Tíminn - 13.03.1984, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1984
Tvíburar á
„tveggja-styra-
tvíhjóli“
■ Tvíburasysturnar Denise og
Dian Gallup á fullri ferð á
hjólinu sínu til frægðarinnar.
Þær komu fyrst fram í sjónvarps-
auglýsingum frá Wrigley fyrir-
tækinu fyrir „Doublemint
Gum“, en nú hafa þær fengið
boð um að koma fram í mörgum
sjónvarpsþáttum sem gesta-
leikarna og þykja hafa allt til að'
bera að verða vinsælar - bæði
sem fallegar hjólreiðakonur og
leikkonur. „Þær eru algjört
augnayndi,“ segja sjónvarps-
gagnrýnendur í Ameríku.
■ Denise og Dian halda jafn-
væginu á hverju sem gengur.
Systir Ursulu
Andress
selur blóm
■ Hún Erika Andress Weight,
systir kynbombunnar Ursulu
Andress, hefur sinn fasta stað til
blómasölu á torgi í Bern, hyiina-
borg þeirra systra í Sviss. Erika
er elst sex systkina. Hún er 52
ára, ómáluð i andliti og
gráhærð, myndarleg kona og
hressileg. Hún sagði Ijósmyndar-
anum, sem náði þessari
skemmtilegu mynd af henni við
blómasöluna, að hún hefði verið
í hamingjusömu hjónabandi í 30
ár, og bætti svo við: „Eg vildi
óska þess að Ursula systir mín
hefði fundið slíka hamingju og
ég í lífinu.“
Hvernig var Grindavíkurmót-
ið fjármagnað?
„Það var skipuð framkvæmda-
nefnd og hún aflaði fjár til móts-
ins hjá hinum ýmsu aðilum á
Suðurnesjum. Þetta var svona
það sem kallað er á ensku „free
enterprice" en Grindavíkurbær
var bakábyrgur og mér sýnist að
mótinu loknu að þetta standi í
járnum fjárhagslega. Verðlaunin
voru samtals 29000 dollarar.
Þetta verður með svipuðu
sniði fyrir austan, Neskaupstað-
arbær verður bakábyrgur, en
síðan verður leitað hófana hjá
ýmsum aðilum um framlög".
Er mikill áhugi hjá bæjarfé-
lögum úti á landi að halda svona
mót?
„Það er það vissulega, en hins
vegar eru alltaf örðugleikar í
sambandi við fjármögnina.“
Ertu farinn að skipuleggja
meira fram í tímann?
„Já, ég er að undirbúa tvö mót
sem haldin verða í september og
október í haust. Þetta er það
sem kalla má landsbyggðar-
stefnu á réttum kili. Þetta er
bara gert til að auka fjölbreytn-
ina í skáklífinu og gefa íslending-
unum tækifæri til að tefla meira.
Það vantar ekki efnin, en það
vantar æfinguna, og það er það
sem við ætlum að bæta úr. Þá
getum við farið að sýna frændum
okkar og nágrönnum vígtenn-
urnar.
Heldurðu að skákmennirnir
séu ekkert orðnir þreyttir?
Jú, jú, vafalaust eru þeir orðn-
ir það en það er til mikils að
vinna að það takist að fá viður-
kenningu á því að halda þessi
mót, og ef það tekst þá ætti að
verða leikur einn að halda þetta
3-4 svona mót víðsvegar um
landið á ári hverju. „Þess utan
höldum við auðvitað áfram þeirri
starfsemi sem við höfum verið
með, nú fer til dæmis að líða að
því að haldið verði Helgarskák-
mót, það næsta verður á Seyðis-
firði 7. apríl," segir Jóhann Þórir
að lokum. -JGK.
erlent yfirlit
■ ÞAÐ er yfirleitt viðurkennt,
að uppsögn Líbanonsstjórnar á
sáttmála . sem var gerður milli
ísraels og Líbanons 17. maí í
fyrra, sé mikill ósigur fyrir
Bandaríkjastjórn, en þó mestur
fyrir Shultz utanríkisráðherra.
Uppsögn samningsins er enn
meiri ósigur en ella vegna þess,
að hann kemur í kjölfar þess, að
Bandaríkjastjórn var nýlega
búin að draga friðargæzlusveitir
Bandaríkjanna frá Beirut, þrátt
fyrir allar yfirlýsingar Shultz og
Reagans um, að Bandaríkin
myndu ekki láta skæruliða
hrekja sig þaðan.
Eftir brottflutning bandarísku
friðargæzlusveitanna, átti Gem-
ayel forseti Líbanons ekki annan
úrkost en að leita á náðir Assads
Sýrlandsforseta og fá aðstoð
hans til að reyna að koma á friði
í Líbanon.
Skilyrði Assads var það, að
samningnum frá 17. maí yrði
sagt upp. Fyrir því hefur Gem-
ayel nú beygt sig.
í staðinn hefur Assad lofað
því að reyna að fá Múhameðs-
trúarmenn í Líbanon til að taka
upp viðræður við kristna menn
um að koma á friðvænlegu
ástandi í landinu. Fulltrúar þess-
ara aðila hafa nú byrjað viðræður
í Svjss. Óvíst þykir um árangur
þeirra og því getur það enn orðið
langt í land, að friður komist á í
Líbanon.
Assad hefur eigi að síður orðið
■ George P. Shultz situr fyrir svörum hjá utanríkismálanefnd
öldungadeildarinnar
kvæma sprengingu sem varð nær
300 bandarískum friðargæzlu-
mönnum að bana.
ÞEGAR hér var komið, var
hafin sú hreyfing í Bandaríkjun-
um að kalla bæri friðargæzlu-
sveitirnar heim. Meðal þeirra,
sem tóku undir þetta bak við
tjöldin, var aðalhaukurinn í
Pentagon, Caspar Weinberger
varnarmálaráðherra.
Shultz mátti hins vegar ekki
heyra það nefnt, að látið yrði
undan Assad og skæruliðunum.
Það myndi veikja álit Bandaríkj-
anna og skapa vantrú meðal
bandamanna þeirra á það, að
þau stæðu við orð sín. Það mátti
ekki breyta um stefnu hverju
sem tautaði.
Þannig hafði Shultz orðið þá
aðstöðu að vera meiri haukur en
Weinberger.
Fleiri og fleiri áhrifamenn í
stjórninni, gerðu sér grein fyrir
því, að stefna Shultz gæti dregið
Bandaríkin inn í styrjöld í Líb-
anon. Gagnrýni stjórnarand-
stæðinga hlaut vaxandi undir-
tektir í Bandaríkjunum.
Talið er að Bush varaforseti
hafi verið meðal þeirra, sem
komust fljótlega að þeirri niður-
stöðu eftir sprenginguna miklu í
Beirut, að réttast væri að kveðja
friðargæzlusveitirnar heim.
Hann muri þó hafa farið gætilega
í sakirnar. cnda fylgt þeirri
Osigurinn í Líbanon er
mikið áfall fyrir Shultz
Ekki talið ólíklegt að hann láti af störfum
það ágengt.að samningurinn frá
17. maí hefur verið felldur úr
gildi og bandarísku friðargæzlu-
sveitirnar hafa verið hraktar frá
Líbanon. Þessa stundina stendur
hann því sem sigurvegari, en
Shultz og Reagan eru hinir sigr-
uðu.
SHULTZ hafði getið sér
sæmilegt orð sem utanríkisráð-
herra þangað til á síðastliðnu
vori, þegar hann tók stjórnina á
Líbanonsmálinu nær algerlega í
sínar hendur. Hann hafði þótt
varfærinn og hafa róandi áhrif á
haukana í Pentagon. Staða hans
nú er gerbreytt.
Shultz hugðist leysa Líbanons-
deiluna með því að fara sjálfur á
vettvang og ræða við stjórnirnar
í Israel, Líbanon og Sýrlandi.
Hann fór m.a. í fleiri ferðir til
Damaskus til viðræðna við
Assad.
Eftir viðræðurnar við Assad,
taldi Shultz sig komast að þeirri
niðurstöðu, að þýðingarlaust
væri að tala meira við hann. í
staðinn yrði að setja hann upp
við vegg og neyða hann til upp-
gjafar.
Shultz taldi að leiðin til þess
væri að koma á samningi milli
Líbanons og ísraels um brott-
flutning herja ísraels frá Líban-
on. Eftir að slíkur samningur
hefði verið gerður, myndu önnur
Arabaríki þrýsta á Assad og
hvetja hann til að kalla sýrlenzka
herinn einnig heim. Þannig yrði
erlendum herjum komið frá Líb-
anon.
Shultz gætti þess hins vegar
ekki, að láta ísraelsstjórn snúa á
sig við samningagerðina. ísraels-
stjórn fékkst því aðeins til að
semja að ísrael yrði tryggð ýmis
réttindi í Líbanon, sem gerðu
Líbanon að hálfgerðu leppríki
ísraels. Gemayel var tregur til
að fallast á þetta, en lét að lokum
undan þrýstingi frá Bandaríkja-
stjórn.
■ Það var mikill sigur fyrir Assad, þegar Gcmayel heimsótti hann í Damaskus
stefnu að beita Reagan ekki
þrýstingi. Þetta mun Reagan
hafa virt og því tekið meira tillit
til þess, sem hann taldi álit Bushs
en ella.
Svo fór að lokum, að Reagan
taldi sér ekki annað fært en að
snúast gegn Shultz og fallast á
afstöðu þeirra Weinbergers og
Bushs.
Ósigur Bandaríkjanna í Líb-
anon hefur af framangreindum
ástæðum skrifast mest á samning
Shultz og því þykir ekki ósenni-
legt, að hann vilji draga sig til
baka.
Það fer sennilega mest eftir
kosningahorfum, hvort Reagan
telur heppilegt að láta Shultz
hætta fljótlega og hvort hann
hefur völ á manni í sæti utanrík-
isráðherra, sem væri líklegur til
að njóta rneira trausts.
Þegar þessu marki var náð,
virtist Bandaríkjastjórn líta svo
á að hún væri búin að vinna sigur
og Assad yrði að láta í minni
pokann.
Það er nú komið í ljós, að öll
þessi ráðagerð Shultz var byggð
á misskilningi og vanþekkingu.
Samningurinn frá 17. maí reynd-
ist gefa Assad vopn í hendurnar.
Hann mæltist einnig illa fyrir
meðal annarra Arabaþjóða. Isr-
aelsher sat sern fastast í Líbanon,
enda hafði ísraelsstjórn sett það
skilyrði fyrir brottflutningunum,
að sýrlenzki herinn færi fyrr eða
samtímis.
Eftir því, sem þetta þóf
lengdist, batnaði staða Assads,
en staða Shultz versnaði. Hún
versnaði svo um allan helming,
þegar skæruliðum tókst að fram-
Þórarinn
Þorarinsson,
ritstjóri, skrifar