Tíminn - 24.02.1984, Blaðsíða 4
„HELT AÐ MIN SIÐASTA
STUND VÆRIRUNNIN UPP”
— segir Valgeir Ásmundsson, starfsmaður Hagvirkis,
sem festist inn í húsinu í snjóflóðinu
■ „Ég héll satt að segja að mín síðasta
stund væri runnin upp“, sagði Valgeir
Ásmundsson, starfsmaður Hagvirkis en
hann var annar þeirra sem var að vinna
í verkstæðisbyggingu steypustöðvarinn-
ar þegar snjóflóðið úr Ennisfjalli skall á
húsið. Valgeir slapp með slæmt mar á
mjöðmum og rispur í andliti og víðar.
Kristján Lárusson, sem einnig lenti í
snjúflóðinu, ökklabrotnaði en slapp að
öðru leyti að mestu við meiðsl.
„Þegar flóðið kom vorum við að leita
að vasaljósi sem var á steypubílnum.
Ég heyrði smell i plastglugga sem snéri
að fjallinu og sá snjógusu koma inn um
hann. Eg hélt fyrst að þetta væri hríðar-
gusa en síðan skall flóðið á okkur. Ég
missti fótanna og rann innundir hefilinn
sem stóð á smurgryfjunni og lenti hálfur
ofan í gryfjunni. Allur eftir hluti líkam-
ans var á kafi í snjó og handleggurinn á
mér var klcmmdur fastur en fæturnir
voru lausir ofan í gryfjunni.
Kristján, sem stóð fyrir framan mig
þegar flóðið kom, lenti fyrir aftan mig í
gryfjunni og ég geri ráð fyrir að hann
hafi flotið yfir mig í snjónum. Honum
tókst að losa sig og gat komist til mín og
pjakkað snjónum frá andlitinu á mér en
ég komst hvergi því handleggurinn á
mér var fastur. í flóðinu hafa losnað
hettur af gaskútum og við heyrðum
hvininn af gasinu en okkur varð ekkert
meint af því.
„KRAFTAVERK AD
MENNIRNIR SKUU
HAFA SLOPPH)”
— segir Stefán Jóhann Sigurðs-
son, forseti bæjarstjórnar, sem
telur eignatjón steypustöðvar-
innar milli 4-5 milljónir króna
■ „Mér virðist að beint eignatjón steypustöðvarinnar sé á
milli 4 til 5 milljónir króna,“ sagði Stefán Jóhann Sigurðsson
forseti bæjarstjórnar Ólafsvíkur og einn eigenda steypustöðv-
arinnar Bjarg hf.
Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað
ég var lengi fastur. Ég reyndi bara að
vera rólegur á meðan. Ég var lengi
dofinn í handleggnum á eftir en að öðru
leyti líður mér vel“, sagði Valgeir Ás-
mundsson.
-GSH
■ „Ég hélt að mín síðasta stund værí
runnin upp“, sagði Valgeir Ásmunds-
son, annar mannanna sem björguðust úr
snjóflöðinu.
■ 240 fermetra verkstæðisbyggingin er gerónýt eftir að snjóflóðið skall á henni. Neðst á myndinni sést í tönnina á heflinum
sem stóð yfir smurgryfjunni. Tímamynd Sigurjón
„Fyrirtækið orðið
fyrir milljónatjóni”
— segir Árni Baldursson, stadarstjóri
verktakafyrirtækisins Hagverks
„Fyrstu viðbrögð er að sækja í sig
veðrið, byggja stöðina upp aftur og
reyna að gera betur. Stöðin var stofnuð
árið 1974 og það er því ekki séð fyrir
endann á því hvernig við höldum upp á
10 ára afmælið. En vonandi tekst okkur
að koma þessu í samt lag bráðlega. Þetta
er eina steypustöðin á útnesinu og því
eitt af þeim fyrirtækjum sem þarf að vera
til staóar. En mér sýnist að við ættum að
geta veitt okkar þjónustu aftur mjög
fljótlega og fá þann tækjakost sem þarf
til þess.“
- Til hvaða ráðstafana mun bæjarfé-
lagið grípa í Ijósi þessara atburða?
„Það er Ijóst að vegna þessara atburða
munum við fara fram á sérstaka athugun
á því hvar snjóflóðahætta er mest. Og
leggja þá áherslu á fyrirbyggjandi að-
gerðir. Það verður fundur í almanna-
varnanefnd Ólafsvíkur í dag, og Guðjón
Petersen framkvæmdastjóri Almanna-
varna ríkisins mun koma hingað vestur
á mánudag og funda með okkur þar sem
þessi mál verða sérstaklega rædd. Þó
snjóflóð hafi aldrei fallið á þessum stað
áður getur atburður sem þessi gerst
hvenær sem er. Það hefur að vísu verið
gífurlega snjóþungt í vetur en það er
Ijóst að veðrátta fer kólnandi hér á landi
og því má hvergi slaka á í þessum
efnum.“
„Þessi atburður hefur fengið á menn
hér en viðbrögðin eru yfirleitt sú að það
sé hægt að bæta eignir en ekki mannslíf.
Og það má kallast kraftaverk að þarna
skyldu fjórir menn sleppa eins vel og
■ Stefán Jóhann Sigurðsson forseti
bæjarstjómar Olafsvíkur og einn eigenda
steypustöðvarinnar Bjargs hf.
raun bar vitni. En það virðist vera
eitthvað lán yfir staðnum og veginum.
Það hafa oft fallið snjóflóð á veginn en
menn hafa alltaf bjargast. Það er ekkert
leyndarmál að menn hér hafa oft velt
þessu fyrir sér og við trúum á hinar góðu
vættir í þessu efni“, sagði Stefán Jóhann
að lokum.
-GSH
■ „Það er ljóst að fyrirtækið
hefur orðið fyrir milljónatjóni,
hefill, rúta og tveir jeppar eru
ónýtir. Þá er verkstæðisaðstaðan
og varahlutalagerinn ónýt og ýmis
tæki sem þar voru geymd inni, s.s.
varahlutir í stórar vinnuvélar og 2
rafsuðuvélar og þessi tæki eru öll
ótryggð. Bílarnir eru kaskótryggð-
ir,“ sagði Árni Baldursson staðar-
stjóri verktakafyrirtækisins
Hagverks, en Hagverk hafði að-
stöðu í verkstæðishúsi Steypu-
stöðvarinnar. Fyrirtækið hefur
unnið við nýja veginn fyrir Ólafs-
víkurenni í vetur.
„Við komum hingað í fyrravor
og síðan aftur í haust til að leggja
þennan veg“, sagði Árni. „Síðan
12. febrúar hefur verið vitlaust
veður hérna og fólk segir að það
hafi aldrei séð annan eins snjó hér
um slóðir áður.“
-GSH
■ Árni Baldursson staðarstjóri Hag-
virkis hf., á Olafsvík bendir á staðinn þar
sem Valgeir sat fastur, milli steypubfls
og hefils. Upp um þessa holu náðist
Valgeir um nóttina.
Tímamyndir Ámi Sæberg