Tíminn - 24.02.1984, Side 9
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984
á vettvangi dagsins
9
byggt og búið i gamla daga
385
Landnýtingaráætlun:
Sáttmáli um ráð-
stöfun og nýt-
ingu lands á sem
flestum sviðum
■ Davíð Aðalsteinsson hefur mælt fyr-
ir þingsályktunartillögu um landnýting-
aráætlun, sem hann flytur ásamt fjórum
öðrum þingmönnum. Er tillagan á þá
leið að ríkisstjórnin hlutist til um að
hafinn verði undirbúningur landnýting-
aráætlunar sem taki til allra meginþátta
landnýtingar og áhersla verði lögð á sem
hagkvæmasta nýtingu og varðveislu
landgæða.
Þessi tillaga hefur áður verið flutt á
Alþingi en ekki hlotið afgreiðslu þótt
Ijóst sé að hún er studd af öllum
þingheimi.
I framsöguræðu sinni sagði Davíð
Aðalsteinsson m.a.:
„í sem fæstum orðum má segja, að
áætlun um landnýtingu sé ætlað að svara
þeirri víðtæku spurningu, hvernig við
ætlum að umgangast landið. Slíkri
spurningu verður að sjálfsögðu aldrei
svarað afdráttarlaust í smáatriðum í eitt
skipti fyrir öll. Eftirleiðis sem hingað til
mun vafalaust verða breyting á nýtingu
lands og landgæða og útilokað að allt
verði séð fyrir í fjarlægri framtíð. Að
sjálfsögðu getur sitt sýnst hverjum hvað
eru landgæði og hvernig ber að umgang-
ast landið. Verðmætamat hlýtur ætíð að
verða afstætt og eftir atvikum ólíkt eftir
því hver á í hlut. Ég vil leyfa mér að tala
um landgæði og nefna landgæði hvort
heldur er í efnalegu, menningarlegu eða
félagslegu tilliti.
Að mínu áliti er tilgangur áætlunar
um landnýtingu fyrst og fremst sá að
leiða af sér eins konar sáttmála um
ráðstöfun og nýtingu lands á sem flestum
sviðum. Ég geri mér nokkuð ljósa grein
fyrir því að það er allt annað en áhlaupa-
verk að gera slíka áætiun um landnýtingu
eins og ég hef raunar vikið að áður.
Sjónarmiðin eru fjölmörg og þarfirnar
breytilegar. Þess vegna er óhjákvæmi-
legt að fjölmargir komi með einum eða
öðrum hætti að þessu starfi, einstakling-
ar, samtök og stofnanir. Ef menn á
ánnað borð vænta árangurs og afrakstur-
inn verði sæmilega skýr heildarmynd.
Þrátt fyrir allt ætti að vera mögulegt að
ganga til slíks starfs með það markmið
að sameiginlegu leiðarljósi að auka
fremur en rýra landkosti.
Landnýtingaráætlunin er nánar skil-
greind í greinargerð:
Á seinni árum hefur gætt vaxandi
skilnings á nauðsyn skipulegrar og hóf-
legrar nýtingar auðlinda til lands og
sjávar.
Með landgræðsluáætlun 1974 var gert
stórátak til að vinna markvisst að stöðv-
un gróðureyðingar og uppblásturs f
þeim tilgangi að varðveita og bæta
landgæði.
Nú, þegar unnið er að framkvæmd
nýrrar landgræðsluáætlunar, er við hæfi
að fylgja því starfi eftir með gerð
víðtækrar áætlunar er taki til hinna
fjölmörgu þátta landnýtingar í landbún-
aði, svo sem nýtingar beitilanda og
■ Davíð Aðalsteinsson alþingismaður
ræktunar skóga. Enn fremur þarf að
tryggja orkuvinnsluiðnaðinum land til
afnota. Huga þarf að landnotum vegna
einstakra mannvirkja og þéttbýlis, en
einnig vegna útivistar og sumarbyggða.
Einn af veigamiklum þáttum landnýt-
ingar er nýting úthagabeitar, bæði í
heimalöndum og afréttum. Landbúnað-
urinn, einkum sauðfjárræktin, byggist á
þessari miklu auðlind, fjölbreyttum og
kjarnmiklum gróðri. Framtíð íslensks
landbúnaðar hlýtur reyndar að byggjast
mjög á hóflegri og hagkvæmri nýtingu
beitilanda.
Metum við framleiðslugildi úthaga-
gróðurs að verðleikum? Náttúrleg
gróðurlendi eru veigamikil auðlind á
tímum síhækkandi orkukostnaðar. Til
dæmis er hætt við að framleiðslukostnað-
ur sauðfjárafurða yrði mun hærri ef ekki
tækist að varðveita beitargæði úthaga,
sérstaklega afréttanna.
Sem best samræmi þarf að vera á milli
búfjárfjölda og tiltæks haglendis í hinum
ýmsu beitarsvæðum landsins. Því þarf
að koma á nánara samhengi á milli vals
á búgreinum, uppbyggingar og búfjár-
fjölda á sérhverri bújörð annars vegar og
hins vegar þeirra landgæða sem jörðin
hefur til umráða. Þannig verði ekki
aðeins tekið tillit til. ræktunarskilyrða,
heldur einnig og ekki síður landrýmis í
heimahögum og afréttum.
Hér kemur m.a. til álita hvernig
fjárfestingu er hagað í landbúnaði,
hvernig er hægt að koma á virkari og
markvissari stjórnun, hvernig er hægt að
aðstoða bændur sem gera róttækar
breytingar í búskaparháttum.
Nauðsyn ber til að taka sérstakt tillit
til landnýtingar við gerð búrekstrar- og
byggðaáætlana. Þar eð nýting jarðar-
gróða er einn af hornsteinum lífvænlegr-
ar byggðar um land allt er landnýting
veigamikið byggðamál. Athuga þyrfti
m.a. hvort æskilegt eða fært væri að
§1111
koma á einhvers konar svæðaskipulagn-
ingu landbúnaðarframleiðslunnar í sam-
ræmi við hóflega og skynsamlega nýtingu
landkosta og jafnframt með tilliti til
markaðsþarfar fyrir hinar ýmsu búvörur.
Mismunandi verðlagning búvara eftir
framleiðslusvæðum gæti ef til vill komið
til greina, en ljóst er að slíkt yrði mjög
flókið í framkvæmd. Hér er komið að
tengslum milli landnýtingar og fram-
leiðslumála.
Kvótakerfið svonefnda tekur lítið sem
ekkert mið af landnýtingar- og byggða-
sjónarmiðum, en hugsanlega mætti
byggja upp einhvers konar framleiðslu-
stjórnun sem gerði það. Það leiðir aftur
hugann að svæðaskipulagningu. Dæmi
mætti taka bæði úr nautgripa- og sauð-
fjárrækt. Hér er um margþætt og við-
kvæmt mál að ræða sem þarfnast ítar-
legrar könnunar og umræðu. Bændur
vilja að sjálfsögðu hafa sem mest frelsi
til athafna, en flestir gera sér Ijósa þörf
fyrir bætta skipulagningu. Hún kemur
stéttinni til góða í framtíðinni og stuðlar
að bættum þjóðarhag.
Skógrækt til nytja er í raun landbúnað-
ur, og kanna þarf hvernig heppilegast er
að tengja hana traustari böndum þeim
atvinnuvegi. Síðustu árin hefur komið
fram viðleitni til að tengja skógrækt
hefðbundnum búskap, einkum á Aust-
urlandi, en líta ekki á þessar greinar sem
andstæður. Þannig er unnt að samræma
t.d. sauðfjárrækt ræktun nytjaskóga.
Skilyrði til skógræktar eru greinilega
breytileg í landinu og virðist þörf mark-
vissari skipulagningar þeirra mála.
Líkt og á við um beitarmá! er hér að
nokkru leyti um byggðamál að ræða.
Trúlega gætu tekjur af skógrækt skipt
nokkru máli þegar tímar líða, því að
líkur eru á hækkandi verði á timbri og
ýmiss.konar skógarafurðum í framtíð-
inni og jafnvel gæti orðið skortur á þeim.
Margt fleira þarf að sjálfsögðu að taka
til umfjöllunar þégar lögð eru á ráðin um
skipulega nýtingu landgæða, svo sem
nýtingu hlunninda, enda þótt allir þættir
landnýtingar verði ekki raktir hér.
Gerð landnýtingaráætlunar verður
einnig að taka til þarfa orkuvinnsluiðn-
aðarins fyrir land. Orkulindir landsins
eru ein veigamesta auðlind þess, en
nýting þeirrar auðlindar er tiltölulega
skammt á veg komin. Ef að líkum lætur
mun þjóðin í vaxandi mæli byggja af-
komu sína á skynsamlegri nýtingu inn-
lendrar orku. Því er nauðsynlegt að
tryggja orkuvinnsluiðnaðinum nægilegt
landrými, ekki síst til að forðast árekstra
í framtíðinni.
En landnýting varðar ekki aðeins hinn
beina efnahagslega afrakstur landsins.
Með breyttum þjóðfélagsháttum og
auknum áhuga almennings. á náttúru-
vernd, umhverfismálum og útivist hefur
komið í Ijós að nauðsynlegt er að fjalla
um landnýtingu á breiðum grundvelli.
Hin náttúrlegu gróðurlendi eru viðkvæm
fyrir óhóflegum ágangi, hvort sem er af
völdum fénaðar eða manna. Með bætt-
um skilyrðum til ferðalaga um óbyggðir
landsins hefur sá vandi farið vaxandi.
Öll meðferð gróðurlendis er náttúru-
verndarmál. Nú er ljóst, að ekki er unnt
að komast hjá röskun lífríkja, t.d. með
virkjun fallvatna, vegagerð og framræslu
mýra. Það, sem skiptir meginmáli, er að
meta vandlega allar aðstæður og leita
þeirra leiða, sem minnstri röskun valda,
og að skilningur ríki varðandi hin ýmsu
landnot.
Velferð þjóðarinnar í nútíð ogframtíð
byggist á því að nýta af skynsemi þann
auð sem fólginn er í gæðum landsins.
Ætla má að landnýtingaráætlun geti
stuðlað að æskilegri þróun á þessu sviði.
■ Hörpudiskur (nú markaðsvara), kræklingur og öðuskel (aða)
Mataröflun
í hallærum
■ Rætt hefur verið um nýlega, að
sjófang, annað en fiskur, selir og
hvalir, hafi lítið sem ekki verið hagnýtt
á liðnum öldum, jafnvel ekki fískleysis-
árum. Ótrú og vanþekkingu um kennt.
Sannleikskjarni mun í þessu, en þó
fulldjúpt tekið í árinni. Söl voru t.d.
allmikið notuð til matar og sums staðar
skelfiskur í verulegum mæli. En þegar
hafís var aðalorsök harðinda vandaðist
málið. Isinn skefur botn á grunnsævi
og eyðir bæði þaragróðri og skeldýr-
um. Líða mörg ár uns þörungar og
skeldýr hafa náð sér verulega aftur.
Það sást t.d. eftir hafísárið 1918, mjög
greinilega.
Hvað segja öldungar um not af skel-
físki?
Halldóra Bjarnadóttir, er náði einna
hæstum aldri allra íslendinga, skráði
nokkrar frásagnir um matföng og
læknislyf úr náttúru íslands í gamla
daga og birti í tímariti sínu Hlín árið
1961. Sagnirnar voru skráðar eftir
gömlu fólki á árunum 1920-1930 og
eru frá eldri tímum. Aldraða fólkið
segir frá: Björg og Ingibjörg, mæðgur
frá Skálmardal í Barðastrandarsýslu.
(Björg á níræðisaldri, Ingibjörg á
sextugsaldri).
Mjög mikið notaður skelfiskur
þarna, þótti herramannsmatur. Eng-
inn nefndi neina óhollustu af því, eða
eitrun, aldrei kom það fyrir. Ef skeljar
liggja lengi uppi í lónum, þar sem sjór
leikur ekki um þær, geta þær orðið
banvænar, ef til vill.
Ingibjörg segir að krakkar hafi borð-
að ósköp af þessu í Dýrafirði eftir
aldamótin 1900; oft þröngt í búi, aldrei
orðið meint af. Heilar börur fullar,
soðið - og þótti fullsoðið er skelin
opnaðist sjálfkrafa. Mátti vel hafa í
súpur líka, en þurfti að hreinsa það
vel; ekki frítt við að sandur kæmist
ofurlítið inn. Stundum tekið úr skelj-
unum hráum og haft í súpur, en annars
soðnar skeljarnar með öllu saman,
líka ágætt.
Stundum voru skeljarnar steiktar á
glóð,. þurfti aðgæslu að aska færi ekki
inn í.
Þá var kræklingur (bláskel), kúfiskur
og aða allt ágætt. Öðulskeljar (aða)
þóttu bestar; koma mest á land eftir
rosagarða. Feiknin öll þarna inni í
fjörðunum. Björg man ekki hve marg-
ar skeljar þóttu jafngilda nýmjólkur-
potti, það var talað unt það. Sumir
tóku magann úr, hann er grænleitur,
sætur á bragðið. Aldrei tóku börn
Ingibjargar hann úr.
Hjálparvök í Gufudal
Sagt er að hún hefði alltaf verið opin
í harðindum, svo fátæklingar náðu þar
í skeljar.
Skarfakál sótt út í hólma, heilir
bátsfarmar. Nýr skarfakálsgrautur
góður. Kálið var látið í tunnur, ekki
soðið, kom fljótt mikill vökvi úr því.
Þurfti að hræra í því við og við, vildi
mygla ofan. Var liaft í grauta, brauð
og slátur.
Hvannnjóli (hvannstönglar ungir)
eins og veisla.
Súrleggir og blöð (súrblöðkur) not-
uð í brauð að gamni.
Geitarskóf, grá, flöt skán, sprettur
á steinum, föst á einni taug, höfð í
pottbrauð, slátur og grauta, ekki eins
römm og fjallagrösin.
Alltaf var hlaupið til grasa á vorin,
tínt svona í skjólur, eftir þvt' sem tók
upp.
Allur kornmatur fíuttist ómalaður í
verslanir. Handkvörn var til á hverjum
bæ; einstaka kornmyllur við læki.
Bankabygg mjög mikið notað. Fínt
bankabyggsmjöl þótti sérstaklega vel
hæft í lummur, sem voru eina kaffi-
brauðið á þeim árum.
Svo ritar Halldóra í Hlín, en heim-
ildakonur hennar eru að lýsa matar-
öflun og venjum fyrri tíma.
Nú er í vaxandi mæli farið að
hagnýta skelfisk. Steiktur kræklingur
t.d. þykir lostæti. Er ræktaður til
matar í ýmsutn löndum. Hefur og
mikið verið hafður í beitu; einnig aða
o.fl.
Hörpudiskur (dráttan'öðvi hans) er
orðin talsverð útflutningsvara, enda
Ijúfmeti. Kúfiskur var til skamms tíma
mikið notaður til beitu. Var plægt með
sérstöku tæki, skelplóg, til að ná í
kúskelina. Vinda (spil) þá knúin með
handafli í bátunum. Man ég að for-
vitnilegt þótti að sjá ýmsar skeljateg-
undir, sem auk kúskeljarinnar, komu
í plógpokann.
Víða er allmikið af skeljum í
gömlum ösku- og ruslahaugum. Hefur
skelfiskurinn sjálfsagt aðallega verið
hafður í beitu, en sennilega eitthvað
líka til matar. Þá hefur varla verið að
óttast mengun í sjó. Nú þarf að fara
með gát vegna mengunar allvíða.
Ath. I þættinum 14. febrúar var birt
mynd af Oddi bónda Loftssyni og
systrum hans í Þrándarholti. Hann var
ranglega sagður Þórðarson.
Ingólfur
DavRksson,
skrtfar