Tíminn - 24.02.1984, Síða 7
FOSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 *
7
B.St. oe K.L.
■ Scott litli þurrkaði tár af auga en hinir strákarnir brostu.
■ Það hrundi tár niður kinn
sigurvegarans Scotts Hamilton
frá Bandaríkjunum, þegar hann
stóð á verðlaunapalli sigurvegari
í iisthlaupi á skautum. Hann
fékk gullverðlaunin, þessi smá-
vaxni ungi maður, sem við
höfum séð í sjónvarpsútsending-
um frá OL, þar sem hann flýgur
yfir ísinn, eins og hann sé þyngd-
arlaus. Hann er reyndar víst ekki
svo mjög þungur, innan við 100
pund stóð einhversstaðar í blaði
nýlega.
Þeir sem með honum eru á
pallinum eru silfur- og brons-
verðlaunahafar, og sýnast
ánægðir með það. Þeir eru Brian
Orser frá Kanada og Jozef Sabo-
veik frá Tékkóslóvakíu, báðir
brosandi út að eyrum, meðan
gullverðlaunahafinn þurrkar af
sér tárin!
■ Svíar eru mjög ánægðir með konungsfjölskylduna sína og sætta
sig vel við að börnin verði ekki fleiri en þrjú.
SÆNSKA KONUNGS-
FJÖLSKYLDAN
FULLKOMIN
■ Nú þykir það staðfest, þó að
óbeint sé, að Karl Gústaf Svía-
konungur og Silvia drottning
hans hafi ákveðið að láta við það
sitja að eiga þrjú börn.
Örugga vísbendingu um þá
ákvörðun hjónanna telja menn
við sænsku hirðina þá, að konug-
ur hefur fallist á að sitja fyrir
„ásamt allri fjölskyldu sinni“
hjá málara nokkrum, sem fengið
hefur það verkefni að mála opin-
bert málverk af konugsljölskyld-
unni. Það verður síðan hengt
upp innan um önnur slík málverk
af forverum fjölskyldunnar.
Þykir það augljóst mál, að
konungur hefði aldrei fallist á að
gera þetta nú, ef á dagskrá væri
að fjölga í fjölskyldunni.
BR0S0GTARA0L
við nám í um tveggja ára
skeið. Með því námi lærði
hann svo líffræði í Öldunga-
deild Menntaskólans við
Hamrahlíð.
„Það eru tiltölulega fáir
menn sem stunda þetta hér-
lendis og þótt rætt hafi verið
um stofnun stéttarfélags
innan þess hóps hefur ekk-
ert orðið úr framkvæmdum
á því sviði. Menn læra þetta
hjá þeim sem verið hafa í
þessu lengi og reka sínar
eigin stofur, eins og til dæm-
is Edwald og segja má að
hver maður á þessu sviði
hafi sinn eigin stíl eða hrynj-
anda í nuddinu".
Hvað viðskiptavinina
varðar segir Gunnar að mest
sé þetta kyrrsetufólk sem
notfæri sér þjónustu sjúkra-
nuddara, það er að segja
fyrir utan þá sjúklinga sem
þurfa á því að halda, og
íþróttafólk sem ofreynt hef-
ur vöðva sína.
„Það er mikið um að
kyrrsetufólk beiti ekki
líkama sínum rétt við vinnu
sína, situr til dæmis hokið
við skrifborðin og vegna
þess myndast brátt vöðva-
bólga ofarlega í baki þess
eða strengir 'niður með
hryggnum og ef ekkert er að
gert getur þetta leitt upp um
hálsinn og í höfuðið og
valdið höfuðverkjum. Þeir
sem koma hingað koma yfir-
leitt svona tvisvar til þrisvar
í viku til að byrja með en
síðan yfirleitt á svona hálfs-
mánaðarfresti til að halda
sér í formi en nuddið losar
um allskonar þreytu og
spennu í líkamanum" segir
Gunnar.
Fyrir utan nuddið er
Gunnar með sólbaðstofu,
gufubað, vatnsnudd og gikt-
arlampa á stofunni sinni en
auk þess hefur hann sam-
starf við snyrtifræðing og
hárgreiðsludömu á efri hæð
hússins.
-FRI
■ Jean-Maric le Pen.
