Tíminn - 24.02.1984, Síða 5
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
■ Afstöðumynd af Ólafsvíkurenni og verkstæðinu fyrir neðan sem flóðið féll á. Örin bendir á staðinn þar sem talið er að flóðið hafi byrjað að renna. Bflamir fremst á myndinni voru á stæði fyrir aftan verkstæðið.
„HVARFIADI EKKI ANNAÐ AÐ
OKKUR EN BAEHR
MENNIRNIR VÆRU IÁTNIR”
— segir Bjarni Ólafsson, tækjamaður,
sem kom að verkstæðinu eftir snjóflóðið
■ „Ég held að það sé ein versta
lífsreynsla sem hægt er að verða fyrir, að
koma að svona löguðu og vita af vinnu-
félögum sínum gröfnum einhversstaðar
undir snjófarginu“ sagði Bjarni Ólafsson
tækjamaður sem kom að verkstæðinu
skömmu eftir að snjóflóðið féll.
„Við vorum fjórir að vinna á verk-
stæðinu við gröfu sem var höfð tilbúin
vegna ótta um snjóflóðahættu á Enn-
isveginum. Lárus Kristjánsson, faðir
Kristjáns, ætlaði síðan út á Rif en varð
að snúa við þar sem snjóflóð hafði fallið
á veginn. Valgeir og Kristján urðu eftir
á verkstæðinu enda ætluðu þeir að vinna
þar um nóttina.
Þegar við komum að staðnum þar sem
snjóflóðið féll reyndi Lárus að kalla í
verkstæðið í talstöð. Þegar enginn svar-
aði náði hann sambandi við Rif og bað
um að hringt væri í verkstæðið en án
árangurs. Lárus fór því að huga að
verkstæðinu og sá hvers kyns var.
Lárus snéri þá við og sótti mig. Þegar
við komum að húsinu hvarflaði ekki
annað að okkur en að mennirnir væru
báðir látnir. Við kölluðum samt inn og
þá kom Kristján skríðandi út gegnum
rifu á veggnum. Hann sagðist vera
fótbrotinn og þegar við spurðum hann
um Valgeir sagði Kristján að hann væri
fastur milli steypubílsins og hefilsins.
Lárus tróð sér þá inn um rifuna og
komst að Valgeiri en ég dröslaði Krist-
jáni inn í upphitaðan.i smurbíl sem stóð
skammt frá. Veðrið var svakalegt, varla
stætt, og djúpur snjór og krap. Ég varð
að láta Kristján skríða mestan part
leiðarinnar því ég gat ekki borið hann.
Við kölluðum síðan út lögregluna og
örskömmu síðar var hún komin á staðinn
ásamt björgunarsveitinni, sjúkrabíl og
lækni. Og kl. 2.00vorumviðal!irkomnir
niður á heilsugæslustöð.
Það var aðdáunarvert hvað mennirnir
voru rólegir, sérstaklega Valgeir. Það
hefur sjálfsagt orðið honum til lífs að
Kristján fann hann og gat krafsað snjó-
inn frá andlitinu á honum,“ sagði Bjarni
að lokum.
■ Bjami Ólafsson tækjamaður við rífuna á vegg verkstæðisins sem Kristjáni
Lárussyni tókst að skríða út um.
■ Við verkstæðisbygginguna lágu bílar eins og hráviði eftir að flóðið skall á þeim
og bar þá suma marga metra með sér. Þrír steypubflar og tveir jeppar sem stóðu á
bflastæði við verkstæðið eru gerónýtir.
„A ÞESSUM STAÐ VERÐUR
ALDREI BYGGT FRAMAR”
segir Vigfús Sigtryggsson, einn eigenda
steypustödvarinnar Bjargs
■ „Á þessum stað verður aldrei byggt
framar" sagði Vigfús Sigtryggsson einn
eigenda steypustöðvarinnar Bjargs hf.
en verkstæðisbyggingin sem snjóflóðið
lenti á var í eigu stöövarinnar.
„Það hefur aldrei fallið snjóflóð á
þessum slóðum áður svo vitað sé og því
var talið óhætt að byggja hér á sínum
tíma. En eftir svona mikla snjókomu og
verið hefur í vetur er ljóst að það er
aidrei að vita hvar snjóflóð geta fallið.“
„Það má segja að-allar eigur steypu-
stöðvarinnar séu ónýtar", sagði Vigfús.
Fyrst og fremst er húsið auðvitað ónýtt,
ný blöndunarstöð hérna fyrir framan,
sem átti að fara að taka í notkun, er
ónýt. Og þrír steypubílar eru ónýtir,
bíllinn sem er inni í húsinu og tveir sem
stóðu á planinu fyrir utan. Það eina sem
slapp var lítil ámokstursvél sem stóð í
einu horni hússins."
„Það var verið að undirbúa vélarnar
hér, það stóð til að við færum að steypa
í nýja frystihúsinu á Rifi eftir nokkra
daga en það verður sjálfsagt ekki af því
í bráð.“ sagði Vigfús.