvæmt yfirlýstri stefnu ríkis- stjórnarinnar. Ef aðilar vinnumarkaðar- ins semja um meira en 4% þá er það þeirra mál svo lengi sem breyting á fjárlögum kemur ekki þar inn í. Kallað á afsögn með óþolinmæði - Það er orðið algengt að kallað sé á afsögn mína með óþolinmæði, en það er ekki komið að því ennþá. Ef mér tekst að færa til á fjárlögum innan þess ramma það sem ríkisstjórnin hefur samþykkt þannig að ekki þurfí að grípa til yfirdrátt- ar í Seðlabankanum, ekki auka þá prósentu sem er í erlendum lánum eða leggja á aukna skatta og án þess að verðbólgan fari af stað þá lít ég ekki svo á að ramminn sé sprunginn. - En þegar ég fer úr þessum stól, sem getur orðið bráðlega, sagði fjármálaráð- herra, vona ég að 7. þingmaður Reyk- víkinga verði kominn inn. Hér átti hann við Guðmund J. vin sinn, en Ólafur Ragnar situr nú sem varamaður hans, og var hann heldur ónotalegur í garð Alberts í framsögu- ræðu sinni. Albert kvaðst ekki geta á því augna- bliki sem hann talaði sagt neitt til um hvort hann mundi bjóða opinberum starfsmönnum svipuð kjör og samningur ASÍ og VSÍ hljóðar upp á. Það mál þyrfti að skoða miklu mun betur en hann hafi haft tækifæri til. Fjármálaráðherra sagði að hinn marg- umtalaði rammi fjárlaga yrði skoðaður. Hann hefði ekki hugmynd um hvaðan ætti að taka féð, en það væri illa komið fyrir íslensku þjóðfélagi þegar fara ætti að greiða niður launakostnað fyrirtækj- anna. Látið verkafólk í friði Meðal þingmanna sem töluðu í unt- ræðunni var Karl Steinar Guðnas’on. Hann gagnrýndi harðlega þá sem snérust gegn samningunum og sagði að samn- inganefnd ASÍ hafi náð því sem hægt er án átaká og vissa hans væri að það væri vilji verkalýðsfélaganna um allt land að vinnufriður héldist. Hann kvað ástæðu- laust að gera lítið úr því fólki sem að samningunum hafi st'aðið því verulegur árangur hafi náðst á nokkrum sviðum og það sem mestu skipti er að þeir sem verst eru settir fá verulegar úrbætur sam- kvæmt þessum samningum. Mæltist Karl Steinar til þess að verkafólk fengi að vcra í friði fyrir þeim sem sitja í hlýjum og rnjúkum stólum og skrumskæla þcnn- an samning og gera tortryggilegan Uppboðsskýrsla/Shadow refur/London Fur Group, Hudson’s Bay London, 15.2.1984. 33.691 skinn, öll seldust, svipuð verð og í desember 1983 Gengi 42.17 Um 800 skinn frá íslandi Litgreining: Extra-dökk Dökk Miðlungs Ljóst Extra -Ljóst XD XD D D M M P P XP XP XXP XXP Gæðafl-/stærð Lágt Hátt Lágt Hátt Lágt Hátt Lágt Hátt Lágt Hátt Lágt Hátt 1670-00 0 00 37 38 39 40.5 42 40 43 42 43.5 0 0 0 1560 1602 1644 1708 1771 1687 1813 1771 1834 LONL-OO 28 35 31.5 37.5 32 37 33 40 36 40 36 41 1181 1476 1328 1581 1349 1560 1391 1687 1518 1687 1518 1729 I-00 23 30 36 32.5 29 34.5 22 36.5 33 37 33 34.5 970 1265 1518 1370 1223 1455 928 1539 1391 1560 1391 1455 1670-0 33.5 34 33.5 37.5 41.5 42.5 40.5 42.5 41.5 46.5 46 55 1413 1434 1413 1581 1750 1792 1708 1792 1750 1961 1940 2319 LONL-O 25 34 28.5 34.5 34.5 42 35 43.5 34.5 40 35 47 1054 1434 2102 1455 1455 1771 1476 1834 1455 1687 1476 1982 l-O 20.5 30 20 32.5 23.5 36.5 18 36.5 27.5 37.5 29 38 864 1265 843 1370 991 1539 759 1539 1160 1581 1223 1602 1670-1 29.5 32.5 34.5 36 35 40.5 35 43 36.5 39 35.5 40 1244 1370 1455 1518 1476 1708 1476 1813 1539 1644 1497 1687 LONL-1 19.5 30 29.5 35.5 28 36.5 34.5 37 34 38.5 32.5 36 822 1265 1244 1497 1181 1539 1455 1560 1434 1623 1370 1518 1-1 22 27 21.5 32.5 25 33 21.5 35 27 36.5 31 36 928 1138 907 1370 1054 1391 907 1476 1138 1539 1307 1518 Kjörbær hf/Skúli Skúlason/ Kópavogur, sími 91-4450

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.