■ Gcorges Marchais.
Verdur Le Pen skeinuhætt-
ur þeim Chirac og Giscard?
Nýr hægri flokkur að eflast í Frakklandi
■ FLOKKUR kommúnista í
Frakklandi er í verulegum vanda
staddur um þessar mundir.
Vörubílstjórar hafa undanfarna
daga valdið skipulegum truflun-
um á þjóðvegum landsins með
því að leggja bílum sínum
þannig, að þeir stöðvuðu
umferð. Bílstjórarnir gera þetta
til að leggja áherzlu á kröfur
sínar um bætt kjör og fljótari
afgreiðslu á tollstöðvum við
landamærin.
Ríkisstjórnin hefur ekki viljað
hefja viðræður við bílstjórana
fyrr en þeir hættu þessum að-
gerðum. Um skeið leit út fyrir,
að stjórnin fengi þessu
framgengt, en erfiðlega hefur
gengið fyrir forustumenn bíl-
stjóranna að fá þá til að fallast á
þetta. Margir þeirra halda því
áfram að trufla samgöngur með
framangreindum hætti.
Það er samgöngumálaráð-
herra ríkisstjórnarinnar, Charles
Fiterman, sem stendur hér í
eldlínunni af hálfu hennar. Ljóst
er að staða hans er næsta erfið,
þar sem hann er einn af fjórum
ráðherrum kommúnista í ríkis-
stjórninni. Það hefur orðið hlut-
skipti hans undanfarna daga að
glíma við bílstjórana og fá þá til
að hætta samgöngutruflunum
áður en setzt yrði að samninga-
borði.
Skoðanakannanir, sem fram
hafa farið að undanförnu, hafa
gefið til kynna, að fylgi kommún-
ista fari minnkandi og sé jafnvel
koraið niður í 12%. Árið 1981
var það 15%, en nokkrum árum
áður hafði það haldizt nálægt
20% um talsvert skeið.
Bersýnilegt virðist á þessu, að
kommúnistar hafa ekki grætt á
stuðningi við Mitterrand í for-
setakosningunum 1981, né á
þátttöku í ríkisstjórn. Aðstaða
þeirra í ríkisstjórninni er líka
veik sökum þess, að flokkur
Mitterrands, Sósíalistaflokkur-
inn, hefur meirihluta á þingi, en
hann fékk meirihlutann með til-
styrk kommúnista í þingkosning-
unum 1981.
Vonir þær, sem voru bundnar
við stjórn Mitterrands um bætt
lífskjör og minna atvinnuleysi,
hafa ekki rætzt. Þvert á móti
hefur Mitterrand orðið að grípa
til allróttækra efnahagsaðgerða,
sem hafa frekar rýrt kjörin en
hitt.
Þessar aðgerðir hafa valdið
óánægju, sem virðist bitna mest
á kommúnistum. Samt hafa
leiðtogar þeirra undir forustu
Georges Marchais talið rangt að
draga ráðherra þeirra úr stjórn-
inni. Enn er líka tími til stefnu,
því að þingkosningar fara ekki
fram fyrr en 1986 og forsetakosn-
ingar ekki fyrr en 1988.
ÞAÐ LIGGUR í augum uppi,
að Gaullistar undir forustu Chir-
acs og miðjumenn undir forustu
Giscards láta sér fylgistap
kommúnista vel líka. Það dregur
úr vonum vinstri manna um að
hatda meirihlutanum í þingkosn-
ingunum 1986. Það gæti jafnvel
stuðlað að því, að þingkosningar
yrðu fyrr.
Það dregur þó nokkuð úr þess-
ari ánægju Chiracs og Giscards,
að þeir virðast vera að eignast
keppinaut á hægri kanti stjórn-
málanna, sem getur átt eftir að
reynast þeim hættulegur. Hér er
um að ræða afturhaldssaman
þjóðernisflokk, Front National,
sem hefur átt litlu fylgi að fagna
þangað til á síðastliðnu ári, en
þá tókst honum að fá frá 10-16%
greiddra atkvæða í aukakosning-
um.
Það gerðist í fyrsta sinn hinn
13. þ.m, að foringi þessa flokks,
Jean-Marie le Pen, fékk að koma
fram í sjónvarpi og svara spurn-
ingum fjögurra blaðamanna í
klukkustundarlöngum þætti.
Hann slapp furðu vel úr þessari
spurningahríð og mun frekar
hafa styrkt stöðu sína en hið
gagnstæða.
Le Pen stofnaði Front Nation-
al fyrir 12 árum. Flokkurinn
bauð fram í forsetakosningunum
1974 og fékk þá 0.75% greiddra
'atkvæða. í þingkosningunum
1981 fékk hann 2-3% greiddra
atkvæða. Það hefur því komið
meira en lítið á óvart, að hann
hefur komizt í allt að 16% í
aukakosningum á síðastliðnu
ári.
Þessi skjóta fylgisaukning er
skýrð með því m.a.. að aukið
atvinnuleysi sé vatn á myllu
hans, þar sem hann hefur rekið
harðan áróður gegn útlendum
verkamönnum í Frakklandi, en
flestir þeirra eru frá Araba-
löndum, sem áður voru nýlendur
Frakka. Eitt af vígorðum flokks-
ins er: Hvorki rauður eða arab-
iskur.
Með valdatöku Mitterrands
fékk flokkurinn sérstakt tækifæri
til að beita sér gegn vinstri flokk-
unum og honum virðist hafa
tekizt það öllu betur en Gaullist-
um og miðjumönnum.
í áróðri sínum leggur Le Pen
sósíalisku flokkana og Gaullista
nokkurn veginn að jöfnu. Burt
með hina sósíalisku pólitík, segir
Le Pen, sem er nákvæmlega
eins, hvort heldur sósíalistinn
Mauroy eða Gaullistinn Chirac
gegnir stöðu forsætisráðhera.
Le Pen er 55 ára, sjómanns-
sonur frá Bretagne. Faðir hans
fórst með skipi sínu á striðsárun-
um. Le Pen þótti líklegur til
forustu, þegar hann var í skóla,
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
en síðan hefur hann oft gengið
undir nafninu ljóshærða
kempan. Eftir að hafa lagt stund
á laganám, gerðist hann fallhlíf-
armaður í franska hernum í
Indó-Kína, en skömmu síðar
biðu Frakkar ósigurinn, sem
kenndur er við Dien Bien Phu.
Þegar Le Pen kom aftur heim
til Parísar, átti flokkurinn, sem
var kenndur við Poujade, blóma-
skeið sitt. Le Pen skipaði sér
undir merki hans og náði kosn-
ingu til þingsins, þegar hann var
28 ára gamall.
Le Pen kunni ekki vel við sig
í þinginu. Hann taldi meiri þörf
fyrir sig í stríðinu í Alsír. Hann
gerðist sjálfboðaliði þar. Eftir
stríðslokin þar, samdi þeim Po-
ujade ekki lengur, og Le Pen
stofnaði því sinn eigin flokk
1972.
Le Pen og flokksmenn hans
hafa oft sætt miklu aðkasti. Það
gekk meira að segja svo langt, að
sprengju var varpað á íbúðarhús
Le Pens og það eyðilagt. Hann
naut þess þá að eiga auðugan og
sérvitran vin, sem gaf honum
miklu stærra hús og bætti hann
þannig tjónið.
Le Pen mótmælir því, að hann
sé nazisti og kynþáttahatari. Það
hefur ýtt undir þetta álit, að
hann er hljómplötuútgefandi að
atvinnu og hefur gefið út hljóm
plötur með ræðum Hitlers og
fleiri nazistaleiðtoga. En hann
hefur einnig gefið út hljómplötur
með ræðum de Gaulles og
Churchills.
FRÉTTASKÝRENDUR
telja, að kosningar til þings Efna-
hagsbandalagsins sem fara fram
í sumar, muni leiða í ljós, hvert
fylgi Le Pens muni reynast í
reynd. Þar mun hann ekki beina
geiri sínum aðallega gegn sósíal-
istum, heldur gegn Simone Veil,
sem verður leiðtogi samfylkingar
Gaullista og miðjumanna. Hún
er Gyðingur, en Le Pen hefur
heldur horn í síðu þeirra. Mestu
skiptir þó, að hún kom fram
löggjöf um fóstureyðingar, en
Le Pen berst gegn þeim með
oddi og egg